Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 59 77 Á síðasta áratug eyddu ríkisstjórnir í þriöja heiminum meira en 100 milljörðum dollara í vopn ... Rúmlega þrír fjórðu heimsverslunarinnar með vopn er við þessi bláfátæku ríki Sjá: VIGVÉLAR RÉTTVÍSIN 100 milljónir saklausra voru hundeltar I Kína er nú gerð mikil herferð á hendur „efnahagslegum glæpa- mönnum“. Embættismenn sem sjá um framkvæmd hennar, eru á hinn bóginn uggandi um, að menn er þeir eru látnir elta uppi og sakfella vegna meintra fjársvika og fleira í þeim dúr, fái síðar uppgefnar sak- ir. Þessi ótti er ekki algerlega út í hött. Hliðstæð dæmi í Kína eru nærtæk. Til dæmis segir Hu Yaobang, formaður Kommúnistaflokksins, að 100 milljónir manna hafi orðið að sæta lögleysu í menningarbylt- ingunni. Þetta er nánast einn tí- undi af kínversku þjóðinni. All- margir þessara manna bíða þess enn að hljóta uppreisn æru. Sunnlenzka dagblaðið, sem kemur út í Kanton, skýrði frá því í síðasta mánuði, að starfs- menn flokksins í herferðinni gegn „efnahagslegum glæpa- mönnurn", hefðu þungar áhyggj- ur um þessar mundir. Þeir væru uggandi um, að eftir að hafa flett ofan af hinum og þessum þáttum (þ.e. kínverskt hugtak yfir slæman mann), neyddust þeir síðar til að lýsa yfir, að við- komandi hefði hlotið uppreisn æru. — Þessir félagar, kennir blaðið, eru fullir efasemda og alltof varkárir. Eftir því sem blaðið segir, veldur það rannsóknaraðilum miklum áhyggjum, hversu al- mennir efnahagsglæpirnir eru. Afleiðingarnar verði þær, að alltof margir hafi ekki hreinan skjöld að öllu leyti. Embættis- menn geti fyllzt ofurkappi og gert sig seka um ýmsar skyssur. Hong Kong liggur að Kwangt- ung, og í því fylki er einkar góð- ur jarðvegur fyrir smygl og mútustarfsemi. Fyrir slíkar sak- ir hafa þúsundir kínverskra embættismanna verið leiddir fyrir rétt og sumir þeirra hafa verið komnir hátt í metorðastig- anum. Ahyggjur starfsmanna flokks- ins um að menn verði sekir fundnir nú en hljóti uppreisn æru síðar, eru sem fyrr segir ær- ið skiljanlegar. Meðan á menn- Tugir milljóna urðu menningarbylt- ingunni að bráð. ingarbyltingunni stóð urðu milljónir manna fyrir barðinu á stefnu stjórnvalda, sem síðar var afneitað. Hundruð þúsunda hlutu uppreisn æru eftir sinn dag. Rauði fáninn, sem er hug- myndafræðilegt málgagn Kommúnistaflokksins, skýrði frá því fyrir skömmu, að áður fyrr hafi 100 milljónir „vina okkar“ fengið ósanngjarna með- ferð. Blaðið segir, að þetta hafi skaðað orðstír flokksins, en jafn- vel fimm árum eftir að fjór- menningaklíkan hlaut makleg málagjöld bíði sumir af þessum vinum enn eftir sýknun. Blaðið segir, að tilskipunum um að flýta því, að menn fái upp- reisn æru, hafi QÍt ekki verið sinnt, og því borið við, að slíkar aðgerðir séu kostnaðarsamar og erfitt að finna mönnum starf á eftir. Þetta telur blaðið með öllu óafsakanlegt. Rauði fáninn minnir hina seinvirku embættismenn á gamla þjóðsögu um mandarína, sem skipaði krókódíl að hypja sig aftur ofan í vatnið. Mandar- íninn sagði: — Ef krókódíllinn hlýðir ekki eftir þrjá, fimm eða sjö daga, hlýtur hann að hafa mjög þykkan heilabörk og það þarf að refsa honum fyrir að neita að hlýðnast skipunum. Og blaðið bætir við: — Ef menn framfylgja ekki stefnumiðum flokksins á heilum sjö árum, hljótum við að draga þá ályktun, að heilabörkurinn á þeim sé svo þykkur, að ekkert komist inn fyrir hann. — JONATHAN MIRSKY ÚRBIRGÐ Litlu öreig- arnir hafa eignast vin í öllum borgum þriðja heimsins svokallaða