Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 Kerfilsúpa Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍDSDÓTTIR Við höldum áfram aö huga að afurðum gróðurríkisins, höldum okkur við grænmeti og annað góðmeti. Spán.skur kcrfill er tröllvaxin jurt, sem vex víða í görðum. Kerf- illinn er ágætlega ætur, svo hann er borinn á borð hér í dag, notaður í súpii. Tómatar hafa verið seldir á sumarverði undanfarið, og eru vonandi enn, þegar pistillinn birt- ist. Af því tilefni kemur hér tómat- uppskrift, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Kerfillinn vex afar hratt, nær strax snemma sumars umtals- verðri hæð, og setur því skemmtilegan svip á garðinn. Hann er ekki bragðmikill, en gefur samt milt og mjúklegt bragð í þá rétti, sem hann er notaður í. Það er hægt að nota hann til að krydda fisksúpur og -sósur, með því að fínsaxa hann og bæta í rétt áður en maturinn er borinn fram. Það er ekki of oft nefnt að það er auðvelt að breyta brauðuppskriftum, m.a. með því að krydda brauðið. Og þar getur t.d. spánskur kerfill úr garðinum komið að góðu gagni. Saxið hann og blandið í brauð- deigið. Notið mikið eða lítið eftir smekk. Eins og þið sjáið er engin ástæða til að láta kerfilinn standa eingöngu til augnayndis, hann getur einnig glatt munn ykkar og maga. Yfirleitt er ráðlagt að nota allar jurtir fyrir blómgun. Þá eru þær oftast bragðmeiri. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nota þær eftir blómg- un. Reynið alltaf að taka minnstu biöðin, því þau eru nýsprottnust og væntanlega bragðmest. Það er varla hægt að ganga fram hjá hvönninni, þegar rætt er um nytjajurtir. Hvönnin hef- ur lengi verið notuð hér, ekki sízt ræturnar. Stönglarnir geta verið fínasta grænmeti, t.d. not- aðir líkt og sellerí, en þeir tréna eftir blómgun, og verða þá ekki eins ljúffengir. Erlendis er hægt að kaupa sykraða hvannaleggi til að nota í kökur, ekki síst krydd- og ávaxtakökur. Leggirn- r eru þá skornir í þunnar sneið- ar, sem eru soðnar í þykku sír- ópi, búnu til úr sykri og vatni. Síðan eru sneiðarnar látnar þorna á milli, og haldið áfram þar til sykurinn hefur soðið rækilega inn og myndar hjúp um jurtina. Ég veit til þess að þetta er gert hér á sumum heimilum. Það er of seint að nota hvönn nú sem grænmeti, vegna þess hve hún er orðin trénuð, en þið getið prófað að nota blöðin, líkt og áð- ur er nefnt með kerfilinn. Hrísgrjón eru einkar heppileg uppistaða í grænmetisrétti. Ef þið sjóðið hýðishrísgrjón ásamt lauk, búið til nokkurs konar ris- otto, þá er tilvalið að blanda alls kyns jurtum og grænmeti saman við hrísgrjónin. Þannig getið þið t.d. saxað kerfil- og/eða hvann- arblöð og blandað saman við hrísgrjónin, en einnig t.d. nokk- ur fífla- og hundasúrublöð. Sal- at, ekki sízt jöklasalat, er gott að saxa fínt og nota á þennan hátt. Það er spennandi og skemmti- legt að spreyta sig á að nota þessi nærtæku og hollu hráefni, og ekki spillir verðið fyrir. En athugið að tína aldrei jurtir rétt við bílvegi. Súpan er einföld í fram- kvæmd. Uppskriftin er miðuð við fjóra. 