Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 17

Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 1 7 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er að byggja nýja saltpéturssýniverksmiðju í Gufunesi. Á myndinni sést þegar verið var að flytja efni í svokallaða ísogsturna sem eru hluti af þessari nýju verksmiðju inni i Gufunesi. Verið er að byggja verksmiðjuhúsið og er áætlað að verk- smiðjan komist í gagnið eftir ár. (Ljósm. Mbl.: Kmilía) Sléttar göturnar Malbiksfræsari var að störfum á Miklubrautinni i fyrradag. Fræsarinn jafnar göturnar með því að taka af kúfunum þannig, að gatan verði jöfn hjólförunum. Verstu kaflarnir á Miklu- brautinni voru teknir í gær og fyrirhugað er að taka Hringbrautina á sama hátt í næstu viku. Síðan mun ætlunin að Vegagerð ríkisins taki fræsarann á leigu til að jafna Reykjanesbraut. (Ljósm. Mbl.: Kristján Kinarsson) Bók um geðheilbrigdis- mál og geðheilbrigðiskerfi Eftir Andrés Ragn- arsson sálfrœöing og Wilhelm Norðfjörð sálfrœðing Undanfarið hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ástandið í geðheilbrigðismálum hér á Islandi. Ekki er ætlunin að rekja þau skrif hér. Hins vegar lýsum við ánægju okkar yfir því, að fólk skuli sýna geðheilbrigðismálum áhuga. Að okkar mati er það of sjaldan sem þessi mál ber á góma í fjölmiðlum og á það bæði við hjá „fagfólki" og öðrum sem áhuga hafa á þessum málum. Spurningar koma upp í hugann í tengslum við þetta: Er geðheilbrigðiskerfið of einangrað og miðstýrt? Þyrfti geðheilbrigð- iskerfið að vera opnara kerfi til að alþýða manna vissi, hvaða þjónustu það býður landsmönnum? Leiðir vanþekking á þessum málum til fordóma, stimplana og goðsagna sem bitna bæði á þeim sem kerfið á að þjóna, og þeirra sem þar starfa? Margar þjóðir hafa á undanförn- um árum endurskipulagt geðheil- brigðiskerfi sín. Flestar þessar breytingar hafa átt það sameigin- legt að leitast við að draga úr um- fangi geðsjúkrahúsa og ýmsum vanköntum sem fylgja stórum stofnunum. Bandaríkjamenn byrja strax upp úr 1963 að leggja niður mörg hinna stóru geðsjúkrahúsa og setja í þeirra stað geðheilsumiðstöðvar. Þessar stöðvar voru mun minni í sniðum og áttu að þjóna ákveðnum landfræðilegum svæðum. Norður- landaþjóðir hafa farið inn á svipað- ar brautir. í Danmörku kom reglu- gerð 1978 þar sem lagt er til m.a. að stefnt skuli að svæðisbundinni geðheilbrigðisþjónustu (distrikt- psykiatri) þ.e.a.s. geðheilbrigðis- kerfinu er skipt upp í fleiri en minni einingar, sem hver um sig þjónar ákveðnu svæði. ítalir hafa þó gengið lengst í þessum efnum eins og kemur vel fram í bók Jónas- ar og Ragnars. Að öllum iíkindum munu verða framkvæmdar breytingar á geð- heilbrigðiskerfinu hér á Islandi á komandi árum. Nú þegar er starf- andi ráðherraskipuð nefnd sem vinnur að þessum málum. Það er því ástæða til að allir þeir sem áhuga hafa á þessum málum íhugi þau. Er það geðheilbrigðiskerfi sem við höfum í dag það bezta sem hægt er að bjóða fólki sem býr við geð- ræn vandamál? Eru einhverjir aðr- ir valmöguleikar til staðar? Getum við lært eitthvað af öðrum þjóðum sem þegar hafa framkvæmt hjá sér umfangsmiklar breytingar? í stuttu máli má segja að þær breytingar sem framkvæmdar hafa verið á geðheilbrigðiskerfum víðs vegar um heim felist í eftirfarandi: 1. Að minnka eða leggja niður hefðbundnar geðheilbrigðisstofnan- ir og hafa þær opnari. 2. Komið upp svæðisbundinni geðheilbrigðisþjónustu, sem ber ábyrgð á geðheilsu fólks á ákveðnu svæði í formi minni stofnana. 3. Lögð er áherzla á þverfaglega samvinnu og ábyrgð þeirra sem starfa að þessari þjónustu. 4. Lögð áherzla á samvinnu við skóla, félagsmálastofnanir, vinnu- staði, barnaheimili, stéttarfélög o.s.frv. 5. Meiri áherzla er lögð á að vinna með hinn félagslega raunveruleika sem skjólstæðingar geðheilbrigðiskerfisins lifa í en hingað til hefur verið gert. 6. Lögð er áherzla á margskonar fyrirbyggjandi störf, t.d. upplýs- ingar og þekking til starfsfólks og almennings og stuðla að breyttum viðhorfum. í framhaldi af þessu fögnum við tiltölulega nýútkominni bók á dönsku um þetta efni eftir 2 ísl. sálfræðinga Jónas Gústafsson og Ragnar Gunnarsson. Bókinni hefur verið mjög vel tekið í Danmörku og þykir það mjög gott framlag til þessarar umræðu. Bókin fjallar um breytingar á ítalska og danska geðheilbrigðiskerfinu. Jafnframt eru í bókinni viðtöl við nokkra af þeim geðlæknum, sem