Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
BrUasel
Chicago
Dyflinni
Feneyjar
Frankturt
Gent
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kairó
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Mexíkóborg
Miami
Moskva
Nýja Delhi
New York
Osló
París
Perth
Reykjavík
Rio de Janeiro
Rómaborg
San Francisco
Stokkhólmur
Sydney
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vinarborg
Þórshötn
19 skýjaó
22 heióskírt
32 heiöskirt
29 léttskýjaó
28 heióskfrt
25 heiöskírt
27 heióskirt
19 heióskfrt
30 léttskýjaó
26 skýjaó
25 heióskírt
25 heióskfrt
32 heióskirt
31 heióskfrt
18 heióskfrt
36 heióskfrt
22 heióskfrt
23 skýjaó
23 skýjaó
23 heióskfrt
25 heióskfrt
31 heiðskfrt
24 léttskýjaó
34 heióskfrt
25 heióskfrt
31 heióskfrt
vantar
37 skýjaó
36 skýjaó
27 skýjaó
28 skýjaó
13 rigning
15 alskýjað
26 skýjaó
32 heíóskfrt
16 skýjaó
26 heiöskfrt
12 skýjaó
31 heiðskfrt
28 skýjaó
19 skýjaö
26 skýjað
14 hélfskýjaó
Lögreglumenn skoíla lik manns sem beið bana þegar sprengja sprakk við hljómsveitarpall í Regent Park í
Lundúnum i gær. Sex manns biðu bana þegar sprengjan sprakk og fleiri slösuðust. Símamynd — Al‘.
Haglél í
Nebraska
og hitabylgja
í New York
New York, 20. jólí. AP
MIKIL hitabylgja gengur yfír norð-
austurriki Bandaríkjanna um þessar
mundir og mældist hitastigið viðast
hvar 35—40 gráður. Búist er við mikl-
um hita áfram, en 36,5 gráður mældust
í New Vork í dag.
Á sama tíma geysa fellibyljir í
miðvestur-ríkjunum og hefur þar
orðið milljónatjón á korn- og soya-
baunauppskeru af völdum flóða og
vinda. I Nebraska gerði haglél og
voru höglin á stærð við hænuegg.
Var Bruno Hauptmann sak-
laus af „Glæpi aldarinnar“?
Marijúanaskipið:
New York, 20. juli. Ar.
KKKJA mannsins, sem tekinn var af lífi fyrir 46 árum, sekur fundinn um
að hafa myrt 20 mánaða gamlan son Lindberghs-hjónanna, hélt því fram i
gær, mánudag, að saksóknarinn hefði stungið undan miklilvægum gögnum,
sem bentu til sakleysis eiginmanns hennar.
Á blaðamannafundi með lög-
fræðingi sínum sagði Anna
Hauptmann, að hún væri viss um
að yfirvöld í New Jersey hefðu
vitað, að þau voru að lífláta sak-
lausan mann þegar þau sendu
Bruno Hauptmann í rafmagns-
stólinn fyrir morðið á Charles A.
Lindbergh jr., syni þess fræga
manns, Lindberghs, sem fyrstur
flaug yfir Atlantshafið á flugvél
sinni „Spirit of St. Louis".
Lögfræðingur Önnu Haupt-
mann, Robert Bryan, kvaðst hafa
rekist á ýmis merkileg gögn þeg-
ar hann blaðaði í skjalasafni lög-
reglunnar, en þau hefðu hins veg-
ar ekki legið á lausu fyrr en hann
höfðaði opinbert mál. Þessi skjöl
ætlar Anna að nota í máli, sem
hún höfðaði á hendur yfirvöldum
í október sl., en þar fer hún fram
á að sakleysi manns hennar verði
viðurkennt og henni greiddar 100
milljónir dollara í skaðabætur.
Fimm áratugir eru liðnir síðan
„Glæpur aldarinnar" var frétta-
efni um allan heim en Anna
kveðst aldrei hafa fundið frið í
sálu sinni. „Eg vissi að ég varð að
gera eitthvað. Mér bar skylda til
þess vegna mannsins míns. Ég
vissi að hann var saklaus," sagði
hún. Anna Hauptmann heldur
því enn fram, eins og hún gerði
við réttarhöldin á sínum tíma, að
þau hjónin hafi verið saman á
heimili þeirra í Bronx daginn sem
barninu var rænt.
Charles Lindbergh við flugvél sína, Spirit of SL Louis, sem hann flaug á yfir
AtlanLshafíð fyrstur manna árið 1927.
Komið með „Trio Senior“ til hafnar i Boston. Skipið var ekki með sements-
farm, eins og stóð í skipsbókinni, heldur allt að 100 tonn af marijúana.
