Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
25
fHwgtsitÞiittfife
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltruar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
Ósæmilegur þrýstingur -
alvarleg stefnubreyting
• • .
Oll viðskipti, sem fram fara milli Islands og Sovétríkj-
anna, nú og í næstu framtíð, eru innan viðskipta-
samninga milli ríkjanna, sem verið hafa í gildi um árabil.
Flfnahagssamningur sá, sem nú hefur verið gerður undir
ósæmilegum utanaðkomandi þrýstingi, var því með öllu
óþarfur, með hliðsjón af íslenzkum viðskiptahagsmunum,
og felur ekki í sér krónuaukningu á sölu íslenzkrar fram-
leiðslu. Hins vegar felur hann í sér ýmsar kvaðir gagnvart
Sovétríkjunum, sem þýða alvarlega stefnubreytingu.
Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lýst yfir andstöðu
við þennan samning í ályktun, sem birt var á baksíðu Mbl.
í gær.
I fyrsta lagi er því mótmælt að í samningnum er lýst
yfir, að sovézka ríkisstjórnin hafi Helsinki-sáttmálann að
ieiðarljósi. I þessari pólitísku viðurkenningu, sem ekkert
á skylt við verzlunarviðskipti, er gengið þvert á stað-
reyndir mála, bæði varðandi takmarkaðan einstaklings-
bundinn þegnrétt í Sovétríkjunum sjálfum og sovézka
útþenslustefnu, eins og hún birtist m.a. í Afganistan og
Póllandi. Hér er ekki einungis blandað saman viðskiptum
og pólitík, heldur gengið á skjön við 6 mánaða samhljóða
samþykkt Alþingis, þar sem kúgun pólsku þjóðarinnar, í
skjóli erlends hervalds, er mótmælt.
I annan stað er áréttað, að sjálfgefið sé að eiga eðlileg
verzlunarviðskipti við Sovétríkin, en þau geti, hér eftir
sem hingað til, farið fram innan þeirra viðskiptasamn-
inga, sem í gildi vóru og eru milli ríkjanna. — Þessi nýi
efnahagssamningur breyti í engu umfangi þeirra við-
skipta.
I þriðja lagi er því harðlega mótmælt, að gera slíkan
samning undir ósæmilegum þrýstingi, sem feli í sér al-
varlega stefnubreytingu. Þá sé í fjórða lagi talið vítavert,
að fara á bak við alþingismenn við þessa samningsgerð,
en í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanrík-
ismál, síðla liðins þings, er ekki starfskrókur um aðdrag-
andann að þessum umdeilda efnahagssamningi.
Akureyri
Höfuðstaður Norðurlands, Akureyri, er einn fegursti
og snyrtilegasti bær á landinu. Það er ýmist talað um
skólabæinn Akureyri eða iðnaðarbæinn Akureyri — og
hvort tveggja er réttnefni. Akureyri hefur verið nokkurs
konar menntunarmiðstöð Norðlendinga og þá ekki sízt átt
við Menntaskólann á Akureyri. Þar hefur og þróast
óvenju fjölbreyttur iðnaður, þ.á. m. útflutningsiðnaður,
og þar er stór skipasmíðastöð. Hér við bætist að Akureyri
er mikilvægur útgerðarstaður, með myndarlegan útveg og
fiskiðnað, auk þess að vera verzlunar- og þjónustumiðstöð
fyrir blómleg landbúnaðarhéruð Eyjafjarðar.
Breiddin í atvinnuuppbyggingu Akureyrar, sem er
óvenju mikil, skapar traustleika, en engu að síður ríkir
óvissa í atvinnulífinu. Sjávarútvegur og útflutnings-
iðnaður eiga undir högg að sækja, rekstarlega, eins og
annarsstaðar í þjóðarbúskapnum, en rekstraröryggi þess-
ara framleiðslugreina er hin hliðin á atvinnuöryggi stórs
hluta íbúanna. Þessu veldur fyrst og fremst innlend
kostnaðarþróun, umfram söluverð erlendis, og stefna
stjórnvalda í skattamálum, verðlagsmálum og gengisstýr-
ingu. Og afleiðingarnar bitna jafnt á fyrirtækjum í sam-
vinnu- og einkarekstri.
