Morgunblaðið - 21.07.1982, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982
Skák
Kristín G. ísfeld í anddyrir eldhússins I Skálhohsskóla, þar sem morgun
verdurinn er framreiddur.
Nýjung í starfi Skálholtsskóla:
Gisting og morgunverdur
í SKÁLHOLTSSKÓLA er rekin
í sumar gisting og morgunverð-
ur. Eru í skólanum 10 herbergi
með tveimur rúmum og sturtu í
hverju herbergi. Eru herbergin
það rúm, að auðveldlega geta
fjölskyldur komið með börn sín
Háskólabíó
sýnir „Atvinnu-
mann í ástum“
„ATVINNUMAÐUR í ástum“
heitir mynd, sem Háskólabíó hef-
ur hafið sýningar á. Aðalhlutverk
eru leikin af Richard Gere og
Lauren Hutton. Myndin segir eins
og nafnið bendir til frá ástarmál-
um aðalpersónunnar.
og látið þau sofa í flatsæng á
gólfinu. Verð á tveggja mann
herbergi er kr. 425 og morgun-
verður kr. 60.
Að sögn Kristínar G. ísfeld, hót-
elstýru þá kviknaði þessi hugm-
ynd hjá skólastjóranum Gylfa
Jónssyni í vor, um að nýta heima-
vist Skálholtsskóla til gistingar nú
í sumar. Veður þessi starfræksla
fram í september. Það hefðu ekki
verið margir hópar það sem af
væri. En unnt væri að panta fyrir
hópa, sem hefðu þar aðsetur, ækju
frá Skálholti og kæmu aftur að
kvöldi, þar sem ekki væri um mat
að ræða nema morgunmat. Þó
gætu hópar, sem hyggðu á ráðstef-
nuhald í Skálholti, fengið fæði.ef
það væri pantað í tíma. Fólk, sem
hefði gist í Skálholti hafði það
helzt um dvölina að segja, hversu
mikill friður væri á staðnum og
hljótt. Öfugt oft við stærri hótel,
þarsem fleiri gestir væru og meiri
umgangur en í Skálholti.
Kristín hótelstýra sagði, að það
tæki sinn tíam að auglýsa þetta
upp. Næsta sumar, þá yrði þetta
komið í ferðabæklinga og fleira,
sem myndu vita af þessu fyrir
bragðið. Nýjar innréttingar voru
settar nýverið í herbergin og eru
þau með sniði, sem var á öldum
áður. En Skálholtsskóli er teik-
naður með það markmið í huga að
líkja sem mest eftir gamla Skálh-
oltsbænum.
Akureyrarflugmenn
í Grænlandsflugi
FLUGMENN hjá
Norðurlands komu
Flugfélagi
um síðustu
Þess vegna
þarftu ÞOL
á þakið
ÞOL er einstök málningartegund, sem
er sérhönnuð fyrir bárujárnsþök
á fslandi.
VEÐURHELDNI OG MÝKT
eru þeir höfuðkostir ÞOLS, sem sérstök
áhersla hefur verið lögð á, vegna:
• fádæmrar endingar við mikið veður-
álag, svo sem slagregn, sem er sér-
einkenni íslensks veðurfars, og
• einsfaks viðnáms gegn orkuríkum
geislum sólar og þeim gífurlegu hita-
sveiflum, sem bárujárnsþök verða fyrir í
sólskini, snjó og frosti.
Notaðu þvi ÞOL á þökin og aðra járn-
klæðningu. Kynntu þér leiðbeiningar fyrir
málun. Yfir 20 ára reynsla sannar gæðin.
Fjölbreytt litakort fæst í næstu málningar-
vöruverslun.
málninghf
helgi úr leiðangri til Grænlands
á vegum dönsku veðurstofunn-
ar. Var Sigurður Aðalsteinsson
flugstjóri í þessari ferð. Hann er
vafalítið í tölu þeirra ísl. flug-
manna, sem best þekkja til stað-
hátta í Grænlandi varðandi flug,
því hann hefur verið í Græn-
landsflugi síðan árið 1973. Stóð
þessi leiðangur yfir í eina 12
daga.
