Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 7 Þú hefur vafalaust orðið þess var, lesandi góður, að um þessar mundir er víða verið að taka upp nýtt messuform í kirkjum landsins. Þetta veldur því, að þú færð nú í hendur prentaðar leiðbeiningar, sem þú þarft að fylgja af ná- kvæmni, ef þú vilt framkvæma á réttan hátt þinn hluta messugerðarinnar. Þú kunnir orðið gamla formið og fylgdir því fyrirhafnarlaust og gast því notið messunnar. Þetta er öðru vísi núna, á meðan þú hefur ekki vanist nýja form- inu. Þú verður að lesa og íhuga, hvað komi næst o.s.frv. og nýtur messunnar því ekki eins og þig langar til. Þess vegna spyrð þú: Hvers vegna var verið að breyta þessu? Var þess nokkur þörf? Þessar spurningar hef ég heyrt frá þér og leitast við að gefa þér svör. En af því ég býst við að þeir séu miklu fleiri sem hugsa svona án þess að bera spurn- ingar sínar fram upphátt, þá ætla ég að leitast við að svara þeim á þessum vettvangi einn- ÍK- Þegar á tímum frumkristn- innar fékk guðsþjónustan á sig ákveðið form, sem þróaðist hægt og hægt uns þar voru komnir þeir liðir allir, er í dag tilheyra því messuformi, sem við nefnum sígilt eða sístætt. Því formi hélt messan um ald- ir hér á Vesturlöndum, bæði í kaþólskum og lútherskum sið. Skynsemis- og fræðslustefna sú, sem hafði mikil áhrif á allt andlegt líf í Evrópu beggja megin aldamótanna 1800, kom víða fram breytingum á messuforminu, þannig að þar voru ýmsir liðir burtu felldir. Þannig varð þetta hér á landi á fyrstu áratugum 19. aldar. Jafnframt vék hinn gregorí- anski messusöngur fyrir yngri tónlist. Á þessari öld hafa svo risið hreyfingar, sem hafa viljað endurvekja hið sístæða messu- form. Hafa þar ýmsir viljað, að gregoríanski söngurinn (grallarasöngurinn) fylgdi þar með, en aðrir hafa á það bent, að eðlilegt væri, að þar veldi hver kynslóð eftir sinni vild. Sr. Bjarni Þorsteinsson, prest- ur og tónskáld á Siglufirði, bætti um sl. aldamót mörgum, horfnum liðum inn í hátíðar- messurnar, sem síðan hafa verið sungnar af mikilli gleði við hans fögru tónlist. Helgi- siðabókin, sem út kom 1934, tók inn hátíðarmessur hans og jók lítils háttar hina almennu messugjörð á sunnudögum. Það er það messuform sem við höfum átt að venjast nú í nær hálfa öld. Hin síðari ár hefur þeirri skoðun vaxið fylgi meðal presta og margra annarra, að stíga ætti skrefið til fulls og taka aftur upp hið sístæða messuform. Nokkrar deilur hafa orðið, en aðallega um tónlistina, hvort hún ætti að vera gregoríönsk eða menn ættu að hafa þar frjálst val. Nýja messu- formið Rökin fyrir breytingunni eru þau helst, að það form, sem reynsla kynslóðanna mótaði, hafi að geyma hluti, sem til- beiðsla allra alda sé í þörf fyrir. Þar er gert ráð fyrir meiri þátttöku safnaðarins en við höfum átt að venjast, og takist að ná þeirri þátttöku einlægri og einhuga þá er það óumdeilanleg framför. Þetta messuform hefur verið tekið upp aftur víðast, ef ekki alls staðar meðal okkar frænd- og vinaþjóða. Þegar útlendingur kemur í messu, sem er eins UPP byggð og sú, sem hann þekkir úr sinni heimakirkju, þá getur hann lifað sig inn í samfélag safnaðarins, þótt hann skilji ekki málið, af því hann veit, hvað verið er að flytja. Þetta er öllum mikils virði, sem vilja sækja helgar tíðir, hvort sem þeir eru heima eða heiman, og ég hef þegar orðið var við þetta meðal er- lendra kirkjugesta í Dómkirkj- unni á þessu sumri. Fyrir prédikun hefur verið bætt inn þremur liðum, mis- kunnarbæn, dýrðarsöng og lestri úr Gamla testamentinu, auk trúarjátningarinnar, sem alltaf var flutt við skírnir og fermingar. I miskunnarbæn- inni viðurkenna menn ófull- komleik sinn og biðja um styrk af æðra heimi. Við erum þarna öll í mikilli þörf og það er af hinu góða að játa þá þörf sam- eiginlega. í dýrðarsöngnum tökum við undir söng englanna á jólanótt, fögnum yfir því, að Guð hefur gefið okkur Krist. Það mundi vart of oft gert. Gamla testamentið geymir marga