Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 23

Morgunblaðið - 28.07.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 23 Þorsteinsdóttur og Páls Níelsson- ar, mótorista. Og þau voru ekki aðeins glöð yfir því að Villi tók á sig allra þokkalegustu manns- mynd, heldur tóku þau líka að hjálpa öðrum við að fara í þrifa- bað. Já, af eldmóði hafa þau starfað innan AA og árangurinn er ævin- týri líkastur. Hvað skyldu þau hafa komið inní margar skugga- holur með ljósið sitt, gleðina yfir þvi að hjálpa fólki til þess að verða að mönnum, og hrifið það Ósló: Konur særðar með loftbyssu Osló, 26. júlí. Frá fréttaritara Mbl. TUTTUGU konur urðu fyrir skotum úr kraftmikilli loftbyssu á götum Oslóar sl. föstudag og laugardag og særðust nokkrar þeirra svo alvar- lega, að gera varð á þeim uppskurð á sjúkrahúsi. Lögreglan í Ósló telur, að sökudólgarnir séu þrjú ung- menni, sem óku um á blárri eða grárri Volvo-bifreið. Það var raunar fyrst á fimmtu- dagskvöldið sem 77 ára gömul kona varð fyrir skoti en á föstu- deginum urðu ellefu konur fyrir skoti og átta á laugardeginum. Á laugardagskvöldinu var einnig skotið inn um glugga á skrifstof- um viðskiptasendinefndar Sov- étmanna í Osló og lenti ein kúlan rétt við höfuð vaktmanns í húsinu. Mánuður er liðinn frá spreng- ingunni á Austurjárnbrautarstöð- inni í Ósló þar sem ung kona lét lífið og 11 særðust og þykir nú Óslóarbúum sem heldur betur hafi orðið umskipti á borgarbragnum til hins verra. með sér út í birtuna? Ekki bara hér í Reykjavík, heldur um landið allt? Við veginn þeirra hafa sprottið upp AA-deildir og hér- lenda, móðurdeildin Al-anons (fé- lag aðstandenda alkoholista) hef- ur getið mörg afkvæmin. Ég hefi haft lúmskt gaman að heyra þá, sem Villi og Valgerður eru send til að hjálpa, lýsa þeim sem bölvuð- um frekjum og uppátroðandi leið- indaskjóðum. Slíkt bendir mér þá á að skrubbstrokurnar bera ár- angur. Stundum er mér líka sagt, að þau kunni ekkert í AA-fræðun- um, opna deildin þeirra sé bara grín. Éf skemmt tré getur borið góða ávexti, þá skal ég taka þá fullyrðingu til athugunar. Þau trúa því að fjölskyldan þurfi öll að starfa saman, til að árangur náist. Mánudagsdeildin sannar að þetta er rétt. Slík deild var og er bráð- nauðsynlegt við hlið hinna. Þetta vitum við og þakklátum huga mun margur hugsa suður til Spánar í dag, 28. júlí, þar sem þau hjónin dvelja á sólarströnd, í leit að þrótti til meiri starfa. í þessari kveðju hefi ég spyrnt þau saman Valgerði og Vilhjálm enda held ég að frá 1943 hafi verið erfitt að greina hvort var hvort, hversu feginn sem Villi hefði nú viljað losna, hér áður fyrr, við kerl- ingarskassið sitt. í dag skilur hann, að hann hefði aldrei orðið sá Villi Páls sem hundruðir manna þakka ljósburð inní líf sitt nú nema af því að Valgerður lét hann ekki hrekja sig frá sér. Hann er í raun meistarastykkið hennar. Til hamingju góðu vinir og hafið innilega þökk fyrir frábært starf. 8ig. Haakar son — sextugur Svo halda menn því fram að þeir séu fæddir undir forlaga- stjörnum, ekki þurfi annað en glugga í hnattahylinn, þá liggi Ijóst fyrir, hvaðan þig ber og hvert för þinni er stefnt. Já, mann- skepnunni er tamt að skjótast undan ábyrgð, leita uppi einhvern til þess að klína sökinni á, ef illa tekst til. í sandkassa bernskunnar er bent á þann næsta, en er árin færast yfir er forlagadísum kennt um. Þetta er þægilegt líf, stígur apans um aldinekrur skógarins. Sættumst á, að forlagadísir sitji við vefinn, en í spunaþráðinn í þína voð hafa þær það efnið eitt, er þú réttir fram sjálfur eða sjálf. Auðveldasta leiðin til þess að sanna þessa staðhæfing er að benda á sannan AA-mann. Árum saman skjögrar hann um lífsvang- inn, þykist vera að safna í blóm- vönd handa þeim er hann ann, tekur ekki eftir að í knippinu hans eru aðeins surtarlogar úr skugga- hliðum sorphauga mannlífsins. Þessi blómhræ skreytir hann ekki með asparagus, heldur rauðgulum gaddavírstjásum hroka, blekkinga og dýrshátta. Já, sumum tekst meira að segja að leggja allt í rúst, en forlagadísirnar hafa fátt í vef- inn annað en fúaþræði. Svo allt í einu verður á breyting. Náunginn skríður út úr skugganum og held- ur yfir í birtuhlíðar lífsvangsins tekur þar að safna saman gjöfum handa öðrum úr ljósstöfum. Það er lögmál í á akri lífsins að sumar geislarnir lýsa og ylja hann