Morgunblaðið - 28.07.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982
31
Það verður hart barist í 1. deildarkeppninni í kvöld, en þá fara fram þrír leikir. Þessi líflega mynd var tekin í leik
Fram og Breiðabliks fyrr á þessu keppnistímabili.
Þrír stórleikir í 1. deild-
arkeppninni í kvöld
ÞRÍR leikir fara fram í I. deild fs-
landsmótsins í knattspyrnu i kvöld
og eins og allir leikir 1. deildarinnar
á þessu keppnistímabili, er um stór-
leiki að ræða.
A Laugardalsvellinum eigast
við Víkingur og ÍBV, á Kópavogs-
vellinum Breiðablik og ísafjörður
og loks á Akureyrarvelli KA og
Fram. Yfirstandandi íslandsmót
hefur sýnt fram á, að aliir geta
unnið alla, en þó hefur reynst
áberandi erfiðast að eiga við Vík-
ing, íslandsmeistara síðasta árs,
enda er liðið í efsta sæti deildar-
innar þó svo að deila megi um
hvort liðið sé eins sterkt nú og í
fyrra. í leik Víkings og ÍBV eigast
við meðal annarra markakóngur
síðasta keppnistímabils, Sigurlás
Þorleifsson, og markhæsti leik-
maður mótsins nú, Heimir Karls-
son. Heimir fyllti einmitt skarð
Lárusar Guðmundssonar í Vík-
ingsliðinu, en Lárus var marka-
kóngur ásamt Sigurlási síðasta
sumar. Lása hefur gengið illa að
skora í sumar, en þó sýndi hann
fjörbrot á dögunum, er hann skor-
aði þrívegis í sama leiknum.
Það er varla hægt að skilja að
topp og botn í 1. deildinni nú, en
hinir tveir leikir kvöldsins eru þó
milli liða ofarlega annars vegar og
neðarlega hins vegar. Fjórði leik-
urinn var einnig á dagskrá í kvöld,
í A og KR áttu að leika á Akranesi,
en Skagamenn fengu leiknum
frestað til 19. ágúst vegna þess að
hinn 15 ára gamli Sigurður Jóns-
son er á keppnisferðalagi um
Norðurlönd með landsliði 15—17
ára.
Fjórir leikir eru einnig á
dagskrá í 2. deild. Völsungur og
Þór mætast á Húsavík, FH mætir
Einherja á Kaplakrika, Þróttarl-
iðin tvö eigast við á Neskaupstað
og í Njarðvík mætast Njarðvík og
Skallagrímur. Allir umræddir
leikir hefjast á sama tímanum,
eða klukkan 20.00.
Mikið stjörnuflóð í ágóða-
leik fyrir Barnahjálp SÞ
Bandaríska knattspyrnusamband-
ið er nú að undirbúa heljarmikinn
góðgerðarleik, sem fara á fram 7.
ágúst i leikvelli New Youk ('osmos.
Rennur allur ágóði af leiknum til
Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna,
og liðin sem eigast við verða Evrópu-
úrval og úrvalslið úr öðrum heims-
álfum. Nú er Ijóst að margir bestu
leikmenn í heimi hafa þegið boð um
að koma og taka þátt í leiknum, og
þeir síðustu til að þiggja boðið voru
þeir Boniek, Platini og Antognoni,
þrjár af stjörnum HM á Spáni. Þeir
gáfu jákvætt svar á mánudaginn,
einum degi eftir að Dino Zoff og
Paolo Rossi höfðu ákveðið að mæta
til leiks.
Er þeir tveir síðastnefndu
ákváðu að koma urðu forráða-
menn knattspyrnusambandsins
himinlifandi, því að þeirra mati
HIÐ ÁRLEGA Jaðarsmót í goifi
verður haldið dagana 31. júlí til 2.
ágúst. Tvo fyrstu dagana verður hið
eiginlega mót og er þá öllum opin
þátttaka. Verða þá spilaðar 18 holur
hvorn dag en þriðja daginn leikur
meistaraflokkur einvörðungu, og þá
36 holur. Gefur keppni þeirra síðasta
daginn stig til landsliðs.
Frans Beckenbauer verður fyrirliði
Evrópuúrvalsins.
Jafnframt Jaðarsmótinu fer fram
kvennakeppni — Ragnarsmótið.
Keppendur þurfa að tilkynna
þátttöku fyrir hádegi næstkom-
andi föstudag, til Jónínu Pálsdótt-
ur eða í Golfskálann að Jaðri við
Akureyri.
koma þeir til með að laða mest að,
og þá sérstaklega Rossi, marka-
hæsti leikmaður HM á Spáni.
Aðrir frægir kappar sem verða
með eru Kevin Keegan, Oleg
Blokhin, Frans Beckenbauer, sem
verður fyrirliði Evrópuliðsins, Jo-
han Neeoskens, Rudi Krol, Marco
Tardelli og Nanad Sojkovic, varn-
armaður frá Júgóslavíu. Þjóðverj-
inn Jupp Derwall stjórnar liðinu.
í hinu liðinu, sem Tele Santana,
þjálfari Brasilíu, mun stjórna, eru
að sjálfsögðu einnig margir þekkt-
ir leikmenn. T.d. Zico og Junior frá
Brasilíu, Thomas N’Kono, mark-
vörður Hondúras, Uribe frá Perú,
Yanes frá Chile, Moreira frá Uru-
guay, og Japaninn Okudera sem
leikur með Köln í V-Þýskalandi.
