Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 26

Morgunblaðið - 21.07.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 Það er betra að tapa og senda áhorfendur ánægða heim en að gera markalaust jafntefli — segir hinn frægi Ference Puskas HeimsmeisUrakeppnin á Spáni, sú 12. í rödinni, undir- strikaði ad varnarmenn eru ekki lengur varnarmenn. í þad minnsta ekki þessir hörðu jaxl- ar sem þeir voru. Nú skulu lík- amlegur styrkur og taekni blandast saman, og í keppninni fengum við að sjá nokkra mjög sókndjarfa varnarmenn. Besta dæmið um slíkan leikmann er Junior frá Bras- ilíu. Hann taklaði ekki mót- herja sina, heldur potaði hann boltanum frá þeim. Hann er mjög sterkur líkamlega, mjúk- ur í hreyfingum, liðugur, og ótrúiega leikinn með knöttinn. En við sáum fleiri. Gentiie og Scirea frá ftalíu, Frakkann Tresor, Kourichi frá Alsír, (’ostly frá Hondúras, Pólverj- ann Amuda, Austurríkismann- inn Degeorgi og Brassann Oscar. Allt eru þetta skemmti- legir og liprir varnarmenn. Staðreynd sem ekki er hægt að lita framhjá er, að áhorfend- ur hafa meira gaman af knattspyrnu „a la Brasilia“, heldur en knattspyrnu þeirri sem flestar Evrópuþjóðir leika. En í ljós kom í þessari keppni, að þrátt fyrir að Brassarnir léku frábæran fótbolta, er það ekki alltaf nóg. „Það er ekki lengur nóg að vera Brasilíumaður" orð- aði einn danski blaðamaður- inn það. En ýmsir knattspyrnu- frömuðir eru þó á því, að opin knattspyrna, að hætti S-Am- eríkumanna sé sú rétta. „Það er betra að tapa 6—4, og senda áhorfendur ánægða heim af vellinum, en að gera markaiaust jafntefli," sagði Ference Puskas, Ungverjinn frægi. „Þetta er mjög ein- falt,“ segir hann. Þú skorar mörk, hitt liðið skorar mörk. Þú skorar fleiri en andstæð- ingurinn, og stendur uppi sem 8igurvegari. Þannig hugsuðum við á velgengnis- árum okkar hjá Real Madrid.“ „Við ieikum ekki með sér- stakar tölur í huga. Brasilíu- menn hugsa um að hrífa sjálfa sig og aðra,“ segir Santana, þjálfari þeirra. Vissulega hugarfar sem mætti finnast á fleiri stöðum. V-þýski markvörðurinn Harold Schumacher skapaði sér óvinsældir margra knattspyrnuunnenda í heim- inum í leiknum við Frakka, er hann braut hræðilega illa á Battiston, sem frægt er orð- ið. Hvað segir hann um þessa hlið málsins? „Mannkærleikur skiptir ekki máli í atvinnuknatt- spyrnu. Ég leik ekki tii að hrífa áhorfendur, heldur til að sigra ...“ Svo mörg voru þau orö. STALHR SINDRA Fyrirliggjandi i birgðastöð Rifflaðar álplötur Gólfál___________________ Þykktir 3—7 mm. Plötustærðir 1250 x 2500 mm. Borgartúni 31 sími27222 STALHR SINDRA Fyrirliggjandi í birgðastöð Bitajárn Allar algengar stærðir U.N.P. H.E.B. I.P.E. u H I Borgartúni 31 sími27222 # ■ • Erla Rafnsdóttir Leiörétting • í frásögn af Bautamótinu í kvennaknattspyrnu i blaðinu í gær var rangt farið með nafn annars markaskorara Breiðabliksliðsins í úrslitaleiknum gegn KR. Það var Erla Rafnsdóttir sem skorðai tvö mörk i leiknum, og er hún beðin velvirðingar á þessum mistökum. Varnarmenn nútímans eru margir hverjir mjög liprir og skemmtilegir og gott dæmi um það er Junior frá Brasiliu. Hann taklaði ekki mót- herja sína i HM-keppninni heldur potaði boltanum frá þeim. Kappinn til hægri á myndinni ætti að taka sér hina „nútímalegu" varnarmenn til fyrirmyndar, því ekki virðist hann vera einn þeirra. Myndin var tekin í landsleik milli Chile og Paraguay, og er sökudólgurinn frá Chile. Einar bætir sig í 800 m Einar Páll Guðmundsson hlaupari úr FH setti persónulegt met í 800 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Gautaborg í síðustu viku, hljóp á 1:54,79 mínútum, sem er jafnframt nýtt Hafnarfjarðarmet. Einar átti bezt áður 1:56,13 minút- ur, en eldra metið átti Magnús Har- aldsson, sem hljóp á 1:55 mínútum rúmum í V-Þýskalandi í sumar. Ein- ar hefur æft vel í vetur og sumar, og er talið að hann geti bætt sig veru- lega. Vandræði skapast vegna sölu Mara- dona til Spánar EITTHVERT babb virðist nú komið í bátinn varðandi söluna á Diego Maradona til Barcelona á Spáni. Fjármálaráðuneyti landsins hefur gripið í taumana og neitað félaginu um gjaldcyrisyfirfærslu fyrir öllu sem þeir þurfa til að borga strákinn. Segja stjórnvöld að félagið verði að gjöra svo vel og vinna sér inn rúm- lega helming kaupverðsins erlendis. Varaformaður liðsins lét hafa eftir sér að þeir yrðu ekki í neinum vand- ræðum með það. „Við spilum kannski nokkra æfingaleiki erlendis og fáum næga peninga fyrir það,“ segir hann. Stór spurning er einnig hver skuli fá í hendurnar allt féð sem til Argentínu fer fyrir leikmanninn, og hefur knattspyrnusamband landsins blandað sér í málið. Þannig er mál með vexti að Argentina Juniors var í miklum kröggum er það seldi Maradona til Boca Juniors og er Boca gat ekki greitt kaupverðið lánaði knatt- spyrnusambandið Argentina Juni- ors um 4 miiljónir. Salan var seinna kölluð „lán“ þar sem Boca gat engan veginn greitt uppsett verð að fullu. Knattspyrnusambandið mun ekki gefa út keppnisleyfi fyrir Maradona fyrr en það hefur fengið sitt, og stendur hnífurinn þar í kúnni þessa stundina. Gæti hníf- urinn orðið þar um kyrrt í vikur eða mánuði, þar sem félögin tvö sem hann hefur leikið með í Arg- entínu virðast ekki sammála um, hvort þeirra sé eigandi hans. Barcelona sektað SPÁNSKA knattspyrnufélagið Barcelona hefur verið dæmt til að greiða u.þ.b. 166.000 krónur (16.666 dollara) vegna óláta áhangenda þeirra á úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa gegn Standard Liege í vor. Ahangendur liðsins voru með töluverð ólæti á vellinum, hentu flugeldum og öðrum hlutum inn á leikvanginn og hlupu síðan inn á hann að leik loknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.