Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 19 Einbjörn togar í Tvíbjörn, Tví- björn í Þríbjörn, Þríbjörn í Fjór- björn og ... hvar skyldi þetta nú finnast krotað neðan við dagskrá á löngum fundi? Svar: Á hefð- bundnum mánudagsfundi fræðsluráðs Reykjavíkur í síð- ustu viku. Á þeim stað sitja flesta mánudaga frá kl. 12 til kl. 3—4 7 kjörnir fulltrúar, 3 emb- ættismenn og 3 kennarafulltrúar — auk tilfallandi skólastjóra eða annarra viðkomandi — við að af- greiða 30—40 mál, sem verða lögum og reglugerðum sam- kvæmt að fara um hendur þessa 13—15 manna hóps. í þetta sinn voru málin 41 talsins. Sem þau runnu fram gegn um fundinn, var krotarinn — sem 1 þetta sinn hafði bara dottið þar inn í for- föllum — farinn að krossa við hreinu afgreiðslumálin, sem hópurinn hefur í rauninni ekkert ákvarðanavald yfir. Þau reynd- ust svo við talningu yfir 30. Sum kippumál, þar sem mennta- málaráðuneytið tilkynnir fræðsluráði setningu 33ja kenn- ara eða skipanir í 28 kennara- stöður o.s.frv. Um leið rifjast upp fyrir krotara — alías gáru- höfundi — hvílíkum breytingum umræður á þessum stað hafa tekið þann áratuginn, sem hann átti þar víst sæti. í upphafi 7. áratugarins var skólafólk í Reykjavík í fararbroddi í um- ræðum og framkvæmdum með ýmiskonar nýjungar í nútíma- skólastarfi, eins og skólagöngu sex ára barna, sérkennslu og sálfræðiþjónustu, opinn skóla, fullorðinsfræðslu o.fl. Fræðslu- stjórarnir og skólafrömuðirnir Jónas B. Jónsson og Kristján J. Gunnarsson í broddi fylkingar á lifandi starfi. Á áratugnum hef- ur málum fjölgað, fulltrúum fjölgað og fundir lengst. Fundir fræðsluráðs, og eflaust allra skólanefnda í landinu, fara orðið mest í að senda fyrirspurnir og bónarbréf í ráðuneyti og stund- um borgarstjórn, og taka við bókuðum svörum um hvort þetta eða hitt geti rúmazt innan boða og banna, laga og reglugerða, eða verði liðið vegna fordæmis, sem það gæti hugsanlega gefið einhvers staðar annars staðar, þar sem enginn hefur áhuga á málinu vegna ólíkra aðstæðna. Og aðstæður eru all breytilegar milli stórra skóla og smárra, eins heimavistarskólakerfis í sveit og yfir 20 skóla fræðslu- kerfis í borg. Við hinn endann á tilskrifun- um situr annar hópur ágætis- fólks og reynir í kapp við tímann og málamagnið sem að berst úr öllum áttum að leysa úr kvabb- inu. Með því að bera saman í símaskrá stjórnarráðsins núm- erin á skrifborðssímunum í menntamálaráðuneytinu má í sjónhendingu sjá erindaaukn- inguna þar á bæ. 1970 voru 22 starfsmenn skráðir fyrir síma, en 1982 eru í ráðuneytinu skráð 50 innanhúsnúmer og undir einu þeirra 18 námsstjórar. Fjölgunin 46 manns og magnaukning 209%. Símarnir þeir eru ekkert upp á punt, ef marka má orð Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra, sem kallar símastúlk- urnar framvarðarsveit ráðu- neytanna, sem verðskuldi ein- kunn Sveins Dúfu í ljóðþýðingu Matthíasar, þar sem segir: Þín vörn er dæmafá! En þar sem mikið af þessu skriftafargani stafar af samkrulli ríkis og sveitarfélaga á rekstrarkostnaði skólanna, þá á það sjálfsagt líka sinn þátt í aukinni pappírsvinnu í fjármálaráðuneyti. En frá 1970 til 1982 hefur starfsmönnum með síma á þeim vettvangi fjölg- að úr 17 í 80. Svo togar Einbjörn í Tvíbjörn ... Fyrirgefið, foreldri í kenn- ara, kennari í skólastjóra, skóla- stjóri í fræðsluskrifstofu, fræðsluráð í menntamálaráðu- neyti og menntamálaráðuneyti í fjármálaráðuneyti. Og eftir stundum æðilangan meðgöngu- tíma og aðgerðir fræðslustjóra til að framkalla fæðingu, byrjar bréfaskriftahalarófan aftur, nú í öfugri