Morgunblaðið - 08.07.1982, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
+ Móöir min, KRISTÍN PÁLMADÓTTIR, sem andaöist í Landspítalanum föstudaginn 2. júlí, veröur jarö- f' sungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. \ Fyrir hönd ættingja og vina, Guömundur Jónsson.
MAGNÚS Á. GUDJÓNSSON, vélgssslumaöur, fyrrverandi sjómaöur, Skaggjagötu 3, Reykjavík, lést miövikudaginn 7. júli. Klara Siguröardóttir, Klara M. Stephensen, Steinar Magnússon.
Í Móöir mín og dóttir, ALDÍS JÓNSDÓTTIR, tónmenntakennari, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 15.00. Glsli Jón Þórðarsson, Marla Sólveig Majasdóttir.
+ Utför eiginkonu minnar, ÞÓRDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Kirkjubraut 37, Akranesi, fer fram frá Akranesklrkju kl. 13.00 föstudaginn 9. júli 1982. Jarö- sett veröur í Fossvogskirkjugaröl. Hermann Guömundsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Faöir okkar, SKÚLI VIGFÚSSON, Faxabraut 12, Keflavlk, veröur jarðsunginn föstudaginn 9. júlí frá Keflavikurkirkju kl. 14.00. Börnín.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÚLÍUS KRISTJÁNSSON, fisksali, Miklubraut 60, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. júli, kl. 13-30 Svana Júllusdóttir, Jón Björnsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Axelsson og barnabörn.
+ Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar. tengdamóöur, ömmu og systur, SIGURLAUGAR SIGURDARDÓTTUR, Litla Kambi, Breiöuvfkurhreppi. Sérstakar þakkir til systra, lækna og starfsfólks St. Fransiskus- spítalans, Stykkishólmi, fyrir alla alúö og umönnun. Guö blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Guöfinna Siguröardóttir og aörir aettingjar.
+ Viö þökkum samúð og vinarhug vegna fráfalls fööur okkar, tengdafööur og afa, FINNS SIGMUNDSSONAR, fyrrverandi landsbókavaröar. Erna Finnsdóttir, Geir Hallgrímsson, Birgir Finnsson, Hildur Knútsdóttir og barnabörn.
+ Þakka innilega vinum og vandamönnum sem auösýndu mér hlý- hug og vinsemd við fráfall fóstursonar míns, HANS E. JOHANSEN, sem lést 25. júní 1982. Einnig þakka ég fóstursyni mínum, Gunnari Johansen, fyrir auö- sýnda samúö og kærleik. Drottinn Jesús sé ykkur huggun og skjól á sérhverri stund. Guöný S. Guöjónsdóttir.
Guðbjörg Brynjólfs-
dóttir — Minning
Fædd 12. nóvember 1898
Dáin 3. júlí 1982
Aldamótakynslóðin er nú smá
saman að kveðja. Sól þeirrar
kynslóðar gengur senn alveg til
viðar, þess fólks sem með miklum
dugnaði og bjartsýni ruddi braut-
ina til betra lífs fyrir okkur eftir-
komendurna.
Þetta var fólkið sem átti lifandi
hugsjónir og barðist fyrir þeim án
hugsunar um endurgjald og eigin
hag.
Merkiskona úr þessum hópi,
Guðbjörg Brynjólfsdóttir, er nú
fallin í valinn. Hún lést á Land-
spítalanum laugardaginn 3. þ.m.
83 ára gömul.
Guðbjörg fæddist þann 12. nóv-
ember 1898 að Ytri-Ey á Skaga-
strönd. Hún var dóttir hjónanna
Brynjólfs Lýðssonar hreppstjóra
frá Skriðnesenni í Strandasýslu og
konu hans Kristínar Indriðadótt-
ur frá Ytri-Ey á Skagaströnd.
Guðbjörg var næstelst sjö systk-
ina sem upp komust. Hún ólst upp
í föðurgarði fram til tvítugs en fór
þá til Reykjavíkur. Stundaði um
tíma nám í Kvennaskólanum en
gekk síðan að allri almennri
vinnu. Hún var hörkudugleg,
þrekmikil og svo handfljót að af
bar.
Árið 1931 giftist Guðbjörg
Hannesi Einarssyni sjómanni.
Hann lést langt fyrir aldur fram í
október 1940 aðeins 44 ára gamall.
Eignuðust þau eina dóttur barna,
Selmu, gift Ríkarði Pálssyni
tannlækni. Þau eiga tvo syni
Hannes og Smára.