eru litlu skóburstararn- ir óaðskiljanlegur hluti af mann- lífinu, svona eins og til að minna á örbirgðina, niðurlæginguna og bjargarleysi fátæklinganna. Quito, höfuðborg Ecuador, er hér engin undantekning, en þar í borg hefur þó verið unnið mjög merkilegt starf sl. 18 ár, sem miðar að því að bæta hlutskipti þessara drengja og fjölskyldna þeirra. Þessi starfsemi stendur nú á nokkrum tímamótum og hyggst færa mjög út kvíarnar. Centro del Muchacho Trabaja- dor heitir fyrirtækið eða Miðstöð fyrir vinnandi drengi, stofnuð árið 1964 af bandarískum jesúítapresti, föður John Halligan. Áætlað er að um 10.000 drengir vinni fyrir sér með skóburstun í Quito og þrátt fyrir gífurlega erfiðleika hefur tekist að koma upp tveimur mið- stöðvum og er sú þriðja í undir- búningi. Á þessum tíma hefur starfsemin mátt búa við algert afskiptaleysi kirkjunnar í Ecu- ador, kastast hefur í kekki með henni og AID, bandarísku hjálpar- stofnuninni, og ekki er ofmælt að yfirvöldin líti hana óhýru auga. Systir Cindy Sullivan, annar for- stöðumaður fyrstu miðstöðvarinn- ar (samstarfsmaður hennar, Carl- os Gomez, er fyrrverandi skóburst- ari) veit hvers vegna kerfinu er illa við starfsemina. „Við erum kerfinu hættuleg," segir hún, „vegna þess að við Cötulífsmynd frá Quite: 10.000 kornungir skóburstarar. menntum fátæklingana og brýnum fyrir þeim gildi samhjálparinnar. Þegar þeir fara síðan út á vinnu- markaðinn munu þeir gerast starf- samir í verkalýðsfélögunum og láta sig hlutskipti meðbræðra sinna einhverju skipta." Systir Sullivan segist raunar vita, að „þegar þeir telja, að veru- leg hætta stafi af okkur, munu þeir reka okkur úr landi. Þannig geng- ur það fyrir sig í Rómönsku Amer- íku. Þeir bara vilja ekki upplýstan almúga." Tilgangur starfseminnar er að gefa þeim, sem það vilja, kost á annarri framtíð, en við þeim flest- um blasir. „Það er eins og þeim sé í fyrsta sinn gefin einhver von þeg- ar þeir koma hér,“ segir systir Cindy, „og það er líka í fyrsta sinn, sem þeir fá tækifæri til að vera börn. Þessir drengir fara að vinna fyrir sér, þegar þeir eru sex ára gamlir og fara á mis við æskuna, sem öllum mönnum er nauðsyn- leg.“ Strangar kröfur eru gerðar til drengjanna. Þeir verða að taka þátt í starfsþjálfun og stunda nám í skólum, sem fyrirtækið rekur sjálft, enda hafa forsvarsmenn þess litla trú á ríkisskólunum, sem aðeins ryðja frá sér námsskírtein- um, en gera enga raunverulega til- raun til að mennta börnin. Drengj- unum ber einnig skylda til að vinna ákveðin verk og leggja með þvi sitt af mörkum til starfsem- innar. Máltíðir eru framreiddar á ákveðnum tímum og aðeins þá, því að það er eitt af meginmarkmiðun- um að venja drengina á stundvísi, aga og ábyrgð, mennta þá og þroska félagslega til að þeir geti brotist út úr vítahring fátæktar- innar og fáfræðinnar. Trúbræður föður Halligan og kollegar innan kirkjunnar í Ecu- ador hafa lengi ráðið honum frá því að vera að sóa hæfileikum sín- um í fátæklingana. Systir Cindy var spurð að því hvernig ástandið væri núna. „Jæja,“ svarar hún. „Við buðum kardinálanum í mat nú nýlega og ég er ekki frá því að augu hans séu að opnast." Atvinnurekendur í Quito sækj- ast nú mjög eftir að fá til sín í vinnu drengina úr miðstöðvunum, enda eru þeir bæði duglegir og áreiðanlegir. Loksins er svo komið að drengirnir úr öngstrætum fátækrahverfanna eru orðnir eftir- sóknarverðir. Það er hreint ekki svo lítill árangur. _ SxEVE VINES væri hann fullbókaður fyrir allt næsta ár. Vestur-þýzkir