Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Skákmótinu í Gausdal lýkur í dag: Litlir möguleikar á íslenzkum sigri HKI.(>I Olafsson vann <inn íslend- inganna skák sína i 7. umferð alþjóð- lega skákmólsins í Oausdal í Noregi á (ostudaginn. I'eir Karl l'orsteins og Jón I.. Arnason töpuðu báðir skákum sínum, en Klvar átti fyrir höndum erf- iða biðskák, sem tefla átti í gærmorg- un. 8. umferð var tefld í gær en úrslit voru ekki kunn áður en Morgunblað- ið fór í prentun og síðasta umferðin verður tefld i dag. I 7. umferðinni vann Helgi Brath- en frá Noregi, Karl tapaði fyrir Def- irmian frá Bandaríkjunum og Jón L. fyrir Tisdall, Bandaríkjunum. Skák Blvars og Lundkvists frá Svíþjóð fór í bið. Kfstur á mótinu eftir 7 umferðir var Kudrin frá Bandaríkjunum með 5'h vinning og síðan komu sex kepp- endur með 5 vinninga. Þeir Helgi, Jón L. og Karl voru allir með 4 vinn- inga, en Elvar 3'k og biðskák og verða því sigurmöguleikar islenzku keppendanna að teljast fremur litl- ir. Gengisfelling er til- gangslaus án vissra hliðarráðstafana Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík í gær, að viðstöddum ýmsum forystumönnum samtakanna og öðrum gestum. Ljósm.: Krútján (>rn Bygging sjúkrastöðvar SÁÁ hafin: Verkinu lokið 1 október — segir Kristján Ragnarsson formaður LIU „SEÐLABANKINN hefur stöðvað sölu á gjaldeyri og er það vel, því það knýr ríkisstjórnina til ákvarðanatöku um málefni útgerðarinnar, en ráðstafanir vegna hennar hafa dregizt úr hömlu og langt umfram það, sem ríkisstjórnin hafði lofaö. Eg vil hins vegar leggja áherzlu á það, að gengisfelling krónunn- ar er tilgangslaus nema þeirri ráðstöfun fylgi vissar hliðarað- gerðir, er bæti stöðu útgerðarinnar,“ sagði Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Aðföng útgerðarinnar eru nær ing undirstrikar ekki annað en öll erlend og því eru áhrif geng- isfellingar mjög mikil á útgjöld hennar og þess vegna kemur gengisfelling að litlu gagni nema henni fylgi vissar hliðarráðstaf- anir og útgerðin stendur jafnnær og ella ef það verður ekki gert. Auk þess hefur útgerðin sérstöðu varðandi launagreiðslur vegna hlutaskiptanna, en laun sjó- manna hækka eins og tekjur út- gerðarinnar nema annað verði ákveðið. Slíkri gengisfellingu, sem ekki fylgja viðunnandi hlið- arráðstafanir, fylgir aðeins aukin verðbólga," sagði Kristján enn- fremur. Hverjar eru nauðsynlegar hlið- araðgerðir? „Það er sérstaklega mikilvægt fyrir útgerðina að eitthvað verði gert varðandi olíu til fiskiskipa og í því efni er mikilvægast að útgerðin verði ekki látin standa undir kostnaði við það að þjóðfé- lagið tekur olíuna að láni til þriggja mánaða. Að undanförnu hefur verið mjög rætt um það að gjaldeyrir væri hér á útsölu og það má til sanns vegar færa, en sú fullyrð- það, að kaupmáttur fólks er um- fram það, sem þjóðfélagið hefur efni á og aðgerðir, sem ekki skerða kaupmátt eru því til- gangslausar og valda því, að við sitjum aftur í sömu sporum inn- an örfárra vikna." ’83 og kostar 30 milljónir Vigdis Finnbogadóttir forseti fs- lands tók í gær fyrstu skóflustung- una að nýrri sjúkrastöð SÁÁ, sem rísa mun við Grafarvog i Reykja- vík. Við athöfnina flutti formaður SÁÁ, Björgólfur Guðmundsson, ávarp. Reykjavíkurborg úthlutaði Samtökum áhugafólks um áfeng- isvandamálið lóð fyrir sjúkrastöð- ina í nóvember á síðasta ári. Húsið verður 2000 fermetrar að stærð, og