Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 3 * Islenzk heimilisiðnaö- arsýning í Danmörku Spjallað við Traute Sönderholm HÉR Á landi er stödd Traute Sönderholm, kona fyrrver- andi forstjóra Norræna hússins, Erik Sönderholm. Voru þau hér á árunum 1976—1981. Núna er Traute hér á landi til að safna munum á íslenzka heimilisiðnaðarsýningu, sem verður haldin í byrjun nóvember. Þetta má e.t.v. frekar kalla íslenzka menningarsýningu, þar sem ekki verður eingöngu um heimilisiðnaðarsýningu að ræða. — Þegar við komum aftur til Danmerkur frá íslandi spurði fólk okk'ur um landið og vildi fá að vita um menningu þess og sögu. Þannig er, að á Suður-Láglandi er 150 ára gamall herragarður, sem er eins konar hvíldarheimili. Þó ekki í þá veru að menn liggi á meltunni allan daginn, heldur er alltaf eitthvað um að vera þar. Þennan herragarð áttu hjón, sem voru barnlaus, og gáfu gögn og gæði til þess, að þar mætti verða um ókomna framtíð heimili, þar sem menn gætu komið og hvílt sig. En jafnframt væri í gangi menn- ingarleg dagskrá árið um kring. Forstöðumaður „Fugla- söngs", en það heitir herra- garðurinn, spurði mig hvort ég gæti séð um íslenzka menn- ingarviku á herragarðinum. Fékk ég ferðastyrk til þess að koma hingað til íslands og safna handavinnu, munum, skartgripum, grafík, ferðabók- um og myndum. Verður þetta sett upp á Fuglasöng. Erik, maðurinn minn, ætlar að flytja 2 fyrirlestra um ís- lenzka sögu og íslenzkar bæk- ur, sem þýddar hafa verið á dönsku. Þá verð ég með lit- myndasýningu, sem ég kalla „Hringferð um Island". Þar ætla ég að sýna það helzta, sem íslenzk náttúra hefur að skarta. Eg kenndi á blokkflautu í tónlistarskólanum í Görðum, og ætlar Alma Hansen skóla- stjóri að vera svo elskuleg að koma með einhvers konar tónlistarheyrnarhorn á sýn- inguna, og jafnframt að segja frá tónlistarlífinu hér á Is- landi. Það hefur gengið mjög vel að fá alla þessa muni hér á Islandi, og er ég þakklát þeim, sem ég hefi leitað til. Fengið góða fyrirgreiðslu. Eg hef af- gangstíma áður en ég fer út og ég gæti ekki hugsað mér að vera allan þennan tíma hér í Reykjavík, svo ég ætla að fara í Þórsmörk áður. Þessi herragarður er um 130 km frá Kaupmannahöfn og á herragarðinum eru gistiher- bergi, þar sem fólk dvelur í lengri eða skemmri tíma. Kemur fólk gjarnan frá Kaup- Traute Sönderbolm med nokkra muni sem verða í sýningunni. mannahöfn og víðar til þess að sjá það, sem er á dagskrá hverju sinni. Þarna kemur t,d. strokkvartett Kaupmanna- hafnar o.m.fl. svo það er eins konar listahátíð allt árið. Sal- irnir, sem þetta verður sýnt í, eru jafnframt matsalir fyrir þá sem herragarðinn dvelja. Og eiginlega borða menn sig í gegnum sýninguna þar sem menn njóta hennar um leið og þeir borða. Sýningin kemur til þeirra frekar en að menn komi á sýninguna. Þetta ætti að geta orðið mikil auglýsing fyrir ísland. Þegar finnsk vika var á Fugla- söng, hlaut hún mikla umfjöll- un í blöðum og fjölmiðlum í Danmörku. Forstöðumaður Fuglasöngs, Rönn Sörensen prestur, vildi að íslenzka sýn- ingin yrði, þegar stjórn herra- garðsins kemur saman. Stjórnin kemur tvisvar saman á ári og hún spannar helztu menningarsamtök, sem eru starfandi í Danmörku. Það er því mikill heiður fyrir ísland, að fá að vera á þessum tíma, þegar þessi stjórn kemur