staðið hafa i broddi fylkingar fyrir hinum rót- tæku breytingum sem átt hafa sér stað í ítalska geðheilbrigðiskerfinu síðastliðna 2 áratugi. Auk þess er viðtal við enska geðlækninn David Cooper. Bókin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um þær byltingar- kenndu breytingar sem átt hafa sér stað í ítalskri geðlæknisfræði og seinni hlutinn fjallar um þá um- ræðu sem átt hefur sér stað í Danmörku undanfarin ár. Fyrir um það bil 20 árum tók hópur starfs- fólks geðsjúkrahússins í Gorizia (N-Italíu) undir forystu Franco Basaglia, frumkvæðið til þess að stofna hreyfingu í hringum lýðræð- islega geðlæknisfræði. Eðlilega var byrjað á ofannefndu sjúkrahúsi sem líktist flestum öðrum í Ítalíu og var hreinn geymslustaður með mjög takmarkaðri og heftri aðstöðu sjúklinga. Hugmyndafræðilegan grunn breytinganna sóttu þau til hugmynda Maxwell Jones um með- ferðarsamfélagið (terapeutisk sam- fund) en seinna til manna eins og Laing og Coopers. En markmiðið og endastöðin lá miklu lengra í burtu. Mikið af vinnunni fór í að brjóta niður hinar mjög svo miklu tak- markanir og höft sem mynduðu ramma um tilvist sjúklinganna. Um leið var leitast við að brjóta hið stífa valda- og virðingakerfi með lækni á toppinum og sjúkling á botninum. Tengsl við hópa fólks utan spítalaveggjanna, við heimili, nágranna og vinnustaði voru aukin. Mjög snemma kom fram sú hug- mynd að rétt hlyti að vera að leggja geðsjúkrahúsin algerlega niður. Einn liður þessarar baráttu var að koma á viðhorfsbreytingu gagnvart sjúkdómshugtakinu. í stað þess að líta þannig á, að hér sé um að ræða galla (jafnvel formgalla) inni í höfði hins furðulega einstaklings, líta þau þannig á, að geðsjúkdómar séu afsprengi félagslegrar útskúf- unar og kúgunar. Þannig eru geð- sjúkdómar eins konar algert valda- leysi. Eina leiðin er því að þeir sem eru stimplaðir geðsjúkir fái aukin völd. Völd til þess sjálf að sjá um — og stjórna — eigin lífi. Allar þessar hugmyndir hafa síð- an litið dagsins ljós á ýmsum stöð- um á Ítalíu og frægast er trúlega Arezzo-héraðið. Þar hefur geð- sjúkrahúsið verið lagt niður í eig- inlegri mynd og í stað þess komið geðhverfastöðvar. Með stuðningi og Vangaveltur út frá bók sálfræóinganna Ragnars Gunnarssonar og Jónasar Gústafsson- ar „Frigörelse — ikke helbredelse“. Tidene Skifter, bls. 275 (fæst í bókabúð Máls og menn- ingar og Bóksölu stúd- enta). samvinnu við heimamenn, verka- lýðsfélög og hverfasamtök hefur langlegusjúklingum verið ýtt hægt út í virkt samfélag aftur og því hjálpað til að fá húsnæði og vernd- aða vinnustaði. í geðhverfamið- stöðvunum hefur svo verið rekin opin geðheilbrigðisþjónusta sem að miklu leyti byggir á heimsóknum á heimili og öðru fyrirbyggjandi starfi. Staða geðheilbrigðismála á Ítalíu er þó ákaflega misjöfn frá héraði til héraðs og ræður þar mestu um vilji hinna pólitísku yfirvalda á hverjum stað til breytinga. Árangur þessar- ar baráttu fyrir lýðræðislegri geð- vernd, eru lög samþykkt 1978 sem kveða á um að öll ríkisrekin geð- sjúkrahús skuli lögð niður. I þeirra stað komi geðheilbrigðisþjónusta sem fullnægi betur þörfum þeirra, sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Seinni hluti bókarinnar fjallar síðan um þessi sömu mál í Dan- mörku. Þó hér sé um að ræða tvö mjög ólík samfélög og heilbrigðis- þjónustu, þá er aðdáunarvert, hversu höfundunum tekst vel að halda í broddana úr ítölsku tilraun- inni í þeirri tillögu sem þeir koma með til breytinga á dönsku geð- heilbrigðisskipulagi og innihaldi. Þar eru þeir fyrst og fremst að hugsa um hverfastöðvar sem vinni mest að fyrirbyggjandi geðheilsu- gæslu, sem ekki eru í tengslum við hin hefðbundnu geðsjúkrahús og sjúkdómslíkan. Höfundarnir benda þó á, að þörf getur orðið á innlögn í einstaka tilvikum og ættu því að vera staðir þar sem veitt er bráða- þjónusta. Að lokum viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á þessum málum, að kynna sér þessa bók, þar sem einn stærsti kostur hennar er að hún vekur upp spurningar, vanga- veltur og umræðu um þessi mál. ÞAÐ BYGGIST Á ÞESSU Traust og ending hvers mannvirkis byggist á góöu hrá- efni og vandaöri smíði. Þiðfáið járnbindivír gluggagiröi þakjárn SINDRA steypustál mótavír þakbita pípur í hitalögn og vatnslögn í birgöastöð okkar Borgartúni 31 sími27222 Allt úrvals efni á hagkvæmu verði. fÆk STALHF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.