röð — kannski fer allt í ganginn. Kannski ekki! Kannski fer málið bara aðra umferð, eins og skytta í vef. Kúnstugast er að miðstýringin virðist á sl. áratug hafa á íslandi hreppt hraðast málaflokkana, sem í daglegu lífi varða einstakl- ingana og nánasta umhverfi þeirra mest, þ.e. heilbrigði þeirra, fræðslu og ýmsa félags- lega þjónustu. Þetta eru ekki bara leifar hafta og krepputíma eins og t.d. Grænmetisverzlunin, heldur hefur þetta verið gert markvisst — eða af óvitaskap — með lögum, svo sem lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1973 og ’78, lögum um grunnskóla frá 1974 og ýmsum sérlögum og fé- lagsmálapökkum. En svo maður haldi sig við skólamálin, þá vill svo kostulega til að þá er einmitt að koma og komið betur mennt- að kennaralið og alls konar sér- menntað fært fólk í skólana, sem ætti að vera óhætt að trúa til að meta og ráða fram úr flestu í daglegu skólastarfi. Og þeir eru þó í kallfæri við foreldra barn- anna. Annars er miðstýringin lævís, eins og margar aðrar syndir. Fólk hefur gert byltingar og sallað niður meðbræður sína undir merki hugsjónarinnar að dreifa valdinu til fólksins, og enda svo með fáa útvalda við alla ákvarðanatöku, eins og í sósíalísku kommúnistaríkjun- um. En jafnvel sósíalistum í Vestur-Evrópulöndunum — hvað þá hinum — þykir mörgum orðið nóg um, þegar þegnarnir eru farnir að kveina undan því hvernig forsjár- og miðstýr- ingarstefnan leikur þá og kæfir allt í skrifræði og veseni. Leik- konunni frægu Melínu Merkuri leist ekki á blikuna þegar hún settist í stól menntamálaráð- herra í Grikklandi fyrir skemmstu. Rak upp kvein og sagðist verða að snúa sér að því að splundra miðstýringunni á menntamálum í landinu, sem væri orðin að ógnvekjandi skrímsli, strax og hún væri búin að kría út peninga til að greiða þegar ráðnu ráðuneytisfólki launin sín. Hún kvað brýnast að hrífa menninguna í landinu úr greipum miðstýringar í ráðu- neyti í Aþenu og fá þau í hendur pólitískum sveitarstjórnum og borgarstjórum á heimavelli, eins og hún orðaði það, svo að heima- menn máéttu taka ákvarðanir sjálfir. Ekki ætti að troða menn- ingunni ofan í þá, einsog korni ofan í gæsir til að þær láti fyrir- myndarlifur. I blöðunum í Bretlandi og Frakklandi voru í vor, er ég var þar á ferð, ofarlega á baugi deil- ur og fólkið að rísa gegn sam- hæfingunni og einhæfingunni í skólakerfinu. í Bretlandi teljá margir að gæðum námsins hafi hrakað og krafizt var stuðnings við sjálfstæðari skóla og fjöl- breyttari. í Frakklandi söfnuð- ust 9. maí 15 þúsund foreldrar saman á Bourget-flugvelli og mótmæltu undir kjörorðunum: „Fjölskylda, skóii og leið til frelsis". Töldu að foreldrar ættu að mega velja skóla handa börn- um sínum, að alvöld og fjarlæg hönd ríkisins ætti ekki að ráða alfarið hvað barni þeirra hent- aði. Þótt menntun sé styrkt af almannafé og menntunarkröfur settar, þá séu frjálsir skólar jafn mikilvægir og frjálsir fjölmiðlar. Forseti Frakklands vann raunar kosningasigur sinn undir loforðum um að dreifa valdi frá ráðuneytunum og ríkisstofnun- um í París út til fólksins og er byrjaður með lagabreytingum að efna það. Hyggst gera það með því að sérstakir fulltrúar úti í héruðunum fái talsvert ákvörð- unarvald í daglegum málum og tilheyrandi fjármuni, þannig að ákvörðun, ábyrgð og nýting fjár- ins verði í nánd við þá sem eiga að njóta, og staðinn sem nýtir það. Svo gámall Laþpi í stjórn- sýslu veit vitanlega að án fjár til að fylgja ákvörðunum mundu slíkir fulltrúar bara bætast við í keðju þeirra, sem fyrirspurna- og bónarbréfin skrifa