Mergurinn málsins í íslenzkum þjóðarbúskap hlýtur að
vera sá, að styrkja rekstrarstöðu atvinnuvega, efla vaxt-
armöguleika og framleiðni þeirra, enda byggjast lífskjör í
landinu og getan til samfélagslegrar þjónustu á því, sem
úr er að spila, þjóðartekjunum. Þess vegna áyVkureyri það
fjöregg sameiginlegt með öðrum byggðarlögum í landinu,
sem spannar atvinnulífið og verðmætasköpunina í þjóð-
arbúskapnum. Það verður ekki lifað á erlendum lánum til
langframa. Og taprekstur undirstöðuatvinnugreina leiðir
ekki til bættra lífskjara. Framleiðsluplássin í landinu
eiga mikið undir því komið að það verði stefnubreyting í
stjórnarráöinu við Arnarhvál.
Hverjir
verða
heims-
meistarar?
Fátt gagntekur hugi manna
meira um þessar mundir en
heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu sem nú er í hámarki suður
á Spáni. í dag verða leiknir tveir
síðustu leikirnir fyrir sjálfan úr-
slitaleikinn sem fram fer á sunnu-
dag 11. júlí næstkomandi. Annars
vegar eru það Pólverjar og ítalir
sem keppa og hins vegar Frakkar
og Vestur-Þjóðverjar. Sigurvegar-
arnir í þessum leikjum munu síð-
an keppa til úrslita á sunnudag-
inn. Áætlað er að um tveir millj-
arðar, eða tæplega helmingur alls
mannkyns, muni fylgjast með
þeim leik í beinni sjónvarpsút-
sendingu, þar á meðal íslend-
ingar.
Morgunblaðið leitaði til þeirra
tveggja Islendinga sem náð hafa
hvað bestum árangri í knatt-
spyrnuíþróttinni út í hinum stóra
heimi, þeirra Alberts Guðmunds-
sonar og Ásgeirs Sigurvinssonar,
og bað þá skýra hug sinn til stöð-
unnar á Spáni í dag.
Þegar ítalir slógu Brasilíu-
menn út, liðið sem flestir
höfðu spáð sigri, skoraði
Paolo Rossi þrjú mörk eða
öll mörk Ítalíu. Hér sést
hann ásamt félaga sínum
fagna einu þessara marka.
Efast um að nokkur geti stöðvað Þjððyerja
„ÞESSI keppni er nú ekki nema á
fjögurra ára fresti, þannig að maður
reynir að fylgjast eins vel með og
framast er kostur,“ sagði Ásgeir Sig-
urvinsson knattspyrnumaöur, en
hann hefur um nokkurt skeið æft og
leikið við hlið V-þýsku landsliðs-
meistaranna Dremlers, Rumenigge
og Breitners.
„Ég verð að segja það, að miðað
við þá leiki sem ég hef séð vcru
Brasilíumenn með langbesta liðið
og léku langbestu knattspyrnuna.
Mér sárnaði það mjög að þeir
skildu tapa leiknum við ítali. Ég
var fyrir þó nokkru síðan búinn að
spá þeim sigri í þessari heims-
meistarakeppni. Þá ályktun dró ég
eftir að þeir komu til Evrópu í fyrra
og ég sá þá sigra bæði Vestur-Þjóð-
verja og Englendinga af öryggi. Það
leyndi sér ekki að þeir voru með
geysisterkt lið. Satt að segja hefur
mér ekki fundist neitt lið komast í
hálfkvisti við Brassana."
— Hvaða lið leika til úrslita?
„Á þessari stundu myndi ég álíta
að það verði ítalir og Vestur-Þjóð-
verjar sem leika til úrslita. Mér
finnst þessi lið líklegust, þótt segja
megi að Þjóðverjarnir hafi ekki
sýnt neitt sérstakt til þessa. Ég hef
nú samt þá trú að þegar komið er
svona í undanúrslit fari þeir að
sýna sitt rétta andlit. Nú ítalir
hafa sýnt það með sigrum sínum
gegn Árgentínumönnum og Brasi-
líumönnum, að þeir ætla að selja
— segir Ásgeir
Sigurvinsson
sig dýrt í þessari keppni. Þeir eru
mjög leikreynt lið og ef ég þekki þá
rétt munu þeir standa sig.“
— Hver er helsti munurinn á
leik liðanna?
