Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 Hafnarrjarðarbíó býður uppá hasarmynd ársins, Ránið á týndu örkinni, sem nú hefur runnið KlæsileKt skeið á enda í Háskóla- bíói. Iláskólabíó hvílir nú ofbeldis- fullt afkvæmi Bronsons og Winners, Death Wish II á 7 og 9 sýningum, þar má segja að sé kominn björn í ból katta — hinn þrekvaxni „trinity-bróðir" Bud Spencer í enn einni ítalskri slagsmála- og gamanmynd, Ixiggan gefur á’ann. Laugarásbió frumsýnir í dag bandaríska gamanmynd, Sturtað- ur niður, sem undirr. þekkir hvorki haus né sporð á. Á 11. sýningum má enn berja augum hina bresku brjóstaballöðu Paul Raymonds, Eroticu. I Nýja bíói er verið að sýna kl. 11 hina hálf-klassísku „cult“- mynd Rocky Horror Picture Show, sem engan svíkur sem gaman hefur af móðursýkislegum, snargjeggjuðum försum, blönd- Kíkt við í kvikmyndahúsunum uðum bráðhressu rokki. Kl. 5, 7 og 9 er hinsvegar verið að sýna framhald hennar sem ber nafnið Stuð meðferð, (Shock Treatment). Hér er gamanið ekki eins grátt og hamslaust, en vafalaust ágætt fyrir þá sem ekkl hafa séð fyrri myndina. Margir af sömu leikurum koma fram í báðum myndunum og tónlistin er samin af Richard O’Brian, að sjálfsögðu í dúndr- andi Dolby stereo. Regnboginn sýnir i A sal glæ- nýja Agöthu Christie mynd, Sól- in ein var vitni, sem undirr. hefur enn ekki haft tækifæri til að sjá. Hér kemur fram herskari breskra úrvalsleikara en mynd- inni leikstýrir Guy Hamilton, sem leikstýrði Funeral In Berlin og nokkrum af bestu Bond- myndunum. I B sal er verið að endursýna hasarmyndina SæúJfarnir, með rosknum en þreyttum görpum: David Niven, Roger Moore og Greg Peck. í sal C er verið að sýna eitt síðasta verk hins merkilega leikstjóra Fassbinder, Lolu, en Regnboginn hefur unnið gott verk við að kynna myndir hans hérlendis. Þær verða því Jerry Lewis í Travoltagervi i nýj- ustu mynd sinni. Hrakfallabálkur- inn í Bíóbæ. Sæbjörn Valdimarsson Ekki hefur verið ýkja hátt ris- ið á sýningum kvikmyndahús- anna það sem af er sumrinu. Yf- ir sjónvarpsþyrstan lýðinn hefur flætt þungur straumur miðl- ungsmynda og endursýninga með nokkrum heiðarlegum und- antekningum. Einn af ljósari punktunum var hin franska kvikmy ndavika Fjalakattarins. Kvikmyndahússtjórum til málsbóta skal þess getið að sumarið er tími skemmti- og hasarmynda. Á þessum árstíma er tilgangslítið að bjóða gestum uppá annað en léttvæga afþrey- ingu. Ef við rennum yfir hvað á l>odstólum er í kvikmyndahúsun- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu í dag, (15. júlí), kemur í ljós að þar kennir margra grasa. Austurbæjarbíó er tvímæla- laust að sýna bestu myndina um þessar mundir, Hörkutólið, en auglýsingatextinn er nokkuð villandi hvað efni hennar varðar og óaðlaðandi. Hörkutólið, (The Great Santini), er hörkumynd um orrustuflug- mann og fyrrv. stríðshetju sem hvergi á í bardögum lengur ann- ars staðar en á heimavígstöðv- unum. Mannleg, einstaklega vel leikin mynd um kúgað heimilis- líf, krýdduð fyndni og góðum sprettum hjá handritshöfundi. Bióbær virðist nú vera að hrista af sér slenið og býður uppá nýja mynd með Jerry karl- inum læwis, er nefnist Hrakfalla- bálkurinn og er fyrsta mynd hans um langt árabil. Er hún í nákvæmlega sama anda og þær myndir sem Lewis gerði á sjötta og sjöunda áratugnum. Tíu ára hvíld virðist ekki hafa víkkað skopskyn leikarans. Hinn mið- aldra æringi þekkir bersýnilega takmörk sín mæta vel og þegar karli tekst upp þarf engum að leiðast. í blöðum uppá síðkastið hefur mátt sjá villandi