Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 31 „Elsie og álfadvergurinn" var þessi mynd gjarnan nefnd. Hundraðstölur svarenda sem telja tilveru: Huldufólks og álfa Álagabletta Óhugsanlega 10 5 Ólíklega 18 12 Mögulega 33 35 Líklega 15 21 Vissa 7 16 Hafa enga skoðun 17 11 Taflan sýnir niðurstöður könnunar Erlends Haraldssonar gagnvart álfum og álagablettum. Sennilegt þykir að hundraðstölurnar gefi hugmynd um viðhorf íslendinga almennt til þessara mála. Hin fræga skopmynd Bernard Part- ridges af hinum aldna Conan Doyle. Þótt hann sé traustlega hlekkjaður við hina frægu sögupersónu sína, leyni- lögreglumanninum Sherlock Holmes, í augum almennings, er höfuð hans í skýjum spíritismans. Kristmann Guðmundsson. Myndin er tekin um það leyti er hann skrifaði fyrsta bindi ævisögu sinnar „Isold hin svarta". ÁLAGABLETTIR Samkvæmt könnuninni virðist trú á álagabletti vera almennari en álfatrúin. 13 þeirra, sem í úr- takinu lentu, töldu sig hafa orðið fyrir erfiðleikum sem þeir álitu að stöfuðu af raski álagabletta. „í sex tilvikum hafði hann (álagablettur- inn) verið sleginn, í fjögur skipti ruddur eða sprengdur, en í þrjú skipti virðist hafa verið um aðra röskun að ræða. Og hvers eðlis voru erfiðleikar þeir sem svarandi varð fyrir? í flestum tilvikum var um missi eigna að ræða, þrír urðu fyrir veikindum, einn fyrir slysi sem hann áleit vegna slíkra álaga og fimm fyrir öðrum erfiðleikum". Það kemur fyrir að í dagblöðum birtast fréttir af óhöppum sem menn rekja til álagabletta. Ein slík birtist t.d. í Morgunblaðinu 9. janúar 1977, en fyrirsögn hennar er: „Búinn að fá mig fullsaddan á óhöppum tengdum álagablettinum — Lóð í Ytri-Njarðvíkum skilað aftur vegna undarlegra óhappa." í fréttinni segir m.a. „Handhafi lóð- arinnar, Helgi Sigvaldason, hefur haft hana í tvö ár, en ávallt þegar eitthvað átti að fara að vinna í lóðinni, henti óhapp, slys og fleira hjá fjölskyldu hans. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Helgi ekki vilja tjá sig um þá hlið málsins, en hins vegar sagðist hann hafa farið að gruna eftir þriðja óhappið að ekki væri allt með felldu í málinu og eitthvað engt umræddri lóð. Við könnun málsins, m.a. á mið- ilsfundi, kom í ljós að mjög gamall álagablettur er á lóðinni... „Mér er ljúft að taka fram,“ sagði Helgi, „að ég hef ekki verið trúaður á neitt þessu líkt, en eftir þessá reynslu er ég annarrar skoð- unar og ég er búinn að fá mig full- saddan af óhöppum tengdum álagablettinum. Eg vona að þess- ari lóð verði ekki úthlutað aftur nema þá að viðkomandi viti um forsögu málsins á lóðinni." ÁLFAUÓSMYNDIR Sannast sagna hafa vísindin að mestu látið álfana i friði og hið sama er að segja um sálarrann- sóknamenn. Um eitt skeið stóð þó til að beita þeim fyrir vagn spírit- ista — þegar mikið fjaðrafok varð í Bretlandi útaf álfaljósmyndum sem tvær stúlkur, 10 og 16 ára gamlar, tóku árið 1917. Varðandi þetta mál kom Sir Arthur Conan Doyle, höfundur leynilögreglu- sagnanna um Sherlock Holmes, töluvert við sögu, en hann gerðist á efri árum fanatískur spíritisti og prédikaði hið nýja fagnaðarer- indi víða um lönd. Stúlkurnar, sem myndirnar tóku, heita Elsie Wright og Franc- es Griffitns, en þær eru báðar enn á lífi. Myndirnar tóku þær við læk skammt frá íbúðarhúsi foreldra Elsie í Cottingley í Yorkshire. Fyrsta álfaljósmyndin var tekin í júní 1917. Elsie hafði fengið myndavél föður síns að láni til að taka mynd af Frances frænku sinni, sem dvaldi hjá þeim. En þegar faðir hennar framkallaði myndirnar um kvöldið, varð hon- um ekki um sel er hann sá hvíta sveipi birtast kringum stúlkuna á myndinni — fyrst hélt hann að þetta væru fuglar, en Elsie, sem var hjá honum í myrkraherberg- ir.u, fullyrti strax að það væru álf- ar. Það kom ekki á óvart, því Elsie talaði oft um að hún sæi álfa, en það var ekki tekið alvarlega. Frances taldi sig líka sjá þá og höfðu þær báðar mikinn áhuga á þessu. Seinna um sumarið fengu þær myndavélina aftur og tóku þá fleiri álfamyndir, mun skýrari. Arthur Wright, faðir Elsie, hafði stúlkurnar grunaðar um græsku og neitaði að lána þeim myndavél- ina aftur. Hann og kona hans leit- uðu vandlega í svefnherbergi stúlknanna af afklippum, sem hugsanlega hefðu gengið af við fölsun álfanna á myndunum, en fundu ekkert er