Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 15

Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 15
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 15 iltofgpiiifrlftMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Vinstri menn allra flokka sameinist! Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur valið tímarit Máls og menningar til að draga nýja víglínu fyrir flokk sinn eftir afhroðið í sveitarstjórnakosn- ingunum. I stuttu máli er boðskapurinn þessi: „vígvélar íhaldsins æða hér yfir akurinn á næstu vikum, mánuðum og árum“ ef vinstri menn allra flokka sameinast ekki undir forsjá Alþýðubandalagsins. Flokksformaðurinn spáir því, að vinni Sjálfstæðisflokkurinn næstu alþingiskosningar myndi hann stjórn annað hvort með Framsóknarflokki eða Alþýðuflokki. Gegn þeim „ósköpum" ætlar Alþýðubanda- lagið að berjast: „Þótt úrslit bæjarstjórnakosninganna hafi um margt verið vond þá er enn tími til stefnu. Þann tíma verður að nota til þess að byggja upp samstöðu," segir Svavar Gestsson. Ætlun formanns Alþýðubandalagsins er að brjótast út úr kosningaósigrinum í maí með því að draga aðra ofan í svaðið til Alþýðubandalagsins. Á þessum forsendum hefur Svavar Gestsson þreifað óformlega á krötum í því skyni að þeir gangi til samstarfs við framsókn og kommúnista í ríkisstjórn fyrir kosningar og síðan til kosninga undir merki vinstra samstarfs að kosningum loknum. Svipaðar áþreifingar hefur formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins, Ólafur R. Grímsson, stundað, þó ekki endilega til að lengja líf þessarar ríkisstjórnar, enda á hann ekki sæti í henni, heldur til að tryggja stöðu sína í baráttunni innan flokks við Svavar Gestsson. Svavar Gestsson leggur áherslu á sameiningu vinstri manna gegn sjálfstæðis- mönnum, Ólafur R. Grímsson vill mynda breiðfylkingu í þágu friðar. Þegar metið er, hvort áform Svavars Gestssonar nái fram að ganga, þarf að hafa tvær meginforsendur í huga: í fyrsta lagi setjast framsóknarmenn í hvaða ríkisstjórn sem er. Þeirra markmið er aðeins eitt í stjórnmálum að vera í fyrirgreiðsluaðstöðu og þeir meta ráðherraembættin ofar öllu. I öðru lagi er Alþýðuflokkurinn forystulaus. Eng- inn þingmanna hans veit, hvert flokkurinn stefnir. í sveit- arstjórnakosningunum hölluðu kratar sér að kommúnist- um. Sú skoðun er ríkjandi hjá frekustu öflunum meðal toppkrata, að vinstri stjórn sé æskilegust fyrir Alþýðu- flokkinn. Með ályktun sinni um sovéska samninginn um efnahagssamvinnu hafa þingflokkur og framkvæmd- astjórn krata búið sér til aðgöngumiða að ríkisstjórn með framsókn og kommúnistum. Annar tónn hjá Pétri Sigurðssyni Það kveður við annan tón hjá Pétri Sigurðssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, en Svavari Gestssyni. í grein eftir Pétur hér í blaðinu í gær segir, að næsta ríkis- stjórn hljóti að verða undir forystu Sjálfstæðisflokksins „eins og ætíð þegar vinstri menn hafa siglt öllu í strand." Pétur segir, að þá þurfi sjálfstæðismenn að velja sam- starfsmenn sem þora og vilja takast á við vandann. Og hann lýsir síðan brýnustu úrlausnarefnunum með þessum hætti: I fyrsta lagi ný og rétt vísitala. í öðru lagi skilyrðislaust bann við fölsun þessarar vísitölu. I þriðja lagi fráhvarf frá ofsköttun og óstjórn. í fjórða lagi lækkun á óbeinum skött- um, eins og söluskatti, „tímabundnu" vörugjaldi, innflutn- ingsgjaldi og bensínskatti til að lækka vöruverð í áföngum. Pétur Sigurðsson segir réttilega, að aðeins með gjör- breyttri stjórnarstefnu komist þjóðin út úr ríkjandi efna- hagsöngþveiti. Línurnar eru skýrar. Alþýðubandalagið vill halda áfram óbreyttri ofstjórnarstefnu með krötum og