Morgunblaðið - 21.07.1982, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982
Opna Pepsi Cola-
mótið í aolfi
í opna Pepsi Cola-mótinu í fyrra
létu 157 kylfingar skrá sig til keppni
og þar meó varó þetta fyrsta Pepsi
('ola-mót langstærsta helgarmót,
sem haldió hefur verið á fslandi.
Aóstandendur mótsins urðu auó-
vitað himinlifandi yfir þátttökunni,
enda hafói þaó mót, sem Pepsi
('ola-mótið tók við af, misst aðdrátt-
arafl sitt, svo að þakka mátti fyrir, ef
60 kylfingar tóku þátt í því.
I>að má sjálfsagt lengi deila um
það, hvað gerði þátttökuna svo
glæsilega, sem raun varð á, en senni-
legast er að nýstárlegt fyrirkomulag
keppninnar og hagnýt verðlaun til
sigurvegara, hafi þar ráðið mestu
um.
Urn næstu helgi, eða dagana 24.
og 25. júlí nk. verður annað opna
Pepsi Cola-golfmótið haldið á
golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í
Grafarholti. Sama fyrirkomulag
verður á keppninni og í fyrra og
eins og fram kemur í reglum um
keppnina, hefur forgjafarmörkum
verið litillega breytt og nánar sagt
frá forgjafarmörkum kvenna. Þá
hafa verið sett inn ákvæði um lág-
marksfjölda kvenna í framhalds-
keppnunum.
Keglur fyrir keppnina
Meistarakeppni:
Þátttökuréttur: karlar, forgjöf
1 — 11, konur, forgjöf 1—22.
Teigar: karlar — gulir, konur —
bláir.
Laugardagur:
Keppnin hefst kl. 8.00 og verður
ræst út í þriggja manna „hollum".
1. flokks kylfingar verða ræstir út
fyrst.
Sunnudagur:
30 bestu kylfingarnir á laugar-
dag og þeir sem jafna við 30. sætið
halda áfram í keppninni. Auk þess
sem tryggt skal, að minnsta kosti
þrjár konur haldi áfram í keppn-
inni. Keppnin hefst eftir hádegi og
verður ræst út í tveggja manna
„hollum", þannig að þeir bestu
verði ræstir út síðastir.
Forgjafarkeppni:
Þátttökuréttur: karlar, forgjöf
6-24 (30), konur, 16-30 (36).
Gefin forgjöf % hámark karla 18,
hámark kvenna 23.
Teigar: karlar — hvítir, konur
—rauðir.
Laugardagur:
Ræst verður út í keppnina strax
og ræsingu er lokið í meistara-
keppninni. Ræst verður út í
þriggja manna „hollum", þannig
að lágforgjafarkylfingar fari
fyrst.
Sunnudagur:
45 bestu kylfingarnir (nettó) á
laugardag og þeir sem jafna við
45. sætið halda áfram í keppninni.
Auk þess skal tryggt, að minnsta
kosti sex konur haldi áfram í
keppninni. Keppnin hefst kl. 8.00
og verður ræst út í þriggja manna
„hollum", þannig að þeir bestu
verði ræstir út síðastir.
Verðlaun
Meistarakeppnin:
1. sæti: Verðlaunapeningur, pútt-
er, regnhlíf og 24 golfkúlur.
2. sæti: Verðlaunapeningur,
regnhlíf og 12 golfkúlur.
3. sæti: Verðlaunapeningur,
regnhlíf og 6 golfkúlur.
Forgjafarkeppnin:
1. sæti: Verðlaunapeningur,
regnhlíf og 12 golfkúlur.
2. sæti: Verðlaunapeningur,
regnhlíf og 6 golfkúlur.
3. sæti: Verðlaunapeningur,
regnhlíf og 3 golfkúlur.
Aukaverðlaun:
Besti árangur kvenna í
meistarakeppni: Verðlaunapen-
ingar, pútter og 12 kúlur.
Besti árangur „brúttó" í forgjaf-
arkeppninni:
A-karla: Verðlaunapeningur og 12
golfkúlur.
B-kvenna: Verðlaunapeningur og
12 golfkúlur.
Hola i höggi á 17. holu á laugardag
eða sunnudag. Gildir í báðum
keppnum.