vitnaði um svik. ÁLFAR Á HVERJU STRÁI Atvikin höguðu því þannig að álfamyndirnar lentu í höndum Sir A.C. Doyle, sem sýndi þeim áhuga vegna þess að hann hafði tekið að sér að skrifa grein um álfa fyrir tímarit. Myndirnar voru skýrðar upp með sérstakri tækni til að álf- arnir sæjust betur, áður en þær voru birtar, — en þær þóttu enn ótrúlegri fyrir bragðið. Svo virðist sem Sir A.C. Doyle hafi í fyrstu verið fremur van- trúaður á þessar myndir. Hann sýndi þær Sir Oliver Lodge, sem var einn af frumkvöðlum sálar- rannsókna og taldi hann myndirn- ar falsaðar. Doyle vildi þó kanna málið nánar, og kom því svo fyrir að stúlkunum voru sendar 20 ljósmyndaplötur og þær hvattar til að taka fleiri ljósmyndir. Þá var miðill gerður út á staðinn og sá hann álf á hverju strái, en seinna hafa Elsie og Frances við- urkennt að þær hafi „spilað með hann“. Þær Elsie og Frances tóku nú fleiri álfaljósmyndir og voru þrjár þeirra mjög skýrar. Viðbrögðin við þessum nýju myndum voru svipuð og við þeim fyrri. Flestir töldu að um falsanir væri að ræða. Bent var á, að hárgreiðsla og klæðnaður álfanna væri mjög í samræmi við „Parísartískuna" og virtust þeir helst vera klipptir út. Þær Elsie og F’-ances, sem nú eru báðar orðnar ömmur, hafa hins vegar aldrei fengist til að við- urlenna að um svik hafi verið að ræða. Elsie hefur sett fram þá til- gátu að álfarnir á myndunum gætu hugsanlega verið komnir til fyrir ímyndun hennar (?) því í æsku hafi hún hugsað mikið um álfa og séð þá. Frances tók sterkar til orða er hún var spurð fyrir skömmu hvort þær Elsie hefðu falsað álfaaa. „Auðvitað ekki“, sagði hún. „Hvernig hefðu við átt að geta það — munið að við vorum aðeins krakkar, hún 16 ára og ég 10 ára. Hefðuð þið getað þagað yf- ir slíku leyndarmáli árum saman á þeim aldri?“ (Samantekt: — bó) + Eiginmaður minn, MAGNÚS INGIMUNDARSON frá Bœ, til heimilis að Hagamel 35 Rvik, lést á Borgarsjúkrahúsinu 13. þessa mánaðar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna Borghildur Magnúsdóttir. Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og jarðarför móöur okkar og tengdamóður, ELÍNAR BJARNADÓTTUR. Kristín Jóhannsdóttir, Pétur Jóhannsson, Oddbjörg Jóhannsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Rafn Hafnfjörð, Kristín Guðmundsdóttir, Jón Norömann, Kristinn Ragnarsson. + Þökkum af alhug auösýndan hlýhug, samúö og stuöning veittan vegna andláts eiginmanns míns, fööur, sonar og bróður, JÓNS ÞRASTAR HLÍÐBERG. Arndís Björg Smáradóttir, Smári Jónsson, Unnur Magnúsdóttir, Haukur Hlíðberg, systkini og aörir aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, veggf.meistari, frá Staöarhrauni, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 16. ágúst, kl. 1.30. Edda Þórz, Magnús Valdimarsson, Sif Þórz, Valgarð J. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HALLDÓRU MARfU ÞORVALDSDÓTTUR, Túngötu 40, Siglufiröi. Jónas Tryggvason, Ásgrímur Pétursson, Eyrún Pétursdóttir, Þormóður Birgisson, Þorsteinn Þormóösson, Halldóra María Þormóösdóttir, systkin hinnar látnu og aörir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför tengdafööur, afa og langafa, JÓNS JÓHANNESAR ÁRMANNSSONAR, stýrimanns. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks DAS aö Hrafnistu. Guölaug Guömundsdóttir, Elín Jónsdóttir, Halldór Christensen, Ármann Jónsson, Anna Benediktsdóttir, Guömundur Jónsson, Jóna Gróa Siguröardóttir. og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, afa og langafa, KARLSÞORVALDSSONAR, húsasmíöameistara, Bergstaöastresti 61. Þórhildur R. Karlsdóttir, Karlotta Karlsdóttir, Magnea Gróa Karlsdóttir, Þorvaldur Ó. Karlsson, Magnús Karlsson, barnabörn Þorsteinn Sigurösson, Einar Ásgeirsson, Erla Jónsdóttir, Bára Guðmannsdóttir, og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍÐAR BJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hóli viö Raufarhöfn. Þakkarkort ekki send, en minningargjöf gefin í Orgelsjóö Raufar- hafnarkirkju. Þorsteinn Steingrimsson, Friögeir Steingrímsson, Þorbjörg Steingrímsdóttir, Friöný Steingrímsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir, og aör Margrét Eiríksdóttir, Jónas G. Jónasson, Lúövík Jónasson, Þórir H. Ottósson, Matthías Friöþjófsson, aöstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.