Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 5 1 Vísitöluáþján Hugleiðingar um efnahagsmál. Endursaminn leiðari úr vikublaðinu íslendingi 20/ 6 1982 eftir Jón G. Sólnes Við íslendingar munum búa við háþróaðasta og um leið vit- iausasta vísitölu- og verðbóta- kerfi sem fyrirfinnst meðal svo- kallaðra siðaðra þjóða. Allt mun þetta kerfi í upphafi hafa byggst á því, að vernda hagsmuni launafólks og þá alveg sérstak- lega þeirra sem lægst hafa laun- in og minnst bera úr býtum. Það er svo einkennilegt með þá verr stöddu í þjóðfélaginu, að það virðist svo sem engir eigi sér fleiri forsvarsmenn, og hópurinn fer alltaf sistækkandi, sem af miklum eldmóði og sannfær- ingarkrafti telur það æðra öllu að berjast fyrir hagsmunum lág- launahópsins, og ekki skortir há- stemmdar yfirlýsingar þessara oft sjálfskipaðra aðila. En stað- reyndin er hinsvegar sú, að þrátt fyrir háværar yfirlýsingar þess- ara forystuafla virðist árangur- inn vera í öfugu hlutfalli við all- an bægslaganginn. Nú er svo komið, að þetta verðbóta- og vísitölukerfi er að ganga frá okkar efnahagskerfi á þann veg, að allt er að fara í strand hjá okkur. Þar er dæmið Ijósast um fjármagnskostnað- inn, vextina. Að láta sér detta í hug, að það sé einhver minnsti möguleiki á því, að heilbrigður atvinnurekstur geti þróast í þjóðfélagi, þar sem fjármagns- kostnaður atvinnuveganna er um 40—50%, er slík fásinna, að ekki verður með orðum lýst. Og að það skuli vera til yfirmenn og stjórnendur peningamála í land- inu, sem fást til þess að taka þátt í þeim Hrunadansi sem hér á sér stað er með ólíkindum, og hér er um að ræða aðila sem vegna sérþekkingar sinnar og menntunar eiga að vera sérfræð- ingar á þessu sviði. Slík athæfi finnst venjulegum skattborgara yfirstíga alla heilbrigða skyn- semi. — Sú vísitölu- og verðbóta- mælistika, sem er allsráðandi á öllum sviðum okkar efnahags- lífs, er orðin að einni allsherjar martröð, sem hrellir þjóðina svo, að það er yfirþyrmandi að finna þann vonleysis- og uppgjafartón, sem nú ríkir meðal aíls almenn- ings. Og að sjálfsögðu verða þeir sem minnst bera úr býtum og veikastir eru fyrir í lífsbarátt- unni, hvað harðast úti. Nei, nú er nóg komið. Nú verða ráðamenn þjóðarinnar að taka á honum stóra sínum og gera ráðstafanir sem einar duga til þess að koma okkur út úr þeim vítahring efnahagslífsins, sem við nú búum við. Nú dugar ekk- ert hálfkák, eða bráðabirgða- ráðstafanir. Vísitölufarganið verð- ur hreinlega að afnema — strika það út. Það hefur ekkert skaðað okkar efnahagslíf meira og laun- þega almennt í landinu, heldur en dansinn í kringum hinn ímyndaða gullkálf vísitöluna. Enda er slíkt vísitölu- og verð- bótafyrirkomulag og það sem ríkir hjá okkur, nánast óþekkt fyrirbrigði hjá nágranriaþjóðum okkar, og við erum hreint við- undur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, sem snerta efnahags- og peningamál. í lönd- um þar sem ríkir háþróað efna- hagskerfi eins og t.d. í Banda- ríkjunum, þá eru útlánsvextir þar sem hæst hafa komist uppí u.