Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 20
68 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 Edgar Allan Poe Amrískur sagnahöfundur, skáld, blaðamaður og gagn- rýnandi. Hann lifði stutt, en afkastaði miklu: Verk hans fylla átján stórar bækur. Bjó við fátækt, var heilsulítill og drakk — en lifði aldrei í ræfildómi. Hans verður ævinlega minnst í bókmenntum heimsins: mikilvægasti gagnrýnandi sinnar tíðar, lipurt Ijóðskáld, upphafsmað- ur amrísku smásögunnar, frumkvöðull leynilög- reglusógunnar. Edgar Allan Poe fæddist þann 19da janúar árið 1809 í Boston í Bandaríkjunum. Hann var af fá- tæku foreldri: Elizabeth og David Poe, leikarar, og dóu meðan Poe var enn í æsku. Þá kom til skjal- anna guðfaðir barnsins, John All- an, ríkur kaupmaður frá Rich- mond, og tók það að sér. Árið 1815 héldu Allan-hjónin til Englands og höfðu Poe með sér. Hann fékk ágæta klassíska menntun í þessari dvöl; reyndist afburða námsmað- ur, og strax á unga aldri tók hann að svelgja í sig fagurbókmenntir. Allan-hjónin sneru heim til Bandaríkjanna árið 1920 og Poe var sendur í einkaskóla í Rich- mond. Þar hóf hann ljóðagerð. Poe lynti illa við fósturforeldra sína. Hann var ólíkur þeim að eðli, og svo mislíkaði honum mjög ótrúmennska fóstra síns í hjú- skaparmálum sem karl bar ekki við að fela. Um skeið leitaði hann huggunar hjá móður skólafélaga síns, Jane Stanard. Poe minntist þessarar konu inniiega í frægu kvæði To Helen (1831). Það olli líka stirðri sambúð, að Allan neit- aði að ættleiða Poe að lögum og árið 1824 hætti hann að nota eftir- nafn fósturföður síns og gerði það að miðnafni og kallaði sig Edgar Allan Poe. Snemma árs 1826 settist hann í Virginíu-háskóla. Hann las grísku, latínu, frönsku, spænsku, ítöisku og einkunnir hans voru af- ar háar. En fóstri hans tók hann úr skóla áður en árið var liðið, vegna þess að Poe var einhver harðasti spilafugl og hafði þegar safnað miklum skuldum. Raunar var það Allan, sem átti sökina á spilafíkn Poes. Hann studdi hann ekki nóg fjárhagslega, svo Poe átti tæplega fyrir skólagjöldum, en vildi læra frekar og leiddist útí fjárhættuspil í fjáröflunarskyni. Allan varð æfur að bræði, þegar hann frétti af spilaskuldum Poes. Þeir lentu í heiftarlegu rifrildi, sem lauk með því að Poe kvaddi og stökk á brott. Þetta var árið 1827. Poe settist að um tíma á fæðingarstað sínum Boston, og gaf þar út fyrstu bók sína Tamerlane and Other Poems. Mörg Ijóðanna tengdust ást skáldsins til Elmiru Royster, unn- ustu þess í Richmond, sem sveik það og gekk öðrum manni á hönd. Ljóð þessi vöktu enga eftirtekt og Poe, sem nefndi sig Bostonbúa á titilblaði, stóð eftir með tóma pyngju og sá ekkert ráð vænna en skrá sig í herinn! Það var að vorlagi 1827 sem ungur maður, er nefndi sig Edgar A. Perry, gekk í herinn í Boston. Hann stóð sig vonum framar í hernum og í janúarmánuði 1829 varð hann undirforingi. Poe vildi nú sættast við Allan og í þeirri von að ná hylli hans sótti hann um stöðu í West Point. Um það leyti dó frú Allan og heimsótti Poe þá fóstra sinn í Richmond. Sættust þeir um stundarsakir. Poe var veitt lausn úr hernum með heiðri og sæmd og á meðan umsókn hans til West Point var í athugun, bjó hann í Baltimore og hitti þar í fyrsta sinn frænku sína, frú Clemm og dóttur hennar Virginíu, sem hann kvæntist síðar. Hið sama ár, 1829, sendi hann frá sér sína aðra bók AI Aaraf, Tamer- lane and Minor Poems. Ijúlímánuði 1839 komst Poe að í West Point. Allan fóstri hans kvæntist um það bil í annað sinn og þá var úti öll von fyrir Poe um fjárhagsstuðning úr þeirri átt. Dvölin í West Point varð honum strax óbærileg og hann var rekinn þaðan von bráðar. Hann hélt til New York og bjó þar um skeið og gaf út kverið Poems by Edgar A. Poe, sem geymdi mörg hans bestu Ijóð. Skömmu síðar dó Allan, fóstri hans og lét honum ekkert eftir. Uppfrá þessu var ævi Poes þrotlaus bardagi við fátækt og eymd allt til dauðadags. Hann sá aldrei útúr fjárhagserfiðleikum sínum. Veikindi hrjáðu hann og konu hans og auk þess mátti Poe heita drykkjusjúkur með köflum. Hann sneri aftur til frænku sinnar, frú Clemm og dóttur henn- ar í Baltimore og tók að semja sögur. Það var einsýnt að hann gat ekki haft ofanaf fyrir sér með ljóðagerð einni saman. Árið 1833 vann hann til verðlauna í smá- sagnakeppni og í framhaldi af því var hann ráðinn aðstoðarritstjóri bókmenntatímarits í Richmond; Southern Literary Messenger. I