framsókn. Sjálfstæðismenn spyrja: Hver þorir að takast á við vandann með okkur? LEYFISSVIPTING STEINGRÍMS HERMANNSSONAR „Málið sett á svið og skipulagt frá byrjun“ — segir Örn O. Johnson stjórnarformaður Flugleiða „AÐ sjálfsögðu kom þessi ákvörð- un Steingríms Hermannssonar okkur mjög á óvart. Við höfðum að vísu heyrt getgátur í þessa átt, en trúðum ekki að þær kæmu til framkvæmda," sagði Örn O. Johnson, stjórnarformaður Flug- leiða, er Mbl. innti hann álits á þeirri ákvörðun samgöngumála- ráðherra að svipta félagið flug- leyfum til Amsterdam og Diiss- eldorf. „Ég tel,“ sagði örn, „að ráð- herra fari hér í raun og veru langt út fyrir sitt valdsvið, að minnsta kosti siðferðilega séð, því hafi hann slíkt valdsvið laga- lega þá tel ég að það þurfi að breyta því. Það er ósennilegt að einn ráðherra geti afmáð það sem ríkisstjórn og Alþingi hefur samþykkt. Hér á ég við þau fyrir- heit sem gefin voru þegar Loft- leiðir og Flugfélagið voru sam- einuð árið 1973. Þessi fyrirheit voru þess efnis að félagið gæti eitt sinnt öllum þeim áætlunar- leiðum milli landa sem það vildi sinna. Þetta varð til þess að hluthafar beggja félaga sam- þykktu sameininguna." Örn sagði að Flugleiðir hefðu sinnt áætlunarleiðunum til Amsterdam og Dusseldorf óað- finnanlega og þess vegna engin ástæða til að taka þær af þeim. Hann bætti við: „Standist þessi leyfissvipting fyrir lögum, er hér um að ræða verulega brotalöm. Það gefur auga leið að hér er um mikla fjármuni og hagsmuni að Örn O. Johnson tefla. Flugleiðir hafa eytt mikl- um fjármunum til að kynna ís- land í Dússeldorf og Amsterdam, þar sem félagið hefur meðal ann- ars opnað skrifstofu." — Hvað veldur þessari breytni ráðherra? „Hann brynjar sig með óraun- hæfum afsökunum. Ég tel að þetta mál hafi verið sett á svið og skipulagt frá byrjun til enda. Það hefur verið ákveðið að láta þetta þróast svona og réttlæta svo ákv- örðunina með því að ekki hafi náðst samkomulag milli flugfé- laganna. Ráðherra kveðst vilja eðlilega og hóflega samkeppni. Þegar svo félögin ná ekki sam- komulagi — mér liggur við að segja eðlilega ekki — þá sviptir hann annað félagið leyfum. Ef þá á að verða samkomulag um að það eigi ekki að vera samkeppni, til hvers er þá verið að stofna til samkeppni? Nei, ég sé ekki betur en að ráðherra valdi ekki því valdi sem hann hefur. Mér virð- ist sem annarlegar hvatir liggi að baki þessari ákvörðun," sagði Örn O. Johnson, stjórnarformað- ur Flugleiða. Gunnar Þorvaldsson Ákvörðunin bæði flugfélög- unum og neytendum til góðs — segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs „ÉG ER mjög ánægður með ákvörðunina. Ég held að hún sé bæði flugfélögunum og neytendum til góðs,“ sagði Gunnar Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, er Mbl. spurði hann álits á ákvörðun samgöngumálaráðherra. Gunnar sagði: „Ég hef alltaf sagt að ég teldi samkeppni Flugleiðum til góðs.“ — En er ekki einmitt verið að koma í veg fyrir samkeppni? „Nei, alls ekki. Fólk getur enn valið á milli ýmissa staða. Félög- in keppa náttúrlega enn um þjónustu og gæði, og væntanlega verð einnig“,sagði Gunnar. í þessu sambandi rifjaði hann upp slæma reynslu Loftleiða og Flugfélagsins af því að fljúga til sömu staða á sama tíma með ónýtt sæti, eins og hann orðaði það. Þetta fyrirkomulag hafi bæði verið félögunum og þjóð- inni óhagkvæmt. Gunnar var spurður hvernig það mætti vera að hin nýja skip- an væri bæði Flugleiðum og neytendum til góðs, hvort Arn- arflug hygðist lækka fargjöld til Amsterdam og Dússeldorf. Hann svaraði: „I bréfi ráðherra kemur fram að samkvæmt þessari leiðaskipt- ingu er okkur er óheimilt að fljúga áætlunarflug til þeirra staða sem -Flugleiðir hafa. En viðvíkjandi fargjöldum vil ég taka fram að þau hafa verið mjög lág á þessum leiðum, þann- ig að ég geri ekki ráð fyrir að breyting verði á þeim til lækkun- ar.