þ.b. 17% (skítur á priki miðað við okkur) taldir hafa orsakað hrun þúsunda fyrirtækja og taldir valda því, að ekki er talinn nokkur minnsti grundvöllur fyrir neinni skynsamlegri fjár- festingu. Svo halda menn að við Islendingar getum haldið gang- andi heilbrigðu og skapandi at- vinnulífi í landinu, með þeim óskapnaði í vaxta- og peninga- málum, sem atvinnuvegum okkar er gert að búa við. Hvílík fásinna. Nú er þörf skjótra aðgerða. Hér skal bent á eftirfarandi leið- ir: 1. Frá og með 1. september nk. verði framkvæmd vísitölu- og verðbótakerfis afnumin með öllu. 2. Þak verði sett á almenna út- lánsvexti, þannig að þeir verði ekki hærri en 18—20% í hæsta lagi. Niðurgreiðsla á vöxtum í sambandi við afurðalán til atvinnuveganna verði afnumin með öllu. 3. Til þess að létta launþegum aðlögunina við afnám vísitölukerfisins, væri eðlilegt að veita almenna grunnkaups- hækkun, og væri eðlilegt að slík grunnkaupshækkun yrði mismunandi að einhverju leyti, þannig að tækifærið yrði notað til þess að lagfæra lægstu launin. 4. Fundið yrði út raungengi ís- lensku krónunnar og hún síð- an skráð eftir því. Greinarhöfundi er ljóst, að til margvíslegra lagasetninga þarf að koma til þess, að samræma ýmsa hluti í sambandi við svo gjörbreytt skipulag efnahags- mála og hér er bent á, t.d. að því er snertir ákvæði útlánssamn- inga sem eru með lágum vöxtum og lánskjaravísitölu, innstæðum í bönkum og öðrum innláns- stofnunum sem bundnar eru vísitölu- og verðtrygg- ingarákvæðum o.fl., o.fl. En að koma slíku fram er aðeins tæknilegt framkvæmdaatriði. Aðalatriðið er, að með þeim breytinum sem hér hafa verið lagðar til, er tekin sú veigamikla og þýðingarmikla ákvörðun að gjaldmiðill þjóðarinnar og hann einn skuli gegna því hlutverki sem honum ber að gera í lýð- frjálsu og heilbrigðu þjóðfélagi. Það leiðir svo af sjálfu sér, að ef svo vel tækist tii, að menn hefðu kjark og dug til þess, að gera þær grundvallarbreytingar á efnahagskerfi þjóðarinnar og hér hefur verið lagt til, þá er lokið því tímabili, að hinir marg- víslegu þrýstihópar á sviðum at- vinnulífsins, geti gargað á sköpun eða tryggingu svokallaðs rekst- ursgrundvölls hinna ýmsu atvinnugreina af hálfu ríkis- valdsins, sem aðallega hefur á undanförnum árum byggst á því að tapið er þjóðnýtt. Afskipti ríkisvaldsins t.d. af verðlagningu hinna ýmsu framleiðsluafurða eiga að sjálfsögðu að falla í burtu með öllu. Einstaklingar og fyrirtæki hverju nafni sem nefn- ast verða sjálfir að bera ábyrgð á sínum rekstri, og þeim sem einfaldlega tekst ekki að halda rekstri sínum gangandi eiga hreint og beint að fara á hausinn og aðrir að taka við. Við slíku er ekkert að segja í lýðfrjálsu þjóð- félagi sem ætlar sér að búa við frjálst efnahagskerfi. Það er bjargföst skoðun þess, sem þessar línur ritar, að ef tek- ið yrði á þeim vanda sem við er að búa í efnahagsmálum þjóðar- innar í einhverri líkingu við þær tillögur sem hér hafa verið sett- ar fram, þá væri það áreiðanlega besta og varanlega kjarabótin sem launþegum og þjóðinni allri gæti hlotnast. Og þá færi aftur að morgna yfir íslensku efna- hagslífi, þannig að við gætum litið björtum augum til framtíð- arinnar. Fyrir malarvegi Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) hjólbarðar með eða án hvits hrings. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerið samanburð á verði og gæðum. álslandi BILABORG HF. Smiðshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.