Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 65 Jón Jónsson jarðfræóingur íbygginn á svip við útreikninga á segulmælingu. rigningu og roki er allt annar gáll á. Leitarflokkurinn er samstilltur um að allt gangi eins hratt og mögulegt er og þetta eru allt vanir menn, vanir að fást við vélar og glíma við verkefni sem flestum þykja óyfirstíganleg. Að kvöldi dags er haldið um 15 km leið inn á miðjan Skeiðarársand þar sem búðirnar eru, snarlað og sofið áður en aftur er haldið í hann í bítið næsta dag. Þannig gengur gull- grafaralífið fyrir sig á Skeiðarár- sandi, en að sjálfsögðu er mikið af kaffi þambað á milli mála og smurt brauð í tonnatali hverfur ofan í mannskapinn. Það er undarlegt að sjá hvernig árnar hlaupa þarna til og frá, en á fjallabílum er ekið leiðina niður á strönd eftir stikum sem leitar- menn settu við þá slóð sem þeir voru marga daga að troða áður > þeir fóru með kranabílinn v.. vatnasvæðið, en menn verða að fylgja slóðinni nákvæmlega, ella er mikil hætta á því að sandurinn og vatnið kippi ökutækjunum af leið í síkvikan sandinn. Hjá mönnum sem berjast á slík- um vígstöðvum sem Skeiðarár- sandi er prakkaraskapur daglegur skammtur af tilverunni og einn daginn kom upp sú hugmynd að rækta sandana, nýta þá, þótt eng- um hafi dottið slíkt í hug fyrr. Jú, hugmyndin byggðist á því að fá eins og 10 þúsund thailenzkar konur til starfa á Skeiðarársandi og rækta þar til nytja í sandbleyt- unni, því þarlendar konur munu vera vanar að standa upp í klof í vatni við ræktunarstörf. Með þessu móti töldu menn að það myndi reynast auðvelt að fá karlmenn til starfa á Skeiðarár- sandi, jafnvel þótt ekki væri von á gulli. Unnið við segulmælingar í holunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.