Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 18. JULI1982 61 Viötal: Bragi Óskarsson Myndir: Emilía B. Björnsdóttir 5—10 milljónir kr. á ári Hversu margir myndu starfa á þessari stofnun og hvaðan hyggist þið fá tæknimenntaða menn til að starfa þar? „Við gerum ráð fyrir að þarna myndu starfa 35—40 manns, eftir að starfsemi hennar væri komin í fullan gang. Hér á landi starfar nú stór hópur mjög hæfra manna á þessu sviði innan skólanna, en einnig hjá rafeindafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Það er hins vegar ekki svo að skilja að við ætl- um að keppa við skólakerfið eða ríkisstofnanir um starfsmenn á þessu stofnun. Dr. Páll Theódórs- son, prófessor, hefur þegar gefið vilyrði sitt á fundi með okkur um að ákveðin verkefni verði flutt frá Raunvísindastofnun Háskólans til þessarar stofnunar. Markið henn- ar yrði fyrst og fremst að annast hagnýtar rannsóknir, og tel ég mjög æskilegt að þeir menn sem þar störfuðu væru jafnframt stundakennarar í skólunum. Með þeim hætti gæti sú þekking sem þeir hefðu, teygt sig inn í Háskól- ann, Tækniskólann o.fl. mennta- stofnanir. Hversu dýrt yrði að koma stofn- un sem þessari á fót? „Það er ljóst að það mun kosta tóluverða fjármuni þó ég sé ekki tilbúinn að nefna ákveðna upphæð á þessu stigi. Annað hvort verður að framkvæma þessa áætl- un af myndarskap eða hún verður gagnslítil. Eins og ég sagði teljum við auðveldast að framkvæma áætlunina á 5 árum og gerum þá ráð fyrir að kostnaður við hana yrði 5—10 milljónir króna hvert ár. Að þeim ti'ma iiðnum myndi stofnunin hins vegar geta farið að standa undir rekstrarkostnaði sín- um sjálf, með útseldri þjónustu til fyrirtækja. Rafeindaiðnaðurinn og atvinnuvegirnir Hér er vissulega um verulega fjármuni að ræða, en ég tel að þeim sé vel varið með þessum hætti. Ef þessi áætlun kemst í framkvæmd stórbatnar staða raf- eindaiðnaðarins hér á landi og tel ég víst að um verulega útflutning rafeindatækja gæti orðið að ræða. Þá er það ekki þýðingarminna að rafeindafyrirtækin gætu þá fyrst farið að snúa sér að rafeindavæð- ingu innan atvinnuveganna að einhverju marki. Þar bíður okkar geysimikið starf." Hvaða atvinnuvegir eru það sem þú hefur í huga í þessu sambandi? „Það hefur sýnt sig erlendis að öflugur rafeindaiðnaður skapast venjulega í kring um aðalatvinnu- veg viðkomandi þjóðar, en jafn- framt í kring um þá atvinnuvegi sem tilheyra henni sérstaklega. Rafeindavæðing í fiskiðnaði og út- gerð er rétt hafin hér á landi, en þar eru mörg hönnunartækifærin sem gætu stóraukið hagkvæmni í þessum atvinnuvegum ef nýtt væru. Mönnum er þegar orðið ljóst hversu mikið er hægt að gera á þessu sviði en svo eru aðrir at- vinnuvegir sem farið hafa alger- íega á mis við rafeindavæðingu. Það mætti nefna gróðurhúsin. Þar eru miklir möguleikar með raf- eindastýringum. Ég gæti nefnt at- vinnugreinar eins og fiskeldi — á því sviði hefur lítið sem ekkert verið gert, en þar mætti stórauka hagkvæmnina með rafeindastýr- ingum. Þá mætti nefna orkuiðnaðinn sem er með fremur sérstæðum hætti hér á landi þar sem eru vatnsvirkjanir og jarðvarmaorku- ver. Fyrirtækið Rafgagnatækni hf., er þegar komið mjög langt í þróun sérhæfðs rafeindabúnaðs fyrir orkuver af þessu tagi og gæti hann hugsanlega orðið útflutn- ingsvara í stórum stíl. Ný atvinnutækiræri Með óðrum orðum er varla til sá framleiðsluatvinnuvegur þar sem ekki er hægt að auka hagræðingu með rafeindavæðingu. Það fer ekki á milli mála að rafeindaiðn- * - TEK3UR AF ÚTFLUTNINGI 0G INNANLANDSSÖLU l~ F3ARÖFLUNAR-AÐILAR MENNTA-STQFNANIR INNLENDIR OG ERLENDIR RAÐG3AFAR i N N A N L A N 0 S M A R K A 0 U R —) E M R A L R E K N A D Ð 1 1 R R - ,— — — — r— % — --íV*--- --------1 LANGTlMA RANNSÖKNARSTYRKIR ) RANNSÓKNAR OG Þ3ÓNUSTUMIÐSTÖ0 1 r r f3armögnun lAn STYRKIR MENNTAÐ STARFSLIÐ 1 i ¦ T 1 i _^ A ------ ------»S ----w ----N FRAMLEIÐSLU-FYRIRTÆKI |i» A i- ........ >s ". • •.....t> => B => B ---* ----N V ¦ .------A t Otflutnings MIÐSTÖO ^> r ----- m t i K> D ------ m d y" ¦ i => P> [ ---„ J ¦ i i p MARKAÐS 0G ST3ÖRNUNARRADC3ÖF }=> r ~é f 1---\> "S 1 1 ---* FRAMLEIÐSLUMIÐSTÖÐ ' I 1 UNDIRBÚNINCSFÉLAC ffAFTlNDAIONAÐARINS J Myndin sýnir í stórum dráttum helztu bætti iðnþróunaráætlunar rafeindaiðnaðarins, sem fjallað ef um í greininni. Frágengin raðeining f neyðarstöð — ein af 2 þúsund sem Rafis hf. mun framleiða i þessu ári. Orrrkjabandalagið sér um samsetningu raðeininga bæði í neyðarstöðina og yfirstraumsliðann. aðurinn gæti skapað sér mörg nú atvinnutækifæri. Reynslan er- lendis sýnir að fyrir hvert eitt starf í rafeindaiðnaði skapast sex í óðrum atvinnugreinum. Ég tel því að það fé sem varið verður í að efla þessa starfsgrein yðir ábóta- söm fjárfesting. Nú er rafeindaiðnaður víða orð- inn mjög þróaður iðnaður erlendis — verður ekki ærið harðsótt fyrir okkur íslendinga að komast inn á heimsmarkaðinn með einstök tæki þar sem við höfum þegar dregist mikið afturúr? „Það er einmitt af þessum sök- um sem við leggjum svo mikið kapp á að þessari iðnþróunaráætl- un verði hleypt af stokkunum núna. Við höfum dregist mjög mikið afturúr — það er staðreynd. Hins vegar getum við tileinkað okkur þá reynslu sem er fyrir hendi erlendis á tiltölulega stutt- um tíma. Það tæki okkur að minnsta kosti 10 ár að ná þessari - reynslu sjálfir — þess vegna vilj- um við fara þá leið að kaupa hana af útlendingum. Áætlunin felur í sér að hingað verði fengnir erlend- ir sérfræðingar til að leiðbeina okkur í uppbyggingu rafeindaiðn- aðarins og eins að starfsfólk í greininni verði kostað til náms erlendis, sérstaklega við norrænar rannsóknastofnanir. Góðar útflutnings- horfur fyrir rafeindatæki Þó samkeppni um sölu rafeinda- tækja sé vissulega mikil á heims- markaði eigum við engu að síður góða möguleika til útflutnings, þrátt fyrir smæð okkar. Danir eru t.d. ekki stór þjóð, en hafa þó flutt út rafeindatæki í nokkuð stórum stíl í langan tíma. Þeir hafa ein- beitt sér að „hornaframleiðslu" (nice production) á sviði rafeinda- iðnaðar, þ.e. framleiðslu tækja sem eru mjög sérhæfð og dýr, en seljast ekki í svo miklu magni að stórfyrirtæki hafi áhuga á að framleiða þau. Hér er um að ræða s.s. lækningatæki, tæki sem ætluð eru tij rannsókna fyrir skólastofn- anir, tæki sem notuð eru á ýmsum sérsviðum í yísindarannsóknum o.s.frv. Við íslendingar höfum mikla möguleika á að fara út í hornaframleiðslu af þessu tagi t.d. á sviði fiskiðnaðar, útgerðar og orkuiðnaðar." Hvenær mun þessi iðnþróunar- áætlun rafeindaiðnaðarins koma til framkvæmda ef af framkvæmd verður? „Starfshópurinn mun ljúka störfum í nóvember á þessu ári og munum við þá leggja áætlunina fram fullmótaða. Fáí hún þann meðbyr, sem við vonum fastlega að verði, ættu framkvæmdir að geta hafist um næstu áramót. Eins og ég rakti hér í upphafi má segja að áætlunin byggi á fjórum meginþáttum: Stofnun óháðrar rannsókna- og þjónustumiðstöðv- ar fyrir rafeindaiðnaðinn, eflingu iðngrundvallar