Morgunblaðið - 28.07.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982
29
Stórbæting hjá
Brynjólfi í 800
Brynjólfur Hilmarsson UÍA stór-
bætti sinn fyrri árangur í 800 metra
hlaupi á frjálsíþróttamóti í Gauta-
borg á laugardag, hljóp á 1:51,10
minútum.
Brynjólfur átti bezt 1:53,53 áður,
frá því í fyrra. Þetta er gött stökk
sem hann hefur tekið og hefur
hann fært sig upp um fjögur sæti
á skrá beztu manna frá upphafi,
er kominn i fimmta sæti.
A mótinu í Gautaborg setti Ein-
ar Guðmundsson FH einnig per-
sónulegt met i 800 metrum, hljóp
á 1:54,39 og bætti vikugamalt
Hafnarfjarðarmet sitt um fjögur
sekúndubrot. Einar hefur bætt sig
um rétt tæpar tvær sekúndur frá í
fyrra. Hann hljóp einnig 400
metra á 50,48 sekúndum í Gauta-
borg.
Þá kepptu þau Lilja Guð-
mundsdóttir ÍR og Guðmundur
Rúnar Guðmundsson FH á mótinu
í Gautaborg. Lilja hljóp 800 metra
á 2:11,34 og Guðmundur stökk tvo
metra slétta í hástökki.
• Roberto Maneini
• Liam Brady
Brady til Sampdoria
ÍRSKI knattspyrnumaöurinn Liam
Brady hefur nú verið seldur til fé-
lagsins Sampdoria á Ítalíu. Hann lék
sem kunnugt er með Juventus, og
var einn besti maður liðsins. En þar
sem aðeins er leyft að tveir útlend-
ingar leiki í hverju liði á Ítalíu varð
liðið að selja Brady, er það festi
kaup á HM-stjörnunum Platini og
Boniek.
Hið nýja lið Bradys, Sampdoria,
hefur safnað að sér nýjum leik-
mönnum að undanförnu, og eru
fimm aðrir nýkomnir til félagsins.
Meðal þeirra er hinn 17 ára gamli
Robert Mancini, sem keyptur var
frá Bologna fyrir tæplega 30 millj-
ónir ísl. króna. Sampdoria greiddi
um 20 milljónir í peningum og þrír
af fastamönnum í liðinu hingað til
fylgdu með í kaupunum.
Sögusagnir að undanförnu hafa
hermt að Brady hefði áhuga á að
snúa aftur til Englands, en nú er
það úr sögunni.
„Ekki nóg að hafa
bara stóra dómara!“
Víkingsstúlkur með fyrirspurn til KSÍ
Við erum héma nokkrar stelpur
úr Knattspyrnufélaginu Víkingur og
okkur langar til þess að segja nokk-
ur orð um leik Vals og Víkings í
undanúrslitum bikarkeppni kvenna
þ. 23. júlí.
Snúast þessi skrif aðallega um
það, sem dómarinn sagði. Viðkom-
andi dómari heitir Baldur Þórðarson
úr Þrótti, fyrrverandi landsdómari.
Hann sagði meðal annars að:
Ef þjálfari annars liðsins myndi
ekki hætta að mótmæla dómum,
þá myndi hann bara framlengja
leikinn.
Ef við neituðum að leika vegna
þess að það vantaði línuverði, þá
sagðist hann ætla að flauta leik-
inn á og dæma svo Val bæði stigin.
Geta leikmenn neitað að leika
vegna þess að það vantar línu-
verði?
Hann þyrfti ekki neina línu-
verði, vegna þess að hann hefði
svo góða yfirsýn. Hafa dómarar
leyfi til að segja svona? Væri þá
ekki bara hægt að sleppa alltaf
línuvörðum og hafa stóra dómara?
Hann dæmdi aldrei vitlaus inn-
köst, þó að mörg þeirra væru vit-
laust tekin. Hann leyfði tæklingar
á báða bóga, og voru mörg brotin
ansi ljót.
Nú langar okkur til þess að
beina nokkrum spurningum til
KSÍ.
1. Hefur dómari leyfi til þess að
framlengja leik ef þjálfari mót-
mælir dómum?
2. Hefur dómari leyfi til þess að
flauta leikinn á, ef annað liðið
neitar að leika vegna þess að það
vantar línuverði, og dæma svo
hinu liðinu bæði stigin? Hvað
myndi dómarinn gera ef að bæði
liðin neituðu að leika?
3. Segjum svo að Valur hefði
neitað að leika, þá hefði Víkingi
verið dæmd bæði stigin. Ef leikur-
inn yrði svo kærður, yrði kæran
þá tekin til greina?
4. Ef kæra yrði send á hendur
Val, vegna þess að þeir standa
ekki við það sem þeir eiga að gera,
yrði sú kæra tekin til greina? Og
myndi Víkingur þá vinna leikinn,
eða yrði leikinn nýr leikur?
Kvennadeild Knattspyrnu-
deiidar Vfkings
NÝJUNGIN í SGMARSKÓM:
GYLMIR ♦ G&H 3 19
SÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK OG MÁGRENNI
Torgið, Austurstræti
Herraríki, Snorrabraut og Miðvangi
Domus, Laugavegi
Hvannbergsbræður, Laugavegi
Mílanó, Laugavegi
Skóbúðin, Snorrabraut
Steinar Waage, Domus Medica
Stjömuskóbúðin, Laugavegi
Skæði, Laugavegi
Skóhornið, Glæsibæ
Vörumarkaðurinn, Ármúla
Skóverslun Kópavogs, Hamraborg
Axel Ó Lárusson, Laugavegi
Skóv. Geirs Jóelssonar, Hafnarfirði
Skóhöllin, Hafnarfirði
Skóbúð Austurbæjar, Laugavegi 100
Skóver við Óðinstorg
Topp-Skórinn Veltusundi
VESTGRLAMD OG VESTFIRÐIR
Kaupf. Borgfirðinga
Kaupf. Stykkishólms
Kaupf. Hvammsfjarðar
Kaupf. Króksfjarðar
Kaupf. V-Barðstrendinga
Kaupf. Önfirðinga
Kaupf. Steingri'msfjarðar
Versl. Ara Jónssonar, Patreksfirði
Skóverslun Leós, Isafirði
Versl. Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík
Verslunin Staðarfell, Akranesi
Kaupf. N-Þingeyinga
Kaupf. Langnesinga
AUSTGRLAMD
Kaupf. Vopnfirðinga
Kaupf. Héraðsbúa
Kaupfélagið Fram
Pöntunarfélag Eskfirðinga
Kaupf. Fáskrúðsfirðinga
Kaupf. Berufjarðar
Kaupf. A-Skaftfellinga
MORÐURLAMD
Kaupf. V-Húnvetninga
Kaupf. Húnvetninga
Kaupf. Skagfirðinga
Kaupf. Eyfirðinga
M.H. Lyngdal, Akureyri
Leðurvörur, Akureyri
Kaupf. Þingeyinga
Skóbúð Húsavíkur
SUÐURLAMD
Kaupf. V-Skaftfellinga
Kaupf. Vestmannayja
Skóv. Axels Ó. Lárussonar,
Vestmannaeyjum
Kaupf. Rangæinga
Kaupf. Arnesinga
Skóbúð Keflavíkur
Verslunin Báran, Grindavik
VANTARÞIGVINNUQ
VANTAR ÞIG FÓLK i
I>1 AIGI.VSIR l M ALLT
LAM) hEGAR VC Al'G-
I.VSIR I MORGLNBLAÐIM