Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1982 Graham Greene Graham Greenc er einn af kunnustu rithöfundum Eng- lands á seinni hluta aldarinnar. Bækur hans eru alþekkt- ar, en maóurinn sjálfur hefur haft sig lítið í frammi. Því kann það að hafa farið framhjá mörgum, að Graham Greene er mjög hallur undir Sovétta og kommúnismann. Sjálfur hefur hann aldrei tekið af skarið með það, en þegar safnað er athugasemdum hans um heimsmálin í gegnum tíðina fer ekki á milli mála, hvar samúð hans liggur. I>að var Graham Greene sem sagði árið 1967 í samtali við hið virðulega blað The Times: „Ef ég ætti að velja á mílli þess að lifa í Sovétt og Bandaríkjunum, myndi ég að sjálfsögðu kjósa Sovétt!“ Graham Greene, 77 ára gamall. Ekki allur þar sem han Graham Greene fæddist 2an október árið 1904. Móðir hans var systurharn Rohert Louis Steven- son, en faðir hans var vel metinn skólastjóri í Berkhamsted, þar sem Greene sótti skóla í æsku sinni. Hann fékk jíóða 0jr klassíska undirstöðumenntun og gerðist snemma víðlesinn. Rf dæma má af ævisögubroti hans, hefur hann fenjrið strangt uppeldi, en systkini hans fimm bera uppeldinu góða söguna. Faðir þeirra var vinsæll af skólapiltum og þótti umburðarlyndur maður; hann stóð alltént ekki í veginum fyrir syni sínum á bókmennta- brautinni. Greene hélt til Oxford án þess að hafa hugmynd um, hvað hann hygöist leggja stund á. Hann lauk þó prófi í stjórnmálavísindum árið 1926 og sneri sér að blaða- mennsku. Hið sama ár gerðist hann kaþólikki og mun kona hans, Vivian, hafa ráðið um það. Þau kynntust í Oxford og kvæntust ár- ið 1927. Þá var Greene orðinn blaðamaður við The Times og far- inn að gefa sig að skáldsagnagerð. Þeim hjónum varð tveggj3 barna auðið, en skildu er börnin voru komin til manns. Á Oxford-árum sínum sendi Greene frá sér lítið ljóðakver, en fyrsta skáldsaga hans, The Man Within, kom út árið 1929. Bók- menntafræðingar þykjast greina þar og í næstu skáldsögum Green- es mikil áhrif frá Robert Louis Stevenson og ennfremur frá Jos- eph Conrad og Virginíu Woolf, en með „skemmtisögunni“ Stamboul Train hafði Greene skapað sér sinn eigin stíl, og eftir útkomu Briifhton Rock (1938) efaðist eng- inn lengur um að þar færi mikil- hæfur skáldsagnahöfundur. Þykir sú bók með albestu njósnasögum sem skrifaðar hafa verið. Síðan hefur Greene skrifað um þrjátíu skáldsögur og er enn með á 78da aldursári, án þess það sjáist nein ellimörk á sagnagerð hans. The Human Factor fékk (1978) hina bestu dóma og sömuleiðis Doctor Fisher of Geneva or The Bomb Party (1980), þó hún þyki síðri. Báðar þessar bækur hefur Al- menna bókafélaf/ib gefið út á ís- landi, svo og The Quiet American og The Power and the Glory. Á fjórða áratugnum ferðaðist Greene víða og fékk efni í margar bestu sagna sinna. Hann gerðist á þeim árum kvikmyndagagnrýn- andi Spectator og bókmenntarit- stjóri þess tímarits varð hann árið 1940. I stríðinu starfaði Greene í bresku leyniþjónustunni og gat sér þar gott orð. Síðan má kalla að hann hafi helgað sig bókagerð, þó hann hafi ekki fyrr en á seinni árum sagt skilið við blaðamennsk- una að fullu. Graham Greene er afburða sögumaður og það sem einkennir skrif hans er frábær tækni, mótuð af kvikmyndinni. Hann hefur næmt skopskyn, sem best kemur fram í seinni sögum hans. Hann þykir hafa einstaka innsýn í sálar- líf mannsins og margar sögur hans fjalla um manninn á flótta. Þar grípa tíðum kaþólsk viðhorf inní og árekstur góðs og ills, svo sem í sögunum; The Power and the Glory (1940), The Heart of the Matter (1948) og The End of Affair (1951), sem allar eru með bestu sögum hans. En með skáld- sögunum The Quiet American (1955) og Our Man in Havana (1958) má segja að Greene hafi sagt skilið við hinn trúarlega þráð. Sumar bækur hans bera undir- titilinn „Skemmtirit" til aðgrein- ingar frá þeim skáldsögum sem Greene vill kalla „alvarlegar". Skemmtisögur hans eru til dæmis fyrrnefnd Stamboul Train, A Gun for Sale (1936) og The Ministry of Fear (1943). Þá hefur Greene skrifað leikrit, sem notið hafa