Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
Selastofninn við Island:
Miskunnarlaus skotgleði veldur
stórskaða í umhverfi landsins
eftir Matthías
Bjarnason, alþm.
Hvada ástæður liggja að baki því
áliti flfstra manna, sem gerzt þekkja
til, að selastofninn við ísland sé orð-
inn of stór?
Ástæðurnar eru einkum tvær. I»að
er talið, að selurinn taki i vaxandi
mæli aukna hlutdeild í sjávarafla í
samkeppninni við manninn. í öðru
lagi eru selir gróðrarstía fyrir fjölda
ólíkra sníkjudýra, en algengasta
sníkjudýrið, sem dregur stærstan
dilk á eftir sér, er hringormurinn,
sem er mjög áberandi, einkum í
holdi þorska. I'essi hringormur veld-
ur okkur íslendingum stórskaða,
bæði að vinnan er gifurleg við að
hreinsa hann úr þorski við fisk-
vinnslu, og oft getur hann valdið
stórskaða í sambandi við sölu á fiski
á erlendum mörkuðum.
Þessar tvær höfuðástæður eru
þess valdandi að mikið hefur verið
rætt og ritað um að stemma stigu
við vaxandi selastofni við ísland.
Á árinu 1939 áætlaði Bjarni
Sæmundsson, að stofnstærð ís-
lenzka landselsins væri um 12000
dýr. í skýrslu, sem ég fékk í hend-
ur fyrir u.þ.b. 5 árum frá Haf-
rannsóknastofnuninni, þá er reynt
að gera þar áætlun á sela-
stofninum og þá miðað við
ákveðnar forsendur og samkvæmt
því er talið, að ekki sé fjarri sanni
að reikna með, að landselsstofninn
sé um 40 þús. dýr og útselsstofn-
inn á milli 3 og 4 þús. dýr. Talið er,
að ætisþörf hvers sels sé um 5 kg.
upp úr sjó á dag og ef reiknað er
með einstaklingsfjölda beggja
þessara stofna, þá eru u.þ.b. 44
þús. dýr sem taka árlega um 133
þús. tonn sjávardýra. Sérfræð-
ingar ætla, að af þessum afla séu
líklega u.þ.b. 20—30 þús. tonn
þorskfiskar.
Þetta er æði stór og mikill
skammtur, á sama tíma og við lít-
um á, að þessi þjóð lifir fyrst og
fremst á fiskveiðum og fiskvinnslu
og margvíslegar takmarkanir
hafa verið settar sjómönnum
okkar við veiðar, þá er eðlilegt að
hugleitt sé, að á sama tíma aukist
ekki ætisþörf dýra, sem gefa í
minna mæli tekjur fyrir þjóðar-
búið og þar koma ýmsar ástæður
til, eins og mikið verðfall á skinn-
um. Hér er einnig um mikla vinnu
að ræða og þeir eru sífellt færri,
sem stunda selveiðar hér við land.
En þó þessar ástæður sé mikil-
vægar, þá er ekki síður ástæða til
að beita þeim aðferðum við að
halda selastofninum í skefjum,
sem eru mannúðlegar og valda
sem minnstum skaða öðrum dýr-
um og sömuleiðis valda ekki skaða
á umhverfinu.
Nefnd, sem verið hefur að rann-
saka þessi mál gaf út í vor fyrir-
heit til manna, sem skjóta sel, að
þeir fái há verðlaun, gegn því að
skila hluta úr kjálka selsins, og
var þar heitið 700 kr. fyrir dráp á
hverjum útsel, 500 kr. fyrir dráp á
hverjum landsel og eitthvað mun
minna fyrir kópa.
í ljós hefur komið, að veiði-
græðgin hefur blossað upp, þegar
peningar eru annars vegar og
skotið hefur verið á þessar fallegu
skepnur hvar sem er á friðlýstu
landi og kjálkinn rifinn af til þess
að fá peningana, en ekki látið sig
neinu varða, hvað varð um skrokk-
inn að öðru leyti.
I fyrsta lagi er það lögbrot að
skjóta í friðlýstu landi, valda usla
í sellátrum, og í landi annarra og
það er einnig til stórskaða og
skammar siðmenntuðu þjóðfélagi
að skjóta dýr á svona grimmdar-
legan hátt eins og dæmin sanna
nokkuð víða.
Selur, sem hefur verið skotinn á
sjó úti hefur rekið á fjörur, lýsið
hefur runnið úr honum. Það getur
valdið skaða sjófugli, þegar lýsið
rennur í sjóinn. Það getur líka
valdið skaða bæði smáum sem
stórum fuglum, sem leggjast á
hræin, ata fiður sitt í lýsi eða spiki
selsins og veslast upp og deyja.
Við leggjum mikla áherzlu á
fuglafriðun og fuglavernd, en er
verið að vernda fugla með þessu
háttalagi?