heim í hið almáttuga ráðuneyti, eins og fræðslustjórarnir í grunnskóla- kerfinu okkar. Vel á minnzt, grunnskólalögin. Þau átti að endurskoða á Alþingi og plokka af vankantana eftir 5 ára reynslutíma eða 1979. Hvað dvelur Orminn langa? búizt við því, að þeir launamenn, sem fylgt hafa Álþýðubandalag- inu að málum, muni ekki fyrirgefa flokknum um langa framtíð, þol- inmæði þeirra sé á þrotum, vegna margendurtekinna svika Alþýðu- bandalagsins við yfirlýstan mál- stað. Margt bendir til þess, að Al- þýðubandalagið sé að komast í mjög svipaða aðstöðu og Alþýðu- flokkurinn fyrir nokkrum áratug- um. Alþýðubandalagið hefur gengið svo þvert á grundvallar- stefnumið sín í tveimur ríkis- stjórnum á fjórum árum, að alvar- legur trúnaðarbrestur hefur skap- azt á milli forystumanna þess og fylgismanna. Með því að höggva stöðugt í sama knérunn og sam- þykkja hverja vísitöluskerðinguna á fætur annarri er Alþýðubanda- lagið augljóslega að höggva á tengslin við uppruna sinn og slíta sjálft sig upp frá rótum. Forystu- menn þess stofna flokknum í þá hættu að verða sams konar rót- laust rekald í sviptibyljum ís- LjÓBin. Mbl. ÓI.K.M. lenzkra stjórnmála og Alþýðu- flokkurinn hefur hvað eftir annað orðið. En bersýnilegt er, að það skiptir orðið svo miklu máli fyrir forystumenn Alþýðubandalagsins að sitja í ráðherrastólum, að þeir eru tilbúnir til þess að gera nánast hvað sem er til þess að halda þeim, eins og glögglega hefur komið í ljós síðustu daga, þegar ráðherr- arnir hafa keppzt við að hand- járna þingmenn og aðra stuðn- ingsmenn til liðs við verulega vísi- töluskerðingu hinn 1. desember nk. Alþýðubandalagið á engan góð- an kost í þessari stöðu, það er komið í herkví, sem það hefur sjálft búið til og kemst ekki út úr. Ósvífni Guðrúnar Helgadóttur Morgunblaðið birti í gær, föstu- dag, frétt þess efnis, að Guðrún Helgadóttir, einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, hefði hótað að hætta stuðningi við ríkisstjórn- ina vegna fyrirhugaðra efnahags- aðgerða, að hún hefði sett fram ákveðnar kröfur sem eins konar skilyrði fyrir stuðningi sínum, að hún hefði verið á fundi heima hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, for- manni þingflokks á fimmtu- dagskvöldi af þessum sökum, að hann hefði verið í símasambandi við ráðherra Alþýðubandalagsins vegna málsins, að hún hefði fengið fyrirheit um, að kröfur hennar yrðu teknar upp til skoðunar, að hún hefði ekki sótt þingflokksfund Alþýðubandalagsins þá um daginn o.fl. Fyrir þessari frétt hafði Morg- unblaðið svo óyggjandi heimildir, að ekki var með nokkru móti hægt að bera brigður á þær. í þeirri fréttaöflun, sem nú tíðkast af stjórnmálaatburðum, verða blaða- menn að meta af mikilli varkárni þær upplýsingar, sem berast til blaðanna. Oft er það svo, að þótt heimildarmenn blaða segi söguna, eins og þeir þekkja hana bezt, er hún ekki nema hálf sögð vegna þess, að þeir hafa ekki nema takmarkaða vitneskju um at- burðarásina. Fréttir Morgun- blaðsins af framþróun mála í stjórnarherbúðum byggjast þess vegna yfirleitt á samtölum við töluvert stóran hóp manna. Það hefur vakið athygli blaðamanna nú, í þeirri kreppu, sem ríkis- stjórnin er í, að þingmenn hafa ákveðna vitneskju en að mörgu leyti takmarkaða um það, sem er að gerast í ríkisstjórninni. Kannski er það eðlilegt og skýrist af því, að í braðri atburðarás breytist staðan frá einum klukku- tíma til annars, og jafnvel þótt þingflokksfundir séu daglega hjá stjórnarflokkunum, er ekki hægt fyrir ráðherra að láta upplýsingar berast stöðugt til allra