Morgunblaðið - 21.07.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 21.07.1982, Síða 28
Síminná OOfiQQ afgretöslunni er 0OUOO JWor$unbIabib Þú manst’eftir MJNITED 4. ágúst á Laugardalsvelli SHARP Ö VALUR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982 Flugslys í hlíðum Kistufells í Esju: Fjögurra manna fjölskylda og flugmaður fórust „FIMM manns l'órust þe^ar tveggja hreyfla farþegaflugvél frá flugskóla llelga Jónssonar fórst í gærkvöldi í svartajioku í hlíóum Kistufells í Ksju, lyrir ofan Rreióageira í um |iaó bil 500 metra hæó í Ijallshlíóinni, en fjallió er um 800 metra hátt á því svæói. Flugvélin skall í Ijallshlíóina um kl. 20 en laust eltir kl. 2.'l voru fyrstu leitarmenn komnir á vettvang við vélarbrakió og var talió aó allir sem í vélinni voru hefóu látist samstundis. Auk flugmannsins voru í vélinni hjón og tvö uppkomin börn |)eirra. Flugvélin, TF-FHJ, var að koma til Roykjavíkur frá K(íils- stödum með farþegana fjóra sem hafði verið boðið í flunferð, en j>eir voru að fyl(íja manni um horð í Smyril. Vélin var húin að fá heimild til blindflujrslendin(;ar á Reykjavíkurfluirvelli ojr til- kynnti sijr í aðflujri um kl. 19.54, en nokkrum mínútum síðar heyrðust merki frá neyðarsendi vélarinnar. A sama tíma hvarf vélin sk.vndilejra af ratsjárskermi á Keflavíkurflugvelli. Mjög slæmt skyfrtrni var á Reykjavík- ursvæðinu j>ejrar vélin fórst, svartaþoka o>r súld. Leitarflokkar voru komnir á vettvanjr bæði til sjós ofr lands innan hálfrar klukkustundar frá því að samband rofnaði við vél- ina. Hutrsanlejrt var talið að vélin hefði lent einhversstaðar á Sund- unum, en fljótletra beindist leitin að austurhlíðum Esju ojr sér- stakletra að Kistufelli, eftir að leitarflutrvélar höfðu merkt sendinjrar frá neyðarsendi flug- vélar sem hafði brotlent. Leitarmenn fóru flestir upp Esjuhlíðar frá bænum Gröf undir Kistufelli, en maður á þeim bæ hafði heyrt í flugvél um kl. 20 og það vakti athygli hans að skyndi- lega hætti vélardynurinn en hár hvellur kvað við. Erfitt var um leit vegna slæms skyggnis og bleytu, en tugir björgunarsveitarmanna röðuðu sér í hlíðar Kistufells og leituðu mjög skipulega með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá voru leitarflugvélar búnar að miða neyðarsendingar út á mjög af- mörkuðu svæði. Sjá einnig bls. 20 og 21. Ijó.sm.: (•uójón. Leitarmenn við Gröf í Kjalarneshreppi leita flugvélarinnar í gærkveldi. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Piper Aztec, eign Flugskóla Helga Jónssonar og bar einkennisstafina TF-FHJ. Hún var framleidd árið 1974, en keypt hingað til lands árið 1981. Ljósm. MorjjunblaAíð/PJ Samgönguráðuneytið ákveður einhliða skiptingu flugleiða: Flugleiðir missa leyfi til Hollands og Diisseldorf SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið einhliða skiptingu flugleiða á milli Flugleiða og Arnarflugs. Flugleiðirnar skiptast þannig á milli félaganna, að aðeins Flugleiðir hafa heimild til áætlunarflugs til Norðurlanda, Bret- lands, Kandarikjanna, Luxemborgar, Frakklands og Frankfurt. Arnarflug hefur leyfi til áætlunarflugs til Hollands, Sviss og Diisseldorf. Þetta hefur það í för með sér að Flugleiðir missa leyfi sín til Hollands og Diisseldorf. í bréfi sem sent hefur verið flujrfélögunum og Flugráði kemur fram að ráðuneytið telji „óhjá- kvæmilegt að ákveða einhliða hvernig millilandafluginu skuli háttað, þannig að telja megi að greind flujrfélög (Flugleiðir og Arnarflug, innsk. Mbl.) hafi við- unandi rekstrargrundvöll." Segir í bréfinu að viðræður hafi staðið um tíma