Morgunblaðið - 08.07.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÍJLÍ1982
Hrímnir
B-flokki
Frá \ aldimar Kri.stinH.syni,
blaðamanni Mbl. á Vindheimamelum.
SEINNIPARTINN í gær
lauk dómum í B-flokki gæð-
inga og voru úrslit kunn í
gærkvöldi. Hæstu einkunn
ísafjarðardjúp:
Lýsa vanþókn-
un á seladrápi
Boln í MjóaHrði, 7. júlí.
BÆNDUR hér margir lýsa vanþóknun
sinni á Kelaeyðingu eins og hún er i
reynd. Sporthátaeigendur og fleiri
skjóta seli um allt I)júp og jafnvel á
friðlýstum svæðum, svo sem á Horn-
strondum og eru mikil hrögð að því að
hræjum sé kastaö í sjó og reki á fjörur
við Djúp, jafnvel i sellátur bænda. Til
er dæmi um urtu sem fannst dauð af
skotsári í fjöru, þar sem kópur lá viö
hlið hennar og var að reyna að sjúga.
I'að er spurning hvort okkar fátæka
arnarstofni stafi ekki stórhætta af,
vegna spika og hrækju úr hræjunum.
Ágúst
efstur í
gæðinga
hlaut Hrímnir frá Hrafnagili
8,86 stig.
Á sunnudag fara tíu efstu
hestarnir í endurröðun, en
þeir eru auk Hrímnis: Væng-
ur frá Kirkjubæ með 8,76,
Skarði frá Skörðugili með
8,67, Goði frá Ey með 8,62,
Fylkir frá Ytra-Dalsgerði
með 8,53, Bliki frá Hösk-
uldsstöðum með 8,49, Frí-
mann frá Súlunesi með 8,43,
Haki frá Kirkjubæ með 8,43,
Ófeigur frá Skorrastað með
8,40 og Safír frá Stokkhólma
með 8,40.
Keppnin var jöfn og
skemmtileg, þrátt fyrir það
að búist var við að tveir efstu
hestarnir, Hrímnir og Væng-
ur, hlytu hæstu einkunnir.
Síðla í gærkvöldi var dómum
á stóðhestum ólokið, en allt
útlit fyrir að dómstörf stæðu
fram yfir miðnætti.
Vængur frá Kirkjubæ varð í öðru sæti í flokki klárhesta með tölti og hlaut hann einkunnina 8,67. Meðfylgjandi mynd
er af klárnum og eiganda hans, Jóhanni Friðrikssyni. Ljósm. Mbi. vk.
Kreditkort hf., Útvegsbankinn og Verzlunarbankinn:
Verkamannafélagið Hlíf:
Stofna sameignarfélag
Álítur kjarasamn- um Eurocard-greiðslukort
ingana léttvæga
NÚ er lokið kosningu félagsfundar í
flestum aðildarfelögum innan ASI um
nýgerða kjarasamninga. Víðast hefur
þátttakan verið dræm, en þó hafa öll
félögin, sem atkvæði hafa greitt um
samningana, samþykkt þá utan Félag
leiðsögumanna, sem felldi þá. I'á hef-
ur eitt aðildarfélaganna, verkamanna-
félagið Hlíf í Hafnarfirði, samþykkt
ályktun um samningana.
Meðal stærstu félaganna, sem
samþykkt hafa samningana, má
nefna Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur, en þar voru þeir sam-
þykktir með 95 atkvæðum gegn 5 og
um 30 sátu hjá. Verkakvennafélagið
Framsókn samþykkti samningana
einróma, en fundarmenn voru um
90. Verkakvennafélagið Framtíðin
samþykkti samningana með 44 at-
kvæðum gegn 9. í Félagi járniðnað-
armanna fór atkvæðagreiðslan
þannig að fylgjandi voru 31, á móti 8
og 47 sátu hjá. Verkamannafélagið
Hlíf í Hafnarfirði samþykkti samn-
ingana með 17 atkvæðum gegn 12 og
sátu nokkrir hjá. Þá samþykkti
fundurinn ályktun um samningana,
sem samþykkt var einróma og fer
hér síðar í fréttinni. A Akureyri
samþykktu verzlunarmenn samn-
ingana samhljóða og í verkalýðsfé-
laginu Einingu voru samningarnir
samþykktir með 112 atkvæðum gegn
20, 14 atkvæðaseðlar voru auðir eða
ógildir. Þá hefur félagsfundur í Fé-
lagi blikksmiða ákveðið að fresta af-
greiðslu samninganna vegna lélegr-
ar mætingar á siðasta fundi. Áður
hefur verið sagt frá félagsfundum í
Dagsbrún og Iðju.