þingmanna utan þingflokksfunda. Þetta er sagt hér til þess að skýra þau vandamál, sem blaðamenn eiga við að stríða í fréttaöflun af þessu tagi og hafa valdið því, að mikil varkárni ríkir í því, þegar tekin er ákvörðun um það á ritstjórn Morgunblaðsins hvað skuli birta og hvað ekki. Á síðari árum, um leið og „nútíminn" hefur hafið innreið sína í pólitísk fréttaskrif, hefur það orðið æ meira áberandi, að óprúttnir stjórnmálamenn hafa brugðið á það ráð, ef þeir sjálfir eru komnir í vandræði gagnvart samstarfsmönnum sínum vegna yfirlýsinga í blöðum, að halda því fram, að blaðamenn hafi haft rangt eftir. Þegar blaðamaður tekur ummæli stjórnmálamanns niður á blað, skrifar þau hjá sér í síma eða þar sem samtal fer fram, er blaðamaðurinn í raun varnar- laus gagnvart ásökunum slíkra stjórnmálamanna um að rangt sé haft eftir. Af þessum sökum og til þess að tryggja meiri nákvæmni í fréttaskrifum hafa blaðamenn yf- irleitt tekið upp þann hátt að taka samtöl niður á segulband. Það tryggir meiri nákvæmni í frétta- skrifum, sem hlýtur að vera markmið hvers fréttamanns og um leið er segulbandsupptakan ákveðið sönnunargagn, þegar óprúttnir stjórnmálamenn bera blaðamenn þeim sökum, að þeir hafi haft rangt eftir. I sumum tilvikum rabba blaða- menn og stjórnmálamenn saman um atburðina og yfirleitt er það á hreinu í slíkum samtölum, hvað sagt er í fyllsta trúnaði, hvað blaðamaðurinn má fara með án þess að geta heimilda og hvað blaðamaðurinn má nota sem beina tilvitnun í viðmælanda sinn. Það er ákveðin trygging fólgin í því fyrir blaðamanninn að hafa þess- ar upplýsingar allar á segulbandi. Hins vegar er það svo, að það er grundvallaratriði í starfi blaða að gefa ekki upp heimildir, á hverju sem gengur, ef heimildarmanni hefur verið lofað því að geta ekki heimilda. Blaðamaðurinn er þá í þeirri stöðu, að jafnvel þótt hann hafi allar framangreindar upplýs- ingar á segulbandi og er samt bor- inn þeim sökum opinberlega, að hann hafi farið rangt með, getur hann ekki notað sönnunargagnið til þess að verja sig fyrir árásum stjórnmálamanna, sem hafa ekki kjark til þess að standa við eigin orð og gerðir. Þessar hugleiðingar og upplýs- ingar um vinnubrögð blaðamanna eru settar hér fram í tilefni af þeirri ótrúlegu ósvífni Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, að halda því fram í Ríkisútvarpinu og tveimur dagblöðum, að frétt Morgunblaðsins um athafnir hennar sl. fimmtudag hafi verið „tilbúningur", „þvættingur" eða „tínd upp úr gangasamtölum margra daga“. Þessi ummæli þingmannsins eru einfaldlega rakalaus ósannindi og þau eru það eina í þessu máli sem er „tilbún- ingur“ og „þvættingur". I viðtali við Þjóðviljann í dag, laugardag, segir þessi þingmaður: „Hitt er ljóst, að þegar þingmenn geta ekki vænzt þess, að blaða- menn virði almennar fréttareglur í samskiptum, þá er ekki um ann- að að ræða en neita að tala við viðkomandi." í tilefni af þessum ummælum skal sagt, að ef blaðamenn geta ekki vænzt þess, að þingmenn sýni almenna mannasiði í samskiptum við blaðamenn, hljóta blaðamenn að hætta að tala við þá þingmenn og kemur þá í ljós, þegar upp verð- ur staðið, hvor þarf meira á hinum að halda, þingmaðurinn eða blaða- maðurinn. Því skal svo bætt við í lokin, að það yrði ævintýralegri reyfari en enn hefur sézt á prenti, ef blöð og biaðamenn tækju upp á því að brjóta þá grundvallarreglu að verja heimildir sínar og birta þau gögn, sem þeir á stundum hafa í höndum til þess að bera af sér sakir óheiðarlegra stjórnmála- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.