1 I vatn hæfilegur skammtur af græn- á síðunni í dag er úr tómötum, vonandi ódýrum, og svo öðru grænmeti, eftir því sem ykkur sýnist. Þessi sósa hentar vel, bæði með fiski og kjöti, en ekki sízt með pasta (makkarónum). Og ef þið takið ykkur til og búið til drjúgt af sósunni, frystið hana þá og eigið til vetrarins, til að hressa upp á vetrarmatinn. Það er ekki amaleg frystikistu- eign .. . Það er smekksatriði hvaða krydd þið notið, en oregano og timjan þykir tilheyra í tómat- landinu Italíu, og það er ekki illa til fundið. Við Miðjarðarhafið MEIRA GRÆNMETI metissoðdufti, eða öðru soðdufti í líterinn (hafið skammtinn ekki of ríflegan) 3 kartöflur vænt búnt af kerfli (og/eða öðr- um jurtum) pipar, nýrifið múskat eftir smekk 1. Hitið 'Æ I af vatninu. Af- hýðið kartöflurnar og skerið í bita. Setjið þær út í sjóðandi vatnið ásamt soðduftinu, og lát- ið þær sjóða í gegn. Stappið þær þá saman við vatnið, eða setjið þær í kvörn. Ef þið notið kvörn, setjið þá jurtirnar með og hakk- ið allt. Bætið vatni í, meira af soðdufti og kryddið eftir smekk. Látið suðuna koma upp og berið súpuna þá fram. Ef þið stappið kartöflurnar í höndunum, nudd- ið þeim þá í gegnum sigti og blandið í súpuna. Bætið vatni í, saxið jurtirnar, bætið soðdufti í og kryddið eftir smekk, og látið suðuna koma upp. Þessi súpa hæfir vel sem for- réttur þessa dagana, en einnig sem léttur málsverður, ásamt brauði og e.t.v. einhverju snarli, t.d. grænmetissalati. Tómatsósa Þegar tómatsósa er nefnd, dettur víst flestum í hug þessi rauða í flöskunum. Sú er reynd- ar oft ekki úr tómötum nema að hluta til, í ódýrari tegundir er gjarnan notað ríflegt af epla- mauki í stað tómata, til drýg- inda. En tómatsósan sem er hér innanvert setja þeir ögn af kanel saman við tómatrétti, eða sjóða kanelstöng með, og kanellinn gefur þessari sósu einkar ljúfan keim og kannski ögn óvenju- legan. Það er smekksatriði, hvort þið afhýðið tómatana, en mér finnst það gefa sósunni skemmtilegri áferð. Paprikur gefa sósunni gott bragð og áferð, svo það er ekki úr vegi að sneiða 2—3 paprikur, gjarnan rauðar og grænar og sjóða með sósunni. Ef þið náið í sellerí, annaðhvort stöngul- eða rótarsellerí, þá gef- ur biti af því, sósunni mjög gott bragð. 1 kg tómatar, vel þroskaðir 2 laukar (2-4 hvítlauksrif) 2 msk olía, gjarnan ólífuolía (sellerí) (2—3 paprikur) 2 lárviðarlauf 1 msk oregano 1 msk timjan (á hnífsodd af kanel) 1 tsk sykur 1. Hitið vatn í stórum potti. Þegar suðan kemur upp, setjið þá tómatana augnablik í vatnið, setjið þá undir kalt vatn og flett- ið næfurþunnu hýðinu af. Ef þið komið því við, er handhægt að setja tómatana í sigti, e.t.v. í tveimur umferðum, bregða sigt- inu í pottinn, og síðan undir kalt vatn. 2. Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og saxið hvítlaukinn fínt ef þið notið hann. Hitið olíuna. Látið laukinn malla á vægum hita í olíunni, svo hann mýkist en brúnist ekki. Skerið tómatana í bita og bætið þeim í pottinn ásamt hvítlauknum. Látið hú sjóða svo þykkni ögn. Bætið öðru grænmeti í, ef þið notið það. Kryddið. Látið sósuna sjóða þar til ykkur finnst hún hæfilega þykk. Hrærið í öðru hverju, svo ekkert brenni við. Þegar ykkur finnst sósan