Morgunblaðið - 21.07.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.07.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 Skömmtun til stórkaupenda 1981: Orkunotkun sam- svarar 1.760 þús. tonnum olíugilda Nær 70% raforka og jarðvarmi VERG orkunotkun á íslandi á sl. ári nam 1.758 þúsundum tonna olíugilda. I»ar af var raf- orka 41%, jarðvarmi 27%, olía 30% og kol 2%. Aukning notkun- ar frá 1980 var 2,4%. Raforkuvinnsla var alls 3.258 GWh á liðnu ári, aukning frá 1980 3,7%. I»ar af var 94,7% vatnsorka, 3,8% jarðvarmi og olía 1,5%. Af þessu var 3.108 GWh forgangsorka og 150 GWh afgangsorka. Vegna orkuskorts á árinu var raforkusköttun, er nam 201 GWh hjá stórnotend- um. Verg orkunotkun skiptist þann- ig; 53% fór til stóriðju, 2,2% til annarrar stórsölu, 44,8% til al- mennrar notkunar. Sala til stór- notenda jókst aðeins um 0,9% á árinu, en almenn notkun um 7,2%. í árslok 1981 var uppsett afl í almenningsrafstöðvum 749 MW, þar af 612 MW í vatnsafli, 17 MW í jarðvarma og 120 MW í olíu- stöðvum. I einkarafstöðvum var uppsett afl 32 MW. Fyrsta véla- samstæðan af þremur í Hrauneyjafossvirkjun (hver um sig 70 MW) var tekin í notkun á liðnu ári. Hinar tvær verða vænt- anlega gangsettar í ár. í árslok 1981 voru 27 hitaveitur starfandi í landinu, einkaveitur ekki meðtaldar. Um 75% af þjóð- inni njóta nú jarðvarma til hús- hitunar. Innflutt eldsneyti 1981 var alls tæplega 585 þúsund tonn, 1.146 m. kr. að cif-verðmæti, eða 15,3% af heildarinnflutningi til landsins. Sala nam um 435 þúsund tonnum á árinu og hafði dregist saman um 1,3% frá 1980. Salagasolíu til hús- hitunar dróst saman um 17,3 frá árinu áður. (Heimild: Orka á tslandi. útg. Orkustofnun.) Byggingarnefnd Borgarleikhúss: Davíð Oddsson kosinn formaður DAVÍÐ ODDSSON, borgarstjóri, var á borgarráðsfundi í gær kosinn í hyggingarnefnd Borgarleikhúss og verður hann jafnframt formaður. Þá var Katrín Fjeldsted, borg- arfulltrúi, kjörin varamaður í nefndina. I nefndinni sitja auk borgarstjóra, Þórður Þ. Þorbjarn- arson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Pálsson, fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur. Borgarráð: Nýr Drangur til Akureyrar Akureyri, 20. júlí. NÝR DRANGUR kom til Akureyrar í gærmorgun frá Bergen þar sem skipið var keypt. Því er ætlað að stunda fíutninga og siglingar á hafnir við Eyjafjörð, til Siglufjarðar, Grímseyjar og á nærliggjandi norð- lenskar hafnir. Ferðin frá Noregi tók tæpa fjóra sól- arhringa. Skipið hefur 275 tonna burðargetu og á því er skutbrú, þannig að auðvelt er að lesta og losa skipið með lyfturum. Allar vörur verða fluttar í gámum en auk þess getur hinn nýi Drangur tekið stórar og þungar vélar, bíla og þess háttar, því að bóma skipsins getur lyft 56 tonnum. Fyrsta ferð skipsins verður farin í dag og þá fer það í fiskflutninga frá Hrísey til Dalvíkur. Gamli Drangur heldur enn áfram um sinn venjulegum áætlunarferðum. Hann hefur nú verið seldur til Keflavíkur og verður afhentur nýjum eigendum um miðjan ágústmánuð. Skipstjóri á hinum nýja Drang er Örlygur Ing- ólfsson, stýrimaður Einar Ingi Einarsson og vél- stjóri Oskar Ágústsson. Á næstunni verður innréttað farþegarými um borð, þannig að aðbúnaður farþega verður til fyrirmyndar. — Sv.P. Framkvæmdaáætlun hitaveitu skorin niður um 34,7 milljónir BORGARRAÐ samþykkti á fundi sínum í gær niðurskurð á núverandi framkvæmdaáætlun Hitaveitu Reykjavíkur um 34,7 milljónir. Þetta var samþykkt að tillögu borgarstjóra, en bókun sem að þessu lýtur var sam- þykkt á fundi stjórnar veitu- stofnana 19. júlí síðastliðinn. í bókuninni segir, að þar sem gjaldskrá hitaveitunnar hafi ver- ið langt undir því sem fjárhagsá- Eimskipafélag íslands: Skreiðarinnflytjandi í Nígeríu krefst 11 milljóna króna í bætur Eimskip telur kröfuna ekki í samræmi við frumgögn EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur nýlega fengid kröfu frá skreiðar- innflytjanda í Nígeríu upp á rúmar milljónir islenzkra króna (milljón dollara). Telur innflytjandinn aö 1.920 skreiðarpakka vanti upp á sendingu til sín, sem Eimskip flutti héðan til Hamborgar á síðasta ári og krefst hann skaðabóta vegna þess. Máli sinu til stuðnings hefur hann framvísað frumriti farmbréfs, sem forráðamenn Eimskipafélagsins telja ekki í samræmi við umrædda sendingu og segja þeir að í henni hafi verið 4.080 pakkar en ekki 6.000 eins og innflytjandinn telur. Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við Hörð Sigurgests- son, forstjóra Eimskipafélagsins. Sagði hann, að umrædd krafa væri fram komin vegna fimm sendinga á skreið og skyldum af- urðum til Nígeríu. Hefði þeim ver- ið afskipað með skipum Eimskips á tímabilinu 5. ágúst til 18. des- ember 1981. Sérstaklega hefði at- hygli beinzt að sendingu frá 5. ágúst, sem héðan hefði farið í gámum til Hamborgar og þaðan til Port Harcourt í Nígeríu með öðru skipafélagi. Sá, sem flytti út skreiðina, legði til gáma. Eimskip hefði þá gefið út farmskírteini á þessa sendingu, sem á stóð: „ís- lenzk skreið, 21 gámur." Ekki hefði verið tekið fram í farmbréf- inu hver pakkafjöldi hefði verið. Síðan hefði komið upp krafa á Eimskipafélagið vegna þess að upp hefði komið frumrit af þessu farmbréfi, sem á stendur: „Islenzk skreið, 21 gámur, 6.000 pakkar." Forráðamenn Eimskips teldu að það frumrit væri ekki í samræmi við farmskírteinið eins og það hefði upphaflega verið gefið út. Samkvæmt talningu starfsmanna félagsins í Sundahöfn hefðu farið í þessa gáma 4.080 pakkar. Þetta hefðu verið 21 20 feta gámur og í slíka gáma kæmust nálægt 190 pakkar eða um það bil 4.000 pakk- ar alls, ekki 6.000. Auk þessa væru kröfur vegna frekari mismuns í magni og spurningar um ranga vöru, það er skiptingu milli þorskhausa og skreiðar. „Við teljum að frumrit farm- bréfsins, sem okkur hefur verið sýnt, sé ekki í samræmi við farm- bréfið eins og það var gefið hér út þegar skipið fór héðan. Við erum tryggðir fyrir þessu, en engu að síður ætlum við okkur að upplýsa þetta mál þar sem við kærum okkur ekki um að gögnum sé breytt og kröfur séu gerðar á okkur vegna þess. Nú erum við að viða að okkur gögnum varðandi þetta mál og tökum síðar ákvörð- un um framhaldið," sagði Hörður. ætlun geri ráð fyrir, það sem af er árinu, og gjaldskrárhækkun hefði enn ekki verið ákveðin, þá væri fyrirsjáanleg fjárvöntun um 35 — 45 milljónir, enda þótt 5% hækkun umfram byggingar- vísitölu fengist 1. ágúst og 1. nó- vember næstkomandi. Síðan segir að kannað hefði verið hvort mæta mætti fjár- vöntun með niðurskurði fram- kvæmda og viðhalds, en slíkt væri neyðarúrræði. Miðað er við að frekari lántökur komi ekki til greina. I bókuninni segir að stjórnin telji það algert neyðar- úrræði að grípa til niðurskurðar framkvæmdaáætlunar, þar sem slíkt leiddi til aukinnar hættu á vatnsskorti og meiri háttar bil- unum strax á næsta vetri. í bók- uninni beinir stjórn veitustofn- ana því til borgarráðs, að það beiti sér fyrir því að stjórnvöld hraði ákvarðanatöku til að tryggja fjárhagsgrundvöll Hita- veitu Reykjavíkur. INNLENT Verður unglingaskemmtistaður í bíla- geymslu nýja Seðlabankahússins? ASGEIR H. Eiríksson, eigandi pylsuvagnsins í Austurstræti, hefur sent borgarráði bréf, þar sem hann reifar hugmyndir sínar um að koma á fót unglingaskemmtistað á neðstu hæð húss Seðlabankans, sem rísa á við norðarverðan Arn- arhól, en þar á að vera bíla- geymsla. Á fundi borgarráðs í gær var bréfið lagt fram og málið rætt, en ekki tekin afstaða til þess, þar sem það væri enn ekki tímabært. í samtali við Morgunblaðið sagði Ásgeir H. Eiríksson, að hugmyndin væri að flytja Hall- ærisplanið svokallaða undir þak. „Það er hægt að koma fyrir dansstað í bílageymslunni og gæti það orðið frumlegt og skemmtilegt ballhús. Þetta þarf ekki að stangast á við bifreiða- geymsluna, því starfsemi þar myndi ljúka um klukkan 7 á föstudagskvöldum," sagði Ás- geir. Ásgeir sagði, að heyrst hefði að Almannavarnir hefðu auga- stað á bílageymslunni sem sprengjyskýli fyrir 5.000 manns, en það ætti ekki að þurfa að koma í veg fyrir að þarna yrði dansstaður fyrir unglinga. Kvað hann þessa hugmynd hafa hlotið góðar undirtektir hjá þeim sem hann hefði rætt málið við. Ás- geir sagði, að hugmyndin væri að þetta yrði skemmtistaður fyrir unglinga, þeir ættu ekki í nein hús að venda. Þarna fengju þau þak yfir höfuðið og einnig væri hægt að hafa þarna aðstöðu til eftirlits.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.