Morgunblaðið - 08.07.1982, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
Jón Sveinsson, útgerðarmaður Höfn:
Hringnótin drepur hvern
stofninn á eftir öðrum
„ÉG ER algjörlega á móti því að öll
aukning á heildarsíldveiðikvótan-
um skuli koma í hlut hringnótar-
báta og kvóti reknetabáta jafn-
framt lækkaður um 4.000 lestir. Ég
tel síldveiðar í nót stórhættulegt
fyrirtæki, nótin drepur jafnt stóra
síld sem smáa og er stórhættuleg
fyrir stofninn," sagði Jón Sveins-
son, útgerðarmaður á Höfn, er
Morgunblaðið innti hann álits á
fyrirkomulagi síldveiða í haust.
Jón sagði ennfremur, að það
væri ljóst að miklum hluta þess,
sem kæmi í hringnótina, væri
hent. Það væri tekið sýni af því,
sem í henni væri þegar búið væri
að þurrka af aflanum og væru
menn óánægðir með stærðar-
flokkun, væri aflanum einfald-
lega hent. HJutur síldar undir 27
sentimetrum mætti ekki vera
meiri en 10%. Það hefði sýnt sig í
Berufirðinum í fyrra, að hann
hefði verið fullur af dauðri síld
eftir að hringnótarbátarnir hefðu
verið búnir að vera þar í nokkra
daga. Vegna þessa væru Horn-
firðingar ekki sáttir við afla-
skiptin. Fiskifræðingar hefðu lýst
því yfir að reknet hefðu aldrei
drepið neinn stofn, það væri al-
veg öruggt mál, en nótaskipin
hefðu hins vegar drepið marga.
Það væri hins vegar annað mál að
líklega yrði aldrei komið í veg
fyrir að eitthvað yrði veitt í nót.
Þá sagði Jón, að það væri
vandamái með hvað gera ætti við
öll þessi hringnótarskip eftir að
þau væru búin að drepa alla loðn-
una, en það væri líka vandamál
hvort ætti að leyfa þeim að drepa
hvern stofninn á eftir öðrum.
„Við erum ekkert hressir með að
það skuli gerast." Hann gæti ekki
séð það að 450 lestir annað hvert
ár hjálpuðu nokkuð upp á vanda
nótabátanna. Þá væri það ekki
t-ryg&t að reknetabátar fengju 450
lestir eins og leyfilegt hámark
væri. Færu 60 bátar á reknet eins
og búast mætti við, kæmu ekki
nema um 230 lestir í hlut hvers.
„Eg veit ekki hvaðan þessi
hugmynd er kom:n. Ég sat fund
með þessum hagsmunaðilum
sjávarútvegsins í vor og þar vildu
reknetamenn ekki skipta þessu
niður á annað hvert ár og þeir
vildu ekki láta breyta þessu frá
því sem verið hefði og setja þak á
aflann. Einu breytingarnar, sem
menn vildu gera á þessu, var að
byrja seinna og það verður líka
gert, eða þann 15. september,"
sagði Jón.
Það væri því ekki til bóta að
vera að hafa þetta þak og grunn-
tónninn í þessum breytingum
hefði verið sá aó lækka mætti
síldarverðið með því. Hann gæti
ekki séð, að sá grunntónn hefði
náðst fram með þessum aðgerð-
um. Yrði þessu skipt jafnt kæmu
aðeins 230 lestir í hlut hvers og
það væri vafasamt að það borgaði
sig að fara af stað á það, það væri
ekki neitt. Það lækkaði að
minnsta kosti ekki verðið á síld-
inni. Þessar breytingar kæmu því
að hans mati engum til góða.
Hann hefði viljað hafa sömu afla-
skiptingu milli reknetabáta og
nótabáta og hafa veiðina í rek-
netin frjálsa. Hins vegar væri
kvóti á nótaveiðarnar nauðsyn-
legur vegna þess hve stórtækt
veiðarfæri nótin væri.
Ársæll Guðjónsson:
Hringnótin drepur
meira en kemur á land
„ÞAÐ er ekki hægt að neita því,
að mjög mikil óánægja er meðal
Hornfirðinga vegna fyrirkomu-
lagsins, sem verður á síldveiðun-
um í haust. Menn eru óánægðir
með það hve mikið kemur í hlut
hringnótaveiðiskipa, því það er
nokkuð Ijóst að hringnótin drepur
meira en kemur á land,“ sagði
Arsæll Guðjónsson, stjórnarfor-
maður söltunarstöðvar Fiski-
mjölsverksmiðju Hornarfjarðar
hf„ í samtali við Morgunblaðið.
Ársæll sagði ennfremur, að
allt öðru máli gegndi um rek-
netin, því smásíldin slyppi í
gegnum þau. Nótin dræpi hins
vegar allt sem í hana kæmi og
stofninn þyldi það hreinlega
ekki. Ef menn væru ekki
ánægðir með það, sem í hring-
nótina kæmi, væri því bara
sleppt meira og minna dauðu.
Því væru menn óhressir með að
kvóti hringnótabáta hefði verið
aukinn á kostnað reknetabáta.
Menn sæju ekki réttlæti þess,
að nú fengju reknetabátarnir
aðeins 14.000 lestir en hring-
nótabátarnir um 35.000 lestir.
