Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Ásfcrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Utanríkismálanefnd Al- þingis, sem skipuð er 7 þingmönnum, hefur sam- þykkt með öllum atkvæðum gegn einu, Ólafs Ragnars Grímssonar, að skora á rík- isstjórnina að hefja nú þeg- ar byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflug- velli að tillögu utanrík- isráðherra. Með tillögunni greiddu atkvæði fulltrúar allra flokka, utan Alþýðu- bandalagsins, bæði stjórn- arliðar og stjórnarand- stæðingar. Líkur benda til að þetta afstöðuhlutfall í utanríkismálanefnd Al- þingis spegli afstöðu þings og þjóðar til þessa máls. Það sem mælir með byggingu nýrrar flugstöðv- ar er fyrst og fremst: 1) Núverandi flugstöð full- nægir hvorki lágmarks- kröfum um aðbúnað far- þega né starfsaðstöðu þeirra, er þar vinna. 2) Flugstöðin stenzt ekki ákvæði um brunavarnir og býður upp á verulegar hættur, ef eldur kemur upp í henni eða í næsta ná- grenni. 3) Flugstöðin er andlit íslands út á við gagnvart hundruðum þús- unda viðkomufarþega milli Evrópu og Ameríku. 4) Bygging nýrrar flugstöðvar er forsenda aðskilnaðar á starfsemi almenns flug- rekstrar og varnarliðs, sem æskilegt er að koma á. 5) Fjárveiting, sem Banda- ríkjaþing hefur samþykkt til flugstöðvarinnar, vegna þess að bygging hennar kemur varnarliðsstarfi óbeint til góða, fellur niður 1. október nk., og fæst fyrirsjáanlega ekki endur- nýjuð, . ef framkvæmdir hefjast ekki fyrir þann tíma. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hrekur allar „röksemdir“ Alþýðu- bandalagsins gegn bygg- ingu nýrrar flugstöðvar í viðtali við Mbl. í gær. Helztu efnisatriði í máli hans vóru þessi: • Fullyrðing Alþýðubanda- lagsins, þess efnis, að far- þegum hafi fækkað, er röng. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Þeim fjölgaði 1981 og það sem af er 1982 um 17%. • Fullyrðing þeirra, þess efnis, að aðeins 270 þúsund manns hafi farið um völl- inn 1981, nær aðeins til far- þega á vegum Flugleiða. Alls fóru um völlinn þetta ár tæplega 432 þúsund manns. • Þá benda áætlanir fjár- hags- og hagsýslustofnunar til þess að rekstrarhagnað- ur af ráðgerðri flugstöðv- arbyggingu á Keflavíkur- flugvelli geti orðið allt að 35 m.kr. á ári, að öðru óbreyttu, enda er þá reikn- að með flugvallargjaldi sem tekjustofni, eins og hjá öðrum sambærilegum flugvöllum, og nettótekjum af rekstri fríhafnar. • Utanríkisráðherra segir málflutning alþýðubanda- lagsmanna einkennast af því, að „þeir þori ekki að vera hreinskilnir“. Þess vegna tíni þeir til falsrök til að breiða yfir raunveru- legar ástæður andstöðu sinnar. I lýðræðis- og þingræðis- löndum er grundvallarregl- an sú, að meirihlutinn ráði ferð. Mikill meirihluti þings og þjóðar er fylgjandi byggingu nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli, að tillögu utanríkisráðherra, strax, svo tiltækt fjármagn til byggingarinnar glutrist ekki niður. Alþýðubandalagið, sem nýtur aðeins 15% kjörfylg- is, sem þar að auki er ör- ugglega skipt í afstöðu til þessa máls, hefur hinsveg- ar tryggt sér alræði í þessu máli, með ákvæði í stjórn- arsáttmála, og getur þess vegna fótum troðið vilja mikils meirihluta þings og þjóðar. Þetta alræði lítils minnihluta þverbrýtur meginreglur lýðræðis og þingræðis og gengur þvert á óskir og réttlætisvitund alls þorra þjóðarinnar. Þegar núverandi ríkis- stjórn var stofnuð, í febrú- ar 1980, lá sumum svo mik- ið á, að „bjarga sóma Al- þingis" og „vinna að hjöðn- un verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólga orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum okkar", svo notuð séu orð stjórn- arsáttmálans, að þeir und- irgengust alræði lítils minnihluta í þessum mála- flokki. Hvernig alræði lítils minnihluta samrýmist síð- an „sóma Alþingis", lýð- ræðis- og þingræðishefð- um, liggur