“ Gunnar kvaðst telja að fyrst að Alþingi væri búið að ákveða að tvö félög annist millilanda- flug, væru aðeins tvær leiðir færar í því sambandi, annars vegar að gefa samkeppnina al- gjörlega frjálsa og hins vegar að koma á leiðaskiptingu, eins og ráðherra hefði nú ákveðið. Sjálf- ur kvaðst hann fylgjandi leiða- skiptingu. Hann sagði að í dag hefði fólk um tvo kosti að velja ef það ætlaði til útlanda, annars vegar að fara með Arnarflugi og hins vegar með Flugleiðum. Til Amsterdam kæmust menn hæg- lega með því að fljúga fyrst með Flugleiðum til London og þaðan áfram til Amsterdam. A sama hátt kæmust menn til London með því að fljúga með Arnar- flugi til Amsterdam og þaðan áfram til London. Tillaga um fjárhelda girð- ingu um höfuðborgarsvæðið Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðis- ins hefur gert það að tillögu sinni, að höfuðborgarsvæðið verði afgirt með fjárheldri girðingu frá Straumsvík að Kiðafellsá á Kjalarnesi. Lengd þeirrar girðingar yrði 56 kílómetrar, en hægt er að nota 22 kilómetra girðingar, sem fyrir er á hluta svæðisins, svo ný girð- ing verður 34 kíiómetrar að lengd. Gert er ráð fyrir að hægt sé að nýta eitthvert efni úr girðingum sem fyrir eru á svæðinu, en mikinn fjölda þeirra verður hægt að rífa með tilkomu þessarar nýju girð- ingar, svo öll umferð um svæðið ætti að auðveldast. Núverandi kosnaðaráætlun gerir ráð fyrir 40 þús. króna kostnaði að meðaltali á hvern girtan kílómetra, en verið er að mæla girðingarsvæðið upp nú í sumar, svo að nákvæmari áætlun mun liggja fyrir í haust. „Það hefur mikið verið rætt um að koma upp trjágróðri í auknum mæli hér á höfuðborgarsvæðinu, en ein grundvallarforsenda þess er að loka svæðinu fyrir ágangi búfjár og setja reglur um kvikfjárrækt inn á svæðinu," sagði Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki mikið af góðu landi tiT útivistar á þessu svæði eins og stendur, en við ættum að geta gjörbreytt því á næstu 10—20 árum. Svæði eins og Heið- mörkin eru góðra gjalda verð, en ég hef ekki trú á öðru en að fólk kunni ekki síður að meta, að gróðursett sé í næsta nágrenni við það í tengslum við byggðina. Sem dæmi um ástandið í þessum efnum má nefna að Skógræktarfélag Kópavogs er með ræktunarsvæði upp í Hvalfirði, í stað þess að vera með það í ná- grenni Kópavogs sem væri auðvitað eðlilegra," sagði Gestur Ólafsson ennfremur. Nefnd hefur verið sett á laggirn- ar á vegum Skipulagsstofunnar, til að sjá um framkvæmd málsins og ganga frá því í smáatriðum. Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá skiptingu kostnaðar af fram- kvæmdunum milli hlutaðeigandi sveitarfélaga, en tillögur hafa verið settar fram þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að málið verði lagt fyrir viðkomandi borgar- og bæjar- stjórnir í haust og geti því komist inn á fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár. Málið hefur mætt skilningi og áhuga Náttúruverndarráðs og fleiri viðlíka aðila og taldi Gestur ekki óeðlilegt að hugsa sér, að einhverj- ar stofnanir ríkisins sem málið snertir, tækju að hluta til þátt í kostnaði vegna framkvæmdanna. Benti hann á, að það eru 53% þjóð- arinnar sem byggju á höfuðborgar- svæðinu. Kort sem sýnir fyrirhugaða legu girðingarinnar, úr Straumsvík að Kiðafellsá á Kjalarnesi. Steingrimur Hermannsson um skiptingu á flugleiðum: Ekki hægt að stofna til slíkrar samkeppni að bæði félögin skaðist af * „Eg sé ekki að það samræmist að veita milljóna styrk og láta það