Morgunblaðið - 21.07.1982, Side 19

Morgunblaðið - 21.07.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982 „Ekkert er verra en foraktin“ Heiðruðu sýningargestir. Ég býð ykkur velkomin sem hér eruð stödd í dag til að líta sérstæða sýningu. Hér er til sýnis alþýðleg list, sem unnin er af ófaglærðu alþýðufólki. Jafnframt þakka ég þann sóma er mér hefur verið sýnd- ur með því að kalla til mín og fela mér að opna þessa nýst- árlegu sýningu. Það var mér mikið gleðiefni þegar það kvisaðist að ár aldr- aðra væri að renna upp með nýju ári 1982. Gat það verið satt að þjóðin ætlaði í alvöru að sýna gömlu fólki þann sóma, sem því ber og stuðla að hugarfarsbreyt- ingu meðal almennings, gagn- vart gömlu fólki. Sem betur fór var það alvara. En hvað er gamalt fólk? Mér er spurn. Á síðari árum virðist það' mjög í tísku að flokka fólk eft- ir aldri; byrjað er strax á barnaheimilunum, síðan í skólunum og allt til þess að dómurinn um ellina er kveð- inn upp þegar fólk er 67 ára og dæmt úr leik. Þegar best lætur fá opinberir starfsmenn að starfa allt að sjötugu. Við þessa flokkun verður fólk að sætta sig. Þar koma engir þrýstihópar að gagni. Mér hefur alla tíð þótt þessi flokkun varhugaverð og nán- ast óskynsamleg. Hvernig er hægt að meta getu og hæfil- eika fólks eftir aldri, hvort heldur það er ungt eða gamalt. Menn eru misjöfnum gáfum gæddir, sömuleiðis listfengi, þreki og heilsu, svo eitthvað sé nefnt. Ég var svo lánsöm að alast upp með gömlu fólki og hef búið að því langa ævi. Mínar kærustu minningar eru bundnar því. Ég var líka svo lánsöm að sitja á skólabekk með mér eldra fólki, — sumir voru allt að því helmingi eldri en ég, það var ómetanlegur þrosk- agjafi að vera með eldra og reyndara fólki í bekk. Ég herti mig eins og ég gat og öll bekkjarsystkini mín báru mig á höndum sér. Mikil velvild ríkti meðal okkar allra þó al- durinn væri misjafn og í bekknum eignaðist ég góða vini sem ekki brugðust. Hvað er betra en að eiga góða vini sem aldrei svíkja. Meðan ég bjó í sveitinni var ávallt gamalt fólk á bænum sem gaman var að hlynna að. Og enn er ég svo lánsöm að fá að vera heima og taka þátt í daglegu lífi fólksins míns, líta til með barnabörnum sem mér þykir ákaflega vænt um. Þau hafa veitt mér mikla gleði. Á ári aldraðra verður manni á að líta ögn til baka og þá kemst maður að raun um, að það er ekki ýkja langt síðan að óvinnufært fólk, hvort heldur var ungt eða gamalt var boðið upp á sveitafundum eins og hver annar varningur, þó var sá munur að nú var tekið lægsta boði, öfugt við það sem gerðist er kvikfénað- ur eða dauðir hlutir voru á boðstólum. Slíkt var þjóðar- smán. Sem betur fer hefur mikil breyting orðið á eftir að sjúkratryggingar komu til sögunnar og gamla fólkið fær sín ellilaun, þegar það er dæmt úr leik. Élliheimili hafa líka verið byggð víðsvegar um landið sem veita gömlu fólki skjól, sem hefur hvergi höfði sínu að halla. Allt þetta ber að þakka, en þó skortir margt á að gamla fólkinu sé ávallt verðugur sómi sýndur. Margt hefur ver- ið gert hér í bæ og víðar til að gleðja aldraða. Mér er minn- isstætt þegar gömul kona sagði við mig eitt sinn: „Ekk- ert er verra en foraktin góða mín,“ þessi dæmalausa lítils- virðing, sem oft felst í orðum og gjörðum gagnvart okkur gamla fólkinu — hún er Hulda Á. Stefánsdóttir. Um þessar mundir er haldin að Kjarvalsstöð- um sýning í tilefni af ári aldraðra. Hefur hún að- allega að geyma alþýðu- list og handmenntir. — Hulda Á. Stefánsdótt- ir, sem nú er 85 ára, opnaði sýninguna 17. júlí með meðfylgjandi ræðu. óbærileg. Minnumst þess á ári aldraðra. Þá er eitt tískufyrirbærið þetta kynslóðabil, sem mikið er rætt um. Það þekktist ekki fyrr en nýverið. Ég er sannfærð um að margt það böl, sem nú er við að glíma megi rekja til þessa ímyndaða kynslóðabils. Ein afleiðingin af þeim boðskap er sundrung innan heimilisins — fjölskyldunnar. Hver aldurs- hópur fer sínar götur eftir al- dri, í stað þess að vinna saman að heill og