Morgunblaðið - 08.07.1982, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
0
Þl’ Al'GLYSIR L'M ALLT
LA.ND ÞEGAR Þl AL'G-
LYSIR I MORGI NRLADIM
Jóhann Óli Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Securitas sf.:
„Opið bréf ‘ til Þor-
björns Broddasonar
Opið bréf til Dorbjörns Brodda-
sonar v/ ummæla hans á fundi borg-
arstjórnar þ. 1. júlí sl. og birt í Morg-
unblaöinu 4. júlí sl.
Þorbjörn, það ætti engan að
skaða þó hann eigi ekki alltaf
skoðanir með öðrum. Það eru þó
takmörk sett fyrir því hve lágt
menn leggjast í viðleitni sinni til
að gefa orðum sínum og skoðunum
gildi. Orðbragð þitt og staðlausar
athugasemdir eru jafnvel ekki þér
sæmandi.
Það er ljóst að andúð þín á
Securitas er í engu sprottin af fag-
legum og málefnalegum grunni.
Heldur af hugmyndafræðilegum
kreddum sem eiga misvei við í
vafstri hins daglega lífs. Það er
þyrnir í augum þínum að fyrir-
tæki á borð við Securitas vaxi og
dafni, ekki út frá samfélagslegum
forsendum sem væri skiljanlegt,
heldur rekstrarlegum. En hvað
veldur því að fyrirtækið dafnar?
Það skildi þó aldrei vera þörfin?
Hér hefur þú gert afleiðingu að
orsök, í stað öfugt. Securitas er
afleiðing aukinna glæpa en ekki
orsök. Það læknar því lítið að ráð-
ast á Securitas, þegar þú vilt
fækka afbrotum. Þau eiga sér aðr-
ar og flóknari ástæður sem liggja
nærri þínu sérsviði en svo að
skýra, að þú þurfir að haga þér
eins og ráðaleysiskjáni. Af hverju
hafið þið sérmenntuðu þjóðfélags-
fræðingar ekki lausnir tiltækar
þegar þið mótmælið öðrum? Er
það kannski svo að þú vitir bara
hverju skal mótmæla en ekki hvað
skal gera til úrbóta.
Allir menn hljóta að vilja búa í
friði og ró, óhræddir um sjálfa sig,
sína og sitt. Það þýðir þó engan
veginn að menn skuii loka augun-
um fyrir staðreyndum þessa þjóð-
félags sem á flestum sviðum tekur
á sig mynd stórborgarbrags með
kostum hans og göllum. Við getum
ekki bæði sleppt og haldið. Afleið-
ing þjóðfélagsþróunar síðustu ára
bæði hérlendis og erlendis hefur
leitt til aukinna og grófari glæpa á
öllum sviðum. Slíkt kallar á við-
brögð. Bæði samfélagsleg viðbrögð
og viðbrögð einstaklingsins sem
telur sig þurfa að bregðast við
sjálfstætt. Það er deilt um söku-
dólginn, orsakavaldinn fyrir glæp-
unum og verða menn sjálfsagt
aldrei sammála um hann frekar
en allar þær leiðir til úrbóta sem
til boða standa og hafa þó flestar
verið reyndar. Securitas er einn
þessara valkosta. Síðan ræðst af
þeim sem þörfina hafa hvaða leið
er farin.
Ég fullvissa þig og aðra þá sem
eru þér sama sinnis, að í hvívetna
er þess gætt að rekstur og starfs-
aðferðir Securitas eru eins vand-
aðar og frekast er unnt. Dóms-
málaráðuneyti hefur gefið út skjal
sem staðfestir þessi orð, enda
fyrirtækið m.a. grundvallað á
kröfum sem ráðuneytið, trygg-
ingarfélög o.fl. gera til þessa
rekstrarsviðs. Ég hef lagt á það
áherslu, að samin verði reglugerð
um rekstur sem þennan svo ekki
spretti upp ævintýramenn sem
með óvönduðum vinnubrögðum
spilli vandaðri öryggisgæslu í nú-
tíð og framtíð. Fyrirtæki eins og
Securitas eiga að vera háð leyfis-
veitingum þess opinbera. Því mið-
ur hafa viðbrögð ekki orðið eins
hröð eins og þau eru brýn.
Ég get einnig fullvissað þig og
aðra um það að hundaeign Secur-
itas er einn hvolpur sem aldrei
hefur orðið það stálpaður að geta
verið varðhundur. Hann hefur
verið stóran hluta líftíma síns á
býli utan borgarmarkanna. Þessi
hvolpur hefur verið í almennri
hundaþjálfun síðustu mánuði.
Þegar hvolpurinn hefur verið á
svæðum Hafskips hefur það að-
eins verið til þjálfunar en aldrei
við gæslustörf.
Að lokum vil ég segja það eitt,
að ég tel mig engu hafa að bæta
við karp kynslóðanna um einka-
rekstur eða ríkisrekstur, það er
karp sem ég leiði algerlega hjá
mér. Lífið snýst ekki um kreddur
eða óskhyggjur heldur blákaldar
staðreyndir.
Og mundu að ekki eru allir
djöflar þó þeir séu málaðir á vegg-
inn.
Með kveðju,
Jóhann Oli Guömundsson.
„Sumargleöin '82“
— nýtt skemmtirit
NÝLEGA kom á markaðinn 1. tbl.
nýs skemmtirits, sem heitir „Sumar-
gíeðin ’82“.
í þessu 1. tbl. spjallar Jens Kr.
Guð m.a. við liðsmenn rokkhljóm-
sveitarinnar Bodies. Þar eru rifjuð
upp atvik frá upphafsárum ís-
lensku nýbylgjunnar og staða
poppsins er reifuð.
Þá eru í blaðinu margvíslegar
þrautir: Krossgátur, heilabrot og
leikir, auk brandara, smásögu
o.m.fl.
„Sumargleðin ’82“ fæst á flest-
um blaðsölustöðum. Útgefandi er
Ó.P.-útgáfan.
adglYsingasíminn er,-
22480
JknvmbliM)
Rúmiö þitt
r\ri i r*ti iHir t/ri imi
Rúmið þitt, sængin og koddinn eru illflytjanleg á ferðalögum. Samt getur
farið bráðvel um þig. Keyptu þér Gefjunar svefnpoka, með eða án kodda.
Innra byrðið er bómull svipuð og í sængurverinu þínu heima. Ytra byrðið
er sterkt polyesterefni. Fylling er DACRON HOLLOFIL Hollofil þræðirnir
eru stuttir, krumpaðir, holir og fisléttir. Milli ytra og innra byrðis er því mestmegnis loft, það
ágæta einangrunarefni. Hollofil er lyktarlaust, ofnæmisprófað og auðhreinsað.
Þér líður vel ( Gefjunar svefnpoka, næstum
eins og heima í rúmi. Það eina sem gæti
vantað er bangsinn.
TÓMSTUNDAHÚSIÐ
Laugavegi
STÓRMARKAÐURINN
GEFJUNAR (hollofil)
SVEFNPOKAR:
jG.efjunar
SVEFNPOKl
SPORT Laugavegi
SPORTVAL Laugavegi
ÚTILÍF Glæsibæ
TORGIÐ Austurstræti
DÓMUS Laugavegi
Skemmuvegi
og Kaupfélögin um land allt
Y 11
Oo