sam- an og kemst í snertingu við sýninguna, sagði Traute Sönd- erholm. Fjölnir hf.: Gefur út bók um áfengis- vandamálið — eftir dr. Joe Pirro leið- beinanda við Freeport- sjúkrahúsið Útgáfufélagið Fjölnir hf. mun í haust gefa út bók um áfengisvandamálið, eftir dr. Joe Pirro, leiöbeinanda og fyrirlesara við Freeport- sjúkrahúsið í New York í Bandaríkjunum. Hundruð ís- lendinga sem hafa átt við áfengisvandamál að striða hafa sem kunnugt er leitað sér lækninga til Freeport- sjúkrahússins, og þá vakn- ingu og breytingu í viðhorf- um fólks til vandans sem orðið hefur hér á landi und- anfarin ár má rekja til Freeport-ferðanna að veru- legu leyti. Dr. Pirro er þeim Islendingum er til Freeport hafa farið vel kunnur, auk þess sem hann hefur oftar en einu sinni komið hingað til lands til fyrirlestrahalds og leiðbeininga, og þá meðal annars komið fram í sjónvarpsþáttum um áfengisvandamálið. Hrafn Pálsson félagsráðgjafi þýðir bókina og færir í íslenskan búning, en bókin er sérstaklega samin fyrir íslenskar aðstæður og hefur ekki komið út á ensku áður. Útgefandi bókar dr. Pirros er sem fyrr segir hið nýstofnaða útgáfu- félag, Fjölnir hf. SUS heldur fund með ís- lendingum búsettum erlendis ✓ SAMBAND ungra sjálfstæðismanna efnir til fundar með námsmönnum, sem stunda nám erlcndis en eru hcima í fríi, og öðrum kjósendum, sem búsettir eru erlendis um stund- arsakir, á mánudagskvöld. Á fundin- um munu Davíð Oddsson borgar- stjóri og Friðrik Sophusson alþingis- maður flytja stutt ávörp, en að sögn Geirs H. Haarde, formanns SUS, er fundurinn ekki síður ætlaður til þess að gefa námsmönnum erlendis tæki- færi til að koma á framfæri viðhorf- um sinum og upplýsingum um hags- munamál sin. Geir H. Haarde sagði í samtali við Mbl. að fundurinn væri haldinn til þess m.a. að styrkja og efla þau tengsl, sem myndazt hafa milli ís- lenzkra kjósenda erlendis og Sjálfstæðisflokksins að undan- förnu, en SUS hefur í vetur unnið skipulega að því að efla fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal kjós- enda erlendis. I því skyni fóru þeir Davíð Oddsson og Geir í ferðalag til nokkurra borga á Norðurlönd- um í marz sl. og héldu vel heppnaða fundi með stúdentum. Geir sagði, að vinstri menn hefðu lengi ráðið ferðinni meðal hópa íslendinga er- lendis og hefði SUS þótt tímabært að reyna að sporna þar með ein- hverjum hætti við fótum. Fundurinn á mánudagskvöld verður í kjallarasa! Valhallar að Háaleitisbraut 1 og hefst kl. 20.30. Hann er opinn öllum íslendingum, sem búsettir eru erlendis eða fara utan á næstunni og áhuga hafa á að kynna sér stefnu Sjálfstæðis- flokksins og rabba við nokkra for- ystumenn hans. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Fáeinsæti COSt3 ClGl Sol laus í næstu feröir wwi ti' Portoroz osta del Sol Hvergi gefst annað eins tækifæri til að njóta veð- urblíðu, frábærrar gisti- þjónustu og fjölbreytni. Hingað streymir fólk alls staðar að til að skemmta sér og njóta lífsins. Portoroz Kjörinn heilsubótarstaður Bezta gistiaðstaðan. Lignano Hinn orðlagði sumarleyf- isstaður fyrir alla fjölskyld- una. Betri og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Reykjavík Austurstræti 17, símar 20100 og 26611 Akureyri Kaupvangsstræti 4, sími 96-22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.