hamingju heimilis- ins og fjölskyldunnar allrar. Því hvað sem hver segir þarfnast oft æskan ellinnar ekki síður en ellin æskunnar. Það veit ég af eigin raun. Það virðist talsvert ríkjandi skoðun manna á meðal að fólk sem komið er á efri ár geti lítið gert að gagni. Á þessari sýningu eru að mestu hlutir eftir eldra fólk, eins og ég gat um í byrjun; en svo ég nefni fleiri dæmi orðum mínum til stuðnings, að ekki sé einhlítt að dæma hæfni fólks eftir aldri þá minnist ég þess að í ungdæmi mínu heyrði ég getið um tvær listakonur í Svarfað- ardal. Önnur þeirra spann þráð í fána iðnaðarmanna á Akureyri, þá komin fast að níræðu. Blakti hann á Alþing- ishátíð á Þingvöllum 1930. Hin spann þráð í svuntudúk, einn- ig háöldruð, einhvern þann fínasta sem þekkst hefur, mér er nær að halda í állri veröld- inni. Kona nokkur saumaði altarisdúk í kirkjuna sína þeg- ar hún var hálfníræð, þegar engin yngri fékkst til að sauma slíkan grip. Þá þekkti ég konu sem komin er yfir át- trætt, sem saumaði íslenskan búning, peysuföt, upphluti og möttla svo til fyrirmyndar er. Og þá má ekki gleyma að minnast Halldóru okkar Bjarnadóttur sem sló öll ald- ursmet hérlendis að sögn, en hún lést síðastliðið haust 108 ára gömul. Á hundrað ára af- mælinu var hún hrókur alls fagnaðar, þegar innlendir og erlendir gestir sóttu hana heim. Þrátt fyrir góðar ræður veislugesta bar ræðan hennar af. Og um þetta leyti var haft eftir póstmeistaranum á Blönduósi að pósturinn til hennar væri fyrirferðarmeiri en póstur sýslumannsins og héraðslæknisins, svo hún hef- ur oft þurft að halda á penna og svara bréfum. Stórskáldið Matthías orti fram á elliár og varð 85 ára. Og ef við förum út fyrir landsteinana má nefna ítalska listamanninn Titian. Eftir að hann komst á 10. tuginn harmaði hann að sjónin dapr- aðist og höndin varð óstyrkari þegar honum varð loks ljóst hvernig hann ætti að mála. Aldrei var kappið meira. Göthe varð líka gamall maður og orti í ellinni snilldarverk. Segið svo að fólk á gamals aldri geti lítið eða ekkert. Þannig gæti ég haldið áfram að tala um gamalt fólk fram að miðnætti, en læt hér staðar numið. Að lokum. Minnumst þess góðir hlustendur að gamla fólkið í dag tekur undir orð konunnar sem sagði: „Forakt- in er verst." Það er hlýja og skilningur sem gamla fólkið skortir. Ósk mín er sú á ári aldraðra að samúð og skilningur eflist meðal allra aldurshópa. For- aktin hverfi og samúð og hlýja aukist að sama skapi með ári hverju. Með þá ósk í huga leyfi ég mér að opna þessa sýningu. Gjörið svo vel. Frá sýningunni i KjarvalsstöAum. 19 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Amarfell ......... 26/7 Arnarfell ......... 9/8 Arnarfell ........ 23/8 Amarfell .......... 6/9 ROTTERDAM: Arnarfell ........ 28/7 Amarfell ......... 11/8 Arnarfell ........ 25/8 Arnarfell ......... 8/9 ANTWERPEN: Arnarfell ........ 29/7 Arnarfell ........ 12/8 Arnarfell ........ 26/8 Arnarfell ......... 9/9 HAMBORG: Helgafell ........ 30/7 Helgafell ........ 19/8 Helgafell ......... 9/9 HELSINKI: Dísarfell ........ 12/8 Dísarfell ........ 10/9 LARVIK: Hvassafell ........ 2/8 Hvassafell ....... 16/8 Hvassafell ....... 30/8 Hvassafell ....... 13/9 GAUTABORG: Hvassafell ....... 20/7 Hvassafell ........ 3/8 Hvassafell ....... 17/8 Hvassafell ....... 31/8 Hvassafell ....... 14/9 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ........ 4/8 Hvassafell ....... 18/8 Hvassafell ........ 1/9 Hvassafell ....... 15/9 SVENDBORG: Helgafell ......... 2/8 Dísarfell ........ 16/8 Helgafell ........ 21/8 Helgafell ........ 10/9 AARHUS: Helgafell ......... 3/8 Dísarfell ........ 18/8 Helgafell ........ 23/8 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ....... 27/7 Jökulfell ......... 8/8 Skaftafell ........ 9/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 29/7 Jökulfell ........ 11/8 Skaftafell ....... 11/9 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMðTA HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.