Þá eru líkur taldar á því að bæði
Ardiles og Maradona mæti til
leiksins.
Þess má geta að Karl-Heinz
Rummenigge var boðið að taka
þátt í leiknum, en litlar líkur eru
taldar á að hann geti það, þar sem
hann á við meiðsl að stríða.
Jaöarsmótið á Akureyri
HM unglinga í Sao Paulo:
Haraldur verður
meðal þátttakenda
HARALDUR Ólafsson, lyftinga-
kappi frá Akureyri, leggur á næst-
unni upp í mikið ferðalag. Er ferð-
inni heitið alla leið til Sao Paulo í
Brasilíu en þar verður haldið heims-
meistaramót unglinga í lyftingum
dagana 6.—16. ágúst næstkomandi.
Haraldur, sem kjörinn hefur
verið íþróttamður Akureyrar síð-
astliðinn tvö ár, hefur staðið sig
mjög vel á mótum erlendis og m.a.
orðið Norðurlandameistari.
Ferð eins og þessi er að sjálf-
sögðu mjög dýr, en Haraldur fer á
eigin vegum. Aðstoðarmaður hans
í ferðinni verður Ólafur bróðir
hans, og eru þeir bræður nú í óða
önn að safna fé til að kosta þetta
mikla ferðalagi.
— SH
Lyftlngar
• Haraldur Ólafsson, hinn sterki
lyftingamaður frá Akureyri. Hann
hefur verið kjörinn íþróttamaður
Akureyrar síðastliðinn tvö ár, og hér
hampar hann bikarnum sem nafn-
bótinni fylgir er hann veitti honum
viðtöku í fyrra skiptið.
Mjað: Itcjair Eiríkwon
Frank Stapleton Norman Whiteside
Frank Stapleton er talinn einn
besti miðherji Bretlandseyja í
dag. Hann er írskur, fæddur í
Dublin, og hefur leikið marga
landsleiki fyrir frska lýðveldið.
Arsenal keypti hann frá írlandi
er hann var aðeins 17 ára, og
komst hann fljótlega í liðið hjá
þeim. Hann lék með Lundúnalið-
inu þar til í fyrra er United festi
kaup á honum fyrir rúmlega
eina milljón sterlingspunda.
Stapleton er mjög sterkur
skallamaður, og einnig lipur með
knöttinn. íslenskir knattspyrnu-
áhorfendur kannast að sjálf-
sögðu við hann úr sjónvarpinu,
bæði sem leikmann með Arsenal
og Man. Utd. og kynnir frammi-
staða hans þar hann sjálfsagt
betur en mörg orð.
Norman Whiteside hefur verið
mikið í sviðsljósinu undanfarið.
Hann lék með norður-írska
landsliðinu í HM á Spáni og varð
þar með yngsti leikmaður í sögu
HM til að leika í úrslitakeppn-
inni. Hann er aðeins 17 ára gam-
all, og þykir geysilega efnilegur.
Sumir hafa líkt honum við
George Best og sagt að þar sé
Best nr. 2 á ferðinni, en Whitesi-
de sjálfur er allt annað en hrif-
inn af því, og segir að aldrei
muni koma annar George Best.
Þjálfari norður-írska liðsins,
Billy Bingham, er á sama máli
og segir strákinn aðeins Norman
Whiteside númer 1, það sé alveg
nóg.
Þrátt fyrir lágan aldur er
Whiteside mjög stór og stæði-
legur og er spáð miklum frama á
knattspyrnusviðinu, en hann
leikur stöðu framherja.
• í tilefni af því aö hió heimsfræga enska knattspyrnustórveldi Manch-
ester Utd. er væntanlegt hingað til lands á þriöjudaginn í næstu viku,
mun Mbl. kynna helstu stjörnur liösins á næstu dögum. Pistlarnir hér að
ofan um framherjana Frank Stapleton og Norman Whiteside eru fyrstu
kynningarnar af þessu tagi. Á morgun verða tvær til viðbótar.
Finnar jöfnuðu 30
sekúndum fyrir leikslok
ÍSLENSKA landsliðið i knattspyrnu
skipað drengjum 14—16 ára deildi
stigum með finnska landsliðinu á
NM-mótinu sem haldið er í Svíþjóð
um þessar mundir. Lokatölur leiks-
ins urðu 1—1 og voru aðeins 30 sek-
úndur til leiksloka er finnska liðinu
tókst að jafna metin.
íslenska liðið átti góðan leik að
þessu sinni og í fyrri hálfleik náði
Skúli Sverrisson forystunni fyrir
liðið. Fleiri góð tækifæri buðust,
en voru ekki nýtt. Átti íslenska
liðið skilið að sigra
Staðan á mótinu er nú sú, að
Finnar hafa 3 stig, íslendingar og
Danir 2 stig og Svíþjóð eitt stig.
íslenska liðið á frí í dag, en á
morgun mætir það danska liðinu.
Magnús í Víking
Handknattleikslið Víkings hefur
fengið liðsauka fyrir næsta keppnis-
tímabil, Magnús Guðmundsson,
fyrrum Víkingur, er genginn aftur til
liðs við félagið eftir að hafa leikið
um hrið með Dalvík og KA.