viðgangast að risinn ætli að drepa dverginn“ „FLUGLEIÐIR fljúga á Frankfurt og á milli Frankfurt og Dússeldorf er mjög stutt vegalengd, þannig að það fæst mjög góður samanburður á verði og þjónustu. Flugleiðir fljúga auk þess til Luxemborgar og ég tel það vera nægjanlegt. Auk þess hefur þetta farið algerlega út í vitleysu í sumar, flugferðir hafa verið boðnar á rúmar tvö þúsund krónur með viku stoppi í Amsterdam og svipað til Frankfurt. Þetta eru fargjöld sem aldrei hafa verið tilkynnt okkur, en samkvæmt loftferðalögum ber flug- félögum að tilkynna okkur fargjöld," sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Steingrímur hef- ur ákveðið einhliða skiptingu flug- leiða á milli Flugleiða og Arnarflugs. Hann var spurður um hvort þessi ákvörðun samrýmdist þeim rökstuðn- ingi sem viðhafður var þegar Arnar- flugi var veitt flugleyfi til Hollands og Sviss, en þá var sagt nauðsynlegt að tryggja ákveðna samkeppni á flugleiðom félaganna. „Ég lét kanna þetta vandlega og það var gerð ítarleg tilraun til að fá félögin ofan af svona undirboðum, en það tókst ekki. Auk þess var reynt allan síðastliðinn vetur og í sumar að ná samkomulagi með fé- lögunum um eitthvað skynsamlegt í þessu sambandi. Ég ákvað að skera á hnútinn og gera það á þann máta sem næstur var samkomulagi um hjá félögunum síðastliðinn vet- ur. Flugleiðir lögðu ríka áherslu á það að halda Frankfurt og ég féllst á það,“ sagði Steingrímur. Steingrímur var spurður hvort það hefði ekki verið markmiðið með leyfisveitingunni til Arnar- flugs á sínum tíma, að lækka far- gjöldin samfara samkeppni. „Jú,“ sagði hann, „en samt sem áður verður að fylgja settum reglum og tilkynna fargjöldin, loftferðalög krefjast þess. Það er ekki hægt, ef flugfélögin kunna ekki fótum sín- um forráð, að stofna til slíkrar samkeppni að bæði stórskaðist af. Þar að auki eru Flugleiðir með milljóna styrk frá ríkinu og það hafa fjölmargir kvartað undan því að þeim sé veittur siikur styrkur og haldist uppi slík undirboð, en ég vil taka það fram að ég geri ráð fyrir að Arnarflug hafi mætt þessu á svipaðan máta, ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað," sagði Steingrímur. Ráðherrann var þá spurður hvort ekki mætti ætla að flugfélög- in kynnu fótum sínum forráð. „Þau þyrftu að kunna það,“ sagði Steingrímur. Hann var þá spurður hví þyrfti að taka fram fyrir hend- urnar á flugfélögunum. „Það virð- ist stundum þurfa, því miður. Ég sé ekki að það samræmist að veita milljóna styrk og láta þetta við- gangast, að risinn ætli að drepa dverginn," sagði Steingrímur. Hann var spurður að því hvort með þessari ákvörðun væri ekki verið að tryggja einokun á ákveðn- um flugleiðum, t.d. til Amsterdam. „Hinir hafa og hafa alltaf haft það til Kaupmannahafnar, Osló, Stokkhólms, samsagt allrar Skand- inavíu, og Bretlands. Það væri kannski ráð að leyfa hinum að fljúga til Kaupmannahafnar og London og hafa þetta alveg frjálst, það væri hin leiðin. En þetta getur ekki verið bara á annan veginn, að annað flugfélagið hafi arðmestu og bestu flugleiðirnar sem einokun, en fái einnig að fljúga á þeim flugleið- um sem litla flugfélagið flýgur á,“ sagði Steingrímur. Spurningu um hvort frekari skipting á milli flugfélaganna væri fyrirhuguð, svaraði Steingrímur þannig: „Nei, hún er ekki fyrirhug- uð. Ég sendi Flugráði tillögur um hvernig haga eigi leiguflugi, en ég hef ekki fengið neitt svar við því. En frekari skipting á áætlunarleið- um er ekki ráðgerð," sagði Stein- grímur. Hann var þá spurður hvort til greina kæmi að gefa flugið frjálst. „Það er náttúrulega hugs- anlegt, ég tel að það þurfi að vera á annan hvorn veginn; alveg frjálst eða