Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982
I
leiðinni
Iáraraðir hafa menn haldið
að hver væri síðastur fyrir
Brésnef forseta Sovétt.
Reglulefta berast fréttir vestur
yfir um bága heilsu forsetans:
Hann á að þjást af krabba-
meini í kjálka, hjartasjúk-
dómi, liðabólgum, hvítblæði,
þvagsýrugigt, þembu og
vöðvarýrnun með lömunar-
einkennum, svo fátt eitt sé tal-
ið.
En Brésnef þraukar. Nú
þykjast þó Sovétt-fræðingar
þess vissir að komin séu lokin
í stjórnartíð hans: Það blikar
orðið í hnífana: KGB-foring-
inn, Andropov er kominn í
gott færi við stólinn!
Brésnef
dauður.
Bihdan
mistök"
starandi útí blámann: gamall
maður, hrörlegur, breyskur. I
annarri jarðarför nokkru síð-
ar sást hann vatna músum. Og
stuttu seinna komst sá orð-
rómur á kreik, að
væri raunverulega
Sovétt-fræðingurinn
Nahaylo segir að slík
séu ekki slysni, heldur skipu-
lögð í æðstu stöðum í pólitísk-
um tilgangi.
Galina, hin 53ja ára dótt-
ir Brésnefs, var ná-
kunnug „Tataranum
Boris" og Anatoly Koleavtoe,
Sovétt-
fræðingar telja
aö lokin séu komin í
stjórnartíö Brésnefs; þaö blikar oröiö í hníf-
ana...
étta og Vesturlandamanna á
læknasviðinu — og má kalla
að þau skipti séu öll á eina
lund: Vestrænir gefendur og
Sovéttar þiggjendur. Tíðast
fara Sovéttar mjög leynt með
heilsufar ráðamanna sinna,
nema það vissu allir að
McGehee Harvey, læknapróf-
essor við John-Hopkins-
háskólann, var á sínum tíma
eins konar hirðlæknir Krúsj-
ofs.
Einhverju sinni sendu Sov-
éttar eftir bandarískum lækni
einum, sem vann að merki-
legum tilraunum á tilteknu
sviði læknisfræðinnar. Hann
fékk hinar bestu móttökur í
Moskvu, og starfsbræður hans
þar tóku að sýna honum sov-
éskt „tilfelli“. En það tilfelli
var í ítarlegum skýrslum og
röntgenmyndum, og sá banda-
ríski fékk ekki að sjá sjúkling-
inn fyrr en eftir nokkrar for-
tölur. Þá var hann dreginn
fyrir mann, sem virtist all-
miklu brattari, en rannsóknir
sovésku læknanna gáfu til
kynna! Knaus hefur eftir
bandaríska lækninum, sem
óskaði nafnleyndar:
„Ég komst aldrei að því, en
ég er viss um að „sjúklingur-
inn“ var bara venjulegur
verkamaður, og ég efa stór-
lega, að Sovéttarnir hefðu lagt
á sig allt ómakið og alla leynd-
ina einungis vegna hans. Nei,
ég er sannfærður um að hér
átti háttsettur maður hlut að
máli!“
Gamalmennin í Kreml — vestræn lyf halda í þeim líftórunni...
Ekki alls fyrir löngu birt-
ist háðsk ádeilugrein í
tímaritinu Avrora í
Leníngrad. Greinina skrifaði
Viktor Golyavkin, háðfugl í
Sovétt, og þótti hún tíðindum
sæta, því tímaritshefti þetta
var helgað 75 ára afmæli
Brésnefs. Golyavkin segir
sögu af „frábærum" rithöf-
undi nokkrum, sem „heldur
áfram að lifa og öllum til
undrunar leiðir ekki einu sinni
hugann að því að deyja!" Goly-
avkin lætur í ljós þá einlægu
von sína, að þessi „afburða-
maður“ ljúki verkum sínum í
snarhasti og taki sér sæti, sem
allra fyrst, við hlið Balzacs,
Dostoyevskis og Tolstoys í
öðrum heimi. Vestrænir fræð-
ingar í Sovétt voru ekki lengi
að leggja saman tvo og tvo;
Brésnef er nefnilega „frábær"
rithöfundur með Sovéttum og
hefur meðal annars fengið
Leninverðlaunin fyrir endur-
minningar sínar!
Sovéska sjónvarpið gerir
sér jafnan far um að
sýna forseta sinn sem
hressilegastan, þó hann gangi
ekki heill til skógar, en tvíveg-
is hefur brugðið útaf þeirri
venju á þessu ári. Þegar Sus-
lov var jarðaður í janúar sl.,
birtust myndir af Brésnef
forstjóra fjölleikahúss Sovétta
— en þeir voru svindlarar
miklir og sitja nú á fangabekk.
Sá sem gekk næst Andropopov
í tignarstiganum í KGB, Sem-
en Tsvigun, vildi á sínum tíma
handtaka þessa menn báða, en
Suslov afstýrði því, svo
hneykslið kæmist ekki í há-
mæli. I kjölfar þess stytti
Tsvigun sér aldur, og hvorki
Brésnef né Suslov skrifuðu
undir minningarorð um hann í
Izvestia 22. janúar sl., sem er
þó vani, þegar svo háttsettur
embættismaður hrekkur upp-
af. Nokkrum dögum síðar var
Suslov sjálfur allur, og á með-
an Brésnef syrgði félaga sinn,
lét KGB til skarar skríða og
handtók „Tatarann Boris" og
stuttú seinna einnig Kole-
vatov. Fundust á heimili hins
síðarnefnda miklir fjársjóðir:
demantar og erlendur gjald-
eyrir að verðmæti milljón
bandarískra dollara.