Verðlaun: Farseðill, á Kefla-
vik—Glasgow—Keflavík.
Sunnudagur:
Báðar keppnir: Fæst pútt: Verð-
laun „pútter".
Báðar keppnir: Lengsta „dræf“
karla á 18. braut — Verðlaun:
regnhlíf. Lengsta „dræf“ kvenna á
18. braut — Verðlaun: regnhlíf
Báðar keppnir: Næstur holu á 17.
flöt — Verðlaun: 24 golfkúlur.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist fyrir kl. 15.00 á föstu-
dag, til þess að tryggt verði, að
kylfingar komist í rétta rásröð.
Kappleikjanefnd GR áskilur sér
rétt til að ræsa af 10. teig, ef nauð-
syn krefur.
Kylfingum utan af landi er sér-
staklega bent á afsláttarfargjöld
Flugleiða.
Arangur á Pepsi Cola-mótinu í
fyrra:
Meistarakeppnin:
Pepsi Cola-meistari varð Gylfi
Kristinsson GS á 156 höggum,
annar varð Ragnar Ólafsson GR á
158 höggum, þriðji varð Sigurður
Pétursson GR á 159 höggum. Sól-
veig Þorsteinsdóttir GR lék best
kvenna á 169 höggum og lenti í 10.
til 12. sæti.
Forgjafarkeppnin:
í 1. sæti varð Hallgrímur T.
Ragnarsson á 151 höggi nettó. I 2.
sæti varð Kári Knútsson á 152
höggum nettó. í 3. sæti lentu sam-
an Karl O. Karlsson, Ásgeir Guð-
bjartsson og Jóhann Sveinsson á
154 höggum nettó.
Lengsta „dræf“ átti Gunnar
Finnbjörnsson.
Með fæst „pútt“ var Gylfi Krist-
insson.
Næstur holu á 17. holu varð Karl
Hólm.
Morgunblaðið/ Kristján Órn Elíasson.
• íturvaxnir og ítursterkir frjálsíþróttamenn, kraftakarlar, sem settu svip á Reykjavíkurleikana í frjálsíþróttum.
Velsku kastararnir Shaun Pickering, sonur sjónvarpsmannsins fræga hjá BBC, og Paul Edwards eru lengst til vinstri,
þá koma John Powell fyrrum heimsmethafi í kringlukasti, Óskar Jakobsson, sovézki kúluvarparinn Sergey Gavry-
ushin, bandariski háskólameistarinn í kúluvarpi og kringlukasti, Dean Crouser, og Vésteinn Hafsteinsson.
Héðinn Gunnarsson
Akureyrarmeistari
DAGANA 14.—17. júlí fór fram á
Jaðarsvellinum við Akureyri meist-
aramót klúbbsins og var um spenn-
andi keppni að ræða i nokkrum
flokkum en oftar en ekki var all
mikill munur á fyrstu mönnum. Af
einhverjum ókunnum ástæðum
ákváðu Akureyringar að sleppa 3.
flokknum að þessu sinni og setja
spilarana er tilheyra flokknum í 2.
flokk. Kom það á daginn að fæstir
áttu erindi þangað. Keppendur á
mótinu voru alls 47 en marga fram-
bærilega spilara vantaði og var það
til þess að draga úr spennu og
minnka gæði mótsins.
Meistari klúbbsins varð Héðinn
Gunnarsson með 328 högg en hann
háði mikla keppni við „stóra“
bróður sinn, Jón Þór, er lék á sam-
tals 329 höggum. Raunar virtist
Jón Þór öruggur með sigur lengst
af keppni og hafði t.a.m. 8 högg á
Héðinn eftir 54 holur en sá ungi
(sem þeir eru raunar báðir) lék
afar vel og vann verðskuldað. Veð-
ur var fremur leiðinlegt mótsdag-
ana en einstök úrslit voru sem hér
segir:
Meistaraflokkur:
1. Héðinn Gunnarsson 328 högg
2. Jón Þór Gunnarsson 329 högg
3. Baldur Sveinbjörnsson 330 högg
1. flokkur:
1. Jón G. Aðalsteinsson 352 högg
2. Sverrir Þorvaldsson 366 högg
3. Birgir Björnsson 392 högg
2. flokkur:
1. Þórður Svanbergsson 371 högg
2. Páll Pálsson 385 högg
3. Ragnar Lár 387 högg
Sem fyrr segir var ekki keppt í
3. flokki og mun það hafa mælst
fremur illa fyrir hjá spilurum úr
þeim flokki og er þetta raunar
óskiljanlegt þegar þess er gætt að
keppendur eru um 20 í þessum
flokki, þ.e. 2. flokki.
