Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JULI1982 55 ist eiga að lesa hana í enskukennslu. Ég lét hana vita, að ef hún kæmi aftur með slíkan viðbjóð inn í húsið, myndi ég umsvifalaust kasta honum í eldinn. Svo kærði ég auðvitað kennarann hennar fyrir skólastjór- anum. Það væri margt öðruvísi í heimin- um, sagði ég, ef foreldrar hugsuðu svolítið meira um það sem börnin þeirra lesa. Jæja, það er of seint núna, sagði Linda, George er búinn að lesa „Bjargvættinn í grasinu". Hvað get ég gert? Fylgstu vandlega með honum, ráðlagði Frannie Huff: Leitaðu í herberginu hans og ef þú finnur bækur eftir John Steinbeck eða James Baldwin undir rúminu hans, þá veistu, að hann er í alvarlegum vanda. Ég myndi taka af honum bókasafnsskírteinið til að reyna að forða frekari vandræðum. Ég vildi óska, að ég hefði gætt betur að syni mínum, sag&i Extrom dapurlega. Ég leyfði honum að lesa „Og sólin kemur upp" eftir Hem- ingway, þegar hann var aðeins 15 ára, og vissi svo ekki fyrr en hann var niðursokkinn í „The Fixer" eftir Malamud. En hvernig veit maður, hvaða bækur eru vondar bækur? spurði Linda. Það eru samtök um allt landið sem segja okkur það, sagði ég. Þau rannsaka bækurnar og útbúa lista yfir hættulegar bækur. Við hjónin fáum hjálp frá gömlu vinafólki í Texas, sem ritskoðar bækur þar. Hvað er George að lesa núna? spurði Reilly alvarlega. „Birting" eftir Voltaire, ansaði Linda í grandaleysi sínu. Mér þykir fyrir því að segja þér þetta, sagði Frannie Huff, en þú ert með sjúkt barn í höndunum. J.F.Á. sneri. — Hann hefur verið að vinna að þessu í þrjá mánuði, svo ég býst við að hann viti hvað hann er að segja. Hvað er langt þangað til hann birtir söguna? — Tvær, þrjár vikur. Verktakarnir hafa ekkert sagt okkur um þetta. — Af hverju? — þeir vonast til að selja ykkur mikla steypu! Heldurðu að ég ætti að segja ráðherranum frá þessu? — Já, en ekki hvar þú fréttir þetta. Þeir eru vinir mínir hjá Wall Street Journal og ég gæti komist í klandur. Nokkra hugmynd um hvað Al Haig er að bralla þessa dagana? (skrifað fyrir afsögn hans). — Ja, það hefur heyrst, að hann sé að reyna að koma af stað nýjum viðræðum milli Egypta og ísraela um sjálfstætt ríki Palestínuaraba. Hann hefur hugmyndir uppi um að fórna jafnvel Gólanhæðunum í því skyni. Hann hefur ekki sagt Weinberger af þessu. — Nei, hann fór með þetta beint til forsetans til að vera ekki settur út af laginu. Þú ert sannarlega í essinu þínu í dag. Get ég notað þetta? — New York Times-maður sagði fulltrúa í Hvíta húsinu frá þessu, svo þetta er ekki sjóðheitt lengur. Jæja, ég verð að þjóta, sagði ráðu- neytisstjórinn: Þakka þér kærlega — ráðherrann metur þetta mikils. — Minnstu ekki á það vinur. Mér hefur alltaf fundist, að í frjálsu þjóðfélagi eigi þeir, sem vinna hjá stjórnvöldum, fullan rétt á að vita hvað er að gerast á þeirra eigin skrifstofum ... J.F.Á. sneri. Alvörusve M WmL^^sm v^W' ^B W5Æ\ BkSI i'"\vtá fnpokarfrá ^ í úrvali. Norsk * nrf^ t gæðavara. HBBSA. í JH -MM\ ^^^\k ¦ Ær JMw&ÉMm^ ^^^^^^ mm> ^^Mm mw ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. fyrirþásemvilja verasvolítid ^spes Alfa Romeo verksmiðjurnar hafa frá upphafi framleitt bfla sem þurft hafa að ganga í gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Romeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíræð sönnun þess að vel hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbílum fyrir almennan markað hafa verksmiðjumar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbílanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða og fallega ítalska teikning þessa bfls alls staðar verðskuldaða athygli. Verð aðeins frá kr. 131.702 w Þú ert svolítið mikið „Spes' ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR Nybýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.