„Ef við tökum ítalina fyrst þá
eru þeir mjög þekktir fyrir sinn
varnarleik. Nú eru þeir komnir aft-
ur í gang með sína skæðu stjörnu,
Paolo Rossi, eftir langa fjarveru, en
tilkoma hans er þeim ómetanlegur
styrkur. Liðið byggir aðallega á
sterkum varnarleik og skyndisókn-
um, sem hefur verið þeirra leik-
aðferð á undanförnum árum. Hún
hefur reynst vel þó yfirleitt hafi
þeir ekki skorað mikið af mörkum.
Þjóðverjarnir spila aftur á móti
opnari knattspyrnu og leggja meira
upp úr því að skora mörk en Ital-
irnir. Lendi þessar þjóðir saman í
úrslitaleik, eins og ég á frekar von
á, þá ætti það að geta orðið
skemmtilegur og góður leikur.
Þjóðverjarnir sækja stíft og Ital-
arnir verjast vel, þó maður voni nú
að þeir fari ekki útí algeran varn-
arleik."
— Hefur eitthvað komið þér sér-
staklega á óvart í þessari keppni?
„Já, það hefur komið mér mjög á
óvart hvað Afríkumenn hafa staðið
sig vel. Það er undarlegt til þess að
hugsa að lið eins og Alsír, og mig
minnir Kamerún líka, skuli einung-
is falla út á lélegra markahlutfalli
en t.d. lið Austurríkis og Vestur-
Þjóðverja. Ef ég segi eins og er þá
vissi ég varla hvaðan þessi lið
komu. Ég átti fremur von á Spán-
verjum og Argentínumönnum í
undanúrslit, heldur en Frökkum og
Pólverjum."
— Og hverjir munu svo standa
uppi sem sigurvegarar á sunnu-
dagskvöld?
„Ég hef heyrt að þessa dagana sé
Rumenigge á annarri löppinni, eins
og við köllum það. En ef hann og
aðrir helstu máttarstólpar þýska
liðsins verða með og ganga heilir til
skógar, þá efast ég um að nokkur
þjóð megni að stöðva þá.“ — g.sv.
Við skulum segja að það verði Frakkar
„ÉG HEF fylgst með þessum leikjum
eftir því sem ég hef getað og íslenska
ríkisútvarpið/ sjónvarpið hefur leyft,“
sagði Albert Guðmundsson, alþingis-
maður, er Mbl. ræddi við hann í gær.
Albert, sem sjálfur var um árabil i hópi
bestu knattspyrnumanna heims, kvaðst
vera svo spenntur að hann hefði
oftsinnis hringt til útlanda í þeim er-
indagjörðum að fá upplýsingar um leiki
heimsmeistarakeppninnar, „því frétta-
þjónustan hjá þessum einokunarhring
hérna hefur ekki starfað eins og frétta-
þjónustur almennt gera.“
Um knattspyrnuna í heimsmeist-
arakeppninni sagði Albert, að sér
þætti hún yfirleitt góð. „Mér finnst
knattspyrnan vera að komast aftur í
það horf sem hún var hér áður.
Leikfléttur og boltameðferð eru að
taka við af þeirri stöðnuðu varnar-
knattspyrnu sém gerði íþróttina leið-
inlega á árunum eftir 1965 og fram
til þessa dags. Á þessum árum hafa
knattspyrnulið almennt spilað uppá
það að fá ekki mark á sig, þannig að
— segir Albert
Guðmundsson
leikir enduðu oftar með jafntefli. Nú
virðast hins vegar leikaðferðir og
léikfléttur vera að koma aftur. Liðin
eru farin að spila uppá það að sigra
með því að skora fleiri mörk en and-
stæðingurinn. Með þessum hugsun-
arhætti verður úr spennandi
knattspyrnukeppni sem fólkið vill
sjá.“
— Hvað hefur komið þér mest á
óvart í þessari heimsmeistara-
keppni?
„Tvímælalaust sú meðferð sem
argentínski knattspyrnusnillingur-
inn Maradona hefur fengið. Það hef-
ur verið gengið þannig í skrokk á
manninum að þetta heimsmeistara-
mót, sem hefði getað verið mjög
glæsilegt fyrir hann, er orðið hans
martröð. Ég hef fylgst lengi með
Maradona, bæði séð hann spila og
lesið um hann greinar eftir erlenda
blaðamenn sem ég þekki persónulega
og veit hvernig horfa á knattspyrnu.
Maradona er miklu hæfari og betri
knattspyrnumaður en við höfum
fengið að kynnast í þessari keppni.
