Morgunblaðið - 13.08.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST1982
3
Gjaldeyrisdeildir bankanna lokaðar:
Taka 18% tryggingarfé á
naudsynlegum yfírfærslum
Gjaldeyrisdeildum bankanna
var lokað í gær og verða þær lok-
aðar þar til ríkisstjórnin hefur tek-
ið ákvörðun um nýtt gengi ís-
lenzku krónunnar. Eins og Mbl.
hefur skýrt frá sendi bankastjórn
Seðlabankans rikisstjórninni til-
lögur sínar um lækkun gengis um
10—15% í fyrradag, en samkvæmt
heimildum Mbl. er ekki að vænta
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrr
en í fyrsta lagi í næstu viku. Gjald-
eyrisviðskiptabankarnir munu þó
annast yfirfærslur fyrir þá sem
nauðsynlega þurfa á erlendum
gjaldeyri að halda, en munu þá
taka 18% tryggingarfé.
Mbl. barst í gær svohljóðandi
fréttatilkynning frá Seðlabanka
íslands í tilefni þessa: „Þar sem
Seðlabankinn hefur nú gert til-
lögu til ríkisstjórnarinnar um
breytingu á gengi íslenzku krón-
unnar, var talið nauðsynlegt að
fella niður skráningu erlends
gengis hér á landi frá og með
deginum í dag.
Til þess að draga ur óþægind-
um vegna þessarar ráðstöfunar,
munu gjaldeyrisviðskiptabank-
arnir annast yfirfærslur fyrir
þá, sem nauðsynlega þurfa á er-
lendum gjaldeyri að halda, en
munu þá taka 18% tryggingarfé.
Slíkar yfirfærslur verða síðar
gerðar upp á nýju gengi, þegar
skráning hefur verið tekin upp
að nýju. Ennfremur munu bank-
arnir kaupa erlenda seðla og
ferðatékka af ferðamönnum
miðað við síðast skráð gengi.
Ekkert gengi var skráð í gær, eins
og sjá má á töflu Útvegsbankans.
Morgunbladid KÖE.
Ný sjúkrastöð SÁÁ:
Forseti íslands
tekur fyrstu
skóflustunguna
Forseti fslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, mun á laugardaginn taka
fyrstu skóflustunguna að nýrri
sjúkrastöð Samtaka áhugafólks um
áfengisvandamálið, sem rísa mun í
Grafarvogi í Reykjavík. Mun forseti
íslands þannig formlega hefja bygg-
ingaframkvæmdir við sjúkrastöðina,
sem áætlað er að taka í notkun á
næsta ári. Þá mun' formaður SAÁ,
Björgólfur Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri, flytja ávarp, en at-
höfnin hefst klukkan 10 árdegis á
lóð samtakanna við Grafarvog.
Okkar á milli í hita
og þunga dagsins:
Sýnd sam-
tímis í
Reykjavík,
á Akureyri
og Húsavík
Hin nýja kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Okkar á milli
— í hita og þunga dagsins, verð-
ur frumsýnd á laugardaginn eins
og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu. Edda Andrésdóttir,
framkvæmdastjóri kvikmyndar-
innar, sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins, að mynd-
in yrði frumsýnd klukkan 14.30 í
Háskólabíói fyrir boðsgesti.
„Síðan hefjast sýningar á
myndinni í fjórum kvikmynda-
húsum hvorki meira né
minna," sagði Edda, „í Reykja-
vík á Akureyri og Húsavík. í
Reykjavík verður hún sýnd í
Háskólabíói og Laugarásbíói
um heigina klukkan 5, 7, 9 og
11. Og í Borgarbíói á Akureyri
og á Húsavík verður myndin
svo frumsýnd klukkan 9 á laug-
ardagskvöld. Kvikmyndin
verður svo sýnd eftir því sem
aðsókn gefur tilefni til á þess-
um stöðum og þessi fjögur ein-
tök myndarinnar fara um
landið frá einum stað til ann-
ars,“ sagði Edda að lokum.
Pólsk fjöl-
skylda aft-
ur til Aust-
urríkis
EIN AF pólsku fjölskyldun-
um, sem hingað komu frá
Austurríki 28. maí síðastlið-
inn, hélt aftur til Austurríkis
fyrir skömmu.
Að sögn Jóns Asgeirssonar,
framkvæmdastjóra Rauða kross
íslands, var hér um að ræða hjón
með tvö ung börn. Taldi hann
ástæðuna til afturhvarfs fjöl-
skyldunnar vera þá, að hún hefði
átt erfitt með að festa rætur hér.
Móðir mannsins hefði til dæmis
ekki séð ástæðu til að fara aftur
og sagði Jón, að sér væri ekki
kunnugt um annað en að hinir
Pólverjarnir kynnu vel við sig hér
og væru þeir vellátnir í vinnu.
IÐUNN
I.
LOSTÆTI MEÐ
LÍTILLI FYRIRHÖFN
LITMYNDIR AF
ÖLLUM RÉTTUM