Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 73 Svinghjólið í bláa og rauða kjólnum Svinghjólið við dælustöðina í Vestmannaeyjum var sett upp á lóðinni til skrauts fyrir gesti og gangandi, en frá því að það var sett upp fyrir nokkrum árum, hef- ur það verið rauðmálað hvort sem það er vegna þess að vinstri stjórn var þá í Eyjum eða ekki. Eyja- menn eru hins vegar þekktir að gamansemi og geta verið æði iðnir við kolann í þeim efnum, eins og öðru sem þeir taka sér fyrir hend- ur. Svinghjólið kom við sögu í slíkri lotu í bæjarstjórnarkosningunum. Aðfaranótt laugardagsins þegar kosið var, brá svo við, að hjólið tók á sig bláan lit, svo bláan, að árris- ulir voru ekki klárir á því hvað væri himinn og hvað ekki. Einn af hinum árrisulu var ágætur starfs- maður Dælustöðvarinnar sem mun í upphafi hafa valið litinn á svinghjólið í samræmi við rót- gróna afstöðu sina til þess rauð- lita í pólitíkinni. Líkaði honum illa blái liturinn og ræsti þegar tækjavörð bæjarins og heimtaði rauðan lit með hraði. Gekk hann síðan snarlega fram í því að mála hjólið í réttan kjóllit og naut til þess aðstoðar áhaldavarðarins. Leið svo laugardagurinn og á kosninganóttina voru enn teikn á lofti eftir að sjálfstæðismenn höfðu unnið meirihluta í bæjar- stjórn Vestmannaeyja, 6 menn af 9, eða um 60% atkvæða. Sving- hjólsskrattinn tók aftur upp á því að gerast blár og einhverjir á næt- urröltinu mættu hjá verðandi for- seta bæjarstjórnar, heilsuðu hon- um með einni setningu og héldu síðan á braut: „Það er orðið blátt aftur," sögðu þeir. En dagur reis af degi og „þrátt fyrir böl og alheimsstríð", eins og segir í kvæðinu, þá var sá með rauða glampann í augunum ekki aldeilis á því að kyngja bláa litn- um og á sunnudagsmorgninum, eldsnemma, málaði hann sving- hjólið aftur rautt, það er að segja á meðan málningin entist, en hún dugði ekki á götin innanverð frem- ur en öskutunnurnar hjá áhalda- verðinum og dælustöðvarmannin- um, en einhverra hluta vegna höfðu þær einnig farið í bláan kjól þessa heiðríku nótt. eru...: — llvar eru hel... lyklarnir að Frúnni, nú verð ég kannski seinn að ná í frétt — gaeti Ómar Ragnarsson verið að hugsa, þar sem hann stendur hnípinn fyrir framan Frúna. Það er Ijóst eftir því sem svipurinn á kappan- um segir til um, að honum býr eitthvað mikið í brjósti. Ljésmynd Mbl. Sigurgeir Jónasson Islensk prinsessa Nýlega var haldin blómahátíð í Norfolk í Virginíu. Á þessari hátíð eru NATO-löndin heiðruð sér- staklega. Stúlkur frá hverju NATO-landi eru fulltrúar síns lands, og eru þær nefndar prins- essur. Fulltrúi íslands var Katrín Cates og stóð hún sig með prýði, hún ók um á skrautvagni sem var skreyttur líkani af eldfjalli og lif- andi kindum. Fékk hann sérstök verðlaun. Lionsklúbburinn í Nor- folk sá um skreytingar fyrir ís- lenska sendiráðið. Fyrrverandi blaðafulltrúi opnar kvenfataverslun Guðjón Sigurðsson er einn af þeim sem hefur margt haft fyrir stafni og unnið hina fjólbreyti- legustu vinnu. Hann hefur m.a. verið blaðafulltrúi Menningar- málastofnunar Bandaríkjanna og unnið við verslunarstörf. Við á förnum vegi fregnuðum nú fyrir stuttu að Guðjón hyggðist opna verslun hérna í Aðalstrtetinu, svo við fórum á staðinn og röbbuðum stuttlega við hann, þar sem hann var i miklum önnum við að mála. Guðjón bauð til sætis á göml- um