Hér fer á eftir ályktun verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnar-
firði:
„Fundur haldinn í verkamannafé-
laginu Hlíf 5. júli 1982 lýsir undrun
sinni á því hættulega fordæmi
samninganefndar ASI, að sam-
þykkja skerðingu á vísitölu eins og
gert er í nýgerðum kjarasamning-
um, sem undirritaðir voru 30. júní
síðastliðinn. Með þessum furðulegu
vinnubrögðum er einu helzta bar-
áttu- og hagsmunamáli láglauna-
fólks kastað fyrir róða. Að öðru leyti
álítur fundurinn samninginn létt-
vægan, en þó spor í rétta átt og tel-
ur, að miðað við tíma og aðstæður
verði það af illri nauðsyn gert að
samþykkja hann. Þó með því fororði
að verkalýðshreyfingin taki á ný
upp skelegga baráttu fyrir óskertri
kaupgjaldsvísitölu."
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS og Verzlunarbanki íslands hafa undanfarið átt
viðræður við eigendur Kreditkorts hf. um hugsanlegt samstarf þessara aðila
um EUROCARD-kreditkortaþjónustu og hafa þessar viðræður nú leitt til
þess, að samkomulag hefur nú tekizt og var ákveðið, að þessir þrír aðilar
stofnuðu nýtt fyrirtæki í því skyni, undir nafninu Kreditkort sf.
Tilgangur þessarar samvinnu er tæki, sem taka á móti kredit-
að stuðla að frekari útbreiðslu
EUROCARD-kreditkortsins jafnt
innanlands sem utan. Leyfi til út-
gáfu EUROCARDS til notkunar
erlendis, er háð samþykki gjald-
eyriseftirlits Seðlabanka íslands
og fer eftir reglum þar um.
Þeir einstaklingar og fyrirtæki,
sem fá leyfi gjaldeyriseftirlitsins
til notkunar á
EUROCARD-kreditkorti erlendis
þurfa aðeins eitt kort, sem þeir
nota jöfnum höndum heima og
erlendis. Samkvæmt skýrslum
EUROCARD International eru
um eða yfir 3,6 milljónir þónustu-
og verzlunarfyrirtæki í heiminum,
sem taka við EUROCARD-kredit-
kortinu til greiðslu á vörum og
þjónustu og er það því eitt út-
breiddasta kort sinnar tegundar í
heiminum í dag.
Hér á landi hefur EURO-
CARD-kreditkortaþjónustan verið
fyrir hendi í rúmlega tvö ár. Nýj-
ung þessari hefur verið vel tekið
hérlendis og er fjöldi viðskipta-
manna um 1200 en þjónustufyrir-
sem taka a
kortum liðlega 300 talsins.
Hið nýja fyrirtæki Kreditkort
sf. hefur nú umboð fyrir EURO-
CARD International, sem er ein-
hver stærsta kreditkortasam-
steypa í heimi, þegar með eru tal-
in MASTERCARD i Bandaríkjun-
um, ACESS í Bretlandi, sem er
eitt og sama kortið.
Öllum undirbúningi er nú að
ljúka og gert ráð fyrir, að hægt
verði að afgreiða fyrstu kortin í
lok þessa mánaðar.
Félag leiðsögumanna felldi kjarasamninga ÁSÍ:
Gerði samkomulag
við ferðaskrifstofur
Hárskera- og hárgreiðslusveinar sömdu í gær
FÉLAG leiðsögumanna gerði í gær
sérkjarasamkomulag við ferða-
skrifstofueigendur eftir að hafa fellt
heildarkjarasamningana samhljóða
á fundi sínum siðastliðið mánu-
dagskvöld. Einnig gerðu hárskera-
og hárgreiðslusveinar samning við
vinnuveitendur í gær.
Ástæða þess að samningar leið-
sögumanna voru felldir var sú, að
leiðsögumenn töldu sig ekki hljóta
Spænska sjónvarpið tók upp tón-
leika Pólýfónkórsins í Sevilla
Frá Arnaldi IndriAasyni, bladamanni
Morgunblaúsins á Spáni, 6. júlí.
„ÉG er afar glaður og þakklátur
yflr sigursælum endi þessa hljóm-
leikaferðalags. Það er stórkostlegt
að hafa fengið húsfylli á öllum þess-
um flmm tónleikum, sem við höfum
haldið. Tónlistin hefur verið flutt af
mikilli gleði og innlifun og hver
konsert hefur verið tilhlökkunar-
efni fyrir okkur,“ sagði Ingólfur
Guðbrandsson, stjórnandi Pólý-
fónkórsins, í samtali við Morgun-
blaðið cftir mjög vel heppnaða loka-
tónleika Pólýfónkórsins í Sevilla á
Spáni i kvöld.
Með tónleikunum í Sevilla lauk
fimm daga söngferðalagi kórsins
og hljómsveitar um Spán, þar
sem haldnir voru jafnmargir
tónleikar, ávallt fyrir fullu húsi.
