Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 Dvalið hjá „gullleitarmönnum" á Skeiðarár sandi óendanlega sand undan jöklum Suðurlands. Um það bil 300 árum síðar datt þeim Kristni Guðbrandssyni í Björgun, Bergi Lárussyni og fleiri vöskum mönnum í hug að leita að hinu horfna skipi. Síðan eru liðin 22 ár og af og til hefur hluti leitar- manna gripið í það að leita á svæðinu með ýmsum tækjum, að- allega segulmælingatækjum. Hafa bæði innlendir og erlendir sér- fræðingar unnið við það verk þeg- ar aðstæður hafa verið góðar og er nú búið að mæla mjög nákvæm- einmitt þar sem nú er grafið og er hún svo stöðug að frávikið er mest 2.000 gamma. í því sambandi má minna á að kjölfesta Skjaldar- merkisins var talin um 70 tonn af járni og varla hefur það farið langt frá strandstað. Þá segja heimildir að hollenzka seglskipið hafi strandað í hásuðri frá Skafta- felii, en staðurinn sem nú er grafið á liggur aðeins um 200 metrum austan við suður. Er það á eyri um það bil 100 metra breiðri með Atl- antshafið á aðra hlið og Skeiðará á hina, en Skeiðarárós er nú Grein og myndir: Árni Johnsen Málin rædd eina nóttina og spáð í það hvað hyggilegast sé að gera að lokinni segulmælingu sem gaf mjög jákvæða niðurstöðu. Nær er Skeiðará, en fær fjaran. Leitarmenn hafa grafið skurð út í Skeiðará til þess að hafa eins mikið vatn í holunni og unnt er, því þá hrynur minna úr börmum þegar unnið er að greftri. Rifið er á annað hundrað metra breytt. lega um 30 ferkílómetra svæði, um 20 km langt meðfram ströndinni og líðlega 1,5 km á breidd. Fyrir sjö árum mældist nokkuð frávik mun vestar á sandinum en nú er grafið á og var frávikið um 250 gamma. Nú er þess að geta að breytingar á segulsviði frá degi til dags geta numið á annað hundrað gamma og sem dæmi um frávik í mælingu má geta þess að bokking- ur getur gefið um 100 gamma mælingu. Akveðið var að grafa á þessum stað fyrir sjö árum þótt mælingin væri ekki afgerandi, en á 14 metra dýpi var ekkert komið í ljós og mælingin horfin. Þótti þá Hklegt að eldingu hefði lostið niður á þessum stað og skilið eftir segulsvið í sandinum, sem síðan hafi horfið við uppgröftinn. Auk smávægilegra frávika í segulmælingum á öllu þessu svæði hafa aðeins mælzt tvær magn- miklar mælingar, þ.e. flak togara á Svínafellsfjöru, en þar fórst þýzkur togari 1903. Menn komust af eftir mikla hrakninga á sönd- unum en voru þá svo illa kalnir að margir þeirra misstu fætur og hendur. Önnur stóra mælingin er nokkru vestar en sá staður sem „gullgrafararnir" reyna nú fyrir sér á. Fyrst grófu þeir með krana- bíl, vélskóflu og jarðýtu holu sem var um það bil 20 metrar í þver- mál og 6 metra djúp, en undan- farna daga hafa þeir verið að breikka holuna og síðan er áform- að að grafa lengra niður til þess að kanna hvort skipsleyfar komi í ljós. Starf þessara harðjaxla, sem hafa sýnt það af sér að það má kalla þá sigurvegara sandanna, er mjög sérstætt. Upp úr grúski og kynnum af söndunum spratt sú hugmynd að leita að „gullskipinu". Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikill sandur hrannast upp. Þetta starf er því sambland af tómstundagamni, von um verð- mæti og áræði gegn strönd og hafi, en þó fyrst og fremst spurn- ing um það að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana og það er ein- mitt sá þáttur sem maður finnur fljótt í fari þessara íslenzku „gullgrafara". Athafnamenn halda sínu striki. Ef verðmæti finnast þá er það stórkostlegt, en á hinn bóginn er það heillandi að reyna til þrautar, freista þess að finna það sem menn grunar. Þetta er eins og veiðimennska, upp á von og óvon, og þótt hluti af því sé leikur þá er það enginn leikur að fara þarna um sandana, vinna í sandroki og við þröngan kost, enda var þessi búskapur þá aga sem við stöldruðum við eins og heimur út af fyrir sig. Þá er það ótrúlegt hvernig leitarmenn hafa komið 25 tonna krana niður 30 km vatnaflæmi Skeiðarársands þar sem kviksandur, pyttir og pollar eru á hverju strái og stundum þarf maður að keyra allt að 10 km í vatni. En með hörkunni hefst það og þó að það sé mikill sandur á Skeiðarársandi þá hafa þessir menn líklega ekki minna af þol- inmæði ef slíkt væri mælanlegt í tonnum. Dag eftir dag hefur kranakjafturinn mokað upp sandi, sandi og aftur sandi, án þess að nokkuð annað komi í ljós, en samt göntuðust strákarnir, toguðust svolítið á í orðavali og gerðu svo gott úr hlutunum. Einn daginn sátum við á fjöru- kambinum og röbbuðum þegar Höddi kranamaður sprettur allt í einu á fætur og gónir í forundran vestur yifir ósa Skeiðarár. „Hvað eru menn að gera þarna, hvernig hafa þeir komist þangað," segir hann hrópandi. Við gætum að. Tvær verur voru á gangi efst á fjörukambinum í 1.000 metra fjarlægð. „Þetta eru ekki menn, Höddi," segir einn, „þetta eru tveir skúmar á gangi, en hillingarnar stækka þá svona." „Víst eru þetta menn, það er al- veg auðséð," svarar Höddi að bragði öskuvondur,„sjáið bara, þarna beygir annar maðurinn tií vinstri og, ah, þarna flýgur hinn." Jón Jónsson jarðfræðingur hef- ur annazt mælingar á staðnum að undanförnu og hefur segulmæl- ingin heldur aukist eftir því sem neðar dregur, en hins vegar er al- deilis ómögulegt að segja ná- kvæmlega til um á hvaða dýpi það efni er sem veldur hinu mikla frá- viki í sandinum. Á hinn bóginn leggja menn saman tvo og tvo og skipsflakið getur vart legið dýpra en á 14—15 metrum, eðlilegast er að álykta að það þurfi að grafa öðru hvoru megin við 10 metra niður til þess að ganga úr skugga um hvað er á seyði, en það leiðir tíminn í ljós. Aðalfrávikið í seg- ulmælingunni er á um það bil 20x40 metra svæði og nú er verið að hreinsa nokkra metra ofan af því svæði öllu áður en áfram verð- ur haldið niður í átt að „ævintýr- inu". Það sem lögð er áherzla á nú í leitinni, er, að ganga úr skugga um það hvort skipsflak sé þarna undir í sandinum og ef svo er, þá þarf fyrst að skipuleggja og undir- búa verulega, því þá þarf að ákveða hvernig á að standaað því að grafa skipið upp, hvort dælt verður á mjög stóru svæði, hvort þilja þarf í kringum skipið áður en dæling hefst og fleira og fleira, því margt kemur til greina þótt eitt sé öruggt, að það verður mikil vinna við að grafa hið stóra skip upp, skip sem upphaflega var 60—70 metra langt og yfir 20 metrar á breidd. Menn leggja nótt við dag og stundum krækja menn sér í kríu með því að leggja sig í svefnpoka á ströndinni. Það er róandi við nið hafsins á stilltum degi, en í þoku,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.