Við höfum lagt mikið að okkur á
undanförnum árum að vernda
arnarstofninn. Örninn er gjarn á
að fá sér æti á hræjum og það
hefur ekki staðið á honum að
næra sig á selshræjum. Ekkert er
líklegra til þess að fækka erni en
slíkt æti í fjörum, því að fiður
hans getur auðveldlega með þess-
um hætti blotnað, fyrir utan það
að hér getur orðið um stórsýkingu
að ræða á mörgum sviðum.
Ég er furðu lostinn yfir, hvernig
staðið er að þessum málum. I
fyrsta lagi hefði ég talið, að þessi
svokallaða verðlaunanefnd sela-
dráps hefði átt að hafa annan hátt
á, fá trúnaðarmenn á hverju svæði
til þess að fækka selnum og þá á
þeim stöðum, sem má skjóta hann
og jafnframt að gera þeim að
skyldu að hirða hræið og koma því
fyrir á þann veg, að það útbíaði
ekki umhverfið og ylli ekki skaða
öðrum dýrum.
Þetta hefði verið auðvelt að gera
með slíkum hætti, en það virðist
hafa ráðið fyrst og fremst að hér
yrði að höggva stórt skarð, hér
yrði að hafa hraðar hendur og nú
skyldi drepa og drepa, og það hef-
ur sannarlega verið gert.
Það er undarlegt, að stjórnvöld
landsins skuli láta þetta óátalið.
Þau áttu þegar í stað að grípa í
taumana, þó það sé búið að gera
allmikinn skaða, og stöðva þetta
háttalag við dráp á sel, af þessum
ástæðum sem ég hef þegar gert að
umræðuefni.
Mér er ljós nauðsyn þess, að hér
sé spyrnt við fæti, að þessi stofn
verði ekki alltof, stór og það er
vafalaust ekki ofmat, sem sagt er
fyrr í þessari grein, einkum hvað
varðar útselinn, að honum hefur
stórlega fjölgað og látur hans hafa
færst nær landi, þar sem áður
voru landselslátur. Því er nauðsyn
að gera hér átak, en það verður að
vera með þeim hætti, að umhverf-
inu stafi ekki hætta af og til þess
séu ráðnir ráðvandir og gætnir
veiðimenn, en ekki menn, sem
vaða áfram með byssu um öxl
hvar sem er, í þeim eina tilgangi
að skjóta og skjóta og fá verðlaun.
Ég skora á stjórnvöld að stöðva
nú þegar þessi dráp með þeim
hætti, sem hefur átt sér stað, og
mætti taka að mörgu leyti til
fyrirmyndar þann hátt, sem hafð-
ur hefur verið á varðandi hrein-
dýrastofninn undir stjórn
menntamálaráðuneytisins, og
stjórna í þessum efnum af skyn-
semi og festu og fela þetta ein-
göngu trúverðugum og gætnum
mönnum.
Matthías Bjarnason
Siglufjörður:
Húseiningar hf. afhentu 300.
húsið á 10 ára afmælinu
Sigurður Hlöðversson Ueknifrcðingur og Þorsteinn Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri standa fyrir framan nýjustu vél verksiniðjunnar. Er það sjö
hausa kilvél, sem gerir það að verkum, að aðeins einu sinni þarf að renna
hverri spýtu í gegn. Þá er komið lagið á hana, sem við þarf.
„Hvatinn að stofnun Húscininga
hf., fyrir 10 árum, var fyrst og fremst
sá afturkippur, sem kom í atvinnulíf
Sigiufjarðar eftir hvarf síldarinnar.
Á Siglufirði var ónotað hentugt hús-
næði, sem var .húsnæði Tunnuverk-
smiðja ríkisins. Byggðastefna var þá
að verða viðurkennt hugtak stjórn-
málanna Og á staðnum voru verk-
efnalitlir iðnaðarmenn. Þessar hag-
stæðu aðstæður ásamt miklum
áhuga llafsteins Olafssonar og fleiri
gerðu stofnun Húseininga að veru-
leika.
I upphafi var markmiðiö með
stofnun fyrirtækisins tvíþætt.
Annars vegar að skapa ný
atvinnutækifæri. Hins vegar að
byggja ódýr og einföld timburhús
úr einingum, sem værti það vegna
verksmiðjuframleiðslunnar."
Þetta sagði Þorsteinn Jóhannes-
son, framkvæmdastjóri Húsein-
inga hf., er Mbl. ræddi við for-
ráðamenn fyrirtækisins í tilefni
10 ára afmælis þess, en á afmælis-
dagitln, 2. júlí, var 300. húsið af-
hent til Garðabæjar.
Húseiningar eru í húsnæði upp
á 3000 m2. Og nú er verið að setja
upp hlaupakött í lagerhúsnæði til
að komá meiri lager fyrir, þar sem
lyftarar geta ekki lyft nema í
ákveðna hæð, og þurfa sínar
brautir til að aka um. Allt efni,
sem er notað, er þurrkað og gegn-
varið, þegar það er keypt. Harð-
viður er í öllum gluggum og laus-
um fögum. Innanhússklæðning er
úr óeldfimum plötum. Óhjá-
kvæmilegt er að töluvert gangi af
við sögun og vinnslu, en öllum
spæni og afgöngum er brennt í
kyndiklefa, sem gefur það mikinn
varma, að unnt er að hita húsið
upp allt saman og meira til.
