Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 14

Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Miðflokkabandalagið á Spáni: Uppstokkanir í æðstu stöðunum Madrid, 17. júlí. AP. LANDKLINO Lavilla, hinn nýi for- maður Miðriokkabandalag.sins, endur.skipulagði í dag æðstu stöður flokksins til að reyna að endurvinna fyrri mátt, en mikill ágreiningur hef- ur verið innan flokksins nú um nokkra hríð sem hefur stofnað fram- tið hans í hættu. Ólga hefur verið innan flokksins síðan hann tapaði í heimastjórn- arkosningum í Norð-vestur Gal- icia og sunnanverðri Andaiúsíu þar sem hægri-menn og sósíalist- ar unnu stórsigra. I kjölfar þess saetti Sotelo for- seti bandalagsins harðri gagnrýni þess eðiis að hann væri ekki fær um að halda Miðflokkabandalag- inu, sem er myndað af Kristi- legum demókrötum, Sósíal-dem- ókrötum, frjálslyndum og óháð- um, sem miðjuflokki eins og til hans var stofnað á árinu 1977. Fyrrum formaður, Adolfo Suar- ez, sem var stofnandi og fyrsti for- seti Miðflokkabandalagsins, var talinn hafa verið of mikið til hægri í stefnu sinni og því var sambykkt að Lavilla tæki stöðu hans. Talið er að endurskipulegging þessi í æðstu stöðum fiokksins muni koma til með að valda upp- stokkun á stjórninni, ef til vill síð- ar í þessari viku. Ekki er talið að þar verði um stórvægilegar breyt- ingar að ræða, en þær muni þjóna þeim tilgangi, ef til kemur, að hieypa nýju blóði í stjórnina. Al*símamynd íranir á vígstöðvunum Myndin var send út af írönsku herstjórninni Breskur kapteinn fullyröir: Bresk stjórnvöld gáfu Argentínu „grænt ljós“ l/ondon, 27. júlí. Al\ KAPTEINN úr sjóher Breta sem kom fram í sjónvarpsviðtali í dag, ásakaði bresk stjórnvöld fyrir að hafa fremur hvatt en latt Argentínu- stjórn til að taka eyjarnar þann 2. apríl sl. með þeim hætti að láta sem eyjarnar hefðu enga þýðingu fyrir þau. Kapteinninn, Nicholas Barker, segir að bresk stjórnvöld hafi hvað eftir annað gefið Argentínu- Mikill eldsvoði í vöruhúsi í London l/ondon, 27. júlí. AP. ELDIIR lagði í rúst eitt stærsta vöru- hús í London i morgun, en í kjölfar hans fylgdu miklar sprenginar, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Yfirvöld segja að tveir slökkvi- liðsmenn hafi særst lítiiiega við slökkvistörfin í morgun, en eldur- inn breiddist hratt út um bygging- Grikkland: Borgaralegar hjóna- vígslur teknar upp Aþvna, Crikklandi, 27. júlí. Al’. TVEIR landflótta Víetnamar voru fyrsta parið sem gengust undir borg- aralega hjonavígslu í Aþenu sam- kvæmt nýjum grískum lögum sem leyfa borgaralegar hjónavígslur þar í landi. Con Van Banh, 22 ára gamali raf- virki, sem nú býr í New York, og Noc Li, 27 ára gömul víetnömsk stúlka sem starfar við þjónustustörf á grísku veitingahúsi, voru gefin sam- an í fimm mínútna langri athöfn í gær í bæjarstjórnarskrifstofunni í Dafni. Þau voru aðskilin fyrir þremur ár- um þegar brúðguminn yfirgaf heimaborg sína Ho Chi Minh og fór til Bandaríkjanna, en hún komst með hinu svokailaða „bátafólki" tii Grikklands. Van Banh rakti síðan slóð unnustu sinnar með hjálp Rauða krossins tii Grikklands, en það var í síðustu viku sem hin nýju lög um borgaralegar hjónavígslur tóku