Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 44
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
Síminn á afgreiöslunni er
83033
LAUCARDAGUR 26. JUNI 1982
Tillaga Alberts samþykkt í borgarrádi:
Könnuð þörf á bygg-
ingu dvalarheimilis
fyrir þroskahefta
BOK(íAKKÁl) samþykkti samhljóða á fundi sinum í gær tillögu frá Albert
Guómundssyni, sem kveður á um að könnuð verði þörf á dvalarheimili fyrir
þroskahefta í Reykjavík. Tillaga Alberts er svohljóðandi:
„Borgarráð samþykkir að kjósa
nefnd borgarfulltrúa til að kanna
þörfina fyrir að byggja dvalar-
heimili fyrir þroskahefta, þar sem
þroskaheftir gætu dvalið til lengri
eða skemmri tíma, ýmist til
endurhæfingar eða til að hvíla
heimilin.
Þörfin fyrir slíka starfsemi í
Reykjavík er það brýn, að óþarft
er að hafa langa greinargerð mál-
inu til stuðnings."
„Þessi tillaga er til komin vegna
þess, að í starfi mínu sem borgar-
fulltrúi hef ég orðið var við að
fólk, sem er með þroskaheftan ein-
stakling á framfæri sínu, hefur
ekki í nein hús að venda með að-
stoð í sambandi við uppeldi og að-
allega þó hvíld frá sínum störfum
í þágu þessa einstaklings,“ sagði
Albert Guðmundsson, borgarráðs-
maður Sjálfstæðisflokksins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Það eru ótrúlega mörg heimili
sem þurfa á aðstoð að halda, ýmist
til skamms eða langs tíma. Þetta
er málaflokkur sem orðið hefur
útundan, en þarna eru einstakl-
ingar sem hafa nákvæmlega sama
rétt og allir aðrir einstaklingar, til
þjónustu af hendi hins opinbera,"
sagði Albert.
Albert kvaðst búast við því að
fljótlega yrði kosið í nefnd vegna
þessa og sagðist hann hugsa sér að
að þessu máli yrði staðið á svipað-
an hátt og gert var þegar staðið
var að framkvæmdum á vegum
byggingarnefndar fyrir aldraða.
• •
01 og gos-
drykkir hækka
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi
sinum í gærdag, að heimila 8%
hækkun á öli og gosdrykkjum, sem
hefur í för með sér, að Pepsi, 0,35
cl., hækkar úr 5,00 krónum i 5,40
krónur, Coke Cola, 0,33 cl., hækkar
úr 4,25 krónum i 4,60 krónur, App-
elsin, 0,25 cl., hækkar úr 3,65 krón-
um í 3,95 krónur og loks má nefna,
að Thule hækkar úr 6,90 krónum i
7,45 krónur.
Verðlagsráð heimilaði ennfrem-
ur 11,1 — 14,7% hækkun á brauð-
um og kemur hækkunin mismun-
andi fram eftir tegundum.
Þá samþykkti ráðið ennfremur
8% hækkun á flugfargjöldum inn-
anlands. Loks samþykkti ráðið að
heimila 8,5—11,3% hækkun á
smjörlíki.
Ísafjarðarhátíð hófst i gær með sjóstangaveiðimóti.
Sveitir frá Vestmannaeyjum, Reykjavik, Hafnarfírði
og ísafírði tóku þátt í mótinu, sem hófst klukkan 7
árdegis og iauk klukkan 15.00. Stærsta fískinn,
þorsk, sem vó 4,3 kíló, veiddi Hans Georg Bærings-
son. Mestan afla fengu Jón Ingi Steindórsson, Vest-
mannaeyjum, 258,6 kíló, Arnþór Sigurðsson, 200,2
kíló og Þuríður Bernódusdóttir, 193,6 kíló. í sveita-
keppninni sigraði 2. sveit Vestmannaeyja, veiddi alls
719,3 kiló, 2. varð 1. sveit Vestmannaeyja með 650,8
kiló, en hana skipa eingöngu konur. í 3. sæti varð svo
3. sveit ísafjarðar, sem veiddi 547,6 kíló. Aðeins
veiddust tvær tegundir fisks, þorskur og lúða. Reynd-
ar veiddist aðeins ein lúða og vó hún 1 kíló og hana
dró Þórir Hálfdánarson.