Tískubreytingar á húsum
Að sögn Þorsteins Jóhannesson-
ar gætir óhjákvæmilega tísku-.
sveiflna í þessu sem öðru. Sagði
hann að fyrst hefðu eingöngu ein-
lyft hús verið framleidd, en núna
væru vinsælust tvílýftu timbur-
húsin. Eru þau sums staðarsett
upp af skipulagsástæðum, þar seip
þess er k.rafizt, að þau séu tvifyft.
Tekur um viku að reisa einiyft hús
en 2 vikur tvílyft.
Hægt er að kaupa hús hjá Hús-
einingum á þremur mismunandi
byggingarstigum, fokhelt og frá-
gengið að utan, annað stigið er
með einangrun á útveggjum og
það þriðja með innveggjum, inni-
hurðum og klæðningu í lofti. Mið-
að við þriðja byggingarstigið og
húsið sé 160 m' að stærð kostar
það um 600 þúsund krónur, en með
því að ráða töluverðu um teikn-
ingu húsanna og innréttingu getur
verðið verið breytilegt. Og af þess-
um 300 húsum, sem afhent hafa
verið, þá eru þau fá húsin, sem eru
nákvæmlega eins. Fólk vill hafa
sinn stílinn á hverju fyrir sig.
Sigurður Hlöðversson tækni-
fræðingur, sagði að hús Húsein-
inga væru um 3—10% dýrari en
önnur sambærileg hús hér á landi.
Væri það vegna þess, hversu vel
væri vandað til allra innkaupa á
viði, en keyptur væri gagnfúaviður
á alla fleti, sem eru í fúahættu,
harðviður í glugga o.fl. Og vilji
menn fá kostnað við fullbúið hús,
þá er til einföld regla að sögn Sig-
urðar, sú, að tvöfalda kostnað
þriðja stigs byggingarinnar. Sig-
urður sagði ennfremur, að Hús-
einingahúsin væru um 10% ódýr-
ari heldur en innfluttu húsin mið-
að við sama byggingarstig. En
samkeppni á markaðnum harðn-
aði stöðugt og innflutningur á til-
búnum húsum ætti eftir að
aukast. Innlendir framleiðendur
yrðu að vera í stakk búnir til þess
að aðlaga sína framleiðslu að
háttum tískunnar hverju sinni.
„Það þarf ekki nema eitt hús á
einum stað til þess að aðrir vilji fá
eítthvað í líkingu við það. Því er
það oft hin bezta auglýsing, þegar
búið er að setja eitt hús upp á
' einhverjum fítað. Það auglýsir sig
sjálft,“ sagði Sigurður.
Uppsetningar- og flutn-
ingskostnaður
Það gæti háð fyrirtækinu nokk-
uð við fyrstu sýn, að það skuli vera
svona langt frá aðal markaðs-
svæðinu við Faxaflóann. En Þor-
steinn Jóhannesson sagði að Hús-
einingar hefðu komizt að góðu
samkomulagi við vöruflutninga-
bílstjóra af Siglufirði, þar sem
þeir fara yfirleitt hálftómir til
Faxaflóasvæðisins. Er flutnings-
kóstnaður sagður um l‘h% af
verði hússins eða 66 kr 4 m’ að
meðaltali. Uppsetningarkostnaður
er 12% á einnar hæðar húsum, en
um 15—20% á tvílyftu húsunum
miðað við 3. byggingarstig.
En Húseiningar framleiða fleira
en íbúðarhús. Smíðuð hafa verið
dagheimili, hjúkrunarheimili og
safnaðarheimili. Hver eining er
120 sm og er unnt að raða þeim
upp eftir vild hvers og eins. Hönn-
uðir húsanna hafa verið Bjarni
Marteinsson, Helgi Hafliðason og
Viðar Ólsen.
Beint og óbeint hafa um 50
manns atvinnu við fyrirtækið. Tvö
hús eru að meðaltali afgreidd á
viku yfir sumarmánuðina. Núna
eru framleidd um 50 hús á ári, en
Þorsteinn Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri sagði, að takmarkið
væri að smíða hundrað hús á ári.
Þorsteinn sagði, að á 10 ára af-
mæli Húseininga hf. litu menn
björtum augum til framtíðarinn-
300. húsið fer frá Húseiningum.
ar. Timburhús nytu stöðugt vax-
andi vinsælda. Þótt sölutregðu
hefði gætt á síðasta ári og framan
af þessu, þá væri þar fyrst og
fremst um að kenna almennum
samdrætti í byggingariðnaðinum.
í tilefni af afmælinu gáfu Hús-
einingar safnaðarheimili Siglu-
fjarðarkirkju 20 þúsund krónur til
endurbyggingar kirkjuloftsins. Að
kvöldi afmælisdagsins var starfs-
fólki boðið til veizlu að Hótel
Höfn.
— pþ.
t