Kvennaflokkur:
1. Inga Magnúsdóttir 367 högg
2. Jónína Pálsdóttir 389 högg
3. Auður Aðalsteinsd. 451 högg
Drengjaflokkur:
1. Björn Axelsson 335 högg
2. Ólafur Gylfason 357 högg
3. Örn Ólafsson 358 högg
Stórglæsileg verðlaun voru veitt
fyrir sigur í einstökum flokkum.
- MÞ
Meistaramótið
í frjálsíþróttum
Meistaramótið í frjálsum íþróttum
fer fram á Selfossi 24., 25. og 26.
júlí. Hefst keppnin kl. 15 á laugar-
dag, en kl. 14 á sunnudag. Keppt
verður í eftirfarandi greinum:
1. dagur: konur: 200, 800 m hlaup, 400 m ffrind,
kúluvarp, spjólka.st, hástökk og 4x100
m bodhlaup.
karlar: 200, 800, 5.000 m hlaup, 400 m
grind, kúluvarp, spjótkast, langstökk,
stangarstökk og 4x100 m boðhlaup.
2. dagur: konur: 100, 400, 1.500 m hlaup, 100 m
grind, lang.stökk, kringluk.
karlar: 100, 400, 1.500 m hlaup, 110 m
grind, þrístökk, hástökk, kringluk., og
Hleggjukaat.
3. dagur: konur: 4x400 m boóhlaup.
karlar: fimmtarþraut, 3.000 m hindr-
unarhlaup og 4x400 m boðhlaup.
Rétt til þátttöku hafa þeir einir
sem náð hafa eftirfarandi lág-
marksárangri á því ári sem mótið
fer fram, eða næsta ári á undan.
Undanþágur eru veittar þannig að
I------------------------------------
öruggt sé að tíu keppendur keppi
hverri grein.
Undanþágurnar eru:
100 m 11,3 sek 12,8 sek
200 m 23,5 sek 26,5 sek
400 m 52,0 sek 60,0 sek
800 m 2:02,0 mín. 2:22,6 mín
1.500 m 4:15,0 mín
100 m grind 17,0 sek
110 m grind 16,5 sek
400 m grind 58,5 sek
langstökk 6,50 m 5,00 m
há.stökk 1,90 m 1,55 m
þrístökk 13,50 m
sLangarstokk 4,00 m
kúluvarp 14,50 m 10,00 m
kringlukast 45,00 m 32,00 m
spjótkast 60,00 m 32,00 m
3.000 m hindrunarhlaup fer fram í Reykjavík 26.
Ekkert lágmark gildir fyrir
þátttöku í eftirfarandi greinum:
Karlar: 5.000 m, 300 m hindrunarhlaupi, fimml
arþraut, né slegipukaati.
Konur: 1.500 m, 400 m grindahlaup.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast skrifstofu HSK fyrir mið-
vikudaginn 21. júlí á þar til gerð-
um kortum.
(FrétUtilkynning)
Durham setti vallarmet
Það er eins og þeir séu að togast á um stöngina, bandaríski stangarstökkvar-
inn Nat Durham, og unglingamethafinn íslenzki, Sigurður Magnússon, ÍR.
Myndina tók Kristján Örn Klíasson á Reykjavikurleikunum í Laugardal, en
þar vann Durham glæsilegt afrek, stökk 5,32 metra og setti vallarmet. Metið
átti Larry Jessee Bandaríkjunum, einn bezti stangarstökkvari heims undan-
farinna ára. Durham lét hækka rána í 5,50 metra í Laugardal, en tókst ekki
að fara þá hæð. Frammistaða Durhams er góð, kemur beint úr veðursældinni
í Kaliforníu í heimskautaveðráttuna íslenzku.