fallega og lærdómsríka kafla. Þeir verða nú lesnir í tengslum við pistilinn og söfn- uðurinn hlýðir á lesturinn sitj- andi, en hefur áður staðið meðan dýrðarsöngurinn var fluttur. Hins vegar er staðið undir guðspjalli til að leggja áherslu á, að þar er hinn æðsti boðskapur, orð Krists sjálfs. Að guðspjallinu lesnu kemur trúarjátningin og er ekki sest fyrr en henni lýkur. Ekki er gert ráð fyrir, að prestur lesi sérstaklega texta sinn af stól, heldur felli hann inn í upphaf prédikunarinnar eða vitni til hans, hafi hann verið lesinn frá altari. Bæn af stól eftir prédikun fellur niður, en í staðinn kemur hin svo- nefnda almenna kirkjubæn frá altari að sungnum fyrsta sálmi eftir prédikun. Hún er flutt í nokkrum liðum og er gert ráð fyrir að söfnuðurinn taki undir hvern lið með orðunum „Drottinn, heyr vora bæn“. Sumir fella sig ekki við þetta, en ég fullyrði, að þar sem tekst að gera þetta af einlægni og samstillingu nær bænin betri tökum á söfnuðinum. Messulok eru síðan með venjulegum hætti, nema altarisganga sé. Hún er nokkuð breytt. Inn- setningarorðin eru þá lesin og það tel ég til bóta. Þannig eru breytingarnar í stórum dráttum. Það tekur sinn tíma að venjast þeim. Komi menn til kirkju með jákvæðu hugarfari, mun það vel takast, og í ljós mun koma, að breytingarnar eru ekki stórvægilegar, a.m.k. þar sem tónlistin verður sú sama og áð- ur, sem víðast mun verða. Komdu í kirkju, lesandi minn, til að kýnna þér hlutina. Reyndu að lifa þig inn í at- höfnina, taka þátt í henni með bæn þinni, lofgjörð og íhugun Guðs orðs. Meðan þú bíður eft- ir að messan hefjist, þá máttu gjarnan fletta upp á sálminum nr. 219 og búa þig undir guðs- þjónustuna með því að lesa hann: f kirkju þína krnn þú mér art koma, DroUinn, sem mér ber, nvo hvert sinn, er ég héAan fer, ég handgengnari verAi þér. Stykkishólmur: Næg verkefni hjá Stykkishólmi, 11. ágúst. Skipasmíðastöðin Skipavík í Stvkkishólmi hefir á þessu ári haft næg verkefni og nú undan- farið hefir stöðin orðið að neita um þjónustu, vegna þess að ekki er nægur mannafli til vinnu þar. Skipasmíðastöðin hefir nú auglýst eftir mönnum til vinnu og vantar alltaf fleiri starfsmenn. Aðstaða öll er Skipavík ágæt, og með tilkomu hinnar nýju hafskipabryggju þar í nágrenninu er að vænta fleiri verkefna. Fréttaritari Orðsending frá Markúsi B. Þorgeirssyni, björgunarnetahönnuði. Þeir aðilar sem eiga myndir frá björgunarsýningu í Krossá 2. ágúst vinsamlegast hringið í síma 51465. w Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBREFA 15. AGUST 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2 flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 8.088,70 7.122.94 6.175.17 5.231,96 3.794,34 3.495,49 2.412,76 1.981.02 1.492,29 1.414.18 1.132,48 1.050,60 877.32 712,36 560,51 472,50 365,23 271,27 213.17 183,19 136,04 Meöalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verötryggingu er 3,7—5%. VEDSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 66 67 68 69 71 80 2 ár 55 56 57 59 61 74 3 ár 46 48 50 51 53 70 4 ár 40 42 44 46 48 67 5 ár 35 37 39 41 43 65 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LANSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vaxtir umfram 2 afb./éri (HLV) verðfr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/j% 7% 4 ár 91,14 2%% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/4% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7Vi% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓDS B — 1973 2,715,42 C — 1973 2.309,24 D — 1974 1.958,25 E — 1974 1.339.56 F — 1974 1.339,56 G — 1975 888,58 H — 1976 846,63 I — 1976 644,18 J — 1977 599,43 1. fl. — 1981 119.55 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfaniarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566 HUSAVIK Véla- og bifreiða- verkstæðið Foss hf. <&VIIAPEI1P ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka9 86750 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.