Við höfum ekki fengið að sjá hann
við eðlilegar kringumstæður. And-
stæðingarnir hafa óttast hann mest
af öllu og sparkað í fætur hans með
þeim afleiðingum að hann var oftar
liggjandi á vellinum en standandi í
fæturna."
— Er eitthvað lið sem að þínum
dómi hefur sýnt betri leik en önnur?
„Það fer ekkert á milli mála að
Brasilía er með langbesta liðið, þrátt
fyrir tapið gegn Ítalíu. Svo lengi sem
ég hef fylgst með knattspyrnu hefur
Brasilía alltaf verið sú þjóð sem
komist hefur næst því að leika knatt-
spyrnu af fullkomnun."
— Hvernig skýrir þú sigur ítala?
„Hraðinn og viljinn til að koma í
veg fyrir stórtap hefur dugað þeim.
Þetta setti Brasilíumenn úr jafn-
vægi. ítalir sigruðu fyrst og fremst á
vilja sínum og ákafa. Það er nú einu
sinni svo að lið sem talið er lakara,
fyllist gjarnan miklum keppnisanda
og leikur síðan af fítonskrafti þegar
á hólminn er komið. Þeir hafa engu
að tapa en allt að vinna. Hinir sem
taldir eru sjálfsagðir sigurvegarar,
eins og Brasilíumenn í þessu tilfelli,
leika undir svo mikilli pressu að ég
held að ég reyni ekki einu sinni að
útskýra það. Það skilur það enginn
nema sá sem reynt hefur."
— Hvað finnst þér um knatt-
spyrnu þeirra fjögurra liða sem eftir
eru?
„Mér finnst franska liðið hafa leik-
ið langskemmtilegustu knattspyrn-
una til þessa og síðan Pólverjar. Ital-
ir hafa hraðann og viljann til að
sigra. Þeir láta aldrei nokkurn mann
í friði á vellinum. Einkenni þýska
liðsins eru aftur á móti skipulagið,
harkan og festan. Pólverjar leika
heilsteypta, rólega og yfirvegaða
knattspyrnu, en Frakkarnir eru
snöggir og léttir."
— Þú kvaðst í upphafi sakna sjón-
varpsins nokkuð um þessar mundir?
„Já, þetta ástand hér sýnir best
útkjálkahugsunarhátt íslenskra
embættismanna. Þeir fylgjast ekkert
með tímanum. Ætli það séu ekki um
tveir milljarðar manna sem sjá
keppnina í beinni útsendingu. Ég
veit ekki um nein önnur lönd en
Albaníu og ísland sem ekki fylgjast
með keppninni. Nú upplýsa þessir
menn, að þeir séu búnir að kaupa
fyrir skattpeninga okkar réttinn til
að sýna þessa leiki, en ætla hins veg-
ar ekki að sýna þá fyrr en þeir verða
orðnir verðlausir. Svona lagað gæti
hvergi gerst nema á íslandi."
— Að síðustu, Albert. Hverjir
verða heimsmeistarar?
„Þó að skynsemin segi að úrslita-
leikurinn hljóti að verða milli ítala
og Þjóðverja, þá er eitthvað sem
hvíslar því að mér að hann verði
milli Frakka og Pólverja. Mér sýnist
Frakkar og Pólverjar leika þannig
knattspyrnu. Þessar þjóðir eru
komnar næst því að skilja það sem
Brasilíumenn hafa skilið í áratugi,
að knötturinn hefur meira úthald en
leikmaðurinn. Og fyrst þú vilt vita
hverjir verða meistarar, þá skulum
við segja það verði Frakkar, — eftir
framlengdan leik.“
— g.sv.
Klemens Tryggvason:
Fjögur velferðarfélög
hafa aðgang að þjóðskrá
Mbl. fór þess á leit við Klemens
Tryggvason, hagstofustjóra, að
hann skýrði frá reglum sem gilda
um notkun þjóðskrár og ástæðum
þess að hann fór þess á leit við
Rannsóknarlögreglu ríkisins, að
rannsókn færi fram með hvaöa
hætti gíróseðlaskrá Samtaka áhuga-
mann um áfengisvandamálið varö
til. Svar hans fer hér á eftir:
Meginhlutverk þjóðskrárinnar
eru tvö: annars vegar að þjóna
stjórnsýslu ríkis, sveitarfélaga og
annarra aðila, og hinsvegar að
vera ein helsta undirstaða mann-
fjöldaskýrslna Hagstofunnar.
