Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 17 í MINNINGU HENRYFONDA Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson Ég var ekki ýkja hár í loftinu þeg- ar mér tókst, með nokkrum klækjabrögðum, að næla mér í sumar af perlum heimsbókmennt- anna. bannig hagaði nefnilega til í barnaskólastofunni minni, vestur á Stapa, undir Jökli, að þar var jafnframt til húsa bókasafn sveit- arinnar. Hafði það orðið það mikið að vöxtum að óinnbundnum verk- um var fyrirkomið í opnum skáp i seilingarfæri frá skólaborði stráksa. Kr skemmst frá því að scgja að þarna kynntist ég fyrst Hemingway, Steinbeck og fleiri andans öðlingum. I’arna sat mað- ur, andagtugur, með hin óinn- bundnu kver á hnjánum — undir borðbrúninni — og drakk í sig hvern einasta staf á meðan hlýtt var á, svona í mesta lagi annað hvert orð sem féll af vörum læri- meistarans. Sú bók sem mér er minnis- stæðust frá þessum vetrum stuldarlestrar og barnaskóla- náms er l'rúgur reiðinnar. Ég held ég hafi aldrei hvorki fyrr né síðar, hrifist jafn mikið af nokkru ritverki. Að auk var meistaraverkið auðdrukkið í snilldarþýðingu Laxness. Maður komst ekki hjá því að fá mikla samúð með Joadtfjöl- skyldunni, samúð sem breyttist í væntumþykju með hverri síðu sem lokið var við. En um engan þótti mér jafn vænt og elsta son- inn, Tomma, og lái mér hver sem vill. Leiðir okkar Tomma hefur ekki beinlínis skilið síðan og mikið var strákur glaður, all- nokkrum árum síðar er honum stóð til boða að sjá kvikmynda- gerð verksins. Þó er mér það sérstaklega minnisstætt hversu uggandi ég var að sjá hvaða meðferð Tommi hlyti á hvíta ekki fyrir brjóstinu á mér. Hann spratt fram ljóslifandi, rétt eins og ég hafði gert mér hann í hug- arlund í snilldarmeðferð Henry Fonda, en blaðið, sem var að detta inná gólfið hjá mér, var að tjá mér að hann væri allur. Með Henry Fonda er farinn einhver glæstasti og hæfileika- ríkasti leikari aldarinnar. Hann lék í fjölda kvikmynda við ein- stakan orðstír og ekki var vegur hans minni í leíkhúsinu. Fonda fæddist í Omaha í Nebraska- fylki árið 1905, og benti fátt til þess í uppvextinum að þar færi slíkt leikaraefni. En á tvítugasta aldursárinu fóru hjólin að snú- ast. Þá kom á fund Henrys ná- grannakona hans, reyndar móðir Marlon Brando, sem þá var kornabarn, stjórnaði bún áhuga- mannaleikhúsi og bauð honum vinnu. Þar með var leiklistar- bakterían komin í blóðið og ekki aftur snúið. Leiðin lá að sjálfsögðu í áttina að Broadway. Sú leið er löng og ströng og þar komast engir í úr- slit aðrir en útvaldir. Enda liðu mörg, mögur ár uns Henry náði Ógleymanlegur leikur í ógleyman- legri mynd: Fonda sem Tom Joad í Þrúgur reióinnar Tveir vinir halda upp á brottskráningu úr hernum — Henry Fonda og James Stewart. Á sjötugasta og fimmta afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. tjaldinu. í þá tíð voru leikstjórar og leikaranöfn hálfgerð gol- franska fyrir mér. Skemmst er frá því að segja að hér upplifði ég Þrúgur reiðinnar af engu minni ánægju en í fyrra skiptið, og Tommi bögglaðist þar frama. Það gerðist árið 1934 er hann fékk titilhlutverkið í The Farmer Takes a Wife. Þessum sultar- og kreppuárum lýsir Fonda af gamansömu raunsæi í ævisögu inni Fonda — My Life, (N.A.L. Books, N.Y. 1981). The Farmer Takes a Wife „sló í gegn“ á Broadway og augu kvikmyndamógúlanna beindust því að verkinu og ekki síður að hinu lifandi og hressa glæsi- menni frá Nebraska. Leiðin til Hollywood stóð opin. En Holly- Fonda ásamt Janet Gaynor í fyrstu mynd sinni The Farmer Takes a Wife wood er ekki auðteknari en Broadway, þó gerði Fonda þar stormandi lukku í kvikmynda- gerð leikritsins sem var hans fyrsta kvikmynd. Stjarna hans reis með þvílíkum hraða að með ólíkindum þótti, hin hrein- skilnislega, fágaða framkoma hans heillaði alla. Hlutverkin komu á færibandi, hann lék í tveimur til þremur myndum á ári fyrstu árin, allt fram til 1942. Eftirminnilegast- ar þeirra eru The Trail of the Lon- some Park, You Only Live Once, Jezebel og Spawn of the North. Á þessum tíma hefst glæsilegt samstarf hans, John Ford og Darryl F. Zanuck. Það byrjar með Young Mr. Lincoln, síðan kemur afbragðs vestri, Drums Al- sigur í Mister Roberts. Leikritið gekk í þrjú ár og myndin sem gerð var eftir verkinu varð einn- ig feikivinsæl. Kom það flestum á óvart að Fonda hlaut ekki Oscarsverðlaunin fyrir orðlagð- an leik sinn. Stjarna Fonda hélt svo áfram að skína í myndunum The Wrong Man, 12 Angry Men, The Tin Star og síðast en ekki síst On Golden Pond — Síðsumar, sem við erum svo lánsöm að fá að njóta þessa dagana. Síðsumar varð sérstakur kafli í sögu leikarans og verður nánar fjallað um hana fljótlega á þessum síðum. Einkalíf Henry Fonda var ekki jafn rósum stráð og leikfer- ill hans. Þar skiptust á skin og skúrir í fimm stormasömum hjónaböndum. Tvær eiginkvenna ong the Mohawk. Þar á eftir snilldarverkið The Grapes of Wrath — Þrúgur reiðinnar, sem átti eftir að verða tímamótaverk í kvikmyndasögunni og gera nöfn þeirra Fonda, Ford og Jane Darwell ógleymanleg. Nú taka stríðsárin við. Þá þjónaði Fonda landi sínu með sóma. Var útskrifaður úr sjó- hernum með liðsforingjanafn- bót, með bronsstjörnuna í barm- inum fyrir frækna framgöngu í Kyrrahafsstríðinu. Þegar til Hollywood kom aft- ur, biðu Fonda mörg góð hlut- verk og það fyrsta var í ægi- vestranum My Darling Clement- ine. 1948 snéri hann svo aftur á Broadway, þar sem hann átti eftir að vinna sinn stærsta leik- hans frömdu sjálfsmorð og það var ekki fyrr en með fimmtu eig- inkonunni, Shirlee, sem lifir mann sinn, að Fonda virtist al- sæll í hjónabandi. Erjur voru tíðar á milli hans og barnanna Jane og Peters, en þær voru löngu gleymdar við fráfall hans. Henry Fonda lifð* sig inní sérhvert hlutverk af alúð og skapaði löngum eftirminnilegar, einkar einlægar og hreinskilnar persónur sem áhorfendur töfr- uðust af. Hann virtist eiga mjög létt með að ummyndast í hinar breytilegustu persónur, jafnt hlýjar sem kaldar. Samstarfsmenn hans virtu hann mikils, svo gerðu kvik- myndaaðdáendur um allan heim. Glæstum ferli er lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.