Samtals voru veidd 2.799,9 kíló á fímm bátum og á
21 stöng.
Borgarráð samþykkir:
4,1 milljónar kr. fjárveiting
til sumarvinnu skólafólks
60 þúsund trjáplöntur gróðursettar í borgarlandinu í sumar
Engir hnökrar hafa enn komiö
upp á borö hjá ASÍ og VMSS
SAMNLNGAVTDRÆÐL'R Alþýðusambands íslands og Vinnumálasamband.'
samvinnufélaga héldu áfram í gærdag hjá sáttasemjara og að sögn Ásmundai
Stefánssonar, forseta ASÍ, ræddu menn saman í vinsemd og fóru yfir ýmis atriði
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær aukafjárveit-
ingu vegna sumarvinnu skólafólks, að upphæö 1,6 milljónir,
aö tiilögu atvinnumálanefndar, en á borgarráðsfundi nýlega
var ákveðin fjárveiting sem nemur 2,5 milljónum til þessa.
Samtals veröur því varið 4,1 milljón króna tii sumarvinnu
skólafólks af Reykjavíkurborg.
— Það var síðan ákveðið, að báðir
aðilar færu yfir málin, hvor um sig,
áður en haldið yrði áfram. Næsti
fundur hefur síðan verið boðaður á
mánudag klukkan 14.00, sagði Ás-
mundur Stefánsson.
Ásmundur Stefánsson sagði
ennfremur aðspurður, að engir
hnökrar hefðu komið upp í viðræð-
um aðila í gærdag og því yrði haldið
áfram á sömu braut eftir helgina.
1 samtali við Morgunblaðið
sagði Magnús L. Sveinsson, for-
maður atvinnumálanefndar
Reykjavíkurborgar, að með þess-
ari fjárveitingu yrði um 130 skóla-
nemum tryggð vinna í sumar.
Borgin hefði þá ráðið samtals
tæplega 740 nemendur til starfa á
sínum vegum í sumar.
„Aukafjárveitingin, sem ákveð-
in hefur verið, verður að mestu
varið til vinnu við skógrækt,"
sagði Magnús. Trjáplöntur verða
gróðursettar á eftirtöldum svæð-
um í borgarlandinu: í Elliðaár-
hólma, 15 þúsund plöntur, í
Breiðholtshverfi 10 þúsund plönt-
ur, í brekku við Breiðholtsbraut,
ofan Arnarbakka, 15 þúsund
plöntur, á svæði Fáks austan Ell-
iðaáa, 4 þúsund plöntur, og í
Hólmsheiði ofan golfvallar, 16
þúsund plöntur. Hér er samtals
um 60 þúsund plöntur að ræða.
„Ennfremur verður unnið að
ræktun í Breiðholti III, á svæði á
milli Austur- og Vesturbergs,
Norðurfells og Suðurhóla. Þetta
svæði var á áætlun ársins 1981, en
var frestað vegna fjárskorts,"
sagði Magnús L. Sveinsson.
*
Alagning fryst
og bundin?
Á FIINDI Verðlagsráðs i gærdag
lagði Þórir Einarsson, prófessor,
fulltrúi Hæstaréttar í ráðinu, fram
tillögu þess efnis, að álagning
byggingarmeistara yrði fryst og
bundin við ákveðna krónutölu í
kjölfar nýgerðra kjarasamninga
Meistarasambands byggingar-
manna og byggingarmanna.
Þórir Einarsson staðfesti í
samtali við Mbl., að hann hefði
lagt fram slíka tillögu. — Þetta
er mjög viðkvæmt mál, og mér
finnst sem fulltrúa almanna-
hagsmuna í Verðlagsráði eðlilegt
að það fái umræðu í ráðinu, sagði
Þórir Einarsson ennfremur, en
hann vildi ekki tjá sig um málið
að öðru leyti.