hæfilega soðin, þá bragðið á, sykrið hana örlítið og kryddið frekar, ef þörf er á. Eg nefndi áður að sósan færi vel með pasta. Þegar hún er not- uð er einnig hægt að breyta henni á ýmsan hátt. Þið getið t.d. blandað rækjum saman við hana, hörpudiski, kræklingi, eða fiskbitum. Ekki spillir að krækl- ingurinn sé nýr, en hann fæst stundum nýr í Forðabúrinu. Opnið dós og gæðin koma í ljós var einu sinni sagt. Þetta á nú ekki alltaf við, en túnfisk fáum við ekki nýjan, svo dósin verður að duga. Túnfiskur gefur sósu og pasta afar gott bragð. Kapers fer vel í slíkri sósu. Tómatsósan með skelfiski í, er einnig góð með ofnbökuðum fiski. Ný steinselja, stráð yfir sósuna um leið og hún er borin fram, gefur henni einnig gott bragð. Meira grænmeti! Undanfarið hefur stöku sinn- um í stöku búðum mátt sjá ís- lenzkt kínakál, auk þess inn- flutta. Það er vissulega ánægju- legt að íslenskir grænmetis- bændur skuli huga að hinum nýju tegundum. Við neytendurn ir verðum að hvetja þá og efla, með því að kaupa vörur þeirra. Kínakál er bæði hægt að borða hrátt eða sjóða, líkt og hvítkál, t.d. í kjötsúpur eða pottrétti. Kínverjar eru býsna slungnir við kínakálsmatreiðslu, og þeir snöggsteikja kálið gjarnan í ofurlitlu af olíu. Sojasósa er góð með þessu, einnig hrísgrjón og annað soðið grænmeti. Á næstunni fer vonandi að sjást íslenzkt spergilkál, brocc- oli. Þetta er mikil gæðajurt. Spergilkálið má t.d. matreiða líkt og spergil, aspargus. Spínat er því miður afar sjaldséð hér nýtt og það er mjög miður, því auk þess sem það er hollt, býður það upp á fjarska marga möguleika í matreiðsl- unni. ítalir eru t.d. snjallir að nota spínat, og þar eru til mý- margir girnilegir spínatréttir. Vonandi sér einhver grænmet- isbóndi ástæðu til að gæða okkur á spínati. Eg hef oft áður nefnt nýjar kryddjurtir, og er alltaf að bíða og vona að þær komi nú senn ... En finnst það ganga seint. Hljómsveitakeppni í Atlavík ANNAR VALKOSTUR ALLRA HAGTJR ^ARNARFLUG Vi^ Söluskrifstofa, Lágmúla 7, Simi 84477 EITT atriða hátíðahaldanna í Atla- vík um verslunarmannahelgina verð- ur hljómsveitakeppni eins og efnt var til í Húsafelli hér fyrr i árum. Stuðmenn og Grýlurnar veröa aðal- hljómsveitir hátíðarinnar en auk þeirra munu koma fram fjöldi skemmtikrafta, þar á meðal Laddi. Þá verður einnig efnt til íþrótta- keppni með þátttöku viðstaddra gesta. Að sögn forráðamanna hátíðar- innar var ákveðið að efna til hljómsveitakeppni þar sem nú væri runnin upp ný gullöld lifandi tónlistar og vitað væri um fjölda efnilegra hljómsveita um allt land. Hljómsveitin sem sigrar í Hljómsveitin Stuðmenn mun ekki taka þátt í hljómsveitakeppninni á Atlavíkurhátiðinni, en mun hins veg- ar halda uppi stuði á böllunum ásamt Grýlunum. (Ljósin. Mbl. Kmilía) keppninni hlýtur titilinn „Hljómsveitin '82", og verða veitt verðlaun auk þess sem hljómsveit- inni gefst kostur á að leika inn á tveggja laga plötu. Þær hljóm- sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni geta látið skrá sig hjá UIA eða Stuðmönnum, en frestur til að láta skrá sig rennur út hinn 28. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.