Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
38
Ragnheiður Ara-
dóttir — Minning
Fædd 23. september 1933
Dáin l.júlí 1982
Komið er að kveðjustund. Hníp-
in stöndum við, smá og lítils
megnug. Minningarnar hrannast
upp frá góðum stundum, er ég átti
með Ragnheiði.
Ragnheiður Aradóttir var fædd
að Brekku í Fljótsdal hinn 23.
september 1933, dóttir hjónanna
Sigríðar Soffíu Þórarinsdóttur og
Ara Jónssonar læknis. Hún ólst
upp ásamt einkasystur sinni,
Ernu, á Héraði í fögru og tignar-
legu umhverfi við mikið ástríki
foreldra sinna.
Að loknu stúdentsprófi og námi
í París, giftist Ragnheiður eftirlif-
andi manni sínum, Sigurði Þ. Guð-
mundssyni lækni. Þau hófu bú-
skap sinn vestanhafs, þar sem
hann stundaði framhaldsnám.
Meðan á námi hans stóð, veiktist
hann og sýndi þá Ragnheiður mik-
inn styrk, sem hann ætíð mat mik-
ils.
Ragnheiður starfaði um árabil
hjá Loftleiðum, bæði vestanhafs
og hér heima. Ragnheiður og Sig-
urður reistu sér nokkru eftir
heimkomu sína, fagurt heimili að
Barðaströnd 1 á Seltjarnarnesi.
Oft er erfitt að halda lífsins
ljósi skæru og tindrandi á storma-
samri jörð. En er veraldarfjötrar
bresta og sálin svífur laus allra
þjáninga mót eilífðarljósi til
Hans, sem öllu ræður, er það
huggun harmi gegn að vita
Ragnheiði ganga léttstíga og glaða
hinn bjarta veg.
Ég votta Sigurði, Ernu og öðr-
um ættingjum innilega samúð
mína.
Asa Hanna Hjartardóttir
„Hlessi big blómjörð,
blessi þig úLsx*r,
blt-ssi þig heiður himinn.
Klski þig alheimur
eilifð þig geymi.
Signi þig sjálfur («uð.“
(Jóhannes úr Kötlum)
Þegar brimaldan hnígur og
öldurótið lægir, felllur kyrrðin á.
Að þessu sinni er hún djúp og höfg
— nístandi. Að nýju gárast haf-
flöturinn og skolar þá að landi
bárum minninganna um látna
æskuvinkonu, sem eru á þann veg,
að þær „leiða í hug minn fagurt
endurskin".
Ragnheiður Aradóttir var fædd
23. september árið 1933 að Brekku
í Fljótsdal, dóttir hjónanna Sig-
ríðar Þórarinsdóttur frá Valþjófs-
stað og Ara Jónssonar frá Húsa-
vík, héraðslæknis á Fljóts-
dalshéraði. Þau hjón voru um
margt ólík, en sterkustu eðlis-
þættir þeirra beggja nutu sín vel
hlið við hlið og mótuðu það fjöl-
breytta og skemmtilega menning-
arheimili, sem læknisheimilið var
— einn af þeim burðarásum, sem
íslenzk menning hefur hvílt á um
aldaraðir.
Við þennan trausta bakhjarl
ólust upp dæturnar tvær, Ragn-
heiður og Erna, umvafðar ást og
umhyggju foreldranna.
Bjarmi frá heimi uppvaxtarár-
anna birtist oft hjá Ragnheiði,
sem ívaf í frásögn eða málefni líð-
andi stundar. Það fór ekki hjá því,
að æskuheimilið mótaði hana. Þar
fékk hún gott veganesti.
Allt frá barnaskólaárum höfum
við Ragnheiður átt ótaldar sam-
verustundir og verið tengdar órofa
tryggðaböndum.
Æskuárin milli fermingar og
tvítugs eru oft frjórri en önnur og
verða vart skýrð með orðum.
Við nutum í ríkum mæli þessara
viðburðaríku og áhyggjulausu ára,
sem voru fyrir okkur eins konar
óður til gleðinnar og lífsins.