Skipstjórmn
fvrir dómara
Kaupmannahöfn, 20. júlí. AP.
SKIPSTJÓKINN á danska flutn-
ingaskipinu „Trio Senior“ var í gær,
mánudag, dreginn fyrir dómara í
Boston í Bandaríkjunum þar sem
honum verður gefíð að sök að hafa
ætlað að smygla allt að 100 tonnum
af marijúana til landsins. í frétta-
skeyti frá AP-fréttastofunni sagði,
að skipið héti „Grímur Kamban“ en
í dönsku blöðunum er það nefnt
„Trio Senior".
Samkvæmt skipsskjölum átti
skipið að vera á leið frá hollensku
Antilla-eyjum til Bermuda með
sementsfarm, en þegar það var
tekið var það á allt annarri sigl-
ingarleið. Skipstjóri þess er
danskur en að öðru leyti er áhöfn-
in skipuð níu Kólombíumönnum
og einum Jamaicabúa.
Eigandi skipsins, Poul Olsen í
Sæby í Danmörku, keypti skipið á
nauðungaruppboði og kveðst hafa
sent það til Antilla-eyja þar sem
hann hafi ætlað að selja það. Skip-
ið hafi verið fyrir festum í Kral-
endick-höfn og vörður um það og
segist hann ekkert skilja í ferða-
lagi þess.
Poul Nörgaard, skipstjórinn á „Trio
Senior“.
London:
Leynilögreglumenn fá
dóma fyrir mútuþægni
London, 20. júlí. AP.
TVEIR háttsettir leynilögreglu-
menn í London voru i dag dæmdir
til fangelsisvistar fyrir mútuþægni
og eru þessir dómar árangur af um-
fangsmikilli rannsókn á spillingu
innan lögreglunnar.
SOVÉZK yfirvöld létu í dag hand-
taka þriðja félagann í óháðu frið-
arhreyfingunni þar i landi, og er tal-
ið að það hafí verið gert til að koma
í veg fyrir að félagar í sovézku frið-
arhreyfingunni eigi samskipti við
skandinavískt friðargöngufólk, sem
nú þrammar áleiðis til Moskvu.
Skandinavíska friðargöngufólk-
ið er í Sovétríkjunum í boði sov-
ézkra yfirvalda, og efnir þar til
sameiginlegra mótmælafunda
með hinni opinberu friðarhreyf-
ingu Sovétmanna.
Tveir félagar óháðu friðarhreyf-
James Miskin, dómari við Old
Bailey, sagði þegar hann kvað
upp dóminn: „... rettarfarið í
Englandi hefur lengi verið til
fyrirmyndar um allan heim og af
þeim sökum kemur spilling innan
ingarinnar voru teknir fastir á
föstudag og dæmdir í tveggja daga
fangelsi fyrir óspektir. Kona ann-
ars þeirra var í dag vöruð við því
að eiga samskipti við erlenda
fréttamenn, ellegar ætti hún frels-
issviptingu yfir höfði sér.
Þrír félagar í hreyfingunni til
viðbótar voru varaðir við því að
ferðast frá Moskvu, að öðrum
kosti ættu þeir á hættu að missa
atvinnu sína. Félagar í hinni
óháðu hreyfingu eru orðnir 16.
Sovézka leynilögreglan fylgist
grannt með þeim.
lögreglunnar úr hörðustu átt“.
Annar leynilögreglumannanna
var dæmdur í þriggja ára fang-
elsi og hinn í tveggja. Þeir voru
fundnir sekir um að hafa þegið
mútur og falsað skýrslur um
sakborninga þannig að þeir voru
sýknaðir.
Við réttarhöldin sagði saksókn-
arinn, að menn, sem handteknir
hefðu verið eftir rán í Williams
og Glyn-bankanum og á skrif-
stofum dagblaðsins Daily Mirror,
hefðu verið látnir lausir gegn
tryggingu eftir að hafa borgað
leynilögreglumönnunum „þús-
undir punda" á veitingastað
gegnt lögreglustöð í London. í
þessum tveimur ránum höfðu
ræningjarnir upp úr krafsinu
meira en 10 milljónir ísl. kr.
Rannsóknin á spillingu innan
lögreglunnar í London lauk með
þvi, að Patrick Kavanagh, aðstoð-
arlögreglustjóri í London, lýsti
því yfir, að „engin merki væri um
víðtæka spillingu" en samt sem
áður hefur það gengið fjöllunum
hærra, að oft hafi rannsóknar-
menn verið leiddir á villigötur og
þeim beinlínis settur stóllinn
fyrir dyrnar af lítt samvinnufús-
um lögreglumönnum í London.
Friðarsinni
fangelsaður
Moskvu, 20. júlí. AP.