hinsvegar ekki í augum uppi, hvað svo sem segja má um verðbólgu- markmiðin, sem óþarft er að fara um mörgum orðum. Hinsvegar sjá allir, að sá dráttur sem orðinn er og sýnist verða á byggingu flugstöðvarinnar hækkar byggingarkostnað hennar hressilega, vegna verð- bólguþróunarinnar. Það er hart við það að una fyrir lýðræðissinna, að örsmár minnihluti geti stöðvað stórt framfaraspor í samgöngum þjóðarinnar við umheiminn, máski um mörg ár. Það er og jafn erf- itt að umbera það að stjórnmálamenn, sem telja sig verjendur lýðræðis og þingræðis, færi kommún- istum slíkt vald á silfurfati í stjórnarsáttmála, jafnvel þótt löngunin í ráðherra- stóla sé í sterkara lagi. Þess vegna verður þetta leiða tilfelli að vera ís- lenzkum stjórnmálamönn- um víti til varnaðar um langa framtíð! Alræði lítils minnihluta — víti til varnaðar f Reykjavíkurbréf ♦♦♦ Laugardagur 14. ágúst< ísafjörður ísafjörður er að fá á sig stór- borgarsvip. Þar hefur mikil upp- bygging orðið á undanförnum ára- tugum, með þeim árangri, að byKgðin við Skutulsfjörð stendur nú með miklum blóma. Skemmti- legt er að koma fyrir Arnarnes að kvöldlagi eftir að myrkva tekur. Götuljós hafa verið sett upp við malbikaðar brautir frá Hnífsdal og inní botn Skutulsfjarðar, þar sem nýjasta byggðin á ísafirði er að rísa. Ljósadýrðin er slík, að um stórborg gæti verið að ræða. Menntaskólinn hefur breytt miklu um bæjarbrag á ísafirði og merk tónlistarstarfsemi Ragnars H. Ragnar og samstarfsfólks hans hefur sett sitt mark á byggðina. Nú er myndarlegt sjúkrahús að rísa á ísafirði og gamli bærinn er að taka á sig nýjan svip og er tvímælalaust að verða einn skemmtilegasti gamli bær í kaup- stað á Islandi. Nú hefur jafnframt orðið gjör- breyting á aðstöðu ísfirðinga til þess að taka á móti ferðamönnum. Þar hefur lengi verið rekið lítið hótel, sem IJIfar Ágústsson rekur nú af myndarbrag, en jafnframt er nýtt hótel, Hótel ísafjörður, tekið til starfa. Senn er ár liðið frá því, að það opnaði. Þetta er vel útbúið hótel, sem stendur á skemmtilegum stað með fallegu útsýni yfir Pollinn. Þjónusta er þar afburðagóð og ljúfmannlegt viðmót starfsfólks gerir dvölina þar ánægjulega. Aðrar byggðir við Isafjarðardjúp standa í miklum blóma, eins og Bolungarvík, og Djúpið á áreiðanlega eftir að verða eftirsótt ferðamannasvæði. Skíðaaðstaða við Isafjörð veldur því, að ferðamannastraumur á að geta verið jafn allt árið um kring. Þeim fjölgar nú, sem leggja leið sína til Hornstranda, og þá er þægilegt að hafa ísafjörð sem bækistöð. Allt er þetta til marks um, að Isafjörður er að verða einn af veigamestu þéttbýliskjörnum landsins. Vaxtastefna og fjárfest- ingarpólitík Þessa dagana er rætt um vaxta- hækkun. Seðlabankinn hefur gert tillögu um 6—9% vaxtahækkun, en ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til þeirra tillagna enn sem komið er. Vaxtastefnan hefur lengi verið umdeild og erfitt hefur reynzt að finna skynsamlegan milliveg í þeim efnum. Áratugum saman var stundaður skipulagður og löglegur þjófnaður af sparifjár- eigendum, vegna vaxtastefnunnar. Nú eru ungir húsbyggjendur að bugast undan þungri vaxtabyrði og ekki séð fyrir endann á því vandamáli. Á undanförnum vikum hafa tveir stólpar sinna byggðarlaga sitt í hvoru lagi, þeir Björn Guð- mundsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, og Jóakim Pálsson, útgerðarmaður á Hnífsdal, haft orð á því við höfund þessa Revkja- víkurbréfs, að eins og nú væri háttað málum á lánamarkaði, væri ekkert vit í því að fjárfesta í atvinnurekstri, nema menn ættu fyrir þeirri fjárfestingu í budd- unni. Báðir búa þeir Björn Guð- mundsson og Jóakim Pálsson yfir mikilli reynslu af atvinnurekstri og þá ekki sízt í sjávarútvegi og báðir eru þeir forsvarsmenn glæsilegra fyrirtækja í sjávarút- vegi, sem standa fyrir sínu og þurfa