Byggist árlega skýrslugerð henn-
ar um tölu mannfólksins í landinu
að mestu á þjóðskránni. Þá gegnir
og þjóðskráin mikilvægu hlut-
verki við vélvinnsla aðalmanntals
1981, sem nú er verið að undirbúa.
Hún lætur og í té grundvöllinn að
starfrækslu nemendaskrár Hag-
stofunnar, sem síðan 1966/67 hef-
úr skráð námsferil hvers einstakl-
ings, framan af frá og með næst-
síðasta ári skyldunáms, en síð-
ustu árin frá og með 8. bekk
grunnskóla. Ýmsir aðrir opinberir
aðilar njóta góðs af þjóðskránni
til skýrslugerðar.
Öll vélvinnsla þjóðskrár í þágu
þessara meginverkefna hennar
fer fram í Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar, sem ann-
ast vörslu þjóðskrár og ber
— Ekki kom til
greina að,
veita SÁÁ
aðgang að
þjóðskrá
ábyrgð á henni. Hvers konar ha-
gnýting þjóðskrár í Skýrsluvélum
er háð samþykki Hagstofunnar.
Allar breytingar, er verða skulu
í þjóðskrá, eru tölvuskráðar á
Hagstofunni, og ganga þaðan til
Skýrsluvéla til vélvinnslu. Engar
aðrar véltækar skrár eru á Hag-
stofunni — þær eru allar hjá
Skýrsluvélum — enda hefur hún
engin tæki til útskriftar eftir
þjóðskrá.
Opinberir aðilar fá svo að segja
aldrei í hendur véltækar skrár
með þjóðskrárefni frá Skýrsluvél-
um, enda eru tölvuverkefni þeirra
yfirleitt unnin þar, og þeir hafa
ekki tæki til að hagnyta véltækar
skrár.
Á síðari árum hafa nokkrir að-
ilar,. sem eru með sjálfstæða
tölvustarfsemi, fengið véltækt af-
rit af þjóðskrá til eigin nota, gegn
því að hlutaðeigandi yfirmaður
taki persónulega ábyrgð á því, að
ströngum kröfum um vörslu og
hagnýtingu þjóðskrárafritsins sé
fullnægt. í skjali því, er hlutað-
eigandi undirritar, segir meðal
annars, að þjóðskrárafritið megi
aðeins nota til verkefna, sem eru
eðlilegur þáttur í starfsemi hlut-
aðeiganda. Aldrei megi t.d. nota
það til að ná til einstaklinga í
fjáröflunartilgangi, svo sem til
dreifingar happdrættismiða, né
heldur til áritunar gíróseðla o.fl.,
þar sem fólk er hvatt til þátttöku
í fjársöfnunum o.þ.h. Ekki megi
heldur nota afritið til dreifingar á
auglýsingum, nema um sé að
ræða kynningu í þágu viðtakanda
sjálfs, og þá að fengnu leyfi Hag-
stofunnar hverju sinni. Venjulega
er það afrit af svo nefndri
NATAN-skrá, sem þessir aðilar
fá, og þeir greiða fyrir það hóflegt
gjald. Skrárheitið er skamm-
stöfun fyrir nafnskrá til al-
mennra nota, og á henni eru allir
einstaklingar 12 ára og eldri, sem
eru á skrá hér á landi, með nafni,
heimilisfangi og öðrum upplýs;
ingum skráðum í þjóðskrá. í
NÁTAN eru einnig allir aðilar,
sem hafa sérstakt auðkennisnúm-
er í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar.
Þeir, sem njóta þessarar fyrir-
greiðslu í ár, eru Reiknistofnun
Háskólans og Reiknistofa bank-
anna, og auk þeirra skýrsluvéla-
deild Sambands ísl. samvinnufé-
laga, Lífeyrissjóður verslunarm-
anna og tölvudeild Sparisjóðs
Keflavíkur (vegna Iífeyrissjóða á
Suðurnesjum). Það skal tekið
fram, að ekki er vitað til þess, að
nokkur aðili, sem hefur notið
þessarar þjónustu, hafi brugðist
því trausti, sem þeim hefur verið
sýnt.