mikilla vinsælda: The Liviny Room (1953), The Pottiny Shed (1957) og The Complaisant (1959). Af öðrum bókum hans má nefna skáldsögurnar A Burnt-Out Case (1961) og The Honorary Consnl (1973). Graham Greene er furðulegur maður. Evelyn Waugh greinir frá því í einu hréfa sinna, að Greene eyði hálfu og heilu dögunum á götuhornum við að skrifa hjá sér bílnúmer, sem hann taki svipað mark á og annað fólk á stjörnu- spám! Maður nokkur minnist þess, að hafa oftlega á unglingsárum sínum fylgst með Graham Greene standandi á Piccadilly, morgun eftir morgun, íklæddur regnkápu, með skrifblokk í hendi og skrif- andi nær viðstöðulaust hjá sér eitthvað sem maðurinn hélt at- hugasemdir úr fjölbreyttu mann- lífinu — en Greene bjó þá á Albany og það var altalað á þeim slóðum, að rithöfundurinn hefði þá ástríðu að safna bílnúmerum! Evelyn Waugh skrifar á einum stað í bréfi til vinar síns: „Líf Gra- ham Greenes er jafn leyndar- dómsfullt fyrir mér og það er fyrir þér!“ Greene kærir sig ekki um að flíka einkahögum. Titlar ævisögu- brota hans gefa það í skyn: A Sori of Life og Ways of Escape. Þá sjaldan hann hleypir blaða- mönnum inná sig, heldur hann sér jafnan við bókmenntaleg efni og hann neitar að koma fram í sjón- varpi. Utgefandi hans einn, Hans Polak, hefur iátið hafa eftir sér, að Graham Greene sé „næstum sjúklega feiminn". Svo sem fram kemur í upphafi, þá er það ekki lengur álitamál, að Greene er mikill vinur Sovétta. George Orwell greindi það strax árið 1949. Þá hafði hann orð á því að sér virtist Graham Greene ætla að verða fyrsti kaþólski meðreið- arsveinn kommúnista á Englandi! (Greene gekk raunar í Kommún- istaflokkinn breska á skólaárum sínum í Oxford, svo sem fleiri af hans kynslóð). Graham Greene hefur ferðast mjög um heiminn og á ferðum sínum hefur hann gagn- rýnt mjög ítök: Frakka í Indókína; Belga í Kongó; Breta í Malaysíu og Kenýa o.s.frv. Honum var á sínum tíma meinuð landvist í Bandaríkj- unum og í eitt skipti var hann rek- inn frá Puerto Rico. Sumum þykir sem hann hafi náð sér niður á Ameríkumönnun, þegar hann skrifaði The Quiet American og yfirleitt í sögum Greenes eru Bandaríkjamenn fúlmenni og heimskingjar, ef ekki hreinir fá- bjánar. Greene dró mjög í efa, að innrás Sovétta í Tékkóslóvakíu væri sam- bærileg í hryllingi og siðleysi við loftárásirnar í Víetnam: Hann taldi framkomu Breta í Ulster jafnast á við sýndarréttarhöld Stalíns: Hann talar jafnan mildi- lega um KGB, en ræðst með offorsi á CIA og Pentagon. David Pryce-Jones spyr í grein í NOW!, hvort nokkur rithöfundur á Vesturlöndum hafi þjónað svo undir Sovétta? Greene hefur í staðinn hlotnast margvíslegur heiður um dagana; hann hefur sötrað te með Ho Chi Minh; snætt hádegisverð með Allénde Chile- forseta, heimsótt Fidel Castro og var náinn vinur Torrijos hershöfð- ingja í Panama. Evelyn Waugh hafði litla samúð með ríkum sósí- alistum, og þegar Greene yfirgaf England á miðjum 6ta áratugnum, skrifaði hann í dagbók sína: „Graham Greene hefur fiúið land með riddaraorðu í barminum og kommúnískan áróður í farteski sínu.“ Greene hafði þá sent frá sér skáldsöguna The Comedians og Wilson-stjórnin sæmt hann fyrsta stigs riddaraorðu. Hér er hæfilegt að vitna til orða Grahams Greene í nýlegu samtali við New York Times. Þar segir hann: „Þegar maður sér dautt barn liggjandi í skurði í Víetnam eða í Mexíkó á tímum trúarofsókna, ell- egar Haiti undir Papa Doc, Kúbu undir Batista — þá er maður ekki lengur að semja skáldsögur undir heitinu The Quiet American, The Power and the Glory, The Comedi- ans, Our Man in Havana... Nei, sá heimur sem þar birtist er ekki minn hugarheimur, hann er heim- urinn eins og hann er í raun og vcru.