ekki að leita á náðir opin- berra aðila. Það er því full ástæða til að leggja við hlustir, þegar slíkir menn tala. Vafalaust eru fleiri einkarekstrarmenn á sömu skoð- un. Það þýðir, að fjárfesting í einkarekstri gæti dregizt verulega saman meðan við búum við núver- andi lánakjör. Nú getur það auð- vitað gengið í skamman tíma fyrir þjóðarbúið, að fjárfesting í at- vinnulífinu sé mjög takmörkuð, en ef slíkt ástand varir lengi, er augljósléga hætta á því, að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum og verðum ekki samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. Sú hætta er líka augljóslega fyrir hendi, að eini aðilinn, sem leggi út í veru- legar fjárfestingar í atvinnulífi við ríkjandi aðstæður, verði ríkið sjálft og þá er hávaxtastefnan far- in að vinna t.d. gegn grundvall- arhugmyndum sjálfstæðismanna um uppbyggingu atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild sinni. Þetta er sett hér fram til umhugsunar. Sannleikurinn er sá, að þótt vextir séu nú háir, eru þeir samt sem áður neikvæðir á öðrum lánum en verðtryggðum lánum, enda hefur sparnaður stórminnkað, þannig að spyrja má, hvort þessi vaxtastefna hafi fyrst og fremst haft neikvæð áhrif. Það er t.d. ekki ólíklegt, að hinir háu vextir ýti mjög undir kaupkröfur, sérstaklega hjá ungu fólki. Er til einhver önnur leið? Er til sú leið að nota skattafrádrátt til þess að bæta innstæðueigend- um upp neikvæða vexti? Alþýdu- bandalagið í herkví Alþýðubandalagið er komið í herkví. Forystumenn þess hafa samþykkt 10—15% gengisfellingu. Gjaldeyrisdeildum bankanna hef- ur verið lokað og þær verða ekki opnaðar aftur fyrr en gengið hef- ur verið fellt. En nú upplýsa sér- fræðingar ríkisstjórnarinnar ráðherrana um, að ef ekkert ann- að verði gert, muni verðbólgan verða 70—80% á næsta ári. Man nokkur eftir fyrirheitum ríkis- stjórnarinnar, um að verðbólgan á árinu 1982 yrði komin niður á sama stig og í helztu nágranna- löndum okkar, fyrirheiti, sem síð- ar var breytt í það, að verðbólgan ætti að vera komin á þetta stig í lok kjörtímabilsins? Sérfræðingarnir segja nú, að til þess að koma í veg fyrir 70—80% verðbólgu, verði að taka áhrif gengislækkunar út úr kaup- gjaldsvísitölu. Þetta þýðir veru- lega skerðingu verðbóta og jafnvel afnám þeirra t.d. 1. desember, en ríkisstjórnin virðist hafa gefizt upp við þessar fyrirætlanir hinn 1. september nk. Framsóknarmenn og sjálfstæð- ismenn í ríkisstjórninni gera kröfu til þess, að ríkisstjórnin horfist í augu við þennan veru- leika og úr því hún hafi ákveðið að fella gengið hljóti hún að taka af- leiðingum af því með því að skerða verðbætur verulega. Nú þegar er kominn upp klofn- ingur í Alþýðubandalaginu vegna þessa máls. Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, og samstarfsmenn Frá Djúpavogi hans vilja standa að slíkri vísi- töluskerðingu. Svavar Gestsson og Olafur Ragnar hafa verið hikandi, ekki vegna þess, að þeir geti ekki hugsað sér að skerða vísitöluna, heldur af ótta við viðbrögð verka- lýðsforingja Alþýðubandalagsins og hverjar afleiðingarnar verði innan verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðubandalagsmenn eru komnir í þá stöðu, að neiti þeir að fallast á verðbótaskerðingu, springur stjórnin á því, að Al- þýðubandalagið þorði ekki að taka á vandanum og það verður lýðum ljóst, að ekkert er byggjandi á þeim flokki við erfiðar aðstafður. Ef þeir samþykkja skerðingu verðbóta eru þeir búnir að fremja eitt mesta kauprán, sem sögur fara af, til þess eins að halda ráðherrastólunum, sem þeim eru að vísu mjög dýrmætir, eins og glögglega kom í ljós haustið 1979, þegar þeir yfirgáfu þá með mikl- um trega við fall vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar. Fremji þeir þetta kauprán geta þeir hins vegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.