upp. Þannig fer einnig um þann sem kærleikanum vígist. Hann tekur að geisla af innri tign og göfgi, dreifa um sig sumargjöfum. Hann sest við sinn eigin lífsvef og reynir eftir mætti að draga rangtæjur fyrra lífs úr vefnum. Ef endurfæð- ing er til, þá er hún áþreifanleg í lífi margra AA-manna. Fáir hafa gert mér þetta jafnljóst og Vil- hjálmur Pálsson, sem verið er að telja mér trú um að sé sextugur í dag. Mér þykir þetta lýgileg stað- hæfing, því að það eru vart nema tuttugu ár síðan ég hitti hann fyrst, og hafi einhver birst mér á stuttbuxum mótþróaskeiðs bernskunnar, þá var það hann. Kerlingin hans kom hreinlega með hann í fanginu, og bað um að hann yrði hýddur. Með „mér-er-djöf- uls-sama-svip“ tók Villi á móti. En hann fór sjálfur að vinna, læddist niður í AÁ húsið, og fyrr en ég áttaði mig voru hann og kona hans orðin meðal mestu ljósbera er ég hefi kynnst. Með demants- þjölum sannleikans surfu þau til þeirrar myndar er skaparinn hafði ætlað Villa að vera, er hann lagði hann í fang Elínar Guðrúnar Vlð verðum tilbúiiir med bfllnn, þegar þiðkomið! OSA ISLANDSREISA Islandsreisur Fluglei5a eru sumarleyflsíerðir innanlands íyrir íslendinga. Nútíma ierða- máti. Flogið er til aðalálangastaðar og ferða- mannaþjónusta notuð, rétt eins og þegar íarið er til útlanda. NÚTÍMA FERÐAMÁTI íslandsreisur Flugleiða gera ráð íyrir því að þú og íjölskylda þín geti tileinkað sór nýtískulega íerðahœtti hér innanlands - eins og terðalolk gerir á íerðum sínum erlendis. Þess vegna gerir Reisupassinn þór mögulegt að að tljúga á ákvörðunarstað, en þar tekurðu við hreinum og fínum bflaleigubú, sem þú hefur til fullra afnota á mjög hag- stœðu verði. Það er óneit- anlega þaegilegra en að flengjast langar leiðir á misjöínum vegum á eigin bú. REISUPASSINN Flugmiðinn í íslandsreisumar nefnist Reisu- passi. Hann veitir eiganda sínum aðgang að ýmis konar þjónustu á sérstöku verði. Reisu- passa er haegt að kaupa til Akureyrar, Egils- staða, Homafjarðar, Húsavikur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Reykjavflcur og Vestmannaeyja. Ef millilenda þarf í Reykjavik er gefinn 50% aísláttur af fargjaldi þangað. DVALARTÍMI Lágmarksdvöl í íslandsreisu er 4 dagar, nema Reykjavík þar sem lágmarksdvöl er 6 dagar. Hámarksdvöl er aftur á móti 30 dagar í öllum tilfellum, gildistíminn er til 1. október nœstkomandi. Karlarnir tala - konurnar framkvæma - segir Margaret Thatcher Lundúnum, 26. júlí. AIV MARGARKT Thatcher forsætis- ráðherra i Kretlandi lýsti því yfir á mikilli kvennaráðstefnu í Lundún- um í dag að í augum kvenna væri jafnrétti sjálfsagt en enn mundi líða á löngu áður en karlmenn gerðu sér það Ijóst. Hún lýsti því fyrir samkundunni, hvernig hún færi að því að kljást við uppvöðslu- seggi á þingi þar sem karlmenn eru í yfirgnæfandi meirhluta: „Maður heldur bara ró sinni og heldur áfram að sinna sínum störfum", var svarið þegar hún var að því spurð, hvernig hún léti það ógert að bresta í graí „með alla þessa kalla æpandi á þig“, eins og spurningin hljóðaði. „Það eru þeir sem verða sér til sakmm- ar með því að æpa — ekki ég“, sagði Thatcher. „í okkar augum er jafnrétti sjálfsagt en það verður bið á því að karlmenn geri sér grein fyrir því. Ég hef alltaf sagt það, að þegar vantar einhvern til að halda ræðu þá er bezt að biðja karl að gera það, en ef maður vill fáeitthvað gert þá er nær að biðja konu að taka það að sér“, sagði hún ennfremur. Margaret Thatcher er kunn að því að vera íhaldssöm í málefnum fjölskyldunnar og skoðunum á barnauppeldi. Á ráðstefnunni kvað hún það skoðun sína að und- anlátssemi þjóðfélagsins hefði ekki orðið til þess að bæta hlut kvenna. „Sjálfskipaðir sérfræðingar telja foreldrum trú um að skyldur hjóna við hvort annað og við börnin eigi að mótast af aukinni áherzlu á lífsfyllingu sjálfra þeirra. Hefur þetta komið konum til góða? Ekki aldeilis." Talið barst að tækifærum kvenna til að komast til metorða jafnfram því að sinna barnaupp- eldi og húshaldi. “Persónulega get ég borið vitni um það að fjöl- skyldan er í senn okkar mesta gleði og styrkur. Ég er enn full- komlega sannfærð um það, að á meðan börnin eru ung, hversu önnum kafnar sem við kunnum að vera, sé mikilvægast af öllu að helga þörfum þeirra og vandmál- um nægan tíma og umönnun.“ Vilhjálmur Páls-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.