Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 21

Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982 2 1 Björgunarsveitarmenn búa sig undir fjallgöngu á Kistufell og í hlídar Esju frá bænum Gröf í Kjalarneshreppi í gærkvöldi en þyrla Landhelgisgæzlunnar er aö taka sig á loft á túninu viö bæinn. Ljósmyndir Mbl. (iuAjón. með tíu kafara innanborðs til leitar. Það kom þó fljót- lega í ljós þegar leitað var nánari staðsetningar neyð- arsendinganna og einnig þegar unnt var að hlusta á ný á síðustu sendingar vél- arinnar, sem teknar höfðu verið upp á myndsegul- bandstæki flugumferðar- stjórnar á Keflavíkurflug- velli, að vélin hlaut að hafa verið stödd mun austar og tókst síðar með hjálp flug- vélar flugumferðarstjórn- ar, sem var um líkt leyti að koma frá Vopnafirði, Flugleiðavélar og með mið- unartækjabúnaði hjálpar- sveitarmanna að finna nákvæma staðsetningu sem var ofarlega í hlíðum Kistufells, skammt fyrir ofan Breiðageira. Fyrstu leitarmenn komu gangandi að flaki vélarinnar um kl. 11.20 og tilkynntu skömmu síðar að allir væru látnir sem um borð voru. Þrátt fyrir hin lélegu leitarskilyrði gekk leitin mjög vel og tók skamman tíma. Auk aðalstjórnstöðv- ar leitarmanna, sem stað- sett var í flugturninum í Reykjavík var sett upp sér- stök stjórnstöð á leitar- svæðinu þar sem fulltrúar allra björgunaraðila störf- uðu. Flestir leitarmanna héldu til byggða á ný eftir að flakið fannst, en vakt var við flakið. Upp úr mið- nætti var rannsóknarnefnd flugslysa auk Skúla Jóns Sigurðarsonar, fulltrúa hjá Loftferðaeftirlitinu, á leið á slysstaðinn. Gísli J. Johnsen að leggja af stað til leitar á Sundunum með flokk manna frá SVFÍ, en um 200 leitarmenn voru komnir til leitar innan við klukkustund eftir að vélarinnar var saknað. Leitarmenn leggja upp Esjuhlíðar frá bænum Gröf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.