fréttir af hr. Lewis, en sannleikanum sam- kvæmt þá virðast vera upp- gangstíma hjá þessum hálf- gleymda grínfugli um þessar mundir. Hefur hann m.a. nýlokið við að fara með aðalhlutverk á móti Robert De Niro í nýjustu mynd Scorsese, King Of Comedy og fyrir skömmu hóf hann að leikstýra sjálfum sér í myndinni Smorgasbord, fyrir Warner Bros. Bíóhöllinbýður upp á marg; breytilega skemmtun, að venju. I sal 1 er frumsýnd í dag mynd með þeirri krassandi nafngift Píkuskrækir. í auglýsingatexta stendur skýrum stöfum að hún sé bæði djörf og fyndin auk þess sem hún komi öllum á óvart! í sal 2 er verið að sýna hina oft meinfyndnu gamanmynd Amer- ískur varúlfur í l.ondon, en gálga- húmor hennar hefur fallið vel í kramið hjá mörlandanum. Salur nr. 3 hefur á boðstólum hasar- myndina Airport SOS Hijack, sem mig minnir að hafi einhverntím- an verið jólamynd í Keflavík. I sal 3 er einnig verið að sýna nýlcga mynd með barnastjörn- unni Ricky Schroder, sem bræddi hjörtu margra í The ('hamp Heitir hún Jarðarbúinn og var ein síðasta mynd hins ágæta leikara William Holden. I sal 4 er svo verið að hreyta síðu dropana úr Going Steady og hinni vinsælu mynd Peters Sell- ers, Being There. Gamla bíó sýnir nú alfarið kvikmyndir á meðan Operan er í fríi. Þessa dagana er verið að sýna nýlega Disney-mynd, Litlu hrossaþjófanrir og endursýna am- erískan reyfara, Kvennafangels- ið, með Pam Grier. Litlu hrossa- þjófarnir fja.Ha um nokkra ungl- ingskrakka sem ræna hrossum sem á að þræla út í púlsvinnu í límverksmiðju. Ádeila á illa meðferð á dýrum. Hafnarbíó hefur tekið ofan menningarsvipinn um skeið og Al- þýðuleikhúsið lagt á flakk. Hér er nýbyrjað að sýna Kassöndrubrúna og grunar mig ískyggilega að hér sé um endursýningu að ræða, án þess að það komi fram í auglýs- ingu. Það er afleitur trassaskap- ur sem því miður virðist vera að færast t vöxt. Hér syngja þau Patricia Quinn, Manning Redwood, Jessica Harper, Barry Humpries, Darlene Johnson og Nell Campell óð til dýrðar stuðmeðferð, í samnefndum söngleik í Nýja bió. Kvikmyndir f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHNAR EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 Bláber — Bananar Dole — Appelsínur Outspan — Klementínur Outspan — Epli rauö — Stæröir 100 — 113 — og 125 — Epli græn Grammy Smith — Epli gul — Greip Outspan — Sítrónur Outspan — Vínber blá — Vínber græn — Melónur Hony Dew — Vatnsmelónur — Ferskjur — Nektarínur — Plómur rauöar — Plómur gular — Perur — Kirsuber — Mangó — Kiwi — Ananas — Kókoshnetur. miður ekki nema tvær til viðbót- ar. Kvikmyndaunnendum skal á það bent að Lola er að Ijúka göngu sinni. I sal D standa yfir sýningar á í eldlínunni, dæmigerðri „A Michael Winner Film“. Og í E sal á annarri hæð gefur að líta Sólcy, hennar Rósku. Þeim mörgu sem áttu erfitt með að botna í textanum, skal á það bent að myndin er nú sýnd með enskum texta ... I Stjörnubíói gleðja nú augað tvær afbragðsgóðar endursýn- ingar sígildra sumarmynda. Á tjaldinu í A sal er hin gamal- kunna Byssurnar frá Navarone og í hinum nýja B sal fer Lee Marv- in á kostum í Cat Ballou. I Tónabíói er verið að sýna sverða- og særingamyndinga Sverðið og seiðskrattinn, sem enn hefur ekki verið frumsýnd í flestum nágrannalöndunum. Gott framtak það. Þetta er hressileg mynd með déskolli góð- um förðunarbrellum. Og Önnu Björns. LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum )SMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI8S811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.