Þjónusta þjóðskrár í þágu aðila
utan ríkis og sveitarfélaga er all-
víðtæk og af ýmsu tagi. Er hér
aðallega um að ræða félaga-
samtök, þar á meðal svo kölluð
velferðarfélög. Krabbameinsfé-
lagið, Geðverndarfélag íslands og
Hjartavernd hafa um nokkurt
árabil fengið skrifuð út á gíró-
seðla nöfn og heimilisföng úr
þjóðskrá til dreifingar happ-
drættismiða í fjáröflunarskyni.
Áður en þessi fyrirgreiðsla þjóð-
skrár hófst höfðu tvö önnur vel-
ferðarfélög fengið slíkan aðgang
að opinberum tölvuskram í fjár-
öflunarskyni, þ.e. Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra að símnot-
endaskrá og Styrktarfélag van-
gefinna að bifreiðaskrá ríkisins.
Á árinu sem leið bættist síðar
nefnt félag í hóp þeirra aðila, sem
njóta þessarar sérstöku fyrir-
greiðslu þjóðskrár, og var þá um
leið tekið fyrir notkun bifreiða-
skrár í þessu skyni. Skeði það á
þann hátt, að Hagstofan tilkynnti
Skýrsluvélum, sem varðveitir
bifreiðaskrár, að framvegis væri
óheimilt að nota heimilisföng í
henni, sem flest eru fengin úr
þjóðskrá með samtengingu
skránna, til dreifingar á happ-
drættismiðum. Hér var þannig
ekki um að ræða neina útfærslu á
þessari fyrirgreiðslu þegar á
heildina er litið.
Ljóst er, að notkun opinberra
tölvuskráa til dreifingar happ-
drættismiða í fjáröflunarskyni er
umdeilanlega mál, og það eins
þótt einvörðungu viðurkenndar
velferðarstofnanir njóti þessarar
þjónustu. I greinargerð, sem í
apríl 1975 var lögð fyrir ráðherra
Hagstofunnar — sem þá var Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
— var fjallað um þetta og skyld
málefni og gerð tillaga um stefn-
umörkun á þessu sviði. Var þar
meðal annars lögð áhersla á, að
gætt yrði hófs í sambandi við út-
skrift nafna og heimilisfanga til
dreifingar á happdrættismiðum. í
samræmi við það hefur á undan-
förnum 6 árum enginn nýr aðili
bæst í hóp þeirra félaga, sem hafa
reglulegan aðgang að þjóðskrá til
útskriftar gíróseðla, að undan-
teknu Styrktarfélagi vangefinna,
sem eins og áður segir hætti um
leið að nota bifreiðaskrá í þessum
tilgangi.
Á síðustu árum hafa ýmsir að-
ilar, þar á með vel virt velferðar-
samtök, óskað eftir því að fá sams
konar aðgang að þjóðskrá og hin
fjögur velferðarfélögin hafa, en
öllum slíkum tilmælum hefur ver-
ið hafnað, með skírskotun til þess,
að ekki mætti íþyngja almenningi
meira á þessu sviði en orðið væri.
Þá er og augljóslega mjög erfitt
að gera upp á milli aðila í þessu
sambandi, og ef öll velferðar-
samtök,sem þess óskuðu, fengju
umrædda fyrirgreiðslu, mundi
verða glundroði á þessu sviði. Að
því er varðar fram komnar ásak-
anir um mismunun í þessu sam-
bandi, skal á það bent, að þegar
umræddum fjórum aðilum var
veitt þessi fyrirgreiðsla lágu ekki
fyrir óskir frá neinum öðrum aðil-
um um að verða hennar aðnjót-
andi.
Dreifing Samtaka áhugafólks
um áfengisvandamálið (SÁÁ) á
happdrættismiðum til 70.000
kvenna um allt land í mars sl.
hefur orðið til þess að vekja at-
hygli á starfsemi þjóðskrárinnar,
og sérstaklega á fyrirgreiðslu
hennar í þágu velferðarfélaga. Er
því tímabært, að nokkur opinber
grein sé gerð fyrir þessum mál-
um.
