Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Fyrsta álfaljósmyndin sem stúlkurnar tóku — Frances Griffiths bak vió hóp af dansandi álfum. Ljósmyndasérfræó- ingar sem athuguðu filmuna og myndina sjálfa gátu ekki fundió neitt sem benti á svik — þótti mörgum ótrúlegt að stúlkurnar, 10 og 16 ára, væru færar um aó falsa slíkar myndir. „Amma mín var skyggn, sem kallað er; hún sá inn í þau ríki náttúrunnar, sem dulin eru þorra manna. Ekki veit ég með vissu hvernig skyggni hennar var varið, en fleira sá hún en ég, og þó ekki sumt, er mér var kunnugt. Fylgjur manna þekkti hún; þær fóru alveg framhjá mér. Hún sá drauga, en ég ekki. Huldufólkið svonefnda sáum við bæði, en veröld þess var mér þögull heimur. Amma gat heyrt til þess, að minnsta kosti stundum. Á vorri öld hafa postular efn- ishyfígjunnar hamazt gegn öllu því, er ekki verður vegið eða hand- fjatlað. „Raunsæisstefna" efnis- h.VKttjumanna hefur sjálfsagt ver- ið nauðsynleg á sínum tíma m.a. til að eyða hjátrú og koma í veg fyrir misnotkun hugmynda sem sprottnar eru af sálsýki. En hún er hol og einfeldnisleg, það verður býsna lítið úr henni í ljósi vit- rænnar gagnrýni, enda mun hlut- verki hennar senn lokið ... „JAFN EÐLILEGT FYKIKBÆRI OG NÁGKANNAK OKKAR“ ... Þegar ég man fyrst eftir mér, var huldufólkið mér hartnær jafn eðlilegt fyrirbæri og ná- grannar okkar á næstu bæjum. Börn þessi voru um skeið einu leikfélagar mínir, sérstaklega lítil telpa, nokkru eldri en ég. Við vor- um mjög samrýnd, en tveir strák- ar, sex eða sjö ára gamlir, slógust oft í fylgd með okkur. Telpan hét Ingilín, en drengirnir Mahem og Elías. Ekki veit ég, hvernig mér urðu kunn nöfn þeirra, en amma hefur sennilega sagt mér þau. Nöfnin Mahem og Ingilín hef ég aldrei rekizt á í vorum heimi. Hvernig voru þau í hátt þessi börn? Strákunum man ég óljóst eftir, nema að Elías var ljós og Mahem dökkur. En litla stúlkan er mér allminnisstæð. Klæðaburður þeirra var ekki mjög frábrugðinn því sem ég átti að venjast, en létt- ari og litskrúðugri. Allt virtist huldufólkið sviphreinna og frjáls- legra en við. Ekki var það þó beinlínis góðlegt, heldur miklu fremur ástríðuvana. Bærinn, sem leiksystkini mín áttu heima á, var örskammt frá Þverfelli (í Lund- arreykjadal), norðan Kvíagils. Valborg hét húsfreyjan þar. Hún var svipmeiri og góðlegri en annað huldufólk, enda virtist hún mikils metin af því. Þær voru vinkonur, amma mín og hún. Þó minnist ég ekki að hafa séð þær saman nema einu sinni. En það man ég, að þá stund var amma unglegri og fal- legri en hún átti vanda til. Ekki fæ ég skilið hvernig á því stóð. Val- borg vitjaði hennar oft í draumi, og kvað amma þeim veitast léttar að tala saman þannig. En ekki man ég eftir því, að mig dreymdi huldufólksbörnin, meðan ég var á Þverfelli .. .“ Þannig segir Kristmann Guð- mundsson skáld frá kynnum sín- um af huldufólki í bernsku, en frásagnir þessar eru teknar upp úr fyrsta bindi æfisögu hans, „ísold hin svarta". Eins og kemur fram í frásögninni er hér birtist voru huldufólksbörnin leikfélagar hans og kynntist hann þeim all náið. í bernsku sinni dvaldi Kristmann löngum einn úti í náttúrunni, og telur hann að það hafi aukið næmni sína og gert sér fært að skynja huldar vættir. í æfisögu sinni lýsir Kristmann leiksystur sinni úr hulduheimum þannig: „EINS OG AÐ GKÍPA í IJÓSGELSLA“ „... Ingilín var miklu líkari mannabörnum í látbragði og fasi. Hún var oftast glaðleg og brosti oft til mín, en sjaldan að mér, þótt ég einatt dytti og kútveltist um þúfur, sem ég sá ekki, þegar ég var að hlaupa á eftir henni. Aldrei man ég hana dapra, en býsna al- varleg gat hún stundum orðið á svipinn, ef henni mislíkaði við mig, — einkum ef ég reyndi að ná taki á henni. Það var eins og að grípa í ljósgeisla, líkami hennar virtist ekki þéttari en loftið. En henni var lítið gefið um tilraunir mínar til að snerta hana; þær hafa kannske valdið henni óþægindum? Sjaldan kom hún af sjálfsdáðum það nærri mér að ég næði til henn- ar. Oft sá ég varir hennar bærast, en heyrði aldrei svo mikið sem óm af tali. Ekki virtist hún heldur heyra til mín eða skilja það, sem ég sagði, en stundum horfði hún á varir mér, þegar ég var að reyna að tala við hana ...