Spænska sjónvarpið tók upp
þessa tónleika í Sevilla, sem
haldnir voru í Kirkju Frelsarans,
gullfallegri og risastórri 18. aldar
barokk-kirkju. Hún rúmar um
1.000 manns í sæti og var hvert
sæti skipað og ríflega það. Að
tónleikunum loknum voru Ingólf-
ur, kórinn, hljómsveit, einleikar-
ar og einsöngvarar hylltir með
dynjandi lófataki og voru Ingólfi
og Nancy Argenta afhentir
blómvendir að hljómleikunum
loknum.
Aðaltónlistargagnrýnandi
stærsta dagblaðsins í Sevilla
sagði í samtali við Mbl., að hér
hefði verið um að ræða einhvern
mesta tónlistarviðburð í borginni
það sem af væri árinu. „Það er
synd fyrir heimminn," sagði
hann, „að kórinn skuli ekki fara
víðar, sérstaklega með verk Jóns
Leifs, Eddu-óratóíuna.“ Hann
hældi einsöngvurunum, Kristni
Sigmundssyni og Jóni Þorsteins-
syni og sérstaklega Nancy Arg-
enta, kanadíska einsöngvaranum.
Tónlistargagnrýnandi blaðsins
Sur, stærsta blaðs í Malaga, sagði
meðal annars í blaði sínu eftir að
hafa hlýtt á tónleika Pólýfón-
kórsins og hljómsveitar í Malaga:
„Kammerhljómsveitin var mjög
samstillt og hinn stóri kór var vel
æfður og agaður. Einleikarinn,
María Ingólfsdóttir, stjórnaði
konsert Bachs mjög vel og var
leikur hennar á fiðluna hreint út
sagt stórkostlegur og hafði hún
fullkomið vald á hljóðfærinu. í
óratóríu Jóns Leifs voru ein-
söngvararnir Kristinn Sigmunds-
son og Jón Þorsteinsson mjög
góðir. Það, sem var athyglisverð-
ast og stórkostlegast á efnis-
skránni, var Gloría F. Doulencs
og var söngur kanadíska ein-
söngvarans, Nancy Argenta, óað-
finnanlegur og var flutningur
verksins í heild sinni mjög góður.
Verkin voru flutt undir öruggri
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar,
sem ásamt kór og hljómsveit, ein-
leikurum og einsöngvurum var
klappað mikið lof í lófa af hinum
stóra áheyrendahópi."
Blaðið Granada, sem gefið er út
í samnefndri borg, sagði eftir
tónleika kórsins þar: „Það voru
svolítið sérstakir tónleikar, sem
Pólýfónkórinn og hljómsveit
fluttu í dómkirkjunni í Granada
undir stjórn Ingólfs Guðbrands-
sonar, en konsertmeistari var
Rut Ingólfsdóttir. Allur flutning-
ur efnisskrárinnar var stórkost-
legur og kom það á óvart hve vel
og örugglega verkin voru flutt.
Án erfiðleika fyllti kórinn þessa
stóru kirkju með söng sínum,
þannig að það var sama hvar fólk
sat, alls staðar heyrðist tónlistin
jafn vel.“
Kórinn og hljómsveitin koma
heim á fimmtudag, en einhverjir
mun þó verða eftir hér á Spáni og
njóta lífsins.
sömu kjarabætur samkvæmt þeim
og aðrir viðmiðunarlaunþegar.
Með samkomulaginu, sem gert var
í gær, telja þeir sig hins vegar
hafa náð viðunandi árangri.
Kristbjörg Þórhallsdóttir, sem
sæti á launanefnd Félags leiðsögu-
manna, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að ekki hefði verið
um annað að ræða en að fella
samningana vegna almennrar
óánægju félagsmanna. Með því
móti hefði verið hægt að fá frekari
viðræður. Með þessu móti hefði sú
lausn fengizt sem félagsmenn
mættu betur við una. Það væri
erfitt fyrir félag, sem aðeins ynni
hluta ársins og félagar væru allir
lausráðnir að standa í heildar-
samningum. Þá bæri að geta þess
að leiðsögumenn hefðu verið að
semja til tveggja vertíða, eða í
raun 24 mánaða og það hefði haft
mikið að segja í þessu samkomu-
lagi. Hún sagði að ekki hefði verið
gerður samanburður á launa-
hækkunum á samkomulaginu við
ferðaskrifstofurnar og heildar-
kjarasamningi ASÍ. Vegna sér-
stöðu félagsmanna væri það ekki
mögulegt.
Samkomulagið verður lagt fyrir
félagsfund á næstu dögum.
Blaðamenn fjalla
um samninga
ALMENNUR félagsfundur verður í
Blaðamannafélagi íslands á morg-
un, fostudag, klukkan 12.00 að Síðu-
múla 23.
Á fundinum verður fjallað um
nýgerða kjarasamninga blaða-
manna og útgefenda og greidd at-
kvæði um þá.