Hagstofan óskaði eftir því við
Rannsóknarlögreglu ríkisins þeg-
ar eftir að SÁÁ hóf dreifingu
happdrættismiða sinna í mars sl.,
að hún rannsakaði, með hvaða
hætti gíróseðlaskrá SÁÁ hefði
orðið til. í bréfi sínu til Rann-
sóknarlögreglunnar taldi Hag-
stofan það ekki vera vafamál, að
nöfn og heimilisföng viðtakenda
happdrættismiðanna væru tekin
eftir véltækri þjóðskrá í heimild-
arleysi. Tekið var fram, að hag-
nýting segulbanda og annarra
véltækra miðla með þjóðskrárefni
gæti ekki átt sér stað með lög-
mætum hætti öðru vísi en að fyrir
lægi skriflegt leyfi Hagstofunnar,
en að slíku væri ekki til að dreifa
hér. — Rannsóknarlögregla ríkis-
ins hefur nýverið lokið rannsókn
þessa máls og sent það ríkissak-
sóknara til ákvörðunar. I viðtali,
er Morgunblaðið átti við Þóri
Oddsson vararannsóknarlög-
reglustjóra ríkisins og birtist í því
29. júní sl., sagði hann meðal ann-
ars: „Við rannsókn málsins komu
fram veigamikil gögn sem telja
verður að renni mjög styrkum
stoðum undir kæruefni Hagstofu
Islands í þessu máli, enda þótt
kærðu neiti að hafa átt saknæma
aðild að málinu." Hér er átt við
mann þann, er með samningi við
SÁÁ tók að sér að koma upp gíró-
seðlaskránni, og samstarfsmann
hans. Því skal hér við bætt, að er
menn þessir
voru yfirheyrðir, gáfu þeir engar
skýringar á að minnsta kosti
fimm meginatriðum, sem komu í
ljós við rannsóknina og gáfu ein-
hlítt til kynna, að þeir hefðu haft
til afnota véltæka þjóðskrá.
Rétt er að það komi fram, að
Hagstofunni barst aldrei formleg
beiðni frá SÁÁ um, að samtökin
fengju áritaða gíróseðla til dreif-
ingar á happdrættismiðum. Hins
vegar var að þessu vikið í símtali,
sem starfmaður ráðuneytis átti
við mig, með mjög sérstæðum
hætti. SÁÁ hafði ekkert beint
samband við Hagstofuna um
þetta. Eg sagði manni þeim, er
hringdi til mín, að ekki kæmi til
greina að veita SÁÁ umrædda
fyrirgreiðslu, og skýrði frá ástæð-
um þess. — SÁÁ-menn telja sig
órétti beitta, en þeir virðast ekki
gera sér grein fyrir því, að ýmsir
aðrir aðilar hafa ekki minni sið-
ferðislegan rétt en þeir til að fá
þessa fyrirgreiðslu.
Þeir fjórir aðilar, sem njóta
umræddrar fyrirgreiðslu þjóð-
skrár, hafa frá upphafi sýnt hóf-
semi við ákvörðun á verði happ-
drættismiða, sem fylgt hafa gíró-
seðlum til viðtakenda. í mars sl.
sendi Geðverndarfélag íslands út
happdrættismiða til 26 þúsund
viðtakenda og var verð þeirra 50
kr. Rétt áður hóf SÁÁ dreifingu
sinna happdrættismiða, til um 70
þúsund kvenna, og var hverjum
viðtakanda ætlað að greiða 90 kr.,
eða 80% hærri upphæð en Geð-
verndarfélagið lét sér nægja að
biðja um. Til viðbótar má geta
þess, að meðal þeirra 70 þúsund
kvenna, sem SAÁ sneri sér til
voru milli 600 og 700 látnar kon-
ur.
Þess skal getið, að félaga-
samtök geta fengið skrifaða út
eftir þjóðskrá giróseðla með nöfn-
um og heimilisföngum félags-
manna sinna, enda afhendi þau
Skýrsluvélum nafnnúmer þeirra.
Hér verður það að vera tryggt, að
Skýrsluvélum séu ekki afhent
nafnnúmer einstaklinga utan við-
komandi félags. Félagasamtök,
sem hafa komið sér upp stuðn-
ingsmanna- eða velunnaraskrá
geta fengið sams konar þjónustu,
ef öruggt má telja, að allt sé með
felldu um slíkar skrár. Gíróseðl-
ar, sem þannig eru skrifaðir út til
félagsmanna, velunnara eða
stuðningsmanna, geta t.d. verið
fyrir félagsgjöldum, eða fylgt
happdrættismiðum, enda geta
viðtakendur, ef allt er með felldu,
ekki sagt neitt við því að fá slíka
gíróseðla frá samtökum, sem þeir
eru tengdir.
Þjóðskráin lætur félagasam-
tökum í té þá þjónustu að halda
við félagsmannaskrám þeirra, þ.e.
leiðrétta heimilisföng, fella niður
dána og brottflutta, o.fl.