“ Kristmann virðist líta svo á, að er hann umgekkst huldufólkið hafi hugarástand hans með ein- hverjum hætti fjarlægst venju- lega skynjun og hafi hann því átt erfitt með að greina hulduheiminn og efnisheiminn samtímis. I æfi- sögu sinni segir hann: „... Á stundum skyggninnar sá ég óglöggt eða ekki yfirborð míns eigin heims. Veröld huldufólksins var talsvert frábrugðin, og hlaut ég af því marga byltu, þótt reynsl- an kenndi mér smám saman að fikra mig áfram. Miklu gróðurs- ælli var heimurinn duldi, en útlit hans er nú orðið óljóst í minni mínu. Það kom fyrir, að ég ruglaði þessum tveim veröldum dálítið saman ...“ ÁLFAHALLIR, MARGLITAR OG HÁREISTAR Athyglisvert er að það sem Kristmann sér í hulduheimi í bernsku virðist móta hugmyndir hans um umheiminn að nokkru marki — og a.m.k. stundum valdið vonbrigðum, eins og eftirfarandi frásögn ber með sér, en þar grein- ir frá því þegar hann sér kaupstað í fyrsta skipti, er fjölskylda hans fluttist búferlum og kom við í Borgarnesi. „... Uppi undir brúnum fjall- anna kringum dalinn hafði ég stundum séð óskýrar, en undur- fagrar og tilkomumiklar bygg- ingar. Þegar ég sagði ömmu frá þeim og spurði hverju þær sættu, sagði hún mér að þetta myndi vera kaupstaðir huldufólksins. Sjálf sá hún þá ekki. „Eru slíkir kaupstaðir hjá okkur?" spurði ég. „Já,“ anzaði hún; „í Reykjavík og Borgarnesi." Og nú hlakkaði ég til að sjá skýrt og nálægt mér þessar fögru hallir, marglitar og háreistar. — Sjaldan hef ég orðið fyrir meiri vonbrigðum og lengi á eftir þótti mér lítið varið í Borgarnes ...“ Er Kristmann var kominn af barnsaldri byrjar hann að missa hæfileikann til að sjá huldufólk, Þessi mynd þótti afar merkileg. Hún sýnir „álfahús" eins og skyggnt fólk í Englandi hefur lýst þeim. Svo er að sjá sem álfurinn í húsinu sé að gá til veðurs, en myndina sögðust stúlkurnar einmitt hafa tekið eftir regnskúr. Fyrir framan ,.álfahúsið“ er álfamær á flögrL Álfurinn á myndinni bíður Elsie blóm. Myndina tók Frances árið 1920. og segir hann það hafa gerst hægt og eðlilega. „... Björt og ljóslokkuð telpa, á að gizka níu ára gömul, í litfögr- um kjól, kom niður í hvamminn og settist skammt frá mér. Svipur hennar var alvarlegur og mjög hreinn. Ég var þá þegar farinn að sjá hana nokkru óglöggar en áður. Það var líkt og hjúpur af marglitri móðu í kringum hana, ekki ósvip- aður sápukúlu, en eigi að síður er hún mér í fersku minni eins og hún var þennan síðasta morgun. Hún sat grafkyrr langa stund og horfði á mig með augum, sem minntu á himinblámann . ..“ ÍSLENZK ÁLFATRÚ Álfatrúin var íslenzku þjóðinni rótgróin til skamms tíma — um það vitnar aragrúi af þjóðsögum, Ijóðum og sögnum sem til eru. Þar greinir frá lífsháttum huldufólks- ins og samskiptum þess og manna, vinsamlegum og fjandsamlegum. Fyrr á tímum virðast álfar og huldufólk nánast hafa verið hluti af umhverfi fólks og var almennt ekki efast um tilveru hulduheims. Frá því um síðustu aldamót virð- ist trú á huldufólk hins vegar hafa rénað, og er nú svo komið að flest- ir líta á hana sem fáránlega sér- visku. Einstaka hjáróma raddir heyrast þó, og fullyrða að mann- lífið hafi orðið fátæklegra fyrir bragðið. En hversu mikið eimir eftir af álfatrúnni. í bókinni „Þessa heims og annars", eftir Erlend Haralds- son, lektor, er greint frá niður- stöðum könnunar hans á dulrænni reynslu íslendinga, trúarviðhorf- um og þjóðtrú. Þar segir m.a. um álfatrúna: „Svörin komu nokkuð á óvart. Að vísu telur aðeins rúmur fimmtungur svarenda vorra til- veru þessara hulduvera vísa eða líklega, en hinir eru ekki miklu fleiri, eða 28 af hundraði, sem telja óhugsandi eða ólíklegt að þessar verur séu til. Það virðist mega skipta mönnum í tvo ámóta hópa eftir trú þeirra eða vantrú á tilveru huldufólks ... Ekki er vit- að um neinar útlendar tölur þessu til samanburðar, enda mun þessi trú fágæt í nágrannalöndunum, nema helst á írlandi. Engin skipu- lögð könnun hefur verið gerð þar í landi um þennan átrúnað, en mik- ið mun af írskum þjóðsögum um álfa og huldufólk. Sumir fróðir menn, t.d. Árni Óla rithöfundur, hafa haldið því fram, að trú okkar á álfa og huldufólk svipi mun meir til trúar Ira en Skandinava."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.