Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 47
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 4 7 vörnum við. Eins islenskra króna, • Paolo Rossi skorar þriðja mark sitt gegn Brasilíu, og tryggir ltalíu áframhald í HMkeppninni. Peres, markvörður Brasilíu, kemur engum og frægt er orðið lenti Rossi i mútuhneyksli á Ítalíu og lék ekki knattspyrnu í tvö ár. Þrátt fyrir það var hann keyptur af Juventus á 21 milljón án þess að hann léki nokkuð með liðinu. Nú er það mál manna að hann hafi hekkað í verði um 15 milljónir isl. króna. Rossi sýndi sitt rétta andlit ftalinn Paulo Rossi hefur þurft að ganga í gegnum margt á síðastliðn- um fjórum árum. Hann var aðeins 21 árs að aldri er hann lék með Sjá íþróttir á bls. 30—31 landsliðinu i Argentínu fyrir fjórum árum og þótti þá leika frábærlega vel. Eftir þá keppni var hann hæst- launaðasti leikmaður á Ítalíu, varð sér siðan til skammar í mútu- hneykslinu fræga og nú skín frægð- Enzo Bearzot, þjálfari Itala: „Eg verð einn eftir um borð ef báturinn sekkur" ENZO Bearzot, þjálfari ítalska landsliðsins, tók við því 1977 og hef- ur síðan unnið hörðum höndum að þvi að breyta leik liðsins. Liðið hefur alltaf leikið mjög neikvæðan fót- bolta, eins og leikmenn venjast hjá félagsliðum sínum. Hjá liðum sínum læra þeir, að eins marks forysta sé nokkuð sem eigi að varðveita með því að leggj- ast í vörn, og eru ítölsk lið löngum þekkt fyrir slíka knattspyrnu. Hvort sem liðið fer eftir skipunum Bearzot eða ekki tekur hann fulla ábyrgð á úrslitum leikja. „Ef báturinn sekkur verð ég sá eini sem verð eftir um borð,“ sagði Bearzot er ítalirnir léku í forriðl- unum á Spáni og þóttu standa sig illa. „Ég trúi á það sem ég er að gera og hér er það ég sem ræð. Þið getið kennt mér um mistökin, ef okkur gengur illa í keppninni," sagði hann. Bearzot hefur stýrt liðinu í þremur stórmótum síðan hann tók við því. HM-keppninni nú og 1978 og Evrópukeppninni 1980, og hef- ur liðið alltaf verið eitt af fjórum efstu. Hann segist þó eiga einn mjög slæman óvin í sambandi við þjálfun landsliðsins, ítölsku 1. deildina. „Allt verður að lúta í lægra haldi fyrir henni, jafnvel heimsmeistarakeppnin," segir hann. „Ég næ leikmönnum ekki saman fyrr en á síðustu stundu, oftast örþreyttum eftir hina hörðu 1. deildar keppni." Bearzot vill ekki blanda saman knattspyrnunni og einkalífinu, og koma eiginkona hans og börn aldrei fram opinberlega. Hann ætur sömu reglur fyrir leikmenn Pólski þjplfarinn hræðist Italina Antoni Piechniczed, þjálfari Pólverja, og hans menn voru mjög óánægðir með það að ftalir skyldu vinna Brasilíu og komast áfram. „Okkur hcntar mun betur að leika gegn liði eins og Brasilíu," segir Antoni. „Þeir hefðu leyft okkur að spila aftarlega og beita skyndi- sóknum, alveg eins og ftalirnir gerðu. Ég er verulega hræddur vjð ftalina. Leikskipulag þeirra er mjög gott og nýta þeir sér það frábærlega vel með sterkri vörn, öruggri miðju og stórhættulegum sóknarlotum." Liðin eigast við í dag kl. 15.15 í undanúrslitunum. Besti maður Pólverjanna, Boniek, er í leik- banni í leiknum í dag, og einnig Gentile hjá ftalíu. Belgar hættir að gefa blóð HM-keppnin í knattspyrnu hefur víða áhrif, ekki aðeins á Spáni. f Belgíu kvartar Rauði Krossinn yfir þvi að vegna HM-keppninnar séu Belgar hættir að gefa blóðbankanum þar í landi vökva sinn. Segja starfsmenn Rauða Krossins, að Belgar fari frekar heim að horfa á sjónvarpið þcssa daganna að vinnu lokinni heldur en að lita við með blóðgjafir. Talsmaður RK sagði: „Venjulega erum við í engum vand- r»‘ðum að safna bióði allan júní. Þá verður venjulega samdráttur vegna sumarleyfa. Þessi samdráttur byrj- aði að þessu sinni um leið og HM-keppnin hófst." sína, skammar þá aldrei né Iofar opinberlega. „Allir hafa rétt á að lifa lífinu eins og þeir vilja, nema það komi niður á liðinu," segir hann um leikmenn sína, og krefst hann þess að aðrir þjálfarar beri sömu virðingu fyrir leikmönnum „Ég þakka Santana, þjálfara Brasilíu, fyrir það hve góðum orð- um hann fór um lið mitt. Ég get því miður ekki sagt það sama um Menotti, þjálfara Argentínu," sagði Bearzot, en Menotti deildi mjög harkalega á hann eftir leik liða þeirra. arsól hans bjartar en nokkru sinni áður, eftir leikinn við Brasilíu, er hann skoraði þrjú mörk og tryggði ítölum sæti í undanúrslitum. Fyrir keppnina á Spáni sögðu talsmenn ítalska