kollustól og settist sjálfur í stigann og hóf spjallið. „Þetta er 10 ára gamall draumur sem er að rætast, mig hefur alltaf lang- að til að opna verslun með því sniði sem þessi á að vera og nú í vor sá ég fram á að það yrði kleift. Annars kem ég ekki til með að eiga þessa verslun einn, ég á hana í félagi við konuna mína, systur mína, Grétu Sigurðardóttur, og mann henn- ar." „Hvers konar fatnað hefur þú hugsað þér að versla með?" „Þetta á að vera kvenfata- verslun, ég ætla að hafa á boð- stólum dýran vandaðan kven- fatnað sem er klassískur. Ég stíla upp á að viðskiptavinirnir verði á aldrinum 25 ára og eldri. Mestan áhuga hef ég á að ná til fólks sem hefur verslað erlendis, því ég get boðið því vöru á lægra verði heldur en það kaupir sam- bærilega vöru á þar." „Hvaðan verður sá fatnaður sem þú verður með?" „Hann verður frá Kanada, Bandaríkjunum og ítalíu." „Ætlarðu að taka upp ein- hverja nýja viðskiptahætti?" „Já, ég stefni að því að koma upp ákveðnum hópi viðskipta- vina, sem geta leitað til mín ef þá vantar fatnað við eitthvað sérstakt tækifæri. Á boðstólum verða aðeins eitt eða tvö stykki af hverri tegund, svo að fólk þarf ekki að óttast að sjá alla í eins flík." „Er ekki dálítið ólíkt að reka verslun eða vera blaðafulltrúi?" „Ég ætlaði mér aldrei að ílendast í blaðafulltrúastarfinu, ég fór einungis í það til að öðlast ákveðna reynslu. Við verslun- arstörf skiptir miklu máli að hafa jákvæða afstöðu til fólks og í því starfi sem ég gegndi sem blaðafulltrúi reynir mikið á slíkt. Mér finnst líka að allir þurfi að koma nálægt pólitík einhvern tímann á ævinni, það hjálpar manni að skilja stöðu sína í víðara samhengi í þjóðfé- laginu." „Er leyndarmál hvað verslun- in á að heita?" „Ef þú segir það engum á hún að heita „Sér" sagði Guðjón og hló. „Eitthvað að lokum?" „Já, ég vonast til að fólk komi og skoði þann fatnað sem er á boðstólum, þetta er ekki ein- göngu gróðasjónarmið hjá mér að ætla að fara að reka þessa búð. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir stíl, margt af þeim fatnaði sem verður hér er hrein listsköpun, því býð ég alla vel- komna sem vilja koma og skoða án þess að kaupa eitthvað." Islenskt skáld heiðrað I fréttabréfi sem íslensk- kanadíska félagið gefur út, rák- umst við á þessa frétt um Kletta- fjallaskáldið Stephan G. Steph- ansson. Þar er sagt frá því, að hús það er skáldið reisti á búgarði sín- um í Alberta í Kanada, hafi verið endurreist í minningu hans. Þann 7. júlí var húsið gert að minjasafni og opnað ferðamönnum til sýnis. Stephan G. var fæddur 1853 á Kirkjuhvoli í Skagafirði. Hann fluttist til Vesturheims 19 ára gamall ásamt nokkrum ættingjum sínum. Með í förinni var Helga Jónsdóttir, frænka skáldsins, en þau giftust síðar og eignuðust átta börn, og er eitt þeirra enn á lífi. Stephan er af mörgum talinn eitt besta skáld íslendinga og ljóð hans þykja endurspegla þá ást sem hann bar í brjósti til þess lands sem hann var uppruninn í og þess lands sem hann fluttist til. Einnig ræðst Stephan G. í Ijóð- um sínum á óréttlæti síns tíma gegn stríði, ójafnrétti og trúar- hræsni. Stephan G. Stephansson skáld, til vinslri, ásamt Baldri syni sinum og fjölskyldu hans til hægri, fyrir framan hús sitt í Alberta. (Myndin var tekin 1907).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.