Efnahagssamningur viö Sovétmenn í utanríkismálanefnd:
Þingmenn óska skýringa
hjá viðskiptaráðuneytinu
„JÚ, ÞAÐ er rétt, að utanríkismálanefnd kom saman til fundar í morgun og
ræddi meðal annars áformin um að gera almennan efnahagssamvinnusamn-
ing við Sovétríkin," sagði Geir Hallgrímsson, formaður utanríkismálanefnd-
ar Alþingis, í gær. „Það var engin afstaða tekin til þessa samnings í nefnd-
inni en annar fundur hefur verið boðaður um málið á mánudag og er
ætlunin, að viðskiptaráðherra, Tómas Árnason, og Þórhaliur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, komi á þann fund og geri grein fyrir
Lánskjaravísitala hækkaði um 3,9% milli júní og júlí:
V erðbólguhraðinn
er nú tæplega 57%
SEDLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júlímánuð og
reyndist hún vera 373 stig. Hefur því hækkað um 3,9% úr 359 stigum frá
síðasta mánuði.
malimi."
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ræddi ríkisstjórnin
samninginn á fundi sínum síðast-
liðinn þriðjudag og ákvað fyrir
sitt levti, að hann yrði undirritað-
ur í næstu viku, þegar Manzhulo,
aðstoðarutanríkisviðskiptaráð-
herra Sovétríkjanna, kemur
hingað til lands. Þórhallur Ás-
geirsson, ráðuneytisstjóri, hefur
eindregið mælt með því, að þessi
samningur verði gerður við Sovét-
ríkin. Tómas Árnason, viðskipta-
ráðherra, var því upphaflega and-
vígur, að efnahagssamningurinn
yrði gerður en skipti síðan um
skoðun. Þegar samningsdrögin
voru send utanríkisráðuneytinu
neitaði Olafur Jóhannesson í
fyrstu að ljá þeim lið sitt, en mun
síðar hafa snúist hugur. Stein-
grímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir, að Sovétmenn
hafi ekki rætt þennan samning við
sig, þegar hann dvaldist í Moskvu
á dögunum, hins vegar hafi sov-
éski sjávarútvegsráðherrann tekið
því mjög vel, að framhald gæti
orðið á fisksölu héðan til Sovét-
ríkjanna.
Sovétmenn hafa um nokkurt
skeið óskað eftir því, að slíkur
samningur um efnahagssamvinnu
sé gerður. Hann snýst ekki um
verslunarviðskipti heldur um
efnahagssamvinnu milli fyrir-
tækja og stofnana í Sovétríkjun-
um og á íslandi. Telja Sovétmenn,
að slík efnahagssamvinna hafi
jákvæð áhrif á þróun viðskipta
milli Islands og Sovétríkjanna og
geti aukið fjölbreytni þeirra. Síð-
an 1953 hefur viðskipta- og
greiðslusamningur verið í gildi
milli landanna. Þessi nýi samn-
ingur hróflar ekki við samningn-
um frá 1953, enda allt annars eðlis
eða almennt um • efnahagssam-
vinnu.
Á einu ári, frá júlí 1981 til júlí í
ár, hefur lánskjaravísitala hækk-
að um 48,6%, úr 251 stigi í 373
stig.
Sé hækkun lánskjaravísitölunn-
ar milli mánaðanna júní og júlí,
eða 3,9%, framreiknuð næstu tólf
mánuði kemur út um 56,9% hækk-
un, sem má segja að sé verðbólgu-
hraðinn í dag.
Þess má geta, að framfærslu-
vísitala hækkaði á tímabilinu frá
maí 1981 til maí 1982 úr 3.559 stig-
um í 5.186 stig, eða um 45.72%.
Hins vegar hefur verðbótavísitala
hækkað á umræddu tímabili um
42,1%.