Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 16

Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöl innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. „Efnahagslegt sjálf- stæði, atvinnulíf og lífskjör í hættu“ Verzlunarráð Islands hefur sent frá sér ályktun er varð- ar stöðu íslenzkra efnahagsmála. Þar er vakin athygli á aflasamdrætti, óstöðugleika á erlendum sölumörkuðum, versnandi gjaldeyrisstöðu, þverrandi innlendum sparnaði og hallarekstri í undirstöðuatvinnugreinum, en allt séu þetta viðblasandi alvarlegar blikur á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar. Þessir erfiðíeikar, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, séu hálfu erfiðari viðureignar vegna þess, að þeir komi í kjölfar langvarandi þrenginga í íslenzkum at- vinnurekstri, ört vaxandi erlendrar skuldasöfnunar og offjárfestingar í sjávarútvegi síðustu misseri. Það eykur enn á vandann, segir í umsögn Verzlunarráðs- ins, að samhliða þessum þrenginum og samdrætti í þjóðar- tekjum, vaxi ríkisútgjöld, með tilheyrandi skattheimtu, sem í senn hafi þenslumyndandi áhrif og minnki svigrúm atvinnufyrirtækja til nauðsynlegrar endurnýjunar og upp- byggingar á tímum fjárfrekrar tæknivæðingar á flestum sviðum. Þannig hafi innheimta ríkissjóðs í mánuðunum janúar—apríl 1982 verið 68% meiri — og ríkisútgjöld 52% meiri — en á sama tíma 1981. Ört vaxandi erlend skulda- söfnun dekki myndina enn, en greiðslubyrði erlendra lána, sem verið hafi milli 13% —14% af útflutningstekjum til skamms tíma, sé áætluð um 20% 1982, sem er ógnvekjandi stökkbreyting. Síðast en ekki sízt auki svo verðbólgan enn á þann vanda, sem staðið er frammi fyrir, en innlendar tilkostnaðar- hækkanir séu langt umfram verðþróun á erlendum sölu- mörkuðum. Gengisstýring hafi hvergi nærri jafnað þennan mun, sem komi fram í vaxandi hallarekstri og skuldasöfn- un útflutningsfyrirtækja. Á tímabilinu frá 1. janúar 1981 til 20. júlí 1982 hafi launataxtar hækkað um 86%, láns- kjaravísitala um 81% og framfærslukostnaður um 72% en v-evrópskur gjaldmiðill um 27—52%. „Telja verður lík- legt,“ segir Verzlunarráðið, „að verðbólga á árinu 1982 verði ekki undir 55% með hliðsjón af því ástandi, sem nú ríkir og þeim horfum sem eru framundan." í umsögn Verzlunarráðsins er og vakin athygli á harðn- andi samkeppni af hálfu Kanada á fiskmörkuðum í Banda- ríkjunum, en íslenzkir söluaðilar hafi orðið fyrir 20% sölu- samdrætti í þorskflökum í sl. mánuði miðað við sama mánuð á sl. ári. Islenzkur útflutningsiðnaður, sem búið hafi við óhagstæða gengisskráningu og ótryggar tekjur undanfarin ár, hafi og mætt vaxandi vanda 1981 og 1982, fyrst og fremst vegna ósamræmis milli innlendra tilkostnaðarhækkana annarsvegar og verðhækkana fram- leiðslunnar og gengisstýringar hinsvegar. Sama máli gegni um orkuiðnað: álframleiðslu, járnblendi og kísilgúr. Inn- flutningur hafi hinsvegar staðið með nokkrum blóma, m.a. vegna þeirrar þróunar sem átt hafi sér stað í gengisskrán- ingu, en innlendur sparnaður minnkað. I umsögn Verzlunarráðs Islands segir að dregizt hafi úr hömlu að leysa þann mikla vanda, sem við blasi í efna- hagslífinu. Frekari tafir séu óverjandi. Umsögninni lýkur með þessum orðum: „Breytingar í lána- og gengismálum verða ekki umflún- ar, ef eyða á því jafnvægisleysi sem hefur skapazt. Jafn- framt er nauðsynlegt að treysta rekstrarskilyrði atvinnu- veganna og skapa þeim rekstrarskilyrði, sem treysta má að bresti ekki á þriggja mánaða fresti. Framtíðarstefna og varanlegar lausnir í efnahagsmálum