knattspyrnu- sambandsins Rossi ekki vera í fullri æfingu. „Mér líður mjög vel andlega, en enginn getur verið í fullri æfingu eftir aðeins fimm leiki, eftir tveggja ára hvíld. í þessu ástandi getur enginn ætlast til þess að ég leysi öll vandamál ítalska landsliðsins." Hann kom lítið við sögu í fyrstu fjórum leikjum Ítalíu í keppninni, skoraði ekkert og var tekinn út af í leiknum við Perú. Þá var hann tekinn út af 20 mín. fyrir leikslok gegn Argentínu. En á mánudaginn komst hann í sitt gamla, góða form og nýtti sér til fullnustu mis- tökin í vörn Brasilíu. Rossi var seldur til Vicenza, fyrir 6 miljónir dollara, ári eftir HM-keppnina í Argentínu. „Þetta er nú ein af vitleysunum sem ég hef lent í,“ segir hann. „Hvernig getur nokkur leikmaður verið svo mikils virði? Ekki er hægt að meta líf mannsins til fjár, en ég held að enginn geti verið svona dýrmætur." Hidalgo hræðist Hrubesch mest Franski þjálfarinn Hidalgo, sagði í gær að hann væri hræddur við að leikmenn sínir yrðu ekki nógu ákveðnir til að vinna Þjóðverjana. Hann sagði að þeir væru svo ánægð- ir með hvað þeir hefðu náð langt nú þegar. „Við erum mjög ánægðir, en við verðum að vinna," sagði hann. „Mikilvægast er að halda leikgleð- inni sem einkennt hefur leik okkar undanfarið," sagði Hidalgo. Hann bætti síðan við: „Við verðum að hugsa meira um gæði Ieiksins en úrslitin. Ég er ábyrgur fyrir úr- slitunum, sérstaklega ef þau eru slæm, en leikmennirnir eru ábyrg- ir fyrir gæðum leiksins.“ Hidalgo sagðist vera hræddast- ur við Hrubesch af Þjóðverjunum, vegna þess hve geysilega sterkur hann væri í skallaeinvígjum. Frakkar eru ekki vanir háum fyrirgjöfum að marki andstæð- inganna í deildarleikjunum heima fyrir, og hefur Ettori markvörður t.d. átt í nokkrum erfiðleikum með þá hlið markvörslunnar. „Við vitum hve góður Hrubesch er, og verðum að reyna að finna ráð til að stöðva hann,“ segir Hidalgo. • Hidalgo þjálfari Frakka. Þjóðverjar taplausir gegn Evrópu- þjóð í 4 ár Karl-Heinz Rummenigge, Knattspyrnumaður Evrópu, er ekki enn orðinn góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið, og mjög litlar líkur eru á því að hann leiki með Þjóðverjum gegn Frökk- um í dag. Vestur-Þjóðverjar hafa verið taplausir gegn Evrópuliðum í fjögur ár og vilja að sjálf- sögðu ógjarnan tapa í dag. Nokkur vandræði eru í her- búðum Evrópumeistaranna vegna annarra meiðcla. Sex leikmenn eru meiddir á einhvern hátt, en enginn þeirra eins alvarlega og Rummenigge. Eru það Uwe Reinders, Wolfgfang Dremmler, Klaus Fischer, Manny Kaltz, Hans Peter Briegel og Uli Stielike. Búist er viö að þeir leiki allir með. Rummenigge lék aðeins fyrri hálfleikinn í 2—1 sigr- inum gegn Spáni og æfði mjög lítið á þriðjudaginn. „Ef þetta lagast ekki, verður betra fyrir hann að bíða og leika úrslitaleikinn, eða leik- inn um þriðja sætið,“ sagði Jupp Derwall, þjálfari Þjóð- verjanna. Auðvitað mun vanta mikið í liðið, leiki Rummenigge ekki með, en Þjóðverjar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp, og enginn þarf að búast við að þeir leggi árar í bát þó besta mann þeirra vanti. Frakkar munu örugg- lega veita þeim harða keppni í leiknum, en þeir hafa ein- mitt leikið mjög vel undan- farið. Bæði lið byrjuðu af- skaplega illa í keppninni, Þjóðverjarnir töpuðu fyrir Alsirbúum, sem frægt er orð- ið, og Englendingar sigruðu Frakka. En þeir leikir eru nú að baki og skipta ekki máli. Nú er að duga eða drepast því úrslitaleikur heimsmeistara- keppninnar er í veði. Þjóðverjarnir komu ekki til Seville fyrr en í gærkveldi, en leikurinn hefst þar kl. 19.00 í kvöld. „Við ætluðum að koma fyrr, en Frakkarnir höfðu pantað hótelið sem við höfð- um mestan áhuga á,“ sagði Derwall. Þess vegna voru Þjóðverjarnir svo lengi í Madrid, og bundu þar enda- hnútinn á undirbúning sinn fyrir leikinn. Golf hjá Einherjum Einherjakeppnin i golfi — keppni þeirra kylfinga sem hafa náð þvf takmarki að fara „holu í höggi“ verður á Nes- vellinum á laugardaginn kemur og hefst hún kl. 10.00 f.h. Skráning er í golfskálanum á Nesinu, sími 17930. Frá Knattspyrnu- skóla Fram Fjóröa nárnskeið skólans hefst 12. júlí og stendur til 22. júlí. Eldri hópur kl. 9—12, yngri hópur kl. 13—ib. 5. námskeió frá 26. júlí — 6. ágúst. 6. námskeið frá 9. ágúst — 20. ágúst. Allar nánari upplýsingar í FramheimiHnu í síma 34792.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.