einhver skipting. Ég tel sjálfur að svona skipting skapi nægilegan samanburð og samkeppni," sagði ráðherrann. Hann var spurður hvort ekki Steingrímur Hermannsson væri fallið frá, með þessari ákvörð- un, þeim rökstuðningi sem fram var færður á sínum tíma fyrir flugleyfi til Arnarflugs um næga samkeppni. Steingrímur svaraði: „Ég hef alltaf sagt í sambandi við það, að ég telji að það eigi að vera nokkur samkeppni og samanburð- ur, en ég hef alltaf sagt að ég stefni að þvi að skipta þó leiðum á milli þessara tveggja flugfélaga og það hefur margoft komið fram, m.a. á Alþingi, að viðræður væru í gangi á milli flugfélaganna um skynsam- lega skiptingu á flugleiðum," sagði Steingrímur. Spurningu um hvort hinn al- menni neytandi mætti ekki njóta lágra fargjalda, svaraði ráðherr- ann þannig: „Sem betur fer þá njóta þeir þess áreiðanlega til þess- ara landa. I þessum fargjöldum er boðið upp á alls konar möguleika," sagði hann, og neitaði því að þessi ráðstöfun byði upp á hækkun flug- fargjalda. „Þetta er sama mark- aðssvæðið, Holland, Þýskaland og Sviss, þetta er Mið—Evrópa og ég tel að þetta sé nægjanlegt." Steingrímur var spurður um af hverju mál þetta hefði ekki verið sent Flugráði til umsagnar. Hann svaraði: „Flugráð fjallaði á sínum tíma um umsóknir Arnarflugs og ég taldi þess vegna búið að fjalla nægjanlega um það.“ Borgarráð: 29 einbýlishúsalóðum á Laugarási úthlutað í gær BORGARRÁÐ úthlutaói 29 lóðum fyrir einbýlishús á I>augarási á fundi sínum í gær, en lóðir þessar voru auglýstar snemma í maí. Átján umsækjendur höfðu 100 stig eða fleiri og hlutu úthlutun sam- kvæmt því. Þeir eru: Vesturhrún 3, (auðmundur R. Bjarnleifss., Rlönduhakka 12. Vesturbrún 5, Þorsteinn Marinósson. Drápuhlíd 21. Vesturbrún 7, Þorsteinn Kiríksson, lláteigsvegi 38. Vesturbrún 13, Jón l»orvaldsson. Austurbergi 6. Vesturbrún 17, Þorvaldur W.H. Mawby, Mávahlíó 6. Vesturbrún 19, Sveinn Sveinsson, l.járskógum 16. Vesturbrún 21, Scvar llalldórsson, Álfheimum 27. Vesturbrún 23, l*orsteinn Tryggvason, Fífuseli 14. Vesturbrún 25, Kristinn Magnússon, (>oóheimum 4. Vesturbrún 29, Emil Petersen, Sogavegi 72. Vesturbrún 31, l>orbjörn Ásmundsson, Hávallagötu 44. Vesturbrún 33, Helgi Bergþórsson, Dalseli 34. Vesturbrún 35, (■uðni Jónsson, Klúóaseli 88. Vesturbrún 39, Kristján (luðbjartsson, Keilufelli 12. Austurbrún 12, Haukur Snorrason, Hlunnavogi 5. Austurbrún 14, Bragi Sigurósson, Dalseli 38. Austurbrún 16, Siguróur M. Magnússon, Jörfabakka 10. Austurbrún 24, Sigurjón Torfason, Fagrabc 17. Fftirtaldir aóilar fengu lóó samkvcmt út- drctti, en þeir voru allir meó % stig. lH*ir voru dregnir úr hópi 62 umsckjenda. Austurbrún 8, Hrönn (■uómundsdóttir, Dvergabakka 36. Austurbrún 10, Robert G. Boucher, Ránargötu 14. Austurbrún 18, Jón liaukur Baldvinsson, Byggóarholti 8. Austurbrún 20, Arngrímur B. Kinarsson, Keilufelli 2. Austurbrún 22, Magnús Pálsson, Sólheimum 23. Austurbrún 28, Oddur J. Oddsson, Noróurbrún 6. Austurbrún 30, Siguróur Ingason, Safamýri 23. Austurbrún 32, Siguróur E. Þorvaldsson, Safamýri 77. Austurbrún 34, Pétur Ingólfsson, Engjaseli 56. Þá var eftirtöldum aóilum úthlutaó lóó á Laug- arási, meó tilvísun í grein 3.9. í Reglum um loóaúthlutun. en þcr fjalla um úthlutun vegna séstakra ástcóna. Vesturbrún 15, llalldóra Eyjólfsdóttir, Gnoóarvogi 22. Vesturbrún 37, Kristin Helga Waage og Knútur Signarsson, Kambsvegi 16. Ncstu rétthafar lóóa veróa: 1) Kristín Olafsdóttir. Básenda 1. 2) Höróur Sigurjónsson, Hofsvallagötu 55. 3) Kyjólfur Arthursson, Ásgarói 3. 4) J. Anton Bjarnason, Laugarásvegi 1. 5) Karl Finnbogason, Tunguvegi 50.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.