“ I maímánuöi síðastliðnum birti breska blaðið Mail on Sunday frásagnir um leynilegar ferðir breska njósnarans Kim Philbys til Kúbu, þar sem hann hefur leið- beint Fidel Castro um njósna- starfsemi á Vesturlöndum og sér- ílagi í Bretlandi. Fáum vestræn- um var kunnugt um þessar ferðir Philbys, en hann flýði sem kunn- ugt er til Moskvu fyrir um 20 ár- um, eftir að upp komst um viða- miklar gagnnjósnir hans og fleiri háttsettra manna í bresku leyni- þjónustunni. Philby og Greene varð vel til vina, er Greene stopp- aði stutt við í leyniþjónustunni í seinna stríði og hafa þeir haldið þeim vinskap með bréfaskriftum, eftir að upp komst um glæpsam- legt athæfi Philbys og hann flýði austuryfir. Breska leyniþjónustan treystir Graham Greene, fyrrum starfsmanni sínum, ekki meira en svo, að bréf stíluð á hann eru lesin yfir áður en þau berast í hans hendur — og Philby hafði einmitt skrifað vini sínum frá Kúbu og þannig komst breska leyniþjón- ustan á snoðir um atferli hans í þeim heimshluta. Fréttamaður Mail on Sunday sló á þráðinn til Greenes í fram- haldi þessa og hinn aldni rithöf- undur kvaðst hafa orðið mjög undrandi er hann las frásögn blaðsins, því afar fáir hefðu vitað um bréfasamband hans og Phil- bys. „Eg las grein yðar með athygli," sagði Greene í samtalinu: „og þar er sjálfsagt rétt greint frá í öllum meginatriðum. En ég var ekki hissa á því, að Philby skyldi skjóta upp kollinum í Havana. Hann tal- ar frábæra spænsku; hann var, eins og þú veist, fréttamaður The Times í borgarastyrjöldinni á Spáni og fylgdi Franco!" Blaðamaðurinn spurði Greene þessu næst, hvort hann hygðist leyfa útgáfu bréfa þeirra, sem Philby hefði sent honum í gegnum tíðina. „Nei, það er ýmislegt í þessum bréfum sem ekki þolir dagsljósið; það eru slík nöfn í spilinu.1' Var hann ekki sleginn, þegar hann vissi að leyniþjónustan yfir- fór bréf hans, áður en hann fékk þau í hendur? „Nei, satt að segja ekki,“ svaraði Greene og hló við: „En það er kaldhæðnislegt, að nú, þegar til- vist þeirra er orðin lýðum ljós, þá mun Kim Philby ekki skrifa mér neitt að gagni meir og þar með munu einu tengsl hans við Vestur- lönd rofna og þurrkast út!“ Graham Greene á sér íbúð í París, en dvelur mestan part árs- ins í annarri íbúð sinni á frönsku Rivierunni, þar sem sér yfir höfn- ina í Antibes. Á sumrin, þegar ferðamenn gerast þar fjölmennir, flýr Greene tíðum í hús sem hann hefur lengi átt á eynni Kaprí. Einnig ferðast hann mjög á þeim árstíma og heilsar uppá vini sína í Kongó, Paraguay eða Panama! Þegar hann dvelur í Antibes snæðir hann jafnan í veitinga- stofu sem Auberye Provencale heitir. Þar nýtur hann verndar veitingamannsins sem gefur hon- um frið frá áleitnum gestum, sem vildu gjarnan fá að taka í höndina á frægum rithöfundi. „Hann er mikill rithöfundur," segir eigand- inn andagtugur: „og hann verður að njóta þeirrar virðingar sem honum sæmir!" Það hefur sem sagt verið hljótt um Graham Greene á þessum stað, þar til snemma á þessu ári, að hann tók sig til og skrifaði harðort bréf í The Times. Bréfið þar fjallaði um spillinguna í Nice, sem rithöfund- urinn kvað slíka, að hann gæti ekki hugsað sér annan titil á þessu skrifi sínu, en þá frægu fyrirsögn Zola J’Accuse — Ég ákæri. Nice er tíu milum sunnar á ströndinni en Antibes þar sem Greene á sér bústað. Þar hefur lengi verið illræmt glæpamanna- bæli, svo þær upplýsingar Grahams Greene voru engin tíð- indi, en hins vegar hefur vakið at- hygli, hverju heimsfrægur rithöf- undur fær áorkað, ef hann hefur upp raust sína. Það hefur semsé verið hreinsað til í borginni, eftir fjaðrafokið sem varð af skrifum Greenes. En hvers vegna fann enskur rithöfundur sig knúinn til að hefja krossferð gegn spillingu í einni borg Frakklands? Jú, vina- fólk hans varð fyrir barðinu á þessari spillingu og Greene tók að vasast í málinu. Sú saga skal ekki rakin hér, enda greint frá henni í fjölmiðlum, þegar Greene var í sviðsljósinu fyrr á þessu ári eftir að greinin fræga birtist í The Times. En Greene beið með greinaskrifin, þar til sósíalistar voru teknir við völdum í Frakk- landi undir stjórn Mitterrands: „Já, ég hef jafn mikla trú á sósí- alistum og fyrri valdhöfum," sagði hann í spjalli við New York Times Á midjum sjötta áratugnum yfirgaf Greene fósturjörð sina, en kemur allUf annað slagið í heimsókn og lítur þá gjarnan við í fornbókaverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.