giidi þar í landi. una og svartan reykjarmökkinn mátti sjá í margra kílómetra fjar- lægð frá staðnum. Úm það bil 130 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu, sem stóð í sjö stundir en öll umferð um götuna „Strand" og þetta mikia verslana- og ferðamannahverfi nálægt Trafalgar Square og Char- ing Cross-járnbrautarstöðinni stöðvaðist lengi vel. Eidurinn braust út um klukkan fimm í morgun að breskum tíma og læsti sig mjög fljótt í allar átta hæðir hússins. Ekki er vitað ná- kvæmlega um eldsupptök, en Scotland Yard segir að málið verði kannað með mögulega íkveikju í huga. Lögreglan vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir því að hún teldi jafnvel að um íkveikju væri að ræða. Talsmaður Scotland Yard sagði að deild innan stofnunarinnar sem vinnur gegn hryðjuverkum hefði verið tilkynnt um eldinn, en þrátt fyrir það væri engin ástæða til að ætla að hann væri í tengslum við einhverja stjórnmálalega hreyf- inu. Um tíma ógnaði eldurinn nær- liggjandi byggingum, þar á meðal sendiráði Zimbabwe, en sprautað var á þær til að forða þeim frá hugsanlegum bruna. Sumarútsölur áttu að hefjast í vöruhúsinu í dag, en sá varningur liggur nú undir vatni og grjóti og um gífurlegt tjón mun vera að ræða. stjórn „grænt ljós“ áður en eyj- arnar voru hernumdar. Hann nefndi sem dæmi ákvörð- un breskra stjórnvalda að byggja ekki nýja herskáia undir sjóher- inn í höfuðborg Falklandseyja, Port Stanley, og kalla heim skipið Endurance frá eyjunum. Endur- ance er ískönnunarskip, en Barker var einmitt staddur á því á Suð- ur-Atlantshafi er sjónvarpsviðtal- ið var tekið upp. „Þessar ábendingar gátu Arg- entínumenn auðveldlega skilið þannig að þessi heimshluti væri ef til vill ekki jafn þýðingarmikill fyrir okkur eins og hann reyndist vera,“ sagði kapteinninn að lokum. Mario Menendez vikid úr starfí Buenos Aires, 27. júlí. AP. MARIO Menendez hershöfðingi, sem stjórnaði herafla Argentínu á Falklandseyjum, hefur verið vikið úr stjórnun hersins meðan nefnd kann- ar missi eyjanna, samkvæmt upplýs- ingum frá yfirmanni argentínska hersins, hershöfðingjanum Christino Nicolaides. Nicoiaides sagði í gær að þrír aðrir hershöfðingjar að auki sem voru yfirmenn á eyjunum hefðu verið settir af, og bætti við að þessar breytingar væru fyrstu lag- færingarnar sem miðuðu að því að koma hernum í samt lag. Hann sagði einnig í viðtali við biaðamenn að ákvörðun argent- ínskra stjórnvalda að leyta ekki til Sovétríkjanna um aðstoð hefði verið hárrétt, „jafnvel þó úrslit stríðsins hefðu verið kunn.“ Japan: Stjórnvöld var- færin í ummælum Tókýó, 27. júlí. AP. EMBÆTTISMENN stjórnvalda sögöu í dag að þau hafi í hyggju að ráðfæra sig við hina japönsku sendi- nefnd í Alþjóðahvalveiðiráðinu áður en þau svara hótun Bandaríkja- stjórnar um að banna allan innflutn- ing á fiski frá þeim löndum sem hlíta ekki allsherjar hvalveiðibanni. Japanska sendinefndin sneri heim í dag eftir ráðstefnuna í Brighton, þar sem Alþjóðahval- veiðiráðið samþykkti algjört bann við hvalveiðum frá árinu 1986. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu sagði í dag að engin Smyslov og Ribli gerðu jafntefli Ijls Palmu. 