Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 3 Ekkert til skipt- anna úr ríkissjóði — segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um hugmyndina um að ríkissjóður ieysi vanda útgerðarinnar „ÉG TEL aö góð afkoma ríkissjóös á fyrri hluta ársins feli ekki í sér að þaö sé eitthvað mikiö afgangs sem hægt sé aö skipta,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. bar undir hann þá hugmynd, sem m.a. hefur komið fram hjá nefnd, sem falið var að gera úttekt á vanda útgerðarinnar, og sjávarútvegsráð- herra hefur tekið undir sem leið til lausnar. Hugmynd þessi er sú, að gengið verði í ríkissjóð til að koma út- gerðinni á réttan kjöl. Rætt hefur verið um upphæðina 200—300 milljónir króna, en aðspurður um hver raunverulega upphæðin væri sem ætlunin væri að taka úr ríkis- sjóði, ef sú leið yrði fyrir valinu, sagði fjármálaráðherra hana vera nær 300 milljónum króna. Ríkisstjórnin ræddi efnahags- vandann og vanda útgerðarinnar á fundi sínum í fyrradag. Sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, var fjarverandi. Að- spurður sagði Ragnar, að fjallað hefði verið almennt um málið, en engar stórákvarðanir teknar, eins og hann orðaði það. Efnahagsnefnd ríkisstjórnar- innar hefur ekki skilað af sér, en hún hefur með höndum úttekt efnahagsmálanna í heild og þar með niðurstöður starfsnefndar- innar um stöðu útgerðarinnar. Þá er henni og falið að koma með til- lögur til lausnar. Formaður nefnd- arinnar er Þórður Friðjónsson. Gerðahreppur: Ellert Eiríksson ráð- inn sveitarstjóri (iardi, 7. júlí. ELLERT Eiríksson, bæjar- verkstjóri í Keflavík, var í dag ráðinn sveitarstjóri í Gerðahreppi næsta kjörtímabil. Ellert er 44 ára gamall og hefur starfað nær óslitið hjá Keflavíkurbæ í 22 ár, en um tíma var hann í námi í vega- og gatnagerð í Bandaríkjunum. Ellert er kvæntur Birnu Jó- hannesdóttur og eiga þau þrjú börn. Ellert mun hefja störf hjá Gerðahreppi á næstunni. —Arnór Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: BHM hlýtur að taka mið af BSRB-samningum „ÉG HEF ekkert um þetta að segja að svo stöddu. Við erum byrjaðir á undirbúningi kjarasamninga við BSRB, og um málefni BHM er heldur ekkert að segja á þessu stigi. Niðurstaðan i sambandi við BHM hlýtur að taka nokkurt mið af BSRB-samningunum,“ sagði Ragn- ar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann álits á kröfugerð BSRB og ósk BHM um endurskoð- un sinna samninga. Um stöðu mála hvað varðar BSRB sagði Ragnar: „Þegar samningum var sagt upp frá 1. maí þá buðum við að sett yrði nefnd sem hefði tvo starfsmenn, einn tilnefndan af hvorum aðila. Þessi nefnd ásamt starfsmönnum á að gera eins ítarlega saman- burðarathugun og hægt er að framkvæma áður en samningur- inn rennur út 1. ágúst. Þessi nefnd hefur verið skipuð og starfsmenn ráðnir og það er nú 2 millj. kr. sala Breka í Hull verið að vinna að þessum málum af kappi. Jafnframt höfum við byrjað á viðræðum um sérkjara- samninga, þó að þær viðræður séu enn skammt á veg komnar. Og ég hef ekkert frekar um þetta að segja. Um málefni BHM er heldur ekkert að segja á þessu stigi málsins því auðvitað hlýtur niðurstaðan í sambandi við BHM að taka nokkuð mið af því hvað gerist í samningum BSRB, en við höfum verið með þeirra mál í at- hugun og viðræður hafa átt sér stað bæði við fulltrúa úr launa- málaráði BHM og við einstök að- ildarfélög í nokkrum tilvikum. Það er nákvæmlega ekkert af þessu að frétta á þessu stigi." Ragnar sagði í lokin, að ekki hefðu farið fram neinir formlegir samningafundir við fulltrúa BSRB, en hann sagðist hafa rætt óformlega við forystumenn bandalagsins. Hvað varðaði BHM væri ekkert komið í gang hvað varðaði viðræður. Ráðherrann vildi ekki tjá sig um framkomnar kröfur. SKUTTOGARINN Breki, frá Vestmannaeyjum, seldi 203,5 tonn af fiski í Hull í gærmorgun fyrir 1.946,200 þúsund krónur og var meðalverð á kíló krónur 9,56. Helmingur af afla Breka var þorskur, þá var einnig mikið af ýsu í aflanum. Sæmilegasta verð fékkst fyrir þorskinn, en verð á ýsunni var frekar lágt. JNNLENTV Stefán frá Möðrudal hefur skemmt gestum og gangandi i miðbæ Reykjavikur undanfarna daga með því að þenja nikku sína með hnykk á hápunktum, en listamaðurinn kvaðst gera þetta til þess að ganga í lið með góða veðrinu sem hefur vermt mannlífsstemmninguna. Stefán setur hvarvetna svip á þar sem hann fer um í lífsgleði sinni Og einlægni. Ljosmynd Mbl. KmilU og umboðsmenn um land allt V v' ;y s N. m z? cd (’esar — Akureyri. Eplið — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum. Fataval — Keflayík, Hwrnabær — Hornafiröi, Álfhóll — Siglufírði, Óðinn — Akra- nesi, Rara — Húsavtk, Bakhúsið — Hafnarfirði, Austurbær — Reyðarfirói, Kaupfél. Rangæinga Hvolsveili, Sparta — Sauóárkróki, Skógar — Eg- ilsstöðum, Ístjjörnínn — Borgarnesi, Lea — Ólafs- vík, Lindin — Selfossi, Falema — VopnaTirði, Patr- óna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Bjóðsbær — Seyðisfirði, l»órshamar — Stykkishólmi, Inga Helltssandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.