það tímarit orti hann og skrifaði mörg ljóð sín og sögur, auk þess sem hann fór að gefa sig að gagn- rýni. Birtust margir bestu ritdóm- ar hans í þessu riti. Maímánuður 1836. Edgar Allan Poe, 26 ára gamall, gekk að eiga Virginíu Clemm, sem þá var- einungis 13 ára gömul. Það var ekkert afbrigðilegt í þessu óvenju- lega sambandi, og þau unnu hvort öðru mjög. Um sama bil missti Poe ritstjórastöðu sína vegna drykkjuskapar. Hann hélt til New York með þær mæðgur með sér og frú Clemm tók að sér hreingern- ingar á meðan „Eddie" hennar lauk við The Narrative of Arthur Gordon Pym (1838). Ævintýrið það hlaut enga hylli og Poe sneri til Fíladelfíu, þar sem hann bjó næstu sex árin ásamt konu sinni og tengdamóður. Hann fékkst við allskonar skriftir og ritstýrði tímaritum: Burton's Gentleman's Magazine í eitt ár og Graham's Lady's and Gentleman's Magazine 1» .............¦ j í annað. Sumar fremstu sagna hans birtust í þessum tímaritum; var þeim safnað og þær gefnar út undir heitinu Tales of the Grot- esque and Arabesque (1839). Poe tók nú að vekja á sér eftir- tekt. Það var um þetta leyti sem hann fór að skrifa af dularfullum atburðum og hrollvekjur. Árið 1841 birtist fyrsta leynilögreglu- saga hans og tveimur árum síðar vann hann til mikilla verðlauna fyrir sögu sína The Gold Bug, og gerðist nú frægur maður. En drykkjuskapur hrakti hann úr rit- stjórastól Grahams-tímaritsins, svo hann tók sig upp með fjöl- skyldu sína og hélt enn á ný til New York. Hann gerðist aðstoð- arritstjóri Evening Mirror og réð- ist svo í að kaupa vikuritið Broad- way Journal, sem hann átti um skeið. Þar endurbifti hann flestar sögur sínar. Arið 1845 birti Evening Mirror kvæðið Hrafninn og Edgar Allan Poe varð á samri stundu heims- frægur. En fátækt hans var söm. Hann sendi frá sér safn sagna sinna Tales og gaf einnig út, í framhaldi af góðum viðtökum Hrafnsins, The Raven and Other Poems. Ári síðar fluttist hann í smáhýsi rétt fyrir utan New York, þar sem Fordham heitir. Húsið hefur nú verið gert að minjasafni um Poe. Þar lést Virginía kona hans, hinn 30sta janúar 1847. Poe bugaðist við lát hennar. Hann reyndi að stytta sér ald- ur, og skrifaði ekkert um skeið. Hann átti einungis eftir að gefa út eina bók, Eureka, a Prose Poem (1848). Það var heimspekileg út- skýring á alheiminum og áleit Poe það sitt mesta verk. Sumir gagn- rýnendur eru og þess sinnis, en aðrir fullyrða að bókin sé mesta bull! Poe tók nú að gerast van- stilltur á geði og heilsu hans hrak- aði mjög. Hann var óhuggandi í sorg sinni útaf missi Virginíu, en fór brátt að leita félagsskapar ýmsra bókmenntakvenna og orti til þeirra hin merkustu ljóð jafn- harðan og hann yfirgaf þær. Árið 1849 hélt hann suður á bóginn og drakk frá sér allt vit í Fíladelfíu, en náði heill til Rich- mond. Þar trúlofaðist hann á nýj- an leik æskuást sinni Elmiru Ro- yster, sem þá var orðin ekkja. Þau eyddu saman sumrinu í mikilli hamingju og Poe tók allur að braggast. í október hélt hann til New York að sækja frú Clemm, svo hún mætti vera við brúðkaup þeirra Elmiru. Á leiðinni gerði hann stuttan stans í Baltimore og þar virðist drykkjufýsnin enn hafa náð tökum á honum. Lögregl- an hirti hann meðvitundarlausan á krá nokkurri og dó hann eftir fáeina daga á sjúkrahúsi. Enginn veit hvað gerðist í Baltimore, nema Elmira sá ekki meira af skáldi sínu og „Eddie" kom aldrei að sækja frú Clemm. Það var 7da október árið 1849 sem bandaríska skáldið Edgar Allan Poe lést, að- eins fertugur að aldri. Ritferill Poes var þrískiptur. Hann orti ljóð, samdi sögur og skrifaði gagnrýni. Mönnum hefur reynst erfitt að dæma verk hans, vegna þess hve nátengd þau eru honum sjálfum og um manninn Poe er fremur lítið vitað. Því mið- ur eftirlét Poe skjöl sín og pappíra Rufus nokkrum Griswold, sem hann hafði áður ráðist harkalega á í ritdómum. Griswold var þess vegna mjög í nöp við Poe og notaði tækifærið til að hefna sín á hon- um. Hann samdi illgjarnan ævi- þátt um Poe dauðan, sem hafði þau áhrif að verk hans voru ekki metin að verðleikum næstu ára- tugina í Bandaríkjunum. En Herbergið sem Poe vann í í smáhýsinu í Fordham, en það hefur nú verið gert að minjasafni um Poe. mmmammmmr « » mmrJm'- H**«i^H iz^ '~9^k "'"^iW^fc'^^^tf.X "\TS%3 • ••'"'"' L^-. 1 i ':vJn m, ,,#¦ W...........Jk Wm\ ¦ ^m • '¦ i^ifife"'' Edgar Allan Poe — olíumynd Charles Hine frá 1848.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.