Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 5 Sjónvarp kl. 18: Hugvekja í umsjá Gísla Brynjólfssonar Kl. 18 í dag mun séra Gísli Brynjólfsson sjá um sunnu- dagshugvekju. Séra Gísli er mörgum góðkunnur fyrir störf sín og því ætti enginn að vera svikinn af því að hlusta á það er hann hefur fram að færa. Sunnudagur kl. 16.55: í kantinum I sumar hefur verið á dagskrá útvarps, nokkrum sinnum í viku, þátturinn í kantinum, í umsjá Gunnars Kára Jónssonar og Birnu G. Bjarnleifsdóttur. Að sögn Gunnars hafa þessir þættir gengið mjög vel. Það virtist sem fólk hefði hlustað mikið á þáttinn. Hann sagði að Birna hefði oft setið heilu og hálfu kvöldin við að ræða við fólk, sem að vildi koma á framfæri leiðbeiningum og óskum um að ákveðin máiefni yrðu tekin fyrir. Hann sagði að þau tækju fyrir hin ýmsu málefni, svo sem notkun bílbelta, tryggingamál, skaðabótarétt vegna ölvunar við akstur o.s.frv. Þátturinn á sunnudag fjallar um stefnu- ljós og notkun þeirra og þau vandamál sem af því leiða, ef fólk notar þau ekki. Að lokum sagðist Gunnar vilja koma þeirri ósk sinni á framfæri að þátturinn verði á dagskrá einu sinni í viku svo að hægt sé að fjalla nánar um þau mál sem að tekin væru fyrir. Sunnudagur kl. 13.20: Með gítarinn í fanginu Kl. 13.20 í dag hefja göngu sína rokkþættir í umsjá Þráins Bert- elssonar. Fyrsti þáttur nefnist „Með gítarinn í fanginu". Að sögn Þráins, umsjónarmanns þáttarins, fjallar hann um upphaf frægðar- ferils Elvis Presleys. Hann sagði að efnið væri tekið út frá svolítið öðruvísi sjónarhóli en gert hefði verið áður, þar sem fjallað yrði um þátt umboðsmanns Elvis, Tom Parker, í frægð hans. Ferillinn yrði rakinn, uns Elvis fór að leika í kvikmyndum. Til samanburðar við þau lög Elvis, sem leikin yrðu, yrðu glefsur úr öðrum lögum. Að lokum sagði Þráinn að þetta yrðu þrír þættir og yrðu þeir á sama tíma næstu sunnudaga. Byggðasafn Dalamanna: Gefur gott yfirlit yfir starf- rækslu utan bæjar og innan „l>eUa er ordið allgott safn eftir því sem kunnugir menn segja. Mér er reyndar ekki mikið um virkilega forn- gripi, en safnið gefur orðið gott yfirlit yfir starfrækslu utan bæjar og innan í þessu landbúnaðarhéraði sem Dalir hafa alltaf verið," sagði Magnús (iestsson, safnvörður Byggðasafns Dalamanna, sem er að Laugum i Sæl- ingsdal í Dalasýslu. Byggðasafnið er í kjallara undir Barna- og unglingaskól- anum að Laugum. Byrjað var að safna munum í safnið 1968, það gerði Magnús, og byggði hann það reyndar upp að öllu leyti. Safnið var opnað almenningi 1977 og er opið ferðamönnum allan dag- inn yfir sumarmánuðina. í byggðasafninu er 4 stafgólfa baðstofa og í hana er raðað þeim munum sem tilheyra. Merkustu munirnir í safninu eru kirkjuhurð frá Staðarfelli á Fellsströnd og stóll frá Hafursstöðum frá árinu 1745. Kirkjuhurðin er frá 1731 og var fyrst byggð fyrir torfkirkju sem stóð til 1802 og síðan var hurðin fyrir timburkirkju til 1892. Þessi hurð er ein af fjórum elstu varð- Magnús Gestsson safnvörður við kirkjuhurð frá 1731. veittu hurðum hér á landi og eru hinar einnig kirkjuhurðir. HBj. Úr byggðasafni Dalamanna. GR£NMETISKVER IÐUNIW Bestu leiðbeiningar um ræktun grœnmetis, geymslu þess og matreiðslu. Fjölmargar uppskriftir fljótlagaðra, Ijúffengra grœnmetisrétta. Rœkilegar upplýsingar umfræ og útsœði, jarðveg og undirbúning hans, sáningu og gróður- setningu, áburðargjöf, grisjun, umhirðuoguppskeru. Töflur yfir skordýr og sjúkdóma og ráð um hvemig við þeim skuli bmgðist. HeUmHdl, skemmtilegur fróðleikur um uppruna og sögu grænmetis og ýmsar þjóðsagnir tengdar því. Með því að hafa hin litlu, handhægu Grænmetiskver Iðunnar við höndina geturðu sparað þér ómældan tíma og fyrirhöfn. Grænmetiskver Iðunnar, prýddfjölda mynda, eru nýjung á íslandi. Brœdraborgarstíg 16 Slmar 12923 —19156 meygöií þérmeó í síöustuJ ■ • ■ I* y Orlof aldraðra 23. september Grikkland. Örfá sæti laus. 2. september Portoroz. Biðlisti. 3. vikna feröir, dvöl á hóteli meö hálfu fæöi. Fararstjóri: Ásthildur Pétursdóttir. Portoroz 2. september biölisti Grikkland 2. september biölisti Toronto 26. ágúst örfá sæti laus Rimini 19. águst biölisti 30. ágúst örfá sæti laus 9. sept. Örfá sæti laus í 11 daga. Sumarhús í Danmörku 20. ágúst Karrebæksminde í 2 vikur. 27. ágúst Karrebæksminde í 2 vikur Kaupmannahöfn flug og bíll 13. ágúst 4 sæti laus 20. ágúst örfá sæti laus 27. ágúst örfá sæti laus Amsterdam Flug og bíll, verö frá 4.000.- Flug og hótel í 4 daga. Verö frá 4.540,- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SIMAR 27077 ( 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.