27. júlí. AP. SKÁK Smyslovs og Kiblis, í 12. um- ferð millisvæðamótsins á Las Palm- as fór í bið í kvöld og er talin jafn- teflisleg. Smyslov og Ribli eru enn efstir á mótinu þegar aðeins ein um- ferð er eftir. Tukmakov vann í morgun bið- skák sína úr 11. umferð gegn Suba og var í þriðja sæti áður en 12. umferð hófst en í henni tapaði hann óvænt fyrir Svíanum Karls- son, þegar Svíinn átti aðeins eftir eina mínútu af tíma sínum. Önnur úrslit í dag urðu þau að Larsen vann Bouaziz en Suba og Petrosjan gerðu jafntefli. Aðrar skákir fóru í bið. Smyslov hefur nú 8 vinninga, og biðskák, Ribli 7 xk og biðskák og næstir eru Tukmakov, Suba og Petrosjan með 7 vinninga og Larsen með 6'/2 vinning. Tveir efstu menn komast áfram í áskorendaeinvígin. Ofsótti undirmann sinn Mynd þessi sýnir Jacqucline Rader sem er 37 ára gamall yfir- maður í tryggingastofn- un Wisconsin-ríkis. Kviðdómur þar dæmdi í síðastliðinni viku undir- manni hennar tvær milljónir ísl. króna í bætur fyrir kynferðisleg- ar ofsóknir af hennar hálfu á vinnustaðnum, en hún mun hafa heimt- að að hann þóknaðist henni eða hefði verra af ella. formleg aðvörun um mögulegt bann við innflutningi á fiski frá þeim þjóðum sem ekki munu hlíta hvalveiðibanninu hafi borist frá Bandaríkjunum. Hann sagði hins vegar að honum væri fullkunnugt um athugasemdir þær sem aðal- fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða- hvalveiðiráðinu hefði látið frá sér fara í gær. Embættismaður utanríkisráðu- neytisins sem óskaði nafnleyndar sagði að staða japanskra stjórn- valda væri í athugun og engar ákvarðanir yrðu teknar fyrr en að loknum nákvæmum viðræðum við japönsku sendinefndina. Hann iét þess ekki getið hvenær þær við- ræður myndu fara fram. Embættismaður sjávarút- vegsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig um málið, en sagði að hvort Japanir myndu fara að banninu eða ekki myndi að öllum líkindum ekki skýrast að fullu nú í nánustu framtíð. Einnig sagði hann að öll- um likindum myndu hefjast samningaviðræður milli Banda- ríkjanna og Japan innan tíðar um fiskveiðimálefni. Chuichi Ohmura vararitari hinnar japönsku hvalveiðinefndar sagðist búast við að stjórnvöld í Japan myndu áfrýja banninu og bætti við að enn væru þrjú ár til stefnu til að leita lausnar á mál- inu. Veður víöa um heim Akureyri Amslerdam Aþena Barcelona Berlín BrUaael Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Faereyjar Genf Helainki Hong Kong Jerúaalem Jóhanneaarbotg Kairó Kaupmannahöfn Laa Palmaa Liaaabon London Loa Angelea Madrid Malaga Mallorca Miami Montreal Moakva Nýja Delhi New York Oaló Parfa Pekíng Perth Rio de Janeíro Reykjavik Rómaborg San Franciaco Stokkhólmur 18 lóttakýjað 20 heióekírt 34 heióakfrt 27 léttekýjaó 20 heióakirt 19 akýjaó 33 ringing 21 heiðakirt 21 þokumóóa 17 akýjaó 14 akýjaó 21 ekýjaö 24 heiöakirt 33 heióakfrt 30 akýjaó 15 rigning 36 heiðakírt 20 akýjaó 33 heióakírt 31 akýjaó 10 akýjað 30 heióakirt 35 heíöakiri 32 heióekfrt 30 lóttakýjaó 31 akýjaó 27 ekýjaó 20 bjart 34 akýjaó 35 akýjað 21 heiðakirt 21 akýjaó 31 heióakirt 14 rigning 30 heióakfrt 11 akýjað 31 heióekfrt 25 heióakirt 24 rigníng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.