fyrir rafeindaiðn- aðinn, efling aðila og fyrirtækja á sviði markaðsleitar og markaðs- kannana og loks efling fram- leiðslufyrirtækis sem gæti tekið að sér fjöldaframleiðslu raðein- inga fyrir öll rafeindafyrirtækin. Iðngrundvöllur — markaðsleit — framleiðsla Hér á landi er vissulega vísir að iðngrundvelli sem rafeindafyrir- tækin hafa notað sér til þessa. Einstök málmiðnaðarverkstæði, raftækjaframleiðendur og fyrir- tæki í efnaiðnaði hafa náð ótrúl- ega langt á sínu sviði. Þessi fyrir- tæki þurfa hins vegar að efla til að þau geti aukið framleiðslu sína og jafnframt gert hana hagkvæmari, þannig að þau verði fær um að taka að sér fjöldaframleiðslu ein- stakra hluta fyrir rafeindaiðnað- Hvað varðar markaðsleit og markaðskannanir höfum við þeg- ar stofnanir og fyrirtæki er gætu annast þetta hlutverk fyrir raf- eindaiðnaðinn ef stutt væri við starfsemi þeirra. Örtækni, raf- eindavinnustofa Öryrkjabanda- lagsins, hefur nú um nokkurt skeið annast fjöldaframleiðslu raðeininga fyrir rafeindafyrir- tækin og hefur sýnt áhuga á að auka starfsemi sína. Oryrkja- bandalagið mun líklega gegna þessu hlutverki áfram ásamt framleiðsludeildum nokkurra annarra fyrirtækja, en nauðsyn- legt er að þau fyrirtæki sem taka þetta hlutverk að sér séu vel búin tækjum t.d. til að bora í prentrásir og lóða í stórum stíl. Helztu rafeindafyrirtæki hér á landi hafa þegar skipað sér niður á verkefni í höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. Þannig vinna Óðinn í Vestmannaeyjum, Póllinn hf., ísa- firði og Framleiðni sf., Reykjavík, aðallega að verkefnum í fisk- iðnaði, en Tæknibúnaður hf. og Örtölvutækni sf., að verkefnum sem varða útgerð skipa. Um nokk- urt skeið hefur framleiðsla Prentrása verið hjá Sameind hf., en þar er um gamlar framleiðslu- aðferðir að ræða og verðum við því að flytja inn prentrásir í tæki sem ætlunin er að framleiða í verulegu magni. I áætluninni felst m.a. að fest verði kaup á tækjum til full- kominnar prentrásagerðar og framleiðslu forhliða á rafeinda- tæki. Hefur Sameind hf. sýnt áhuga á að reka þessi tæki en fyrirtækið stefnir að því að verða alhliða þjónustufyrirtæki fyrir önnur rafeindafyrirtæki í fram- tíðinni. Rafís hf. Þar með látum við Stefán út- rætt um iðnþróunaráætlun raf- eindaiðnaðarins en snúum okkur að fyrirtækinu Rafís hf. Það var stofnað árið 1977 og eru aðaleig- endur þess Stefán Guðjohnsen og Geir Svavarsson. Hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn ásamt eig- endunum, en fyrirtaekið starfar jöfnum höndum sem innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. „Það eru fyrst og fremst tvö tæki sem við framleiðum hér af krafti núna, yfirstraumsliðar fyrir rafveitur og neyðarstöðvar (radíó- neyðarbaujur) fyrir gúmmíbjörg- unarbáta. Yfirstraumsliðin er okkar eiginn hönnun og er hann allmargbrotið tæki og viðamikið í framleiðslu. Við hófum að fram- leiða yfirstraumsliðann fyrir einu ári og gerum ráð fyrir að árs- framleiðsla af honum verði 45—50 stykki á ári. Neyðarstöðvarnar eru hins veg- ar framleiddar í samvinnu við norskt fyrirtæki. Þessar stöðvar eiga að vera um borð í öllum gúmmíbjörgunarbátum sam- kvæmt reglugerð, sem nýlega hef- ur verið sett. Fyrir liggur að fram- leiða hér um 2.000 neyðarstöðvar af þessu tagi og verður því verk- efni eiginlega að verða lokið innan árs. Þessar neyðarstöðvar eru sjálfvirkar og auðvelda mjög leit að gúmmíbjörgunarbátum úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.