Þar að auki er Juri, sonur
Brésnefs, undir smásjá KGB.
Orðsporið segir hann hafa
dregið sér fé og misnotað
opinbera sjóði sem aðstoðar-
viðskiptamálaráðherra. Þess-
ar fregnir munu þó ekki stað-
festar, en ljóst er þó, að
höggvið hefur verið nærri
Brésnef. Sú dýrðlega mynd
sem jafnan hefur verið sýnd í
Sovétt af leiðtoganum er ekki
söm og áður og því eðlilegt að
menn spyrji hvað sé að gerast.
Víst þykir að Andropov,
KGB-foringinn, hafi staðið á
bak við þessa aðför að Brésn-
ef, enda hefur hann nú fengið
stöðuhækkun í kjölfarið og er
þessa stundina, sem fyrr segir,
talinn líklegastur eftirmaður
hans.
Vísbendingarnar eru ýmsar
fleiri um að nú taki að styttast
forsetalíf Brésnefs, og þykir
sérfróðum mönnum um Sov-
étt, að framgjarnir foringjar í
þessu dýrðarriki kommúnism-
ans bíði þess nú með óþreyju,
að Brésnef syngi sitt síðasta.
eir eru líka margir á
Vesturlöndum, sem ekki
myndu syrgja Bréfsnef
dauðann, fremur en aðra
kommúnistaleiðtoga. Samt
eru það Vesturlandamenn sem
í rauninni halda líftórunni í
gamalmennunum í Kreml.
Meðalaldur Sovéttleiðtoga er
um 70 ár — og Stephen Const-
ant skrifaði eitt sinn um það
pistil í Sunday Telegraph,
hvernig vestræn lyf héldu líf-
inu í þeim gamlingjum. Leið-
togar Sovétta búa við ein-
hverja fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu, sem völ er á
hér í heimi, og sú þjónusta
byggist á vestrænum tækjum
og lyfjum.
Háttsettur læknir í Sovétt,
lét eitt sinn svo um mælt við
bandarískan starfsbróður:
„Ég hef fylgst með Brésnef
forseta i sjónvarpi og á opin-
berum mannamótum. Hann
stendur sig eins og hetja. Satt
best að segja, er ég steinhissa
að kallinn skuli enn standa í
báðar fætur. Ef þú hefðir
spurt mig árið 1970 og beðið
mig að spá um lífdaga hans,
hefði ég ekki hikað við að full-
yrða, að hann yrði steindauður
innan árs.“
En alltaf lifir Brésnef og
það er fyrir vestræna hjálp.
Hann gengur nú fyrir hjarta-
gangráði, smíðuðum að banda-
rískri fyrirmynd og færustu
læknar í Bretaveldi hafa
leiðbeint starfsbræðrum sín-
um sovéskum um lyfjagjöf til
forsetans, svo hann megi nú
tóra sem lengst. Þannig leggj-
ast Vesturlandamenn á eitt,
að halda lífinu í Brésnef
gamla, sem jafnvel félagar hans
í æðstu stjórn Kommúnista-
flokksins eru orðnir fullsaddir
á og bíða óþreyjufullir eftir að
gefi upp öndina.
William A. Knaus, virt-
ur læknir í Banda-
ríkjunum, hefur sent
frá sér bókina Inside Russian
Medicine. Þar segir hann
nokkuð af samskiptum Sov-
En það er semsé ekki útí
bláinn að fullyrða, að ef
vestræn læknishjálp
hefði ekki borist austurfyrir,
væri Brésnef kannski dauður
fyrir tíu árum. Hvað hefði þá
orðið um Angóla, Eþíópíu,
innrás Víetnama í Kambódíu,
aukin ítök Sovétta í Mið-Ame-
ríku, Afghanistan og Pólland?
Vísast hefði ekkert breyst um
landvinningastefnu Sovétta.
Stephan Constant, sá er skrif-
aði pistilinn í Sunday Tele-
graph finnst það orðinn fýsi-
legur mótleikur gegn komm-
únismanum, að taka fyrir alla
læknishjálp austuryfir!
Gleymum ekki, segir Const-
ant, að meðalaldurinn í Kreml
er 70 ár og það er sýnt að kall-
ar þar á bæ gerast ekki deigari
með aldrinum. Og gleymum
ekki heldur því, að hin dýra
vestræna læknisaðstoð, fer
ekki til verkamannsins í Sov-
étt, heldur beint til aðalsins í
Kreml. Og ef einhverjum
fyndist það siðferðilega rangt,
skrifar Stephan Constant í lok
greinar sinnar, að neita
gamalmennum kommúnism-
ans um læknishjálp, þá skal
rifjað upp, að sjálfur Hippó-
krates neitaði á sinni tíð
Persakóngi um læknishjálp!
Ég er fæddur í heiminn til
að lækna landa mína, ekki
fjandmenn þeirra, á höfundur
lækniseiðsins að hafa sagt.
Jakob F. Ásgeirsson