Var alls lent á 8 stöðum á
austur- og norðurströnd Græn-
lands, en verkefni hinna dönsku
veðurstofumanna var að þjón-
usta hina sjálvirku veðurathug-
unarstöðvar sem eru á þessum
stöðum. Þær senda á þriggja
tíma fresti allan ársins hring til
gervihnatta upplýsingar um
veðrið, vindátt og veðurhæð, um
hitastigið, loftþrýstinginn o.fl.
Er þetta í þágu millilandaflugs.
Á þessum norðlægu slóðum er
flugvöllurinn í Station Nord
þeirra stærstur, en Sigurður
lenti nú í þessari för á nyrsta
odda Grænlands, sem heitir Kap
Morris Jessup. Á Norður-
Grænlandi er sumarið líklega
svona tveim vikum á eftir áætl-
un, miðað við það sem ég þekki
til þarna. Við gátum ekki lent á
norðuroddanum í fyrstu atrennu
vegna þess hve mikill snjór var
á flugbrautinni. En er við kom-
um viku seinna var snjórinn að
mestu horfinn. Þarna var mikil
sólbráð, enda skín sólin þar
glatt 24- tíma og ltill munur á
birtunni kl. 12 á hádegi og
klukkan 12 á miðnætti, sagði
Sigurður. Á þessum slóðum,
halda sig margar smærri hjarð-
ir sauðnauta og þarna norður
frá eru heimskautaúlfar, refir
og snæhérar.
Sigurður Aðalsteinsson, flug-
stjóri, sagði að lokum að enn
væri framundan leiðangur til
Austur- og Norður-Grænlands á
vegum löggæslunnar, sem geng-
ur undir danska heitinu Slæde-
patruljen Sirius. Nota Siri-
us-menn hundasleða til að ferð-
ast milli hinna strjálu byggða á
suður og norðurströndinni. Það
sem flugmenn flugfélags Norð-
urlands ættu að gera, væri að
fljúga með birgðir til bækistöð-
va Sirius-manna og yrði lent á
alls 8 stöðum. Þessi leiðangur
myndi taka 12—14 daga. Flug-
stjóri verður Jónas Finnboga-
son. Fór Jónas í gær með 9
manns til Daneborg sem er
norður á 74° gráðu. Þessir
starfsmenn Sirius-sleðadeildar-
innar voru sóttir til Reykjavíkur
og flogið til Grænlands um 5V4
tíma ferð. Hinn eiginlegi 12—14
daga leiðangur hefst á fimmtu-
daginn er Jónas flýgur aftur til
Daneborg á Twin-Oter-flugvél,
sem notuð verður í þessa flutn-
inga.
Vitni vantar
FIMMTUDAGINN 3. júní varð
árekstur á Kringlumýrarbraut,
við Háaleitisbraut. Ford Bronco,
R-28070 og pólskur FIAT, X-5744,
skullu þar saman kl. 16.31. Þeir
sem kunna að hafa orðið vitni að
árekstrinum eru vinsamlega beðn-
ir að snúa sér til lögreglunnar í
Reykjavík.
Tukmakov enn efstur
á millisvæðamótinu
SOVÉZKI stórmeistarinn Vladimir
Tukmakov stendur bezt að vígi á
millisvæðamótinu i Las Palmas
eftir að sex umferðir af þrettán
hafa verið tefldar. Hann hefur
hlotið fjóra vinninga og á auk þess
biðskák við landa sinn Psakhis.
Zoltan Ribli frá Ungverjalandi hef-
ur hlotið jafnmarga vinninga og
Tukmakov, en siðan i þriðja til
sjötta sæti koma þeir Jan Timman,
Hollandi, Bent Larsen, Danmörku,
Vasily Smyslov, Sovétríkjunum og
Michael Suba, Rúmeíu með 3'/2
vinning. Röð annarra keppenda er
þannig: 7. Petrosjan, Sovétríkjun-
um 3 v. og biðskák, 8. Bouaziz,
Túnis 3 v., 9. Mestel, Englandi 2'/i
v. og biðskák, 10. Browne, Banda-
ríkjunum 2Vt v., 11.—12. Sunye,
Brazilíu og Pinter, Ungverjalandi 2
v., 13. Psakhis, Sovétríkjunum l'/i
v. og 14. Lars Karlsson, Svíþjóð l'/j
v.
