Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 21 . . . veróur sýnd á næstunni. . . Hendrik Höfgens, meðlimur Leiklistarfélags Hamborgar, hefur það eina takmark i lífinu að öðlast frægð og frama sem leikari, en til að ná því markmiði sínu vanrækir hann sína pólitísku sannfæringu, vini og kunningja og listrænan metnað. Sagan gerist á róstursöm- um tímum þriðja áratugarins. í Hamborg hittir Höfgens þrjár kon- ur, sem eiga eftir að verða sam- fylgdarmenn hans í sögunni. Það er Juliette, blökkudansari, Barb- ara, dóttir prófessors Briickner, nýungagjörn stúlkukind, og Nicol- etta, sem er úr svipuðu umhverfi og Höfgens sjálfur. Sem fyrsta skref sitt á frama- brautinni ákveður Höfgens að láta reyna á hvern hug Barbara ber til hans þrátt fyrir að þau hafi ólíkan bakgrunn. Það virð- ist ekki skipta máli því þau gift- ast innan tíðar og með hjálp tengdaföður síns kemst Höfgens upp í að verða félagi í Ríkis- leikhúsinu í Berlín þrátt fyrir hálf litlausan feril. Hann eflist við hverja raun í þeirri ólgu, sem er í Berlín á þriðja áratugnum. Hann gerir það gott á mörgum sviðum þangað til hann fær hlutverk drauma sinna, Meph- istopheles í Faust eftir Göthe. Fréttin um að nasistar hafi tekið við í Þýskalandi berist Höfgens til Budapest þar sem hann er við kvikmyndatöku og honum finnst hann vera á krossgötum. Annað hvort flytur hann með fjölskyldu Brúckners til Parísar eða hann fer aftur til Þýskalands og heldur áfram að leika en án vonar um verðskuld- aða athygli vegna fortíðar sinn- ar. Hann velur seinni kostinn ekki síst vegna þess að hann hittir Lottu nokkra, sem er við- hald hershöfðingjans, en hann er einn af máttarstólpum Þriðja ríkisins. Að því kemur að Höfg- ens og hershöfðinginn kynnast og hershöfðinginn býður Höfg- ens starf forstjóra Ríkisleik- hússins í Berlín. Hann þiggur það, skilur við Barböru, slítur sambandi sínu við Juliette og tekur upp samband við Nicol- etta, sem fræg er orðin í Berlín. Höfgens er einmana. Hann hefur náð markmiði sínu, orðinn frægur og vinsæll. Hann reynir hið ómögulega að einangra leikhús sitt frá því sem er að gerast utan við það og í gegnum sambönd sín við hers- höfðingjann fer hann að fela fólk, sem er á flótta undan yfir- völdum. Það sem á endanum verður til þess að hann kemst í örvæntingarfulla varnarstöðu er lúalegt bragð, sem hann verður fyrir frá hendi hershöfðingjans á Ólympíuleikvanginum í Berlín, sem þá er í byggingu. Höfgens kemst að niðurstöðu í anda Göthes, sem svífur yfir sögunni. Leikari verður að vera trúr sjálf- um sér, sem einstaklingur jafn- vel í velgengni sinni ella endar hann sem þjónn hins illa. Handrit Mephisto er gert eftir sögu Klaus Manns. Hann var elsti sonur hins fræga rithöfund- ar Thomas Manns. Klaus var rit- höfundur, leikritaskáld og dálkahöfundur. Hann var fædd- ur í Múnchen árið 1906. Eftir að hann hætti í skóla vann hann sem blaðamaður við hin og þessi dagblöð í Berlín og í einhvern tíma var hann orðaður við leik- list. Hann hvarf frá Þýskalandi 1933 og lá leið hans til Tékkó- slóvakíu og seinna til Bandaríkj- anna. Frá því i byrjun sýndi það sig í skáldverkum Klaus að hann var svarinn óvinur fasismans. Stjórnmálaþróun eftirstríðsár- anna olli honum örvæntingu og barátta hans fyrir viðurkenn- ingu gerði hann örvilnaðan og X 1 f; Höfgens stendur á hátindi frægðar sinnar á uppgangstíma nasismans í Þýskalandi. En fortíðin sækir á hann og hann efast um hvort hann breyti rétt. hann framdi sjálfsmorð í Cannes í Frakklandi 1949. Þrjú stærstu verka hans eru skrifuð í útlegð. Það eru: Pathet- ic Symphony, 1935, Mephisto, 1936, og The Volcano, 1939. Síð- asta verk Klaus Manns var Turning Point, hluti af sjálfs- ævisögu, sem kom út í Englandi 1944. Leikstjóri og annar handrits- höfundur Mephisto er maður að nafni István Szabó. Hann er fæddur í Budapest í Ungverja- landi 1938. 