á milli félaganna um skipan þessara mála, en sam- „Flugvélardynurinn þagnaði og hár hvellur kvað við „SKVNDILKGA þajfnaói flugvélardynurinn og hár hvellur kvaó vió, hvellur sem var mun hærri en vélarhljóöið,“ sagói Friórik Pétursson á bænum (iröf í Kjalarneshreppi, en hann var staddur vió glugga á bænum, sem snýr að austurhlíóum Ksju, um þaó leyti sem flugvélin hvarf skyndilega af ratsjám og neyðarsendingar byrjuðu að heyr- ast frá sjállvirkum neyðarsendi. „Það var ekki að heyra að urinn varð þegar flugvélin flugvélin flygi mjög lágt, en það sem vakti fyrst og fremst at- hygli mína var það að hljóð flugvélarinnar þagnaði skyndi- lega og hvellurinn heyrðist. Þá var skyggni slæmt yfir fjallinu, en mér fannst hljóðið koma úr vesturátt," sagði F’riðrik. Það kom síðar í ljós að hvell- rakst í fjallið og gjöreyðilagðist í um það bil 500 metra hæð, þar sem um er að ræða bratt klettabelti. Menn frá rannsókn- arnefnd flugslysa héldu á slys- stað í nótt, ásamt björgunar- sveitarmönnum, sem fóru að sækja lík fimmmenninganna. Friðrik Pétursson í Gröf. komulag hafi ekki tekist. Þróun undanfarinna vikna hafi fallið í þann farveg að samkeppni félag- anna hafi harðnað, sem leitt hafi til að fargjöld hafi verið auglýst lægri en skráð hafa verið hjá stjórnvöldum. í bréfinu segir að áhersla sé lögð á að viðhald flugvéla verði hér á landi eins og frekast sé kost- ur. Einnig kemur fram að varð- andi leiguflug félaganna, hafi ráðuneytið ritað Flugráði bréf og muni ákvörðun í þeim efnum bíða umsagnar ráðsins. Örn 0. Johnson, stjórnarfor- maður Flugleiða, sagði í gær að þessi ákvörðun ráðherrans hefði komið á óvart og sagðist hann telja að hann færi langt út fyrir valdsvið sitt í þessu máli siðferði- lega séð. „Það er óeðlilegt að einn ráðherra geti afmáð það sem rík- isstjórn og Alþingi hafa sam- þykkt," sagði Orn. Hann sagði ennfremur að Flugleiðir hefðu eytt miklum fjármunum í að kynna ísland í Dusseldorf og Amsterdam, þar sem félagið hefði m.a. opnað skrifstofu. Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagðist í gær vera mjög ánægður með þessa ákvörðun og kvaðst hann telja hana bæði flugfélögum og neytendUm'til góðs. Sagðist hann ekki telja að verið væri að koma í veg fyrir samkeppni, því fólk gæti enn valið á milli ýmissa staða og félögin kepptu enn um þjónustu, verð og gæði. Varðandi fargjöld sagði Gunnar að þau hefðu verið lág á þessum flugleiðum og kvaðst hann ekki gera ráð fyrir að þau lækkuðu. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði að ekki væri hægt að láta annað flugfélag- ið einoka arðmestu og bestu flug- leiðirnar og leyfa því einnig að fljúga á leiðum hins félagsins. Ekki sagði Steingrímur að frekari skipting flugleiða væri áformuð. Steingrímur kvaðst ekki telja að þetta myndi leiða til hækkunar flugfargjalda. Sjá nánar á mióopnu. Póstur og sími fer fram á 30% gjaldskrárhækkun PÓSTIJR og simi hefur farirt fram á 30% hækkun á gjaldskrám pósl- og símaþjónustu, skv. upplýsingum sem Mbl. hefur aflart sér í samgöngurártu- neytinu. Þá hefur Skipaútgerð ríkisins far- ið fram á 20% hækkun gjaldskrár sinnar þjónustu. Þessar. hækkana- beiðnir eru nú í athugun í sam- gönguráðuneytinu. Hækkanabeiðnir dagvistunar- heimila nema 15% og hefur menntamálaráðuneytið mælt með þessari hækkun við gjaldskrár- nefnd. Ríkisstjórnin ákveður síðan endanlega hversu miklar hækkanir verða leyfðar, en þarf að hafa af- greitt þær fyrir næstu mánaðamót, ef þær eiga að koma inní útreikning verðbóta á laun 1. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.