Að loknu stúdentsprófi stundaði
Ragnheiður nám í París. Nokkru
eftir heimkomuna, þann 14. janú-
ar 1959 giftist hún Sigurði Þ. Guð-
mundssyni lækni, og fluttust þau
þá til Bandaríkjanna, þar sem
hann stundaði framhaldsnám.
Heim sneru þau aftur árið 1964.
Heimili þeirra hjóna er glæsilega
prýtt listaverkum og fáséðum
munum hvaðanæva að úr heimin-
um. Þar voru ræktuð vináttu- og
skyldleikabönd. Þar sat gestrisni
þeirra og glaðværð í öndvegi.
Þangað var gott að koma og gam-
an að vera.
Þau Ragnheiður og Sigurður
ferðuðust mikið og höfðu yndi af.
Dvaldi Ragnheiður að auki oft
ytra. Það sannaðist á henni, að
„það tekur tryggðinni í skóvarp,
sem tröllum er ekki vætt“. Hvar
sem hún var stödd í heiminum þá
bárust mér alltaf frá henni kort
og stundum löng og ítarleg bréf,
gædd þeirri hlýju og elskusemi,
sem ætíð var hennar aðall.
Ragnheiður var meðalmann-
eskja á hæð, ákaflega fínleg, fríð
og gædd kvenlegum yndisþokka.
Fáguð framkoma var henni eigin-
/
leg og persónutöfra hafði hún í
ríkum mæli. Hún var því skraut-
jurt á akri samfélagsins.
A síðari árum tók veikleiki að
sækja að þessari fíngerðu jurt,
sem olli því, að oft drúpti hún
höfði. Með undraverðu þreki reisti
hún sig sífellt við. Naut hún þá
sem endranær ómældrar um-
hyggju og fórnfýsi eiginmanns
síns, svo og systur sinnar og mágs.
Hún átti og stóran frændgarð
og vinahóp, sem stóð þétt um hana
og studdi að megni. En hinn 1. júlí
sl. var lífsbikarinn tæmdur og hún
hné að fullu til foldar.
Vegir skiljast um stund. Ég bið
góðan Guð að varðveita Ragnheiði
í nýjum heimkynnum, sem hún
hafði bjargfasta trú á að biðu
okkar allra.
Ég kveð hana nú í þeirri vissu
að við hittumst á landi hinnar ei-
lífu æsku og njótum þar lífsins,
eins og við gerðum forðum í faðmi
fegurðar Fljótsdalshéraðs.
Birna Stefánsdóttir
Kveðja frá Kvenfélagi
Karlakórs Reykjavíkur
Með nokkrum orðum langar
okkur að minnast elskulegrar fé-
lagssystur okkar, Ragnheiðar
Aradóttur, er lést að heimili sínu
1. júlí.
Er góðir vinir falla frá, líða
minningarnar hjá hver af annarri.
Við minnumst hennar með gleði í
starfi og ferðalögum hér heima og
erlendis.
En hæst ber þó minninguna um
ferðalag er við fórum til Kína árið
1979. í þeirri ferð var Ragnheiður
fararstjóri. Þá naut hún sín vel,
þessi gáfaða og vel menntaða
kona, geislandi af gleði og fróð-
leik, og miðlaði okkur hinum.
Ég, sem þessar línur rita, var
svo lánsöm að vera herbergisfé-
lagi Ragnheiðar í þeirri ferð.
Verða það ógleymanlegar stundir,
sem mér ber að þakka.
Eiginmanni hennar, Sigurði Þ.
Guðmundssyni lækni, og aðstand-
endum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
Aradóttur.
F.h. kvenfélagsins
Guðrún Pétursdóttir
„Partir c’est mourir un peu“.
Það var birta og gleði yfir stúd-
entahópnum sem kvaddi Mennta-
skólann á Akureyri á fögrum júní-
degi 1955 eftir nokkur sameiginleg
ár við nám og leik. Náin persónu-
leg kynni myndast við það að
fylgjast að í skóla þar sem nem-
endur öðlast sameiginlegan
þroska og tengjast ósjálfrátt
sterkum böndum — jafnvel vin-
áttuböndum sem vara allt lífið.