1956 varð hann nem- andi leiklistar- og kvikmynda- akademíu borgarinnar en hann lauk prófi þar, sem leikstjóri, 1961. Sína fyrstu stórmynd gerði hann 1964, þá 26 ára gamall. Hann skrifar ætíð handritið að myndum sínum sjálfur. Szabó hefur hlotið margskonar viður- kenningar fyrir myndir sínar. Hann fékk m.a. Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1980 fyrir mynd sína Confidence, en sú mynd var einnig útnefnd til Oskarsverðlauna sem besta myndin 1980. Helsta viðurkenn- ingin sem hann hefur hlotið Hendrik Höfgens f uppáhaldshlutverki sfnu, sem Mephistopheles í Fsust eftirGöthe. hlýtur þó að vera Óskarsverð- launin 1982 fyrir myndina Mephisto, en þá var hún valin besta erlenda myndin á Óskars- verðlaunahátíðinni. Þetta hefur Szabó að segja um myndina. Það, sem við erum að reyna að sýna er einstaklingur, sem að- lagar sig að hlutverki, sem skyndilega býðst honum við ákveðnar sögulegar, félagslegar og pólitískar kringumstæður. Mynd okkar er saga um frábær- an hæfileika einstaklingsins til aðlögunar. Þetta er saga um mann, sem telur það einasta möguleika sinn í lífinu að láta fólk viðurkenna sig. Hann getur ekki lifað án þess — kannski vegna þess að hann er ófær um að veita ást. Hann skortir örygg- iskennd, nema hann sé viss um að vera viðurkenndur, nema hann sé vinsæll. Hann er leikari af líf og sál. Klaus Mann skrifaði sögu sína 1936, segir Szabó. í raun var það hatur hans til fasismans, sem knúði hann til að skrifa bókina. Hatur, sem var eðlilegt og skilj- anlegt en þrátt fyrir það er bók- in að miklu leyti skáldskapur. Við, sem þekkjum söguna eins og hún er, eftir að bók Klaus kom út, reyndum að koma atburðum hennar fyrir í myndinni í stað þeirra, sem Klaus býr til. Auk þess reyndum við að sýna fleiri hliðar á persónunum en bara þessar svart/ hvítu, eins og þær eru í bókinni. Þetta á ekki sist við um aðalpersónurnar og þá sérstaklega Hendrik Höfgen. Sem leikstjóri og handritshöf- undur hefur Szabó verið spurður hvort hann hafi reynt að láta persónurnar í myndinni ríma á einhvern hátt við persónur, sem uppi voru á þeim tíma, sem sag- an gerist? I bókinni er hægt að þekkja persónur úr sögunni. Ég forðaðist á allan möguleg- an hátt að láta það koma í ljós ef einhver persóna átti sér hlið- stæðu í sögunni. Það ber að líta á að það sem við erum að fást við er ekki það sem getur hent ákveðnar manneskjur heldur flestar manneskjur í samskipt- um þeirra við söguna. Sá, sem leikur Hendrik Höfg- en, heitir Klaus Maria Brand- auer. Hann er fæddur 1944 í Alt Aussee, sem er lítið þorp í hérað- inu Steiermark í Austurríki. Hann hafði alltaf frá því hann man eftir sér ætlað að verða leikari, segir hann. Þegar hann lauk skólaskyldunni hóf hann nám við Tón- og leiklistaraka- demíuna í Stuttgart og 1963 fór hann fyrst á sviðið í Landes- leikhúsinu í Túbingen. Þá lá leið hans til Salzburg, þaðan til Dússeldorf, þar sem hann lék í fyrsta sinn hlutverk sem eitt- hvað kvað að. Síðan hefur hann verið í hinum og þessum hlut- verkum svo sem Don Carlos, Romeo, Petruccio og Tartuffe. Mephisto eða Mephistopheles er nafnið sem Göthe valdi á and- ann, sem Faust átti í sífelldum erjum við. Orðið hefur í gegnum tíðina og á ýmsum tungumálum táknað fulltrúa einhverra myrkraafla. Ýmsar túlkanir hafa verið á lofti um hvaða út- gáfa af þessu nafni sé hin upprunalega. Ein kenningin er sú að þetta sé gölluð grísk þýð- ing á Lucifugum, sem átti að vera flokkur yfirnáttúrulegra afla fundinn upp af býzanska heimspekingnum Psellus og Jo- hannes Tritheim lýsir sem myrkraverum, dularfullri teg- und ára, svörtum í gegn, ill- gjörnum, eirðarlausum og gustmiklum. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.