er grundvallarnauðsyn ... Ef áfram verður haldið efna- hagsstefnu síðustu ára, er efnalegu sjálfstæði, atvinnulífi og lífskjörum þjóðarinnar hætta búin. Áður en slíkt gerizt verða stjórnmálaöfl í landinu að taka höndum saman um nauðsynlega endurreisn og upp- stokkun í íslenzkum efnahagsmálum." Unnið af krafti við Suðurlínu Það er harðsnúið lið, sem vinnur við að koma staurasUeðunum I jtfrð. Talið frá vinstri: Steingrímur Snorrason, Hilmar Gunnarsson, Friðrik Sveinsson, Þórhallur Birgisson, Magnús Ólafsson, Sveinn Númi Vilhjálmsson, Hávarður Ólafsson og Jónas Sigurbergsson. Ekki er kastað til hendi við niðursetningu staurastsðanna, Friðrik Sveinsson mundar hallamálið, en Magnús Ólafsson, verkfræðingur, fylgist með og skráir upplýsingar. — 410 trémöstur á 50 km leið og 1 Vinnuflokkur Jónasar Sigurberj SUÐURLÍNA er síðasti áfangi hring- tengingar raforkukerfisins um landið, alls 234 km löng, og liggur frá tengi- virki við Hóla í Nesjum í Hornafirði í Sigöldu. Við Suðurlínu er nú unnið á svæðum 1 og 2, sem hvort um sig er 50 kilómetrar að lengd, og þegar fram- kvæmdum á þessum svæðum lýkur eru erfiðir áfangar að baki. Svæði 1 nær frá Stemmu að Skeiðará í A-Skaftafellssýslu, en svæði 2 frá Skeiðará að Prestbakka í V-Skafta- fellssýslu. Fréttaritari Morgunblað- sins á Höfn fylgdist með framkvæmd- um á svæði 2 eina dagstund, en á því svæði er verktaki Jónas Sigurbergs- son frá Svínafelli i Nesjum. Frétta- manni lék hugur á að fá upplýsingar um ýmislegt er tengist þessum fram- kvæmdum og það sem hér fer á eftir er einkum byggt á samtali við Jónas verktaka, en hann og hans menn voru heimsóttir að Fossi á Siðu í Vestur- Skaftafellssýslu. Hjá Jónasi starfa sjö manns við jarðvegsvinnuna. Aðalstöðvar vinnuflokksins eru að Fossi á Síðu, en þar hefur Jónas á leigu einbýl- ishús, og er þar mötuneyti og önnur aðstaða. Þegar vinna fór fram á þeim stöðum sem fjærst voru frá bækistöðinni að Fossi, var notaður sérstakur eldhúsbíll og ekki komið heim fyrr en að kvöldi. Ráðskona vinnuflokksins er kona Jónasar, Auður Lóa Magnúsdóttir. Verkið fellst í jarðvegsvinnu, þ.e. að ganga frá staurastæðum í stag- festingum. Vinnuflokkurinn er að störfum 10 daga en fer svo í 4 daga frí. Þegar nánar er athugað hvaða framkvæmdir eiga sér stað á svæði 2, kemur margt í ljós. A þessari 50 km leið þarf flokkurinn að vinna við hinar ýmsu aðstæður, og liggur þessi hluti Suðurlínunnar yfir hraun, sanda aura og votlendi og má segja að menn fái að takast á við mörg sýnishorn blessaðrar fóstur- jarðarinnar. Með jarðvegsvinnu er átt við að koma fyrir í jörðu staurastæðum og stagfestingum ásamt því að þar sem línan breytir um stefnu á 8 stöðum þarf að koma fyrir svokölluðum hornum, þarf þá að grafa í jörðu 3 trémöstur sem hvert um sig vegur um 1,5 tonn og koma síðan fyrir stagfestingum. Leikmaður gæti haldið að nóg væri að grafa holur fyrir staurastæðurnar og stagfest- urnar og skella síðan öllu heila draslinu í holurnar og moka yfir en svo er nú aldeilis ekki. Þessi tegund staurastæða er nýjung hér á landi og er breytingin sú að nú eru tré- möstrin ekki grafin í jörðu, heldur eru þau látin standa ofan jarðar á fyrrgreindum steinsteyptum staurastæðum. Mikið nákvæmnis- verk er að grafa þessar staurastæð- ur og stagfestingar í jörðu, því stöplarnir verða að standa á réttu dýpi og með réttum halla, og hvað snertir stagfestingarnar, þá skiptir það miklu máli að jarðvegurinn þar Texti og myndir: Einar Gunnlaugsson, Höfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.