Dvöl í heimavist og stöðugur sam-
gangur heimamanna við þá sem
þar búa skapa sérstök tengsl og
vináttu. Eftir á að hyggja er
manni Ijósara hve dýrmæt þau
kynni eru sem skapast við sameig-
inlega skólavist og hversu stór
þáttur þau eru í lífi hvers og eins,
ekki síst í hópi þar sem þessi
kynni eru síendurnýjuð á gleði-
stundum. Á þessum vordegi fyrir
27 árum var lífið framundan.
Skaphöfn hvers og eins átti enn
eftir að þroskast og mótast og
hver og einn átti eftir að mæta
sínum skapanornum.
Ein úr þessum hópi var Ragn-
heiður Aradóttir, austfirsk blóma-
rós frá Egilsstöðum sem bættist í
hópinn í 3. bekk. Hún var fædd og
uppalin á Héraði þar sem stóð
heimili foreldra hennar Ara
Jónssonar, héraðslæknis og Sig-
ríðar Soffíu Þórarinsdóttur. Árið
1959 giftist Ragnheiður eftirlif-
andi manni sínum, Sigurði Þ. Guð-
mundssyni, lækni. Þeim varð ekki
barna auðið. Ragnheiður lést á
heimili þeirra hjóna á Seltjarn-
arnesi 1. júlí og verður jarðsett í
dag í Reykjavík.
Ragnheiður varð eftirminnileg
þegar við fyrstu kynni og bar þar
margt til. Hún var glæsileg, gædd
miklum þokka og persónuleika.
Hún var skemmtilega greind, fé-
lagslynd og bjó í senn yfir skop-
skyni og persónutöfrum sem
óhjákvæmilega leiddu til þess að
hún var stolt og prýði bekkjarins
jafnt á skólaárunum sem árum
þeim sem á eftir komu. Hún var
aðeins eldri en flest okkar hinna
og kom þroskuð til náms og hins
margþætta félagslífs sem stunduð
var í MA þessi árin.
Einhvern veginn var það svo að
þó að þessi bekkur þætti engin
sérstök fyrirmynd í samheldni í
skólanum var engu líkara en
kynnin efidust með hverju árinu
sem leið og náðu e.t.v. hámarki er
mikil hátíð var haldin hjá norðan-
mönnum vorið 1980. Bekkurinn
okkar frá 1955 var nú allt í einu
kominn í hóp 25 ára júbílanta og
gekk glaðbeittur fram er fagnað
var aldarafmæli hins norðlenska
skóla. Mikil tilhlökkun ríkti er
nær dró afmælishaldinu og stór
hátíð haldin þessa ógleymanlegu
vordaga á Ákureyri. Það var
okkur því mikið harmsefni að ein
sú virkasta í hinum efldu kynnum
og endurfundum „eftirskólaár-
anna“ — skólasystir okkar Ragn-
heiður — var á sjúkrahúsi í
Reykjavík þessa eftirminnilegu
daga, en við vissum hvar hugur
hennar var bæði í þetta skipti og
síðar.
Ekki verður ævisaga Ragnheið-
ar Aradóttur rakin í þessum fáu
orðum. Fremur reikað aftur í tím-
ann og minnst stunda sem aldrei
koma aftur — en sem geyma líka
minningar sem ekki verða frá
okkur teknar. Flestar þeirra eru
það persónulegs eðlis að ekki
verða hér raktar en allar minn-
ingar sem Ragnheiði tengjast
minna á órjúfanleg tengsl hennar
við skólafélaga og vini og þau
tryggðabönd sem á þessum árum
voru hnýtt við gamla skólann og
allt sem honum fylgdi: kennara,
nemendur og líf og umhverfi
þeirrar Akureyrar er þá var.
Ragnheiður var mikill vinur vina
sinna og tryggðatröll öllum sem
henni kynntust.
