Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 lofti. Þær eru algerlega vatnsþétt- ar og þola verulegt hnjask. Raf- hlaðan sem drífur þær er af sér- stakri gerð og ábyrgist framleið- andinn að þær þoli geymslu í a.m.k. 10 ár. Hér hefur hins vegar verið sett í reglugerð af öryggis- ástæðum, að skipta skuli um rafhlöðu í stöðvunum á 5 ára fresti. Rafeindahluti beggja tækjanna er settur saman hjá Oryrkja- bandalaginu en einingar í kass- ana, sem þau eru byggð inní eru framleiddar erlendis. Tækin eru svo sett saman hér hjá fyrirtæk- inu og prófuð áður en þau fara til kaupenda." 50 yfirstraumsliðar á ári Til hvers er yfirstraumsliðurinn sem þið framleiðið, notaður hjá rafveitunum? „Hlutverk hans er fyrst og fremst að koma í veg fyrir skemmdir á rafkerfi rafveitna verði skammhlaup eða of mikið álag á kerfinu. Verði skammhlaup á stofnlínu frá rafveitunni rýfur tækið strauminn og verður raf- kerfið þannig ekki fyrir skaða. Þegar tækið er tekið í notkun hjá rafveitu, er það stillt á þann straum sem rafkerfi hennar þolir með góðu móti. Ljósdíóður framan á tækinu gefa til kynna hvort tæk- ið starfar rétt og eins hvort stórt útslag hafi orðið í kerfinu, sem þó hefur ekki náð þeirri hæð að tækið ryfi strauminn. Fyrsti yfirstraumsliðinn sem við seldum hefur nú verið í gangi hjá Rafveitu Neskaupstaðar í rúmt ár, og hefur gengt sínu hlut- verki prýðilega. Við höfum þegar smíðað og selt rúmlega 20 stykki en eigum enn óafgreidda pöntun frá Rafmagnsveitum ríkisins sem hljóðar upp á 17 stykki. Miðað við þær viðtökur sem þetta tæki hefur fengið tel ég óhætt að stefna að því að framleiða um 50 stykki á ári." Nú starfar Rafís hf. einnig sem innflutningsfyrirtæki, hvaða tæki eru það, sem þið flytjið inn? Innflutningur lækninga- tækja og fínmælitækja „Rafís hf. byrjaði eiginlega sem innflutningsfyrirtæki. Við byrjuð- um með heyrnar- og hávaðamæla, og varð það raunverulega upphaf þess að hávaðamælingar væru framkvæmdar að ráði hér á landi. Við urðum að hafa námskeið um notkun þessara tækja á sínum tíma, því þessi tæki voru lítt þekkt hérlendis. Síðan fórum við út í innflutning á mælitækjum fyrir sjúkrahús og höfum haldið okkur við það svið að mestu. Við flytjum inn tæki s.s. hjartalínuritatæki og ýmis tæki í sambandi við lækn- ingar hjartasjúkdóma, gjörgæzlu- tæki og röntgentæki. Þá flytjum við inn ýmis ná- kvæmnismælitæki s.s. straumm- æla, hitamæla, sýrustigsmæla, rakamæla, málmleitartæki og titringsmæla. Titringsmælar þessir mæla titring í legum og „af- balanseringu" á rafölum, þannig að sjá má fyrirfram er þessir hlut- ar fara að gefa sig, en það getur orðið mjög til sparnaðar. Fyrir- tækið hefur viðgerðaþjónustu fyrir öll þau tæki sem það selur og veitir jafnframt leiðbeiningar um notkun þeirra. Fyrir nokkrum mánuðum hóf- um við innflutning á símaveljara með minni fyrir 18 númer, sem nú hefur verið samþykktur af Land- síma íslands. Er hann hefur verið tengdur síma þarf aðeins að ýta á takka og velur hann þá númerið. Ef viðkomandi númer er á tali, hringir símaveljarinn með ákveðnu millibili þar til svarað er. Að lokum vildi ég gjarnan að kæmi fram að ýmislegt er í bígerð varðandi framleiðslu fyrirtækis- ins á næstu mánuðum. Við höfum t.d. fullhannað hér aðvörunarkerfi fyrir heyrnarskerta og er nú í at- hugun að fara út í framleiðslu á því. Við höfum framleitt nokkuð magn tækja af þessu tagi en öll í fremur litlu magni. Þessi fram- leiðsla hefur hins vegar gengið mjög vel og teljum við fulla ástæðu til að auka hana. Þá höfum við nýlokið við frumhönnun mjög viðamikils verkefnis og er þar um að ræða tækjabúnað sem við bind- um miklar vonir við, bæði hvað varðar innanlandsmarkað og heimsmarkað. Eg tel þó ekki tíma- bært aö greina frá því að svo stöddu hvað hér er á ferð, en væntanlega mun það koma í ljós áður en langt um líður." - bó. Tvær gerðir Keithley rafmagnsmæla sem Rafis hf. flytur inn. Moon fær 18 mánuði New York, Ifi.júli. Al'. SUN MYDNG Moon, stofnandi og leiðtogi mooni.sta -safnaðarins, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Jafnframt var honum gert að greiða 25 þúsund dollara sekt. Moon átti yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. Moon, sem er 62 ára, var sekur að því að skjóta 112 þúsund doll- ara vaxtatekjum af einkainni- stæðum sínum undan skatti og fyrir að skýra ekki frá 50 þúsund dollara hlutafjáreign, sem honum áskotnaðist á árunum 1973 til 1975. HAGKAUP • ¦ OÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Það dylst engum að Opel Rekord er lúxus- bíll. Hvar sem á hann er litið, hvar sem í honum er setið og hvert sem honum er ekið þá er ekkert sem hægt er útá að setja. Opel Rekord er rúmgóður, þægilegur og eins öruggur og hugsast getur. Aflmikill, en neyslugrannur og endingin er slík að við endursölu er bíllinn sem nýr. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma. '* -Vfc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.