Síðari eiginmaður Guðbjargar
var faðir minn, Lárus Hansson.
Hann lést árið 1958 eftir ellefu ára
farsæla sambúð þeirra hjóna. Eg
veit að faðir minn virti Guðbjörgu
og mat mjög mikils. Þar hafði
hann eignast traustan og góðan
lífsförunaut. Síðan eru liðin 24 ár,
en heimili Guðbjargar var nær
alla tíð að Meðalholti 6 hér í borg.
Guðbjörg var mikil félagsmála-
kona. Vann hún alla tíð mjög mik-
ið að félagsmálum og var í stjórn-
um sumra félaga um árabil. Má
þar til nefna Verkakvennafélagið
Framsókn, Kvenfélag Háteigs-
kirkju og Slysavarnafélag íslands.
Kunna aðrir en ég betri skil á öllu
því óeigingjarna starfi sem Guð-
björg innti þar af hendi. Læt ég
því öðrum eftir að segja frá því.
Hitt veit ég að það munaði um
handtak Guðbjargar að hverju
sem hún gekk, öllum vildi hún gott
gera og ávallt var hún tilbúin að
leggja góðu málefni lið.
Guðbjörg var í eðli sínu stórlát
kona. Hún hafði ákveðnar skoðan-
ir á málum, var föst fyrir og fylgin
sér. En umfram allt var hún ein-
staklega trygglynd og ábyggileg
bæði til orðs og æðis. Hún ávann
sér því traust og virðingu allra
sem kynntust henni. Gestrisni
hennar og myndarskap var við-
brugðið. Heimilið stóð ávallt
frændfólkinu utan af landi opið.
Hjá henni gisti það oftast þegar
það átti erindi til borgarinnar.
Allt var það sjáifsagt og velkomið.
Ótaldar eru svo allar ánægju-
stundirnar er við áttum saman
með Guðbjörgu á heimili hennar
og okkar systkinanna.
Nú hefur Guðbjörg lokið göngu
sinni hér á jörð. Miklu og löngu
dagsverki er lokið. Hún lauk því
með sóma. Eftir lifa endurminn-
ingarnar. Þær eru bjartar og ylja
um hjartarætur.
Með þessum fátæklegu orðum
þakka ég Guðbjörgu samfylgdina.
Ég bið þann er sólina skóp að lýsa
henni og leiða inn í framtíðarland-
ið.
Farðu svo í friði, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gunnlaugur Lárusson
Guðbjörg var fædd að Skriðnes-
enni í Strandasýslu. Foreldrar
hennar voru Kristín Indriðadóttir.
frá Ey A-Húnavatnssýslu og
Brynjólfur Lýðsson frá Skriðnes-
enni. Þegar Guðbjörg var þriggja
ára fluttu foreldrar hennar að Éy
í A-Húnavatnssýslu og bjuggu þar
síðan. Guðbjörg var fljótt dugmik-
il og fór að hjálpa til, enda var
hún sterkbyggð, ósérhlífin og
viljasterk. Ung að árum fór hún til
Reykjavíkur og stundaði hvaða
vinnu sem til féll. Hún vann í fisk-
vinnu og varð fljótlega virkur fé-
lagi í V.K.F. Framsókn og var þar
heiðursfélagi. Einnig gekk hún í
Alþýðuflokkinn. Jafnaðarstefnan
var hennar hjartans mál. Svo var
hún einnig heiðursfélagi í
Kvennadeild Slysavarnafélagsins.
Hún vann ómælda vinnu fyrir
þessi félög. Guðbjörg vann mikið
fyrir barnaheimilið Vorboðann,
sem var í fjölda ára starfræktur
af Verkakvennafélaginu Fram-
sókn, Þvottakvennafélaginu
Freyju og Mæðrafélaginu. Það
starfaði síðustu árin í Rauðhólum.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
gaf þessum félögum húsið, svo þau
gætu haft samastað með starf-
semina, og var kosin nefnd sem
átti að koma þessu af stað. Og með
dugnaði og samheldni kvennanna
gekk þetta allt. Þær héldu basara,
hlutaveltur gengu út um bæinn og
fyrir forstjóra og alla sem hugs-
anlegt var og margir tóku þeim
vel, og allt gekk þetta. Mörg fátæk
börn nutu starfsemi og umhyggju
þessara góðu kvenna 2 mánuði á
sumri og eiga góðar minningar úr
Rauðhólum. Það var aldrei í þá
daga spurt hvað fæ ég fyrir þetta.