embættismenn fullyrða, að iðnaðarnjósnir Austur-Evrópuríkja kosti Vest- ur-Þjóðverja árlega einn og hálf- an milljarð króna. — Það er ljóst, að hér er mjög góður jarð- vegur fyrir slíkar njósnir, segir Neubert. — Því veldur lega landsins og góður efnahagur. Framhjá því verður ekki litið. Stórfyrirtæki á borð við Volks- wagen og Chemical Concern Bayer hafa sent fulltrúa sína í skólann. Neubert segir, að þessi fyrirtæki skorti úrræði gegn iðn- aðarnjósnum, og það sé í verka- hring skólans að veita slík úr- ræði. Njósnir í viðskiptalífinu eru nokkuð almennar á Vesturlönd- um. T.d. reyna tízkufyrirtæki að stela teikningurn frá keppinaut- um sínum, en vandamálið er dá- lítið sérstakt í Vestur-Þýzka- landi vegna nábýlisins við kommúnista. Öryggismálaráðuneyti Aust- ur-Þýzkaland þjálfar njósnara til starfa í Vestur-Þýzkalandi. Þessum mönnum veitist yfirleitt auðvelt að koma ár sinni fyrir borð í vestur-þýzkum fyrirtækj- um, svo og á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Alfred Stúemper, lög- reglustjóri í ríkinu Baden-Wúrttemberg hefur skýrt frá því í vitðali, að 2000—4000 njósnarar á vegum Austur- Evrópu-ríkja séu að störfum í Vestur-Þýzkalandi, og þar af séu um 20% á höttum eftir leynd- armálum úr iðnaði og öðrum sviðum atvinnulífsins. Árið 1979 leitaði austur- þýskur njósnari, Verner Stiller, hælis í Vestur-Þýzkalandi. Hann mun hafa skýrt vestur-þýzkum embættismönnum frá því, að fé það sem yfirvöld í Austur- Þýzkalandi legðu til þjálfunar njósnara, sem sendir væru til starfa vestur yfir landamærin, bæri ríkulegan ávöxt. Ef fimm milljónum marka eða 22,5 millj. króna væri varið til þjálfunar, væri hægt að búast við því að hagnaðurinn næmi 300 milljón- um marka eða 1.350 millj. króna, sem að öðrum kosti hefði runnið til kaupa á tæknibúnaði o.fl. Sú tækniþekking, sem Austur-Þjóð- verjar öfluðu sér á þennan hátt, væri að miklu leyti látin Rússum í té. Nýlega komst upp um hjón í Múnchen, sem stunduðu njósnir í þágu Austur-Þjóðverja. Árið 1973 kom austur-þýzkur njósnari Rolf Hecht, á fund Júergen Reichwald, og taldi hann á að láta sér í té upplýsingar um vél- ina í Tornado-orrustuflugvélinni, sem Bretar, Vestur-Þjóðverjar og Italir unnu að í sameiningu. Reichwald, sem nú er 39 ára gamall starfaði sem verkfræð- ingur hjá fyrirtækinu Maschinen und Turbenunion (MTU). í 6 ár útveguðu hann og kona hans, Marietta, austur-þýzka njósnar- anum mikilvægar upplýsingar á fundum þeirra í Vestur-Þýzka- landi og erlendis. Reichwald- hjónin og Hecht voru sek fundin við réttarhöld, sem lyktaði í marz sl. og sitja nú öll í fangelsi. Ekkert bendir til þess að dreg- ið hafi úr slíkum njósnum Austur-Þjóðverja og annarra í Vestur-Þýzkalandi. — ALISON SMALE Sér- tUbrð mj* FERÐA UMill MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 KAUPMANNAHÖFN — helgarferð í Tlvolí Brottför alla föstudaga — heimkoma alla mánudaga. Verð frá 3.980,- barn með foreldrum i herbergi greiðir kr. 980,- Allir hafa ánægju af heimsókn i Tivoli Kaupmannahafnar. FRANKFURT — vikuferðir — flug og bfll. Brottför alla fimmtudaga — Verð frá 3.046,- Helgarferðir — flug og bíll Verð frá 2.680,- Helgarferöir — flua og gisting Verð frá 4.153,- LON DON LONDON — vikuferðir — flug og bíll Brottför alla föstudaga Verð frá 4.235,- GLASGOW — vikuferðir — flug og bíll Brottför alla föstudaga — Verð frá 3.706,- Allskonar sértilboð eru nú á boðstólum. Fáðu nánari upplýsingar: [I^FERÐA M MIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.