Það segir sína sögu af frum-
kvæði hennar og vináttu við skóla-
félaga að þegar þau tímamót
komu í sögu bekkjarins, að hann
fagnaði 10 ára stúdentsafmæli,
voru Ragnheiður og Sigurður
fyrstu gestgjafar hópsins á heim-
ili þeirra og segja má að þar hafi
fyrstu skrefin verð stigin til
þeirra mörgu endurfunda er eftir
áttu að koma. Þegar litið er yfir
farinn veg er margs að minnast.
Eftir stúdentspróf fór Ragnheiður
ásamt fleiri skólasystrum suður
til Parísar þar sem í senn var
numið og notið lífsins í þeirri
glöðu borg. Þar var gaman að vera
gestur í þá tíð og lífið enn bjart
framundan eins og vorið 1955. í
janúar 1959 fylgdi Ragnheiður
manni sínum Sigurði til Banda-
ríkjanna þar sem hann stundaði
framhaldsnám í allmörg ár. Eftir
heimkomuna varð Sigurður fljót-
lega eins og einn úr bekknum,
samlagaðist fljótt þessum hóp
norðanmanna sem aldrei þreytt-
ust á að rifja upp skemmtisögur
úr skóla.
Sigfás Sigfússon
málari — Minning
Fæddur 24. október 1900
Dáinn 2. júlí 1982
Óðum er aldamótakynslóðin að
hverfa héðan úr heimi og vonandi
þá til betri heima. Eitt þeirra
aldamótabarna sem hvatt er í dag
hinztu kveðju er Sigfús Sigfússon
málari, sem fæddur var aldamóta-
árið. Þessi kynslóð hefur lifað
meiri umbrota- og breytingatíma í
okkar þjóðfélagi en nokkur fyrri
genginna kynslóða, breytingar frá
því að þurfa að berjast fyrir til-
veru sinni frá degi til dags til alls-
nægtar þjóðfélagsins sem við
búum við í dag. Því ber okkur sem
yngri erum að þakka og virða það
sem aldamótakynslóðin hefur gert
fyrir okkur, því allt okkar líf og öll
okkar tilvera grundvallast fyrst
og fremst af dugnaði og ósérhlífni
þessarar kynslóðar.
Sigfús var fæddur í Reykjavík
24. október aldamótaárið og bjó
alla sína ævi í Reykjavík að und-
anskildum námsárum sínum í
Kaupmannahöfn. Hann var sonur
Ástríðar Sigurðardóttur og Sig-
fúsar Sveinbjörnssonar. Hann ólst
upp við öll almenn störf sem ungl-
ingum þeirra tíma stóðu til boða.
Hann var meðal annars skipsmað-
ur á togaranum Jóni forseta svo
og á ms. Goðafossi þá unglingur
að árum.
Um tvítugt réðst Sigfús í það
þeirra tíma þrekvirki að halda til
Kaupmannahafnar til bakara-
náms án nokkurar utanaðkomandi
aðstoðar. Hann lauk þar námi í
kökugerð (kondidori) og voru þessi
námsár hans honum ávallt mjög
minnisstæð. Sérstaklega mat
hann mikils hina dönsku stundvísi
og áreiðanleika í peningamálum.
Þessir tveir eðalkostir voru æ síð-
an hans mottó í lífinu.
Að loknu námi starfaði Sigfús í
nokkur ár að bakaraiðninni en
vegna atvinnusjúkdóms varð hann
að hætta því. Hann hugsaði oft
með söknuði til kökugerðarinnar.
Hann sneri sér þá að málara-
námi sem síðar varð hans æfi-
starf. Starfaði hann hjá ýmsum
málarameisturnum og verktaka-
fyrirtækjum og gat sér hvarvetna
hið besta orð sem vandvirkur og
samviskusamur fagmaður. Sín
síðustu starfsár vann Sigfús hjá
Útfararstofnun Eyvindar Arna-
sonar og rómaði hann mjög hús-
bændur sína þar, sem nú í dag búa
honum hina hinstu hvílu, en hann
starfaði þar til sjötíu og sjö ára
aldurs.