Það virðist sem með þessu sé
verið að reyna að bjarga hring-
nótabátunum, en menn sæju
ekki að 450 lestir annað hvert ár
gerðu einhvern mun fyrir þá,
þetta gerði ekki neitt.
Þá væri einnig sama þak á
afla reknetaveiðibáta, þeir
mættu ekki veiða meira en 450
lestir, en ef 60 bátar stunduðu
veiðarnar eins og var í fyrra
kæmu aðeins rúmar 230 lestir í
hlut hvers, ef jafnt yrði skipt á
milli báta. Það væru menn mjög
óánægðir með. Vegna þessa
væri einnig hætta á því að
menn kepptust við að ná sem
mestu sem fyrst og væri síldin
þá enn út af Áustfjörðum, kæmi
lítið til vinnslu á Höfn. Menn
væru þá mjög illa settir, því
mjög mikið hefði verið lagt í
uppbyggingu söltunarstöðvar-
innar. Ekki hefði enn verið tal-
að um að hafa móðurskip á mið-
unum til að taka afla af bátum
þar og flytja hann til Hafnar.
Síldin væri viðkvæmt hráefni
og vafasamt væri að skipa
henni á milli skipa. Menn vissu
auðvitað ekki hvar síldin héldi
sig á hverjum tíma. Það hefði
verið mikil síld á miðunum við
Hornafjörð í vor og fram eftir
sumri. Svo yrðu menn bara að
bíða og vona og eitthvað yrðu
skipin að gera við aflann hæpið
væri að söltunarstöðvar á Aust-
fjörðum gætu tekið við öllum
aflanum.
Friðrik Ólafsson um lausn Korchnoi-málsins:
Anægjuefni að loks
skuli séð fyrir
endann á málinu
„ÞAÐ ER mikið ánægjuefni að
loks skuii séð fyrir endann á
þessu máli,“ sagði Friðrik Ólafs-
son, formaður FIDE, í samtali við
Morgunblaðið, en hann var spurð-
ur um lausn á máli Korchnoi-fjöl-
skyldunnar, en Bella og Igor
Korchnoi eru nýlega komin til
Sviss frá Sovétríkjunum.
Bifreiðin
BIFREIÐIN, sem stolið var úr bíl-
skúr sambyggðum verzluninni
Hljómveri á Akureyri, fannst í sjón-
um út af Sverrisbryggju austan á
Oddeyrartanga í fyrrakvöld. Bifreið-
inni var stolið aðfaranótt laugar-
dagsins. Brotist var inn í Hljómver
og hljómflutningstækjum stolið.
„Þetta kemur í sjálfu sér ekki
á óvart og þetta var sú niður-
staða sem beðið var eftir. Maður
getur aldrei verið viss um svona
hluti, það eru vafaatriði í öllu
samkomulagi, svo endanlega
getur maður ekki sagt um hlut-
ina fyrr en þeir hafa gerst. Því
er ekki að leyna að þegar þetta
fundin
Þjófurinn halði þýfið á brott með sér
í bifreiðinni, ók henni i gegnum bil-
skúrshurðina og á brott.
Þýfið var ekki í bifreiðinni og er
þjófurinn ófundinn. Lögreglan á Ak-
ureyri biður alla þá sem kunna að
geta veitt upplýsingar um málið, að
hafa samband við sig.
Erum mjög ham-
ingju söm yfir að
vera saman á ný
— sagði Bella Kortsnoj
mál er úr sögunni þá er manni
efst í huga að snúa sér af fullum
krafti að þeim viðfangsefnum
sem beðið hafa úrlausnar vegna
þessa máls. í þetta hefur farið
mikill tími og það hefur staðið
starfseminni nokkuð fyrir þrif-
um og eytt meiri krafti og orku
en æskilegt var. En nú er bara
að fara að fást við næstu vanda-
mál sem upp korna," sagði Frið-
rik Ólafsson.
„ÉG ER mjög hamingjusöm og
eiginmaður minn líka yfir þvi að
við erum nú saman á ný,“ sagði
Bella Korchnoi í samtali við Morg-
unblaðið í gær, en hún og Igor
sonur þeirra komu til Sviss frá
Sovétríkjunum sl. sunnudag, en
þar hafa þau beðið árum saman
eftir brottfararleyfi frá Sovétríkj-
unum, til að geta flust til Viktors
Korchnoi, en hann býr nú í Sviss.
Bella Korchnoi kvaðst ekki
vilja ræða framtíðaráform fjöl-
skyldunnar á þessu stigi máls-
ins, það yrði að bíða. „Allir eru
ánægðir og fjölskyldan býr hjá
mér núna,“ sagði dr. Brobeck,
lögfræðingur Viktors Korchnoi,
í samtali við Morgunblaðið.
Dr. Brobeck var spurður hvað
fjölskyldan hygðist fyrir, hvort
þau hefðu í hyggju að flytjast til
Bandaríkjanna, eins og sagt
hefði verið. Hann svaraði: „Þau
eru nú að ræða framtíðaráform
sín, en ég veit ekki hvað þau
ætla að gera. Þau vita ekki enn
hvað þau munu gera í þeim efn-
um,“ sagði dr. Brobeck.