Árangur Tukmakovs hefur
komið mest á óvart fram að
þessu, en hann hefur ekki tapað
skák ennþá, en aftur á mót lagt
þá Petrosjan, Smyslov og Mestel
að velli. Fyrir tíu árum var
Tukmakov, sem er frá Odessa, í
hópi efnilegustu skákmanna
Rússa, en undanfarin ár hefur
hann þótt meðal lakari stór-
meistara þeirra og það kom á
óvart er hann komst áfram í sov-
ézka svæðamótinu í febrúar.
Heimsmeistararnir fyrrver-
andi og aldursforsetar mótsins,
þeir Vassily Smyslov, 61 árs, og
Tigran Petrosjan, 53ja ára, hafa
að vísu báðir tapað fyrir Tukma-
kov, en eru engu að síður mjög
nálægt toppnum. Eftir tap
Petrosjans í fyrstu umferð þóttu
Margeir Pétursson
möguleikar hans til að ná öðru
af tveimur efstu sætunum, en
þau gefa rétt til þátttöku í
áskorendakeppninni, hverfandi
því skákstíll hans hefur lengst af
verið talinn hægfara og skorta
brodd. Hann hleypti hins vegar í
sig hörku og hefur nú unnið bæði
Timman og Sovétmeistarann
unga, Lev Psakhis, sem verið
hefur heillum horfinn á fyrri
hluta mótsins.
Jan Timman, sem margir telja
öflugastan keppanda á Las
Palmas-mótinu og hugsanlegan
áskoranda Karpovs, hefur valdið
vonbrigðum fyrri hluta mótsins
og ekki teflt af, nægjanlegu ör-
yggi. Þá hefur Bent Larsen ekki
teflt eins hvasst og venjulega,
eftir sigur yfir Karlsson í fyrstu
umferð hefur öllum skákum
hans lokið með jafntefli.
Þeir Suma og Bouaziz eru lítt
þekktir skákmenn sem hafa far-
ið vel af stað, en þeir eiga enn
eftir að mæta flestum af sterk-
ustu keppinautum sínum.
Las Palsmas-mótið er fyrsta
millisvæðamótið af þremur. Hin
fara fram í Mexíkó í ágúst og í
Moskvu í september og komast
tveir efstu menn áfram í hverju
þeirra.
Hvítt: Tigran Petrosjan
Svart: Lev Psakhis
Enski leikurinn
1. c4 — Rf6 2. Rc3 — e6 3. Rf3 —
c5 4. g3 — b6 5. e4 — Bb7 6. De2
— d6 7. d4 — cxd4 8. Rxd4 —g6.
Upphafið á tímafrekri áætlun
sem á vart við í þessari stöðu.
Eðlilegri leikir eru 8. — Be7 eða
8. - Rc6.
9. Bg2 — a6 10. 0—0 — Rbd7 11.
Hdl — Db8 12. a4! — Bg7 13. a5!
-0-0.
Eftir 13. — bxa5 14. Rb3 hefur
hvítur einnig töglin og hagldirn-
ar.
14. axb6 — Rxb6 15. Rb3 — Ha7
16. Bf4! — e5 17. Be3 - Bc8 18.
Ra5 — Ha8 19. Dd3 — Be6 20. b3
— Rc8 21. h3 — h5 22. b4!
Stöðuyfirburðir hvíts eru nú
orðnir afar miklir. 22. — Dxb4?
gengur auðvitað ekki vegna 23.
Hdbl.
22. — Dc7 23. Rd5 — Rxd5
24. cxd5 —Bd7 25. Hdcl — Db8
26. Rc6 — Db7 27. Bfl — f5.
28. Dxa6!! — Hxa6 29. Bxa6 —
Bxc6
Ef 29. — Da8 þá 30. Bxc8 -
Dxal 31. Hxal — Bxc8 32. Ha7
og síðan rennur peðið upp.
30. Bxb7 — Bxb7 31. Hc7 — Hf7
32. Hacl — Ba6 33. b5 - Bxb5 34.
Hxc8+ — Kh7 og svartur gaf um
leið. Tíminn: Hvítur 135 mín.,
svartur 100 mín.
III4II1II1IIIIIIIIIIIII1IKII