Sigfús var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Kristrún Frans-
dóttir. Þau áttu saman einn son,
örn sem er vélstjóri hjá skipa-
deild SÍS. örn er kvæntur Hildi
Þórlindsdóttur og eiga þau saman
tvo syni Rúnar og Guðna. Sigfús
og Kristrún slitu samvistum. Önn-
ur kona Sigfúsar var Hulda Guð-
jónsdóttir. Þau áttu saman tvær
dætur Erlu og Gýðu. Erla á fimm
börn en þau eru: Margrét, Sigfús,
Ástríður, Bára og Einar Páll.
Gyða sem gift er undirrituðum á
fjögur börn en þau eru Ingólfur,
Hulda, Jóhannes Jökull og Sigrún.
Sigfús og Hulda slitu einnig sam-
vistum. Eftirlifandi eiginkona
Sigfúsar er Sigrún Stefánsdóttir.
Þau gengu í hjónaband á efri ár-
um og hafa átt saman mörg góð
ár. Sigrún er nú sjúklingur á
Landakotsspítala og getur því ekki
fylgt eiginmanni sínum til grafar.
Sigfús gat verið hrjúfur í fram-
komu en undir niðri sló þó stórt og
viðkvæmt hjarta. Það má best sjá
á því hvern hug hann bar til lát-
innar móður sinnar, serr> hann
unni mjög, að vikulega í áratugi
vitjaði hann leiði hennar í kirkju-
garðinum við Suðurgötu og dvaldi
þar um stund. Þegar hann heilsu
sinnar vegna treysti sér ekki til að
fara sjálfur fékk hann aðra fyrir
sig a.m.k. á stórhátíðum.
Sigfús starfaði mikið að félags-
málum, sat um árabil í stjórn Mál-
arafélags Reykjavíkur og var oft
fararstjóri í skemmtiferðum þess
um landið. Hann var mjög fróður
um öræfi og náttúru Islands enda
mikill náttúruunnandi. Hann var
einn af stofnendum Ferðafélags
íslands og ferðaðist mikið um
landið með því ágæta félagi gegn-
um árin. Þá var hann alla tíð
sannur sjálfstæðismaður og var
virkur félagi í sjálfstæðisfélaginu
Verði í áratugi.
Þegar ég kynntist Sigfúsi fyrir
þrjátíu árum komst ég fljótlega að
því að einn hans bestu vina var
heimsborgarinn og góðmennið
Geir heitinn Aðils. Hafði þeirra
vinskapur hafist á námsárum
þeirra beggja í Kaupmannahöfn,
en Geir nam þar arkitektúr. Faðir
minn Ingólfur Matthíasson átti
einnig Geir að sínum besta vini
uppi á íslandi áður en Geir hélt til
náms ytra. Þó þessir tveir menn
faðir minn og tengdafaðir ættu
þarna báðir sameiginlegan góðan
vin, þá þekktust þeir ekki. Ég
minnist á þetta þar sem mér
fannst það ákaflega skemmtilegt,
að faðir minn sem lést langt um
aldur fram og tengdafaðir minn
sem síðar varð skyldu báðir eiga
einn og sama góðvininn án þess þó
að þekkjast. Þannig eru vegir lífs-
ins órannsakanlegir.
Að lokum vil ég þakka Sigfúsi
allt þar sem hann hefur gert fyrir
mig og fjölskyldu mína á liðnum
árum. Þau eru ófá pensilförin sem
hann hefur skilið eftir sig hjá
okkur, fyrst í Kópavoginum og síð-
ar á Nesinu. Á meðan kraftar ent-
ust var hann boðinn og búinn til
að aðstoða okkur við hvað sem
var, því að hans áliti var ekkert of
gott fyrir börn hans og framtíð
barnabarnanna.
Ég sendi eiginkonu hans, börn-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Minning um góðan
mann mun geymast.
Jóhannes Ingólfsson