byggingarkostnaður er áætlaður um 30 milljónir króna. Sjúkrastöð- in verður tekin í notkun á næsta ári. Eftir að samtökin höfðu feng- ið lóðinni úthlutað, var í mars á þessu ári skipuð byggingarnefnd sjúkrastöðvarinnar og er for- maður hennar Othar Örn Peter- sen hrl. Vinnustofan Klöpp var ráðin til að annast hönnun og lauk hún því verki á tveimur mánuðum. Þá var verkið boðið út í heild sinni og síðan samþykkt að taka tilboði Vörðufells hf., sem skilar sjúkrastöðinni frá- genginni hinn 1. október 1983. Hin nýja sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog mun leysa af hólmi sjúkrastöðina á Silungapolli, þar sem eru 30 sjúkrarúm en þó langir biðlistar. Hin nýja stöð er því stærri, með 60 sjúkrarúmum. Félagar í SÁÁ eru nú tæplega 9000 talsins. Samtökin reka auk sjúkrastöðvarinnar á Silunga- polli endurhæfingarheimili fyrir 30 manns í Sogni í Ölfusi og ann- að fyrir 30 manns að Staðarfelli í Dölum, fræðslu- og leiðbein- ingarstöð í samvinnu við Áfeng- isvarnadeild Heilsuverndarstöð- var Reykjavíkur og sjá um margvíslega fræðslustarfsemi og útgáfu. Útflutningur á hrossakjöti til Frakklands að hefjast NÝLKGA hafa (ekizt samningar milli Sambands íslenzkra samvinnufélaga og fransks kjötkaupmanns um sölu á 86 lestum af hrossakjöti af fullorðn- um hrossum. Kjöt þetta er sent út ferskt, en vel kælt í flugvélum, 13 lestir vikulega og á fyrsta sending að fara út þann 20. ágúst næstkomandi. Verð það sem hinn franski kaupandi greiðir verður um 90% af væntanlcgu grundvallarverði, það er að segja um 24 krónur á kíló af hr I til framleið- anda og greiðir Frakkinn kjötið ein- um mánuði eftir móttöku. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Magnús Finnbogason á Lága- felli, en hann er formaður Rang- æingadeildar Hagsmunafélags hrossabænda og sagði hann: „Hér er um mjög stórt hagsmunamál hrossabænda að ræða, þar sem fyrir liggur að í landinu eru miklar birgðir af kjöti af fullorðnum hrossum, sem erfitt er að koma í verð. Er því augljóst að reikna má með, að greiðslur fyrir kjöt af full- orðnum hrossum á innlendum markaði muni i framtíðinnni lækka hlutfallslega miðað við það sem nú er, auk þess sem að sala dregst og greiðslur berast þá seinna, takist ekki að létta veru- lega á þessum markaði. Því er nauðsyn að hrossaeigendur bregð- ist fljótt og vel við og láti ekki þetta tækifæri úr greipun ganga. Á Suðurlandi annast Sláturfélag Suðurlands, Selfossi, móttöku og slátrun þeirra hrossa sem Sunn- lendingar vilja láta, en á Norður- landi eru kaupfélögin umboðsaðili Sambandsins. Sunnlendingar geta snúið sér beint til sláturhússstjór- ans á Selfossi, Halldórs Guð- mundssonar, eða deildarstjóra fé- lagsins með óskir um móttöku á hrossum og gefa þessir aðilar einn- ig nánari upplýsingar. Mat á þessu kjöti fer eftir gildandi matsreglum eftir fitumagni óháð aldri hross- anna og útflutningdshæft er kjöt sem flokkast í hr I og hr II“. Brotist inn um bjartan dag ÞAU KRU MARGVÍSLKG og af ólikasta toga spunnin verkefnin, sem lögregluþjónarnir þurfa að glíma við. Iðulega kemur fyrir að fólk læsi sig úti og leiti til lögreglunnar um að komast inn í hús sín og eru þá ýmis ráð notuð. Á dögunum lentu lögregluþjónar 146 og 238 i því að brjótast inn — í þess orðs fyllstu merkingu, en um það segir meðfylgjandi myndasaga Kristjáns Arnar allt sem þarf að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.