Nei, það var svo sjálfsagt að slíkt
var aldrei nefnt. Þessi starfsemi
hélt upp úr 1940 og fram til 1970.
Ég tel nú ekki upp fleiri félags-
störf Guðbjargar, það yrði svo
langt mál. En mig langar að minn-
ast þess að við unnum saman í
félögum í 40—50 ár, og fyrir rétt-
um 40 árum flutti ég í Meðalholt 9
beint á móti Guðbjörgu og Vigdísi
Wage, svo við vorum oft búnar að
hittast gegnum árin.
Helga Kristjáns-
dóttir - Kveöjuorð
Okkur systkinin langar til að
minnast ömmu okkar, Helgu
Kristjánsdóttur, og þakka fyrir
allar þær ánægjustundir sem við
áttum með henni, fyrst á Túngöt-
unni og síðan á Hagamelnum. Þar
var alltaf nóg hjartarúm og þang-
að gátum við komið með gleði
okkar og sorgir, og hún gaf sér
alltaf tíma til að hlusta á okkur og
gefa okkur góð ráð. Við minnumst
hennar líka úr afmælum okkar
þar sein hún lék sér með okkur og
mátti ekki á milli sjá hver
skemmti sér best, amma, við, eða
litlu afmælisgestirnir. Við vitum
núna að hún er komin í góðar
hendur Hans sem læknar öll mein.
Við óskum henni góðrar ferðar yf-
ir móðuna miklu þar sem afi bíður
hennar.
Litla sólargeislanum sem fædd-
ist sama dag og hún kvaddi, mun
er fram líða stundir verða sagt frá
ömmu Helgu og hversu góð hún
var.
Blessuð sé minning hennar.
Heiga, Þorgrímur,
Eiríka og Ragnheiður.
Mig langar til gamans að geta
þess að í síðustu kosningum, þá
gat hún kosið á staðnum, en það
var ekki við annað komandi en að
fara upp í Sjómannaskóla að kjósa
og hringja í vinkonu sína í V.K.F.
Framsókn að sækja sig. Þetta er
smálýsing á stefnufestu hennar.
Guðbjörg var tvívkænt. Fyrri
maður hennar var Hannes Éin-
arsson, sjómaður. Eignuðust þau
eina dóttur, Selmu, sem gift er
Ríkharði Pálssyni, tannlækni, og
eiga þau tvo uppkomna syni.
Hannes andaðist eftir margra
mánaða erfiða sjúkdómslegu. Þá
var dóttirin 7 ára. Nú var að duga
eða drepast. Lífið hélt áfram, nú
var að koma Selmu til manns og
það gerði hún með sóma. Guðbjörg
var fjármálaritari V.K.F. Fram-
sókn og fylgdi Selma mömmu
sinni, þegar hún var ekki í skóla.
Allt gekk þetta vel. Guðbjörg kom
henni vel til manns, og er hún
dugnaðarmanneskja. Seinni mað-
ur Guðbjargar var Lárus Hans-
son, innheimtumaður hjá Reykja-
víkurborg. Hann var ekkjumaður
og átti uppkomin börn, og var
mjög náinn vinskapur með börn-
um og barnabörnum Lárusar.
Guðbjörg átti mjög góð ár með
Lárusi, þau fóru mikið í ferðalög
saman, sem hún hafði mjög gam-
an af, einnig var Lárus félagslynd-
ur, tók vel á móti gestum og gang-
andi. Guðbjörg hafði pláss bæði
fyrir matar- og gistirými, þó íbúð-
in væri ekki stór.
Guðbjörg er kvödd af öllum sín-
um nánustu með þakklæti. Hún
átti góða fjölskyldu, innileg vin-
átta ríkti milli systkina hennar
alla tíð.
Selma og fjölskylda hennar
voru hennar augasteinar. Þau
voru öll reiðubúin að gera allt
fyrir hana sem hægt var. Og
kveðja þau hana með söknuði. En
stundin var komin og ekki þýddi
að deila við dómarann. Við vin-
konurnar kveðjum Guðbjörgu og
geymum minningarnar um allar
ánægjustundirnar sem við áttum
saman. Einnig flyt ég kveðju frá
Ástu, dóttur Vigdísar Wage, vin-
konu okkar. Við biðjum Guðbjarg-
ar og fjölskyldu hennar allrar
Guðs blessunar.
„Far þú í fridi,
friður (iuð.s þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
(»uð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoHN þú hljóta skalt.“
María, Lára, Sigríður.