Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 63 Guðbjörg Jónsdóttir við bílinn sem hún vann sigur sinn á. „Við erum með þannig bíla, að þeir eiga éinfaldlega að vera i þessum flokki, þeir eiga þar heima." Bjóstu við sigri, þegar þú ákvaðst að taka þátt í keppn- inni? „Nei, nei. Ég ætlaði nú reynd- ar í upphafi ekkert að vera með. Eg kom uppeftir og ákvað þetta þar, þegar skorað var á mig. Þess vegna var bíllinn ekki al- mennilega undirbúinn fyrir keppnina, það var ekkert búið að vinna í honum. Annars finnst mér aðalmáiið að vera með, ekki það að sigra. Það eru svo margir sem hugsa þannig, að maður geti ekki verið með nema til þess að sigra og koma þess vegna ekki. En aðalatriðið er að vera með. Það er auðvitað ailtaf gaman að vinna og allir reyna það, en það geta ekki allir verið sigurvegar- ar." Hefurðu verið lengi í kvart- míluklúbbnum? Vann sína fyrstu keppni „Já töluvert, og ég var ritari hans núna síðasta ár og maður- inn minn varaformaður. Árið þar áður var bróðir minn, Hálf- dán Jónsson, formaður, svo mað- ur veit svona hvað er helst að gerast í þessum málum." Hvað með aðrar bílaíþróttir, rall til dæmis? „Það er ábyggilega gaman að því, en þetta er það eina sem ég hef farið útí. Kannski er ástæð- an meðal annars sú að við eigum þannig bíla og svo þekkjum við marga í þessu." Hvernig bíll var þetta sem þú kepptir á? „Camaro 350 '68. Honum hefur ekki verið mikið breytt. Hann er með millihedd, flækjur, og svo hefur verið settur í hann karborator, sem ekki er stand- ard. Svo er einnig í honum yl- volgur knastás." Hyggstu halda áfram að keppa? „Já, ætli maður stefni ekki að því." Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég vil bara skora á alla að taka þátt í keppnum og svo væri gaman að fá fleira kvenfólk til að keppa. Það vakti athygli að í kvartmílu- keppni, sem haldin var um síðustu helgi, var stúlka sigurvegari í ein- um flokknum, og sigraði hún eig- inmann sinn í keppninni, en þau voru i'inu keppendurnir í svonefndum „Modified Stand- ard"-flokki, og munu vera bílar sem eitthvað er búið að breyta fyrir keppni i kvartmilu. Við slóum á þráðinn til hennar, en hún heitir Guðbjörg Jónsdóttir, til að fræðast nánar um keppnina og spurðum hana fyrst hvenær hún hefði fengið áhuga á bílaíþróttum „Þegar ég var Ift.il held ég. Það byrjaði með því að ég fór að skoða bílablöðin hjá bróður mín- um. Síðan tók ég bílpróf strax þegar ég varð 17, og hef verið með hálfgerða bíladellu síðan, alla vega alltaf verið á einhverj- um svona bil." Er langt síðan þú byrjaðir að keppa? „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi. Annars var bíllinn ekki í nógu góðu standi. Ég hefði getað náð betri árangri. Bíllinn hefur gert betur en þetta." Hvernig viltu þá skýra þennan árangur þinn? „í undanúrslitum þá klikkaði kúplingin í hinum bítnum, sem maðurinn minn, Ágúst Hinriks- son, ók. Við gátum því aldrei keppt saman." Afhverju kepptuð þið bæði í sama flokknum? Við heimilisstörf í eldhúsinu hjá sér. Myndir Mbl. Guðjón. CITROEN^ CX-2000 REFLEX Þú ert meö eitthvaö í höndunum þegar þú sest undir stýriö á CITROEN * CX-2000 REFLEX. En ekki nóg meö þaö. Vegna sérstakra samninga viö verksmiöjuna og hagstæös gengis á frankanum, þá bjóöum viö takmarkaöan fjölda bíla á kynningarveröi, kr. 202. iii Þessi glæsilegi, nýi CITROÉN * bíll er til sýnis í